Vísir - 10.12.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 10.12.1952, Blaðsíða 4
« f'*. VlSIB Miðvikiidaginn 10. desember 1952 Wisil6. DAGBLAÐ Bttstjórar: Kristján GuOiaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.P. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan but, Að umræðum loknum. Eldhússumræðurnar svokölluðu hafa tekið tíma Ríkisútvarps- ins tvö kvöld í röð, svo sem að venju lætur. Vafalaust hefur almenningur hlýtt á umræðurnar með nokkurri eftirtekt, ekki sízt ef greina mætti lausn þeirra vandamála, sem efst eru á baugi þessa dagana, en því var ekki að fagna. Algjört úrræða- leysi virðist hafa gripið um sig innan Alþingis, og engin ræðu- manna virtist greina endalokin öðrum frekar og engin stefnu- tareyting var boðuð, sem greitt gæti fyrir samkomulagi í vinnu- deilum þeim, sem nú standa yfir. Hinsvegar var málflutninguf stjórnarandstöðunnar á þá lund, að sýnilega hefur verið efnt til kaup- og kjarabaráttunnar að þessu sinni í hreinu pólitísku augnamiði, sem birtist'ljóslega í fyrirhyggjulausu verkfalli, er bitnar fyrst og fremst á verkalýð og láglaunamönnum, auk þess sem afleiðingarnar munu reynast þungbærar fyrir þjóðarbúið. í umræðunum viðurkenndu fulltrúar Alþýðuflokksins, að atvinnurekstrinum sé algjörlega um megn að greiða hærra kaup að öllu óbreyttu, eða veita kjarabætur, sem leiddu til aukins óbeins kostnaðar við reksturinn. Um þetta kom ekki fram ágreiningur. Hinsve ar virtust ræðumenn sama floklcs binda allar sínar vonir vio aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málinu, en þess munu fá dæmi að ríkisstjórn hafi fengið slíka traustsyfir- lýsingu í eldhúsdagsumræðum, og hefur þá stjórnarandstöðunni farist vopnaburðurinn frekar óhönduglega. Kommúnistar töldu hinsvegar að auðvelt væri að bæta svo hag sjávarútvegsins eða útflutningsframleiðslunnar, að þessar greinar atvinnulífsins gætu borið þyngri byrðar, einkum ef viðskiptum yrði beint austur fyrir járntjald og útflutningsverzlunin gefin frjáls að fullu og öllu. í umræðunum upplýstist að einn af fulltrúum kommúnista, hafði þrisvar fengið leyfi íslenzkra stjórnvalda til útflutnings fiskafurða austur fyrir járntjald, ef honum sýndist svo, en af viðskiptunum gat ekki orðið einhverra hluta vegna. Þegar svo þar við bætist að myndarlegir kommúnistar eru hengdir á gálga suður í Prag,’vegna afskipta þeirra af viðskipta- samningum við ísland, sem einkum varða fisksöluna, bendir það ekki til að greiður aðgangur verði að þeim markaði, sem við íslendingar höfum þó tengt einna mestar vonir við. Gagnrýni á stjórnarstefnu og einstökum stjórnarathöfnum gat tæpast veikari verið, þótt henni væri fylgt fram af miklum móði og hávaða. Munu hlustendur frekar minnast hávaðans, en innihalds ræðnanna, að öðru leyti en því, sem ósæmilegt gat talist á þingvísu og almennan mælikvarða. Umræðurnar í heild báru þess vitni, að kosningar standa fyrir dyrum, enda var óspart reynt að stíga í vænginn við háttvirta kjósendur. Að- staðan er þó slík að gerbreytingar má vænta á hverri stundu á öllum viðhorfum í innanríkis og