Vísir - 29.07.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 29.07.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Miðvikudaginn 29. júlí 1953. 169. tbl. VI Hneyksli ■ Marseilles. Ný framhaldssaga. Á morgun hefst hér í blaðinu ný framhaldssaga eftir eitt öndvegisskáld heimsbókmenntanna — Emile Zola. Er hann svo þekktur hér á landi, að ó- þarft er í rauninni að kynna hann, en jþess má geta til fróðleiks, að Zola ritaði sögu þessa, þegar hann var aðeins um tvítugt, og samdi hana einmitt með það fyrir aug- um, að hún yrði framhalds- saga í blaði, sem og varð. Er sagan því samin með það fyrir augum, að viðburða- rásin sé hröð og alltaf sé ..eitthvað að gerast“, enda hefur það tekizt með ágæt- um. Sagan fjallar um ungan mann, er langar til að komast fyrirhafnarlítið áfram í líf- inu og tælir unga stúlku, sem ann honum hugástum, til þess að giftast sér í óleyfi fóstra hennar. Verður af þessu hið mesta hneyksli, svo sem nafn sögunanr bend- ir til, því að fóstrinn er maður voldugur og... En 'það er ekki rétt að segja meira, því að lþað gæti skemmt ánægjuna af lestr- inum. Fylgist með frá byrj- un, og tryggið yður að fá blaðið daglega með því að gerast áskrifendur. Hringið í sima 1660. Víðtækar NATO- æfingar í september Herskip og flugvélar frá 9 löndum í Atlantshafsbandalag- inu taka þátt í víðtækum her- æfingum sem fara fram á N.- Atlantshafi í september næstk. Þátttökulöndin verða Beígia, Noregur, Portúgat, Holland, Kanada, Danmörk, Frakkland, Niðurlönd, Bretland og Banda- ríkin. Æfingarnar fara fram á öllu svæðinu milli Grænlands og Noregs, allt suður að Port.ú- gal, og verður stjórnað af þrem- ur flotaforingjum og ein\'.m flugforingja. Áherzla verðúr lgð á „að verja aðflutningaleið- ir á sjó.“ Einn beztí veiðidagur norðanlands var í gær. Blóðsóttin í rénun Blóðsóttin í Svíþjóð er nú í rénun. Hefir Alvesta sláturhúsið fengið leyfi til að hefja slátrun á ný, en_ undir mjög ströngu eftirliti. í Sönderborg í Dan- mörku hafa þrír menn tekið blóðsótt. Færeyingar vilja fara á síld. K.höfn, 22. júlí. Færeyingar eru í þann veg- inn að hætta Grænlandsveiðum, tilkynnir Berlingske Tidende í dag. Aflinn hefir verið dágóður, en sjómennirnir vilja komast á síldveiðar heima við Færeyjar, en þar gera þeir sér vonir um góðan afla. Berlingske telur líklegt, að markaður muni fást í Bandaríkjunum fyrir fær- eyskan fisk á þessu ári. Geta e. t. v. selt freð- fisk til hers US. Til mála getur komið, að ís- lendingar selji nokkurt magn af freðfiski til hersveita! Bandaríkjanna í Þýzkalandi. Bandaríkjamenn þurfa um 300—400 smál. af freðfiski á þrigja mánaða fresti, en hörð samkeppni er sögð um þenna markað, bæði af hálfu Dana og fleiri. Laugavegur 13 flutt í nótt. Kastaði sér í sjóinn í Raufarhöfn. Svo bar við í fyrradag, að skipverji af v.b. Græði féll í höfnina á Raufarhöfn, en var bjargað upp í nótabát. Maður þessi er danskur, og var matsveinn á bátnum. Hann mun hafa verið þunglyndur undanfarið, eða varla sjálfráð- ur gerða sinna, og kastaði sér í sjóinn, er báturinn var að koma að landi. Menn brugðu við og björguðu honum, og var síðan fenginn bíll frá Húsavík, mað- urinn fluttur til Akureyrar og síðan væntanlega hingað suður. Arftaki Beria í embætti lög- regluráðherra í Bússlandi varð þessi maður, S. N. Kruglov. Yfir 100.000 manns hafa sótt matvæli til V.-Berlínar. Nokkru fyrir miðnætti í nótt var byrjað að flytja húsið Laugavegur 13 af sínum gamht £n RÚSSar Segja ^2lX eilgaH SkOFt! Var húsið sett á þrjá sterka vagna, sem komið hafði verið fyrir á Laugaveginum, og síðan var haldið niður hann og Barika stx-æti, niður á Lækjartorg, en þá norður eftir Kalkofnsvegi á Skúlagötu. Gekk þetta allt tíð- indalaust, og um kl. átta í moi'g- un var húsið komið inn fyrir Hálogaland á Suðurlandsbraut. Ftak af brezkri orustuflugu finnst hérlendis eftir 10 ár. Brian Holt og Brynjólfnr Þorvalds- son sáii það á löstiidagiim. I vikunni sem leið fannst upp í óbyggðum flak af enskri flugvél, sem þar hafði farizt á stríðsárunum. Gerðist þetta á föstudaginn, er þeir Brian Holt, ræðismaður í brezka sendiráðinu, og Brynj- ólfur Þorvaldsson, starfsmaður Trans Canada Airlines, voru á leið til fundar við leiðangur Peter Scotts fuglafræðings. Um það bil 5 km. frá þeim stað, þar sem þeir félagar lentu hjá leið- angrinum, komu þeir auga á flugvélarflak, og mátti greini- lega sjá hringinn á vængjunum, sem sýndu að hér var um brezka flugvél að ræða. Lækk- uðu þeir flugið, og aðgættu flakið betur, og sáu þá, að hér var um flugvél af Fairey- Battle-gerð að ræða, en þær notuðu Bretar hér um árið 1942. Brian Holt var í sveit brezka flughersins hér á stríðsárunum,. og rifjaðist það upp fyrir hon- um, að flugvél þessi hefði orðið að nauðlenda í öræfunum, en menn — Fairey-Battle-vélarn- ar voru fyrir tvo menn — komust af. Lögðu þeir af stað fótgangandi til byggða, þar sem þeir voru lítt eða ekki meiddir, og höfðu gengið um það bil 50 kílómeti'a leið, þegar komið var á móti þeim og þeir fluttir til byggða. Það sást greiniiega af legu flugvélarinnar, að flugmaður- inn hafði reynt að nauðlenda á á einni, til þess að vatnið drægi úr högginu, er hún kæmi niður, og var flakið á bakkanum. Einkaskeyti frá AP. Bonn i morgun. í alla nótt biðu þúsundir manna frá Austur-Berlín í röð- um eftir að komast að til þess að taka við matvælabögglum, sem úthlutað er í Vestur-Ber- lín. Er úthlutað af birgðum borg- arinnar sjálfrar, en þær vei'ða svo endurnýjaðar með birgð- um, sem eru að koma frá New York, og greitt er fyrir af Bandarík j ast j órn. Rússar og stjórnarvöld A.- Þýzkalands hafa ekki hindrað afhendingu gjafabögglanna, en tilkynnt hefur verið, að a. m. k. 1 milljón matvælaböggla verði afhentir. Hófst afhending- in í gær og stendur hálfan mán- uð. —- Auk þess hefur RauðiJ krossinn komið fyrir eldhúsum undir bei'u lofti, þar sem fólk ■ frá Austur-Berlín getur fengið ókeypis máltíðir. Fólk kernur langar leiðir, til þess að fá mál- tíðir og böggla, en þá hafa þegar sótt hátt á annað hundrað þús- und manns. Þess er minnzt, að Molotov sagði í orðsendingu, er hafnað var orðsendingu frá Banda- ríkjastjórn, þar sem hún bað stjórnina í Kreml um, að greiða fyrir dreifingu matvæianna: Að Bandaríkjastjórn hefði fengið rangar upplýsingar um ínatvælaskortinn í A.