Vísir - 29.07.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 29.07.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Miðvikudaginn 29. júlí 1953. 169. tM. Hneyksli í Marseilles. Ný framhaldssaga. Á morgun hefst hér í hlaðinu ný framhaldssaga eftir eitt öndvegisskáld heimsbókmenntanna — Emilc Zola. Er hann svo þekktur hér á landi, að ó- þarft er í rauninni að kynna hann, en Iþess má geta til fróðleiks, að Zola ritaði sögu þessa, þegar hann var aðeins um tvitugt, og samdi hana einmitt með það fyrir aug- ura, að hún yrði framhalds- saga í blaði, sem og varð. Er sagah því samin með það fyrir augum, að viðburða- rásin sé hröð og alltaf sé „eitthvað að gerast", enda hefur það tekizt með ágæt- um. Sagan í'jallar um ungan mann, er langar til að komast fyrirhafnarlítið áfram í líf- inu og tælir unga stúlku, sem ann honum hugástum, til þess að giftast sér í óleyfi fóstra hennar. Verður af þessu hið mesta hneyksli, svo sem naf n sögunanr bend- ir til, því að fóstrinn er maður voldugur og...... En það er ekki rétt að segja meira, því að jþað gæti skemmt ánægjuna af lestr- inum. Fylgist með frá byrj- un, og tryggið yður að fá blaðið daglega með því að gerast áskrifendur. Hringið í síma 1660. Víðtækar NATO- æf ingar í september Herskip og flugvélar frá 9 löndum í Atlantshafsbandalag- inu taka þátt í víðtækum her- æfingum sem fara fram á N.- Atlantshafi í september næstk. Þátttökulöndin verða Belgía, Noregur, Portúgar, HoJland, Kanada, Danmörk, Frakkland, Niðurlönd, Bretland og Banda- ríkin. Æfingarnar fara íram á öllu svæðinu milli Grænlands og Noregs, allt suður að Portú- gal, og verður stjórnað af þrem- ur flotaforingjum og eirmm flugforingja. Áherzla „verður lgð á „að verja aðflutningaleið- ir á sjó." Einn bezti veiðidagur norðanland§ var í gær. Blóðsóttin í.rénun Blóðsóttin í Svíþjóð er nú í rénun. Hefir Alvesta sláturhúsið fengið leyfi til að hefja slátrun | á ný, en^ undir mjög ströngu eftirliti. í Sönderborg í Dan- mörku hafa þrír menn tekið blóðsótt. Færeyingar vilja fara á síld. K.höfn, 22. júlí. Færeyingar eru í þann veg- inn að hætta Grænlandsveiðum, tilkynnir Berlingske Tidende í dag. Aflinn hefir verið dágóður, en sjómennirnir vilja komast á síldveiðar heima við Færeyjar, en þar gera þeir sér vonir um góðan afla. Berlingske telur líklegt, að markaður muni fást í Bandaríkjunum fyrir fær- eyskan fisk á þessu ári. Geta e. t. v. selt freð- fisk til hers US. Til mála getur komið, að ís lendingar selji nokkurt magn af freðfiski til hersveita Bandaríkjanna í Þýzkalandi. Bandaríkjamenn þurfa um 300—400 smál. af freðfiski á þrigja mánaða fresti, en hörð samkeppni er sögð um þenna markað, bæði af hálfu Dana og fleiri. Laugavegur 13 flutt í nótt. Kastaði sér í sjóinn í Raufarhöfn. Svo bar við í fyrradag, að skipverji af v.b. Græði féll í höfnina á Raufarhöfn, en var bjargað upp í nótabát. Maður þessi er dánskur, og var matsveiim á bátnum. Hann mun hafa verið þunglyndur undanfarið, eða varla sjálfráð- ur gerða sinna', og kastaði sér í sjóinn, er báturinn var að koma að landi. Menn brugðu við og björguðu honum, og var síðan fenginn bíll frá Húsavik, mað- urinn fluttur til Akureyrar og síðan væntanlega hingað suður. Arftaki Beria í embætti iög- regluráðherra í Eússlandi varð þessi maður, S. N. Kruglov. Yfir 100.000 maiins hafa sétt matvæli til V.