Vísir


Vísir - 10.12.1952, Qupperneq 7

Vísir - 10.12.1952, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 10. desember 1952 VlSIR THDMAS 6. COSTAIH: Ei má sköpum renna. I 58 „Skilríki yðar eru vafalaust í lagi.“ Prinsinn fór að ganga um gólf og virtist á báðum áttum. „Eg verð að játa, að greifafrúin minntist eitt sinn á yður við mig. Hún sagði mér frá hvernig hún komst á flótta úr landi yðar.“ „Eg gat veitt henni aðstoð. Og eg get veitt henni sömu að- stoð nú.“ „Eg get ekki látið yður fara, herra. Greifafrúin verður sjálf að taka ákvörðun í málinu.“ Hálfargur og óþolinmóður bætti hann við: „Hún er gestur hér á heimilinu. Enginn veit það nema nán- ustu skyldmenn og trúnaðarþjónar mínir.“ „Guði sé lof,“ stundi Frank upp og settist. „Afstaða yðar er mér ekki ljós,“ sagði prinsinn og horfði á hann rannsakandi augum, „en eg læt kalla á greifafrúna. Eg þarf væntanlega ekki að vekja athygli yðar á, að það er ekki áhættulaust fyrir mig að gera þá játningu, sem eg hefi gert.“ „Við Englendingar höfum okkar drenglyndisreglur eigi síð- ur en Rússar,“ svaraði Frank. „Jæja,“ sagði hann hikandi, — „kannske —“ Herbergið var svo bjart, að hvergi bar skugga á, enda var það í hallartumi. Gabrielle stóð við einn gluggann og horfði út og sneri því baki að þeim, en er hún heyrði að einhver kom inn snerist hún á hæli snögglega, rak upp fagnaðaróp, er hún sá Frank, og hljóp til hans til þess að fagna honum. Frank sá ekkert nema ljómann í augum hennar. Gleðin yfir endur- fundinum var svo mikil í augum hennar, að hann hafði sjálfur aldrei verið glaðari en á þessu aUgnabliki. „Guði sé lof að þú ert heil á húfi,“ sagði hann — en áttaði sig þegar og endurtók orðin á frönsku. „Það er augljóst,“ sagði prinsinn þurrlega, „að þér höfðuð rétt fyrir yður herra. Greifafrúin er glöð yfir að hitta yður aftur.“ „Glaðari en orð fá lýst,“ sagði Gabrielle og talaði eins og hún væri dálítið móð, eins og jafnan er henni var mikið niðri fyrir. Hún stakk hönd sinni undir armlegg hans. „Við höfum lengi verið vildarvinir — og margt reynt saman?“ En er hún sá, að húsráðandi hennar var ékki sem ánægð- astur á svipinn yfir þessum játningum, bætti hún við: „Þér munið kannske, hvað eg sagði yður um aðstoð þá, sem herra Ellery veitti mér, er eg flýði frá Englandi.“ „Eg man það mæta vel. Og þar sem þið eruð gamlir vinir munuð þið þurfa margt að ræða, og þið munuð ekki hirða um að hafa neinn þriðja aðila viðstaddan, og mun eg því draga mig í hlé. Herra Ellery mun hafa tillögur fram að flytja, sem þarfnast vandlegrar íhugunar, og mun eg því taka þátt í við ræðunni bráðum.“ í dyrunum dokaði hann við andartak og mælti: „Seinustu fregnir frá vígstöðvunum herma, að orustan hafi elcki gengið Frökkum í vil.“ Undir eins og dyrnar höfðu lokazt sagði hún í bænarrómi við Frank: „Frank, segðu mér fljótt — það getur ekki verið satt, að Napóleon hafi beðið ósigur.