- Þýzkalandi — og að Káð- stjórnarríkin hefðu þegar gert ráðstafanir til hjálpar. En þi'átt fyrir.þá hjálp, virð- ist ærin þörf fyrir þá aðstoð, sem nú er veitt, og aðsóknin afsannar, að Bandaríkjastjórn hafi fengið skakkar upplýsing'- ar um ástandið. ' ..i Frekar rélegir dagar hér. Ekkert bar til stórtíðinda hjá lögreglutmi i fyrradag og fyrri- nótt, en ölvun var nokkur. í fyrradag var lýst eftir konu, er strokið hafði frá Arnarholti, en hún náðist og var flutt þang- að aftur. Þá var lögreglan kvödd að Hólmgarði 19, en þar var ölvað- ur maður staðinn að því að stela þvottavél. — Þá voru tveir ölv- aðir menn teknir á reiðhjóli á Laugaveginum og hlaut annar þeirra vist í geymslu lögregl- unnar. Einnig braut ölvaður maður skrásetningax-mei'ki á bifreið hjá BSR, en hann lofaði að greiða skemmdirnar og féll málið niður. Saltað í 4018 tunnur á Raufarhöfn í gær# FóUk !»dur ekki lengar annáð söltn n. Afbragðsveiði var á austur- svæðinu í nótt, — var hægviðri en skýjað, og fengu mörg skip feikna afla, að því er fréttarit- ari Vísis á Raufarhöfn tjáði blaðinu í morgun. í gær var saltað í samtals 4018 tunnur á Raufarhöfn, og má segja, að hver hönd hafi verið að verki. Síldarbræðslan á Raufarhöfn fer í gang í kvöld, en hefur ekki starfað til þessa. Fram til þessa hefur eingöngu verið saltað, en nú er svo kom- ið, að síldarbræðslan verður að taka til starfa, eins og fyrr segir. Þegar Vísir átti tal við Rauf ai'höfn um kl. 11 í morgun, var blaðinu tjáð, að fjöldi skipa væri á leið inn með mikinn afla. Mestan afla hafði Akraborg, 1700 tunnur, en annars var fjöldi skipa með mikinn og góð an afla. Hér fara á eftir þær fréttir, sem Vísir vissi réttastar í morg un: Akraborg 1700 tunnur, Sig- ui’ður Sigurðsson 800, Fanney, 1000, Hólmaborg (Eskif.) 700, Kári Sölmundarson 700, Bjarmi (Dalvík) 600, Dux (Keflav.) 600, Reykjaröst 400, Ársæll Sig urðsson 450. Saltað er nú á þrem stöðuM á Raufarhöfn, þessum: Hafsilfri h.f., Norðursíld og Söltunarstöð kaupfélagsins. Raufai’höfn getur engan veg- inn annað því síldarmagni, sem bei-st á land nú, og hafa skip orðið að leita til Norðfjarðar, og víðar, til þess að leggja afla sinn á land þar. Frá Siglufirði bárust þær fréttir í moi’gun, að togarinn Jöi-undur hefði verið með um 2000 tunnur síldar, Sveinn Guðmundsson, vélbátur af Akranesi, með 700, Blakknes 800—900. Sjöstjarnan 700 og Straumey með 1400 tunnur. Yfirleitt ber öllum fregnum að norðan í morgun saman um, að mikil síld sé á miðunum, en hins vegar hamlar þoka veið- um. . i Síðan strxðinu lauk er það undantekning að sveinböi'n í V.-Þýzkalandi sé skírð Adolf að sögn blaða þar. Fjórar þjóðir í SÞ — Argen- tína, Bolivía, íran og Kína — skulda enn tillag sitt fyxár 1951 —■ 40 millj. kr. De Gasperi féll. Róm (AP). . — Stjórn de Gasperis fékk ekki traustsyfir- lýsingu samþykkta í fulltrúa- deild ítalska þingsins. Hún var felld með 282 gegn 263, en 37. sátu hjá. Óvíst er hvei'jum Enaudi for- seti felur stjórnarmyndun, en hæpið er talið að nokkrum. heppnist hún, þar sem svona fór fyrir De Gasperi. — Sumir spá þingrofi og nýjum kpsning- um innan 70 daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.