utanríkismálum. Þótt allt sé í óvissu og engu verði spáð um þá daga, sem í hönd fara, vona menn í lengstu lög að gæfa þjóðarinnar fái staðið af sér aðsúg þeirra óheillafla, sem nú tefla sjálfstæði þjóðarinnar í beinan voða. jr Afengisföggjöfin. Cvo fór, sem menn væntu, að þingmenn treystust ekki til, — ^ svona rétt fyrir kosningar, — að afgreiða viðhlítandi áfengismálalöggjöf að þessu sinni. Svo sem kunnugt er skipaði ríkisstjórnin nefnd manna til þess að endurskoða áfengislög- gjöfina og semja frumvarp um það efni, er leggja mætti fyrir Alþingi. Nefndin lauk störfum á tilsettum tíma og skilaði ríkis- stjórninni í hendur frumvarpi að nýjum áfengislögum, sem að ýmsu leyti horfði til bóta, ef miðað er við ríkjandi ástand í þeim efnum. Lét dómsmálaráðherra leggja frumvarpið fyrir Alþingi, svo sem nefndin gekk frá því, en eftir það tregðaðist öll afgreiðsla og loks fór svo að frumvarpið var fellt í efri deild, eftir sögulega hrakninga. Mun þetta að vonum mælast misjafn- lega fyrir, með því að þjóðin í heild mun líta svo á, að Alþingi beri skylda til að bæta fyrir fyrri afglöp í áfengislöggjöfinni og íorða henni frá núverandi ófremdarástar.di. Reynzlan sannar að þingmenn eru mjög ófúsir til að taka afstöðu til vandamála, þegar kosningar fara, í hönd og vilja með því þóknast kjósendunum. Sannleikurinn er þó sá, að slíkt er vafasöm þjónusta og þykir ekki stórmannleg að. almannadómi. Nokkur ,,eilífðarmál“ veltast fyrir Alþingi ár eftir ár, og eru þar 1 flokki sum þau mál, sem óhjákvæmilega bíða bráðrar úrlausnar. Mætti þar til nefna skattamál og tolla, áfengismálin og svo önnur mál ómerkilegri, sem frekast miðast við héraðakrit eða þrönga hagsmunahópa. Frestur er á illu beztur stendur þar, en ef bréytingarnar stæðu trl bóta, á þetta ekki við, og slíka lausn telja menn enn þá vel hugsanlega á áféngismálunum. St. Frón 25 ára í Það kann að vera, að sum- um finnist það ékki stór við- burður, þótt lítið félag verði 25 ára. Frá mínu sjónarmiði er það þó þess vert að þess sé getið, þegar félagsskapur, sem starfar að menningár- og mann- úðarmálirm hefur starfað í ald- arfjórðung. Þess vegna vildi ég mælast til þess, að dagblaðið Vísir birti þessar línur í tilefni af því, að stúkan Frón í Reykja- vík er 25 ára í dag. Efnir hún til áfmælisfagnað- ar fyrir félaga sína og gesti í Góðtemplarahúsinu í kvöld, til að minnast þessara tímamóta. í þessari stuttu grein verður ekki rakin saga þessa félags- skapar til neinnar hlítar, en aðeins drepið á fáein atriði í sambandi við stofnun stúkunn- ar og starf á þessum liðna ald- arfjórðungi. Stúkan Frón var stofnuð 10. des. 1927. Eflaust hafa margir unnið að undirbúningi þess, sem sáu þörfina og vildu leggja fram krafta sína til stuðnings góðu málefni, en þeir, sem bezt og ötulast unnu að stofnun stúk- unnar voru þessir menn: Páll J. Ólafsson, tannlæknir, Pétur Zophoniasson ,ættfræðingur og Páll H. Gíslason, kaupmaður; eru þeir nú allir látnir. Stofnfélagar voru 49 og af þeim eru enn í stúkunni og hafa verið óslitið allan þennan tíma: Jón Hafliðason, fulltrúi, Hólmfríður