“ Hann tók nú allt í einu eftir því, að hún var klædd þjóðbú- ingi. Mundi það hafa verið nauðsynlegt, til þess að leyna þjóð- erni' hennar? Hann varð að bæla niður sterka löngun til þess að ségja, að hún væri fegurri í hans augum én nokkrn tíma fyrr og hann elskaði hana heitara en lífið í brjósti sínu. „Nei, það er ekki satt — eg veit ekki hvaðan þeir hafa fengið þessar ýktu fregnir. Hvorugur vann úrslitasigur — Rússar hörfuðu undan í nótt, svo að það voru Frakkar sem héldu velli.“ „Eg vissi það,“ sagði hún og augu hennar ljómuðu. „Þeir sigra aldrei litla keisarann minn. Þer hafa alltaf verið að segja mér, að hann sé að tapa, en eg hefi ekki trúað því.“ „Undir eitt verðurðu að vera búin, — sigri hann verður það dýrkeyptur sigur — og mun ekki gera honum neitt gott. Mann- tjónið var alveg gífurlegt — líklegast, að um 70.000 menn hafi fallið — og næstum helmingurinn Frakkar. Napóleon sigraði, en í rauninni var svo mikið í sölurnar lagt, að hánn hefði ekkí farið öllu verr út úr því, þótt hann hefði tapað.“ „Hann vann, hann vann! Hann vinnur alltaf — hann er ósigrandi. Það var eins og engin hugsun kæmist að hjá henni um örlög þeirra, sem féllu og særðust, og aðstandendur þeirra.“ „Gabrielle,“ sagði hann, „keisarinn þirín er að tapa um leið og hann leggur undir sig lönd. Hinn mikli her hans er ekki lengur til — í her hans eru nú aðeins 100.000 menn. Hann hefir litlar birgðir og ekkert riddaralið. Eg hefi sent fregn til Eng- lands um, að hann verði annaðhvort að hörfa til pólsku landa- mæranna eða hann verði hrakinn þangað.“ „Nei, þú hefir ályktað skakkt, Frank. Þú ert blindur — Napóleon sigrar ávallt. Nú kemur hann og hertekur Moskvu og zarinn verður að semja frið. Þannig hefir það ávallt verið.“ „En það verður ekki svona núna, Gaby. Þessi styrjöld er allt öðru vísi. Rússar eru allt öðru vísi en hinar þjóðirnar, sem hann hefir barizt við. Eg veit, að hann getur tekið Moskvu, en eg er sannfærður um, að það væri hyggilegra fyrir hann að reyna það ekki. Og hann mun sjá, að hyggilegast verður að hörfa undan, áður en Rússar endurskipuleggja heri sína.“ En Gabrielle hló. „Þú hefir skakkt fyrir þér, Frank .minn. Þú þekkir ekki keis- arann. Þú hefir aldrei séð hann — ef þú þekktir hann eins vel og eg — ó, þú getur ekki gert þér í hugarlund hve mikill hann er. Hann er maður, sem hefir örlög þjóðanna í hendi sér.“ „En það er ekki það, sem um er að ræða hve mikill hann er. Eg viðurkenni, að hann sé mikill. Það sem máli skiptir er, að zarinn mun ekki gefast upp eins og hinir. Hann ætlar sér alls ekki að semja frið. Hann sendi Sir Róbert Wilson til herstjórnar- stöðvanna með fyrirskipanir til Kutuzov í því efni. Þótt hann missi Moskvu breytir það ekki afstöðu hans. Herir hans hörfa lengra. Veturinn gengur í garð og franski herinn hefir engar birgðir. Napóleon verður einangraður. Og hvað gerist þá?“ „Eg skal segja þér það,“ sagði hún og hló og virtist traust hennar óbifandi. „Keisarinn minn mun finna einhverja leið út úr vandanum — og sigra. Hann hefir þegar gert sínar áætl- anir. Nei, nei, Franz, zarinn verður að beygja sig.