-Berlínar. Nókkru fyrir miðnætti í nótt j var byrjað að flytja húsið Laugavegur 13 af sínum gamla £n RUSSar gegja ^r Cttgan slíOrt! Var húsið sett á þrjá sterka vagna, sem komið hafði verið fyrir á Laugaveginum, og siðan var haldið niður hann og Banka stræti, niður á Lækjartqrg, en þá norður eftir Kalkofnsvegi á Skúlagötu. Gekk þetta allt tíð- indalaust, og um kl. átta í morg- un var húsið komið inn fyrir Hálogaland á Suðurlandsbraut. Fiak af brezkri orustufliigu finnst hérlendis eftir 10 ár. lirian Holi og Brjrnjólíur Þorvalds- son sáii það á föstudlaginn. í vikunni sem leið f annst upp í óbyggðum flak af enskri flugvél, sem þar hafði farizt á stríðsárunum. Gerðist þetta á föstudaginn, er þeir Brian Holt, ræðismaður í brezka sendiráðinu, og Brynj- ólfur Þorvaldsson, starfsmaður Trans Canadá Airlines, voru á leið til fundar við leiðangur Peter Scotts fuglafræðings. Um það bil 5 km. frá þeim stað, þar sem þeir félagar lentu hjá leið- angrinum, komu þeir auga á flugvélarflak, og mátti greini- . lega sjá hringinn á vængjunum, sem sýndu að hér var um "brezka flugvél að ræða. Lækk- uðu þeir flugið, og aðgættu flakið betur, og sáu þá, að hér var um flugvél af Fairey- Battle-gerð að ræða, en þær notuðu Bretar hér um árið 1942. Brian Holt var í sveit brezka flughersins hér á stríðsárunum,. og rifjaðist það upp fyrir hon- um, að flugvél þessi hefði orðið að nauðlenda í öræfunum, en menn — Fairey-Battle-vélarn- ar voru fyrir tvo menn — komust af. Lögðu þeir af stað fótgangandi til byggða, þar sem þeir voru lítt eða ekki meiddir, og höfðu gengið um það bil 50 kílómetra leið, þegar komið var á.rnóti þeim og þeir fluttir til byggða. Það sást greinilega af legu flugvélarinnar, að flugmaður- inn hafði reynt að nauðlenda á á einni, til þess að vatnið drægi úr högginu, er hún kæmi niður, og var flakið á bakkanurn. Einkaskeyti frá AP. Bonn í morgun. í alla nótt biðu þúsundir manna frá Austur-Berlín í röð- um eftir að komast að til þess að taka við matvælabögglum, sem úthlutað er í Vestur-Ber- lín. . Er úthlutað af birgðum borg- arinnar sjálfrar, en þær verða svo endurnýjaðar með birgð- um, sem eru að koma frá New York, og greitt er fyrir áf Bandaríkj as t j órn. Rússar og stjórnarvöld A.- Þýzkalands hafa ekki hindrað afhendingu gjafabögglanna, en tilkynnt hefur verið, að a. m. k. 1 milljón matvælaböggla verði afhentir. Hófst afhending- in í gær og stendur hálf an mán- uð.—¦ Aukþess hefur Ráuðij krossinn komið fyrir eldhúsum undir beru lofti, þar sem fólk' frá Austur-Berlín getur fengið ókeypis máltíðir. Fólk kemur' langár leiðir, til þess að fá mál- tíðir og böggla, en þá haf a þegar sótt hátt á annað hundrað þús- und manns. Þess er minnzt, að Molotov sagði í orðsendingu, er hafnað var orðsendingu frá Banda- ríkjastjórn, þar sem hún bað stjórnina í Kreml um, að greiða fyrir dreifingu matvælanna: Að Bandaríkjastjórn hefði fengið rangar upplýsingar ¦ um rnatvælaskortinn í A,- Þýzkalandi —- og að Káð- stjórnarríkin hefðu , þegar i gert ráðstafanir til hjálpar. En þrátt fyrir þá hjálp, virð- ist ærin þörf fyrir þá aðstoð, sem nú er veitt, og aðsóknin afsánnar, að Bandaríkjastjórn hafi fengið skakkar upplýsing- ar um ástandið. Frekar rólegir da^ar liér. Ekkert bar til stórtíðinda hjá Iögreglunni í fyrradag og fyrri- nótt, en ölvun var nokkur. í fyrradag var lýst eftir konu, er strokið hafði frá Arnarholti, en hún náðist og var flutt þang- að aftur. Þá var lögreglan kvödd að Hólmgarði 19, en þar var ölvað- ur maður staðinn að því að stela þvottavél. — Þá voru tveir ölv- áðir menn teknir á reiðhjóli á Laugaveginum og hlaut annar þeirra vist í geymslu lögregl- unnar. Einnig braut ölvaður maður skrásetningarmerki á bifreið hjá BSR, en hann lofaði að greiða skemmdirnar og féll málið niður. Saftað í 4018 tunnur á Raularhöfn í gær, Fólk geiur ekki lengur annao söltun. Afbragðsveiði var á austur- svæðinu í nótt, — var hægviðri en skýjað, og fengu mörg skip feikna afla, að því er fréttarit- ari Vísis á RaufarhÖfn tjáðí blaðinu í morgun.. . í gær var saltað í samtals 4018tunnur á Raufarhöfn, og má segja, að hver hönd hafi verið að verki. Síldarbræðslan á Raufarhöfn fer í gang í kvöld, en hefur ekki starfað til þessa, Fram til þessa hefur eingöngu verið saltað, en nú er svo kom- ið, að síldarbræðslan verður að taka til starfa, eins og fyrr segir. Þegar Vísir átti tal við Rauf arhöfn um kl. 11 í morgun, var: blaðinu tjáð, að fjöldi skipa yæri á leið inn með mikinn afla. Mestan afla hafði Akraborg, 1700 tunnur, en annars var fjöldi skipa með mikinn og góð an afla. Hér fara á eftir þær fréttir, sem Vísir vissi réttastar í morg un; :. Akraborg 1700 tunnur, Sig- urður Sigurðsson 800, Fanney, 1000, Hólmaborg (Eskif.) 700, Kári Sölmundarson 700, Bjarmi (Dalvík) 600, Dux (Keflav.) 600, Reykjaröst 400, Ársæll Sig urðsson 450. Saltað er nú á þrem stöðum á Raufarhöfn, þessum: Hafsilfrí h.f., Norðursíld og Söltunarstöð kaupfélagsins. Raufarhöfn getur engan veg- inn annað því síldarmagni, sem berst á land nú, og hafa skip örðið að leita til Norðfjarðar, og víðar, til þess að leggja afla sinn á land þar. Frá Siglufirði bárust þæí fréttir í morgun, að togarinn Jörundur hefði verið með um 2000 tunnur síldar, Sveinri Guðmundsson, vélbátur af Akranesi, með 700, Blakknes 800—900. Sjöstjaman 700 og Straumey með 1400 tunnur. Yfirleitt ber öllum fregnum að norðan í morgun saman um, að mikil síld sé á miðunumren hins vegar hamlar þoka veið- um. .• ý.j- Síðan stríðinu íauk er það undantekning að sveinbörn í V.-Þýzkalandi sé skírð Adolf að sögn blaða þar. Fjórar þjóðir í SÞ — Argen- tína, Bolivía, íran og Kína — skulda enn tillag sitt fyrir 1951 — 40 millj. kr. ¦ De Gasperi féll. Bóm (AP). . — Stjórn de Gasperis fékk ékki traustsyfir- lýsingu samþykkta í fulltrúa- deild ítalska þingsins. Hún var felld með 282 gegn 263, cn 37 sátu hjá. Óvíst er hverjum Enaudi for- seti felur stjórnarmyndun, en hæpið er talið að nokkrum heppnist hún, þar sem svona fór fyrir De Gasperi. — Sumir spá þingrofi og nýjum kosning- um innan 70 daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.