Vísir - 31.08.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 31.08.1953, Blaðsíða 8
 \TSIE er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- : Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til W\\ f Wm W wK. breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist mánaðamóta. — Sími 1660. W M&MMSh ♦ áskrifendur. Mánudaginn 31. ágúst 1953 iMerhunt úíamga máö í söffm Hmywmála hér Stóraukið öryggi í innanlandsfiugi. Kýtízkii ntbúnaðiir setíur á fflugvelliiia. Flugmálastjórin bauð í gær fréttamönnum í flugferð til Vestmannaeyja og Akureyrar, til þess að kynnast að nokkru útbúnaði þeim, sem settur hef- ur verið upp á þessum stöðum til öryggis á flugleiðum innan- lands. Farið var með Dakotavélinni Gljáfaxa frá Flugfélagi fslands, og var Örn O. Johnson, for- stjóri félagsins, með í förinni, en af hálfu flugmálastjórnar- innar voru þessir menn, Agnar Kofoed-Hansen flugvallastjóri, Sigfús H. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri, Björn Jónsson yfirflugumferðarstjóri og Gunn laugur Briem yfirverkfræðing- ur Landssímans. ICAO lagði til sérfræðinga. Flugvallastjóri greindi frá því, hvernig unnið hefði verið að því undanfarið að treysta sem bezt öryggisþjónustu á inn- anlandsflugleiðum. f þessu skyni hefði flugmálastjórnin íslenzka snúið sér til Alþjóða- flugmálastofnunarinnar, ICAO, þar eð sýnt var, að íslendingar hefðu ekki bolmagn til þess að leggja i þessar framkvæmdir af eigin i'amlejJt. ICAO brást vel við og ] afoí til sérfræðinga, undir forustu Goudies verk- fræðings, fyrrum ráðunautar bandarísku flugmálastjórnar- innar. Þá gekkst ICAO fyrir því, að fest voru kaup á ýms- um tækjum og útbúnaði vestur í Bandaríkjunum, notuðum, fyrir miklu lægra verð en ann- ars hefði verið unnt að fá þau fyrir. Útbúnaði þessum var síð- an breytt í samræmi við ís- lenzka staðháttu, en allur er hann fyrsta flokks og eins og beztur gerist annars staðar. Tæki sett upp á fjórum stöðum. Síðan hefur verið unnið sleitulaust að því að koma tækj um þessum upp á aðalflugvöll- um landsins til notkunar á þeim flugleiðum, sem fjölfarn- astar eru. Hafa tækin nú verið sett upp í Skagafirði, á Akur- eyri, Egilsstöðum og í Vest- mannaeyjum. Eftir er ,þá að’ koma upp sams konar útbúnaði á Hornafirði og ísafirði, en þeg- ar það verður, má segja, að „hringnum sé lokað“, og mál- um komið í sæmilegt horf í þessum efnum. Fréttamönnum gafst i gær kostur á að kynnast hinum nýja útbúnaði og hvernig hann er notaður. Var stigið upp í Gljáfaxa á 10. tímanum í gær- morgun, og undir stjórn þeirra Jóhannesar Snorrasonar yfir- flugstjóra F. í. og Björns Guð- mundssonar, flugstjóra, var flogið til Vestmannaeyja í .fvrstu lotu ferðalagsins. Sjálfvirk sendi- og móttökustöð. í Vestmannaeyjum var hinn , Frh. á 6. síðu, Flugumenn raui- liða handteknir. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Vestur-þýzka lögreglan hand tók enn í gær fjölmennan hóp kommúnistiskra flugumanna, sem reyndu að laumast yfir landamærin. Hefur Iögreglan nú á fáum dögum tekið nær 4 þúsund þesskonar flugumanna, og hef- ur oítast nær fundizt á þeim mikið fé, aðallega vesturþj'zkur gjaldeyrir, en auk þess hafa menn þessir haft á fóruin sin- um fölsk vegabréf. í gær voru nokkur hundruð þessara manna sendir heim inn yfir landamær- in, þar sem þeir voru gripnir, en hinir sitja í fangelsi. Menn þessir munu liafa haft í hyggju að hafa í frammi ýmis- legan áróður og leynistarfsemi í sambandi við vestur-þýzku kosningarnar, sem fram eiga að fara á surtnudaginn kemur. Afbrot fara í vöxt í N. York. Morðum fjölgadi um 22,17® á þessn ári. Grænlendingar kjósa mcnn á þíng Dana í fyrsta skipti um þessar rnundir. Fá þeir tvo þing- menn og eru það mennirnir hér að ofan, báðir Grænlendingar, sem gert var ráð fyrir, að mundu verða kjörnir. Heildv. Hekia opnar nýja verilun. Heildverzlunin Hekla hefur opnað sölubúð í Austurstræti 14, bar sem Soffíubúð var áður. Hafa verið smíðaðar nýjar, mjög smekklegar innréttingar fyrir verzlunina, sem skiptast í rauninni í tvær deildir. Er önn- ur raftækjadeild, en Hekla hef- ur verzlað með raftæki frá byrj- un, en í hinni eru snyrtivörur. — Flugdagurinn Framhald af 1. síðu. ing í sambandi við flug og flug- tak. Þar verða sýmd hvers kon- ar tæki, líkön, kort, eldri og yngri myndir úr sögu flugsins, línurit o. fl. Þar verða sýnd þau tæki sem notuð eru í millilanda flugvéi og skýrt hvernig þau verka og hvaða þýðingu þau hafa hvert fyrir sig. Sýndir verða hreyflar, bæði heilir og sundurskrúfaðir, lorraintæki verða sýnd, skiptiskrúfa og ým- is undratæki flugsins. Eftir að sjálfri flugsýningunni lýkur á vellinum, heldur flug- dagurinn áfram í Tivoli og þá með léttara sniði. Þar verða alls konar skemmtiatriði og sýning og þar er fyrirhugað að dreifa eins konar happdrættis- miðum út úr flugvél, svo þar geta menn ,,barist“, eins og Eg