Árnad., kennslu- kona, Kristín Sigurðardóttir, frú, Halfdán Eiríksson, kaupm. og Þórný Jónsdóttir, frú. Fé- lagatal stúkunnar hefur verið allmisjafnt frá ári til árs, en hafi 971 maður. Hún telur nú 128 félaga, er sá elzti 84 ára, en yngsti 15 ára. Haldnir hafa verið 653 fundir alls, hafa þeir lengst af verið haldnir hálfs- mánaðarlega, að því undan- skildu, að þeir hafa venjulega yerið felldir niður tvo til þrjá mánuði að sumrinu, frá miðj- um júní og fram í september. Þá vildi ég með fáum orðum minnast á starfsemi stúkunnar inn á við. Tilhögun á fundaháldi hefur yfirleitt verið sú, að skipzt hafa á fræðslu- og skemmtifundir, þannig, að auk venjulegra fundarstarfa eru á sumum fundunum flutt fræðandi er- indi, annað hvort um mál Regl- unnar eða önnur menningar- mál, en á öðrum er eitthvað léttara, sém frekar er til skemmtunar, svo sem upplest- ur, kvikmyndir, spil o. fl. Einn- ig hefur stúkan handskrifað blað, sem nefnist Frónbúi. Hef- ur það verið lesið á fundum öðru hverju síðan 1930. Eitt af því, sem ötullega hef- ur verið unnið að á undanförn- um árum, er að efla fjárhag stúkunnar og koma honum á fastan grundvöll. Það er tvennt, sem ég tel einna mest virði fyr- ir hvern félagsskap: samhentir og fórnfúsir félagar og góður fjárhagur. Því verður ekki móti mælt, að peningar eru afl þeirra hluta, sem gera skal, eða með öðrum orðum hjálparmeðal til að koma í framkvæmd því, sem menn vilja vinna að. Auk stúkusjóðs á stúkan tvo aðra sjóði: fræðslu- og skemmtana- sjóð, sem varið er úr fé til fræðslu og menningarauka á alls hafa gengið í hana frá upj>- fundunum og tíl að kosta skemmtiatriði — og styrktar- sjóð, sem veita má fé úr til að styrkja og gleðja félaga stúk- unnar, einkum sjúka eða fá- tæka og til að styrkja félaga til dvalar á hvíldar- eða hress- ingarheimili. Enn fremur er meiningin, að í framtíðinni, þegar sjóðurinn stækkar og eflist, megi veita úr honum fé- lögum þeim, er þess þurfa, styrki til ýmis konar náms, svo að þeir verði hæfari til að skapa menntandi félagslíf og efla bindindisstarfsemi. Nokkuð hefur stúkan Frón látið til sín taka með útbreiðslu- starfsemi. Hefur hún haldið sex bindindismálafundi á þessum árum, sem hún á að baki, víðs vegar um nærliggjandi byggð- arlög: Á Akranesi 30. maí 1937, í Hafnarfirði 4. apríl 1938, í Grindavík 3. júlí 1938, á Strönd á Rangárvöllum 2. júlí 1939, í Keflavík 11. júlí 1939 og síðast í Keflavík aftur 14. sept. 1952. Þá mun hún og hafa átt fram- kvæðið að Þingvallafundinum 14. og 15. ágúst 1937, enda þótt Umdæmisstúkan nr. 1 hefði allan veg og vanda af fram- kvæmd hans. Fyrsti stúkufund- ur, sem útvarpað var hér á landi var fundur st. Fróns 14. jan. 1937. Einnig hefur hún gengizt fyrir útbreiðslufundum hér í Reykjavík og haldið ára- mótafundi með guðsþjónustu fyrir almenning. Þetta er í stórum dráttum það, sem ég vildi segja um stúkuna Frón í sambandi við þessi tíma- mót. Eg vona að hún eigi eftir að lifa og starfa um alla ókomna framtíð, til gagns og gleði fyrir þá, sem þar verða virkir þátt- takendur og íslenzku menning- arlífi til heilla og blessunar. Frónverji. ♦ BEBGMAL ♦ „Neytandi“ skrifar Bergmáli bréf um verðlag landbúnaðar- afurða, og ræðir þar einu leið- ina, sem honum finnst fær, til að leysa verkfallið. Ennfremur ræðir hann um neytendasamtök og lengingu vinnutíma almennt. Fer bréfið hér á eftir: „Það gladdi mig, að í Vísi skyldi fyrst birtast -grein um það, sem menn mest ræða sín á milli, en af einhverjum orsökum virðist enginn hafa þorað að minnast á fyrr, en það er lækk- un landbúnaðarafurða. Það er engin vafi á því, að seinasta hækkun þessara vara mun eiga mestan þátt í því að hafið er nú víðtækasta verkfallið, sem háð hefur verið hér á landi. Launahæsta stéttin. Annars mun hnífur standa þar í kúnni, að ekki fæst sam- komulag innan stjórnarinnar um að „ráðast á“ bændur, frek- ar en endranær, þótt vitað sé að þeir hafi um árabil verið bezt launaða stétt landsins, og þess vegna sá, sem helzt getur skert lífskjör sín. Þegar svo tekið er tillit til þess, að allir útoeikningar um launakjör bænda eru byggðir á röngum forsendum, þar sem gert er ráð fý'rir' miklu ininni tekjurn, en þeir hafa, þá er ekki að furða að krafan sé nú að landbúnað- arvörur lækki. Neytendasamtök. Annars hefur verkfallið, sem nú stendur yfir, sýnt fram á það, eftir að mjólkin var skömmtuð, að heimilin geta yf- irleitt komist af með miklu minni mjólk, en venja er að kaupa. Svo er um heimili mitt, þar sem áður voru ávallt keypt- ir 4—5 litrar, en nú fæst aðeins Vz- Það er að minnsta kosti greinilegt, að 1—lVz liter myndi duga. Þetta bendir aftur á móti til þess, að neytendur gætu vel gert með sér samtök um að kaupa ekki mjólkuraf- urðir eða kjöt, nema þessar vör- ur væru seldar með hóflegu verði. Mér finnst að minnsta kosti mjög koma til greina, að neytendur myndi með sér slík samtök, ef landbúnaðarafurðir lækka ekki verulega í verði. Um kjöt er það að segja, að lengi er hægt að komast af án þess, meðan fiskur fæst. Fólk vinnur of lítið. Eg er sjálfur launþegi og get verið sammálá um það, að nú sé oft erfitt að láta launin duga til nauðþurfta, og mun útkom- an vera svipuð í flestum stétt- um. Aftur á móti gæti eg aldrei orðið sammála hinum f áránlégu kröfum um styttingu vinnu- vikunnar. Eg tel einhverja helztu meinsemdina í þjóðfélagi okkar vera, að fólk vinnur of lítið. Og gæti eg gjarnan fallist á, og eru furðulega margir á sama máli í því efni, að lengja beri vinnutíma maruia almennt, frá því sem nú er. En með t. d. lengingu vinnutímans hjá öllu skrifstofufólki um eina stund á dag, væri hægt að draga úr hin- um hlægilega aukakostnaði við eftirvinnu, sem á sér stað hjá hinu opinbera. Þetta eru óvin- sælar tillögur, veit eg vel, en það er þetta, sem verður að gera fyrr eða síðar.“ Bergmál þakkar bréfið og birtir það án þess að ræða til- lögurnar frekar, en orðið er laust um málið og vonandi heyrast fleiri raddir. — kr. Gáta dagsins. Nr. 321. Kver er sá grasa gúmmur, sem gægist upp á bæi? Fá vill fylli sína, flestir gefa honum nesti, rif hefir tvenna tugi, töltir á fótum fjórum. Svar við gátu nr. 320: Kaffiketill.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.