Vísir - 16.07.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 16.07.1953, Blaðsíða 4
yf S'ZB \ Fimmtudaginn 16, júlí 1953. i WÍSIIR DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstoíur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSm H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm Iínur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Næstu virkjunarframkvæmdir. T?f allt fer samkvæmt áætlun, er gert ráð fyrir, að hin nýja virkjun Sogsins, írafoss-virkjunin, verði fullgerð og geti tekið til starfa seint á þessu sumri, eða áður en raforkuþörfin fer mjög í vöxt vegna lækkandi sólar og minnkandi hlýinda. Er þá náð merkum áfanga í orkuframleiðslunni fyrir Reykja- vík og raunar allan suðvesturhluta landsins, þar sem meira en helmingur landsmanna er búsettur. - Eins og nú standa sakir, er skortur á raforku á hverjum degi, jafnvel þótt allt það rafmagn sé framleitt, sem hægt er með þeim orkuverum, sem til eru. Hefur orðið að gera ráð fyrir takmörkunum á álagi í allt sumar, því að svo knöpp er orkan, sem fyrir hendi er, og er því þó ekki til að dreífa, að ekki sé nægt vatn fyrir þær stöðvar, sem með því eru knúnar. En þess verður nú ekki langt að bíða, að úr þessu verði bætt með nýju virkjuninni í Soginu. Þar verður þó ekki um neina lausn að ræða til langframa, því að mikill hluti orku hinnar nýju stöðvar mun þegar fara til áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, sem eínnig miðar vel áfram, og mun verða fullbúin til framleiðslu á þeim tíma, sem áætlaður var í öndverðu. Er þ*\í fyrirsjáanlegt, að ekki má láta dragast lengi að hefja nýja virkjun,. sem væntanlega mundi fullnægja orkuþörfinni um nokkurt skeið, nema til sögunnar kæmu ný stóriðjufyrirtæki, er væru mjög þurftarfrek á orku. Það hefur tvívegis ltomið fyrir, að raforkuverið við Ljósa- foss í Sogi hefur reynzt of afkastalítið eftir skemmri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Er þar ekki við neinn að sakast, því að engan gat grunað, hversu gleðilega ör þróunin mundi verða á mörgum sviðum hér hjá okkur síðasta hálfa mannsaldr- inum. En sú þróun er staðreynd, sem augunum verður ekki lokað fyrir, og ef allt verður með felldu, ætti enn að verða áframhald á henni, og mætti þó jafnvel eins gera ráð fyrir þvi, að hún yrði örari eftir því sem náttúruauðæfi landsins yrðu betur nýtt. Við verðum að ráðast í nýja virkjun á næstu árum, og kemur þá til álita, hvort gera eigi ráð fyrir því, að orkuþörfin vaxi jafn-ört í náinni framtíð og undanfarið eða verði örari. Hyggi- legast er að gera ráð fyrir því, að hún vaxi í æ ríkara mæli með ári hverju, svo að við verðum að vera stórtækari, er farið verður af stað á nýjan leik. Þarf ekki að efa, að þeir menn, sem þeim málum ráða með þjóðinni, hafi einmitt það sjónarmið, er þeir semja áætlanir sínar í þessum efnum. Sogiði má nú heita fullvirkjað, og hefur það reynzt orku- drjúgt, enda þótt það afl sé ekki ótakmarkað, sem það getur veitt. Að því frátöldu er vart um annað talað en að virkja Þjórsá, enda hafa rannsóknir leitt í ljós, að úr því má fá að heita má ótakmarkaða orku eða svo mikla, að hún getur orðið undirstaða stóriðju, sem er vitanlega framtíðardraumur, er getur þó rætzt á tiltölulega skömmum tíma, þegar hafizt verð- ur handa fyrir alvöru. Slík virkjun yrði þó, eðlilega, mjög kostnaðarsöm, enda ekki við því að búast, að mannvirki af því tagi, er mun gefa mikinn og góðan arð um langan aldur, kosti smáskilding. En hvort sem kostnaðurinn verður mikill eðs Jítill, er það fyrirsjáanlegt, að virkjun Þjórsár er verkefni. sem þokast jafnt og þétt nær veruleikanum, og með því mann- virki mundi stigið mikið framfaraspor. Og því fyrr sem hafizt yrði handa, því betra. Útfhitningur á raforku. ' Á ® un^anförnu hefur verið um það getið í blöðum hér, að verkfræðingar tveggja þjóða, Svía og Svisslendinga, hafi fundið upp eða sé í þann veginn að Ijúka við uppfinningu að- ferðar til þess að leiða raforku lengri leiðir en aður Jiefur.