“ Hún settist og benti honum að setjast hjá sér. „Við megum ekki deila. Getum við ekki rætt um eitthvað annað. Það er orðið svo langt síðan — það eru þrjú ár síðan eg sá þig. Það er langur tími og margt hefir gerzt. Hvað hefir drifið á daga þína allan þennan tíma?“ ,Eg hefi starfað mikið. En það er eitt, sem eg hefi aldrei get- að sætt mig við?“ „Þú átt við það, að eg giftist,“ sagði hún og leit hlýlega á hann. „Þú ert trúr ennþá — og þó getur þetta ekki verið nema minning?“ „Trúr — ævinlega, Gaby.“ „Það vekur gleði í hug mínum og stolt hve tryggur þú ert — en er nokkur skynsemi í þessu, vinur minn. Heldurðu, að væri ekki réttast fyrir þig, að reyna að gleyma?“ „Þessar minningar eru hið eina, sém eg hirði um. Þær eru mér allt. En við höfum annað að ræða um, sem enga bið þolir. Þú ert í mikilli hættu. Eg get komið þér örugglega úr landi eins og sakir standa. En þú verður að koma þegar. En fyrst verðurðu að segja mér hvernig á því stóð, að þú varst skilin eftir. í guðs nafni, hvemig —“ Hún skipti skapi á svipstundu. Dulrænar HÆaðurinn í ganginum. Það bar til á Útskálum litlu eftir 1890, að Ögmundur Sig- urðsson, sem þá var barnaskóla- kennari, sá þar mann um há- bjartan dag, sem hvorki 'hann né aðrir gátu gert sér gréin fyr- ir. Þetta var á sunnudegi, og’ messað á Hvalsnesi, og allt fólk- ið við húslestur inni í íbúðar- húsi prests nema kona ein, sem var við eldhúsverk í gamla bænum á Útskálum. En þannig hagaði til, að úr gamla bæn- um lágu tvennar dyr, aðrar úr eldhúsinu og út, en hinar fram á hlaðið. Þar var bjartur gáng- ur. Ögmundur Sigurðsson þurfti að sinna mönnum, er voru í erindum við hann, og þurfti að fara inn um ganginn, en hann var lokaður að innanverðu, svo að hann varð að fara inn um eldhúsið og opna ganginn að inn anverðu. En þá sér hann þar mann greinilega. Hann var öðruvísi klæddur én almennt gerist, — var í stuttbuxum, hrépptum fyrir neðan hnéð Og í stórri mússu mórauðri, ein- hnepptri, með hattkúf á höfði, og mikið grátt hár kom undan hattinum. Hann sneri baki að veggnum og var álútur, studdist fram á gönguprik, og löfðu vettlingar niður með prikinu. Hann heilsar upp á manninn, en hann tekur ekki kveðjunni. Hugði Ögmundur þetta vera karl að nafni Bjarni, er oft var í slæmu skapi, og segir Við hann: „Það liggur illa á þér í dag, Bjarni minn.“ -— En hann áttaði sig þegar og sá, að þar var annar maður en Bjarni. Síðan fer hann framhjá honum og út og lýkur erindum við mennina. Fer sVo inn aftur og út um eldhúsið og spyr hvort nokkur hafi gengið um, og kvað eldakona það ekki vera, og hefir maður sá ekki sézt síðan. (Handrit Sigurðar Guðjónsson- ar í Saurbæ á Hvalf jarðarströnd — Rauðskinna). BEZT AÐ AUGLYSAIVISI d. Sumuyki. - TARZAN - 1302 Froskamenn létu Tarzan og Val- Nú þeystu froskamennimir út úr þór komast framhjá, en síðan urraði sefinu og eftirförin hófst. Nú var fyrirliðinn skipun. mikil hætta á ferðum. Þeir sátu uppréttir á krókódílun- um, veifuðu spjótunum, og voru áílir. hinir ófrýnilegustu. Froskamönnunum var ljóst, að sézt hafði til ferða þeirra, og ráku upp bardagaöskur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.