þótt tiltækilegt, í því sambandi hefur verið k það drepið, að ís- lendingar kynnu í framtíðinni að verðá áflögufærir u þessu sviði, við ættum með tímanum að geta flutt raforku til annarra' landa og selt hana, þar sem hörgull er á henni. Þetta er vissulega mjög athugandi og girnilegt, en spurning- in er, hvort ekki mundi mega skapa meiri atvinnu og því þjóð- artekjur, með því að nýta orkuna til framleiðslu í landinu sjálfu. Sé raforkan seld beint úr landi, er þar um útflutning á óunnu hráefni að ræðá, en sé hún notuð innan lands til að framleiða ýmiskonar eftirsóttan varning, margfaldast verðmæti hennar. Þetta verður að skoða í Ijósi þess, hve landsmenn efu fáir miðað við’þá orku, sem unnt er að framleiða, svo að hún feýnni að verða syo mikil, að ekki væri hægt áð nota hana innanlands fyrr en þjóðin' væri orðin mun .marinflejri., En hvq^t tveggja er athugandi, hvort tveggja getur komið til greina út af fyrir sig, og einnig svo að það haldist í hendur. UR RIKI NATTURUNNAR: Þær eru drepnar, ef þær koma sýkfar heim í búið. Býflugur eru meðal iðnari Hfvera jarðar. Kárl von Frisch varð frægur af þeirri uppgötvun sinni, að býfluga, sem hefði fundið hun- ang, gæfi það til kynna, er hún kæmi í bú sitt, með því að stíga dans. Heimamenn virða dans- inn fyrir sér með athygli, og þjóta síðan á véttvang. Dansinn er því táknmál, og breytist eftir því, hve langt er til hunangs- ins og hver stefnan er. Leið- beiningar, sem flugan gefur með hreyfingum sínum og „handapati“, eru eins nákvæm- ar og vélrituð skilaboð, sem fara á milli deilda fyrirtækis. Dr. Elmer E. Leppik í Aug- ustana-menntaskólanum í Sioux Falls, N.-Dakota, Bandaríkjun- um, hefur nýlega gert uppgötv- un, sem menn telja jafnmerka uppgötvun von Friseh. Hann kallar hana „lífsstríð býflugn- anna“. Hann kynntist henni fyrst, þegar hann var að rann- saka áhrif lömunargastegunda, sem Þjóðverjar höfðu framleitt til skordýradráps, og seld hafa verið undir nöfnum eins og Thipos, Parathion, E-605, Foli- dol, Metadice, Potsan og Systos. Gastegundir þessar drepa skor- dýrin við snertingu, og eru sumar svo bráðdrepandi, að býflugur komast ekki aftur í bú sitt, en aðrar verka ekki fyrr en síðar, sumar ekki fyrr en eftir nokkra daga. „Lífsstríðið“ hefst. Þegar býfluga hefur komizt í snertingu við E-605 (Para- thion), flýgur hún heim aftur, og virðist ekkert að henni Verðina við innganginn grunar ekkert og hleypa henni inn. Eftir klukkustund fer að bera á eiturverkununum. Þá er það, sem „lífsstríð býflugnanna“ hefst. Heilnæmu býflugurnar ráðast á þá veiku. Hver flugan smitast af annari. Sjúku flug- urnar eru annað hvort reknar á dyr eða þær deyja í búinu. Allt er á öðrum endanum fyrir utan búið, meðan á þessu gengur innan dyra. Varðflugur varna öllum inngöngu. Bardag- inn er linnulaus og miskunnar- laus. Einu sinni var dr. Leppik meira að segja vitni að því, að drottningarbýfluga var drepin. Barátta þessi er hryggileg. Heilbrigðu flugurnar 'sýkjast hver af annari, og þá er þegar ráðizt á þær.. Hér er því * um keðjuverkun að ræða, sem lýk ur alltaf með dauða. Dr. Leppilc líkir þessu við lífsbaráttu mannanna samkv. kenningu j Darwins, þar sem hinn sterki hefur yfirhöndina. Hjá býflug- unum er þó um það að ræða, að j það er verið að reyna að bjarga öllum stofninum en þar er ekki um baráttu einstaklin'ga fyrir | lífi sínu sérstaklega að ræða. Uðun er tví- eggjað vopn. | Býflugurnar bera eitrið hver á aðra. Með tilraun gekk dr. Leppik úr skugga um það, að býflugur, sem setzt höfðu á nokkúr blóm, er úðuð höfðu verið með E-605, hefðu sýkt um 1000 aðrar flugur og um síðir orðið öllum býflugum búsins að bana. Einvígi voru háð og bardagar milli stórra hópa. Viðureignin varð æ tryllings- legri. Um síðir lágu 1000 flugur í valnum. Býflugnaræktendur og garð- yrkjumenn hafa miklar á- hyggjur af vaxandi notkun j skordýraeitra. Til dæmis er þess getið, að 13 hektara akur j var úðaður með eitri og varð afleiðingin sú, að sex milljónir býflugna, eign tólf evrópskra býræktenda, drápust. Þetta er ekki aðeins bagalegt vegna þess, að býflugurnar safna hunangi, heldur er það stórhættulegt af því að þær eru svo mikilvægur liður í frjóvgun blóma og jurta. TaKð að 3 tníflj. Englendinga se ólæsir þrátt fyrir skólavist. Námsefni viða um flönd er taflið cLflflfof erfitf. Á Norðúrlöndúm og víðar hafa námsbækur og námsefhi verið tekin til rækilegrar at- hugunar að undanförnu. Niðurstöðurnar eru mjög á einn veg, en hann er sá, að námsefnið er allt of erfitt fyrir tornæmustu nemendurnar, og sumt svo fjarri raunveruleik- anum, að- óverjandi er talið að eyða tíma í að kenna það. Nýlega hafa Énglendingai’ lokið mikilli rannsókn undir stjéaíp;. hjns,; heimsf rægais, *sál- fræðings og rithöfundar Cyril Burt. Nokkrar niðurstöður Burts eru birtgr í Picture Post. I greininni er meðal ann- ars sagt frá því, að þrjár milljónir fullorðinna Eng- Iendinga kunni ekki að lesa þrátt fyrir langa skólavist. Rarmsóknin heíir yenð frarn- kvæmd á þann hátt, að léstur fullorðinna hefir vc'.'ið borinn saman við lestur mecíálgreihdra barna á aldrinum 6—10 ára. Af 15 ára unglingum lásu 10 prósent eins og sex og hálfs árs gömuL ; börn,!Uen 20 prósent þeirra, sem voru á aldrinum Framh. 6 7. síðu Það hefðu að likindum margir ætlað, að umferðarslys væru færri að tiltölu hér í Reykjavík, en i ýmsum stórborgum annarrá landa, en svo cr þó ekki. Af skýrslu, sem lögreglufulltrúi um- ferðarmóla i Kaupmannahöfn liefur látið gera, og borizt hefúr blöðunum hér fyrir tilstilli sendiráðs Dana, kemur i. Ijós að umferSarslys í Reykjavik eru tíðai'i en i flestum stórborgum, hlutfallslega miðað við fólbs- fjölda. Éinkum eru banaslys á börnum óhugnanlega mörg hér á landi. Flestir bílarnir hér. Það kemur líka í ljós af skýrslu þessari að fleiri bílar eru i Rvik en i nokkurri annarri stórborg, einnig miðað við fólksfjölda, og meira að segja fleiri bílar hér en i bilaframlei'ðsluborginni Delroit í Bandaríkjunum. í stórborg eins og Brússel fórst aðeins eitt barn i bílslysi árið 1951 og ckkert 1950. Aftur á móti urðu þrjú dauðaslys á börnum í Reykjavik árið 1951. Ýmislegt er það, sem veldur umferðarslysum, eða hvort þau eru tíð eða ekki, en þó er það fjöldi farartækjanna, sem veldur þar mestu um. Gatan er leikvöllurinn. Tí'ð umíerðarslys á börnum i Reykjavik stafa sjálfsagt mjög af því live almennt það er enn, að gatan sé aðalleikvangurinn. Enda þótt margir leikvellir liafi risið upp í bænum undanfarin ár, er gatan þó víða eini leikvangur- inn, og þar eru börnin í stöðugri hættu, jafnvel þó ekki sé sérstak- lega ógætileg'a ekið. Þar. sem fólk býr í leiguíbúðum og lóðir eru ógirtar, reynist erfitt að hemja börnin, er þau leita á göturnar þar sem lífið er og skarkalinu. Reyndar ætti það að véra skjida allra luiseigenda, sem leigja út ibúðir að liafa lóðir sínar girtar, og myndi það nokkuð geta aukið á öryggið. Friðuð svæði og einstefnuakstur. Og margt kemur tii greina til þess að draga úr umferðarslys- um. Takmarka akstur um götur íbúðarhverfa, éinstefriuakstur, sem víða er nú reyndar hér í bæ, og svo almenn aðgæzla ökumanna og vegfarenda. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve mörgum líf- um leikvellirnir hafa bjargað, er risið hafa upp í bænum síðari ár, en þau.eru mörg, og því ber að stefna að því að fjölga þeim. Sér- staklega þarf að hafa þá vandaða og fullkomna i fjölbýlum iiverf- um, þar sem fjölfarnar umferð- aræðar liggja um. En aðgæzla foreldra og eftirlit með börnum fær þó oftast mestu áorkað, og l>ví verður það aldrei nægilega brýnt fyrir þcim, sem börnin eiga, að ven ja þau af því að sækja út á göturnar. — kr. ★ Spakmæli dagsins: Þolinmæðin þrautir allar. !-. vmmir Gáta dagsins Nr. 465: Bræður 'þrír með býsna flakk • búa á kei'fi einú, bæstur. einn með hofmanns- stakk heldur ekki á neinu, Svar við gátu nr. 464: BandpfjÓÚári JÍ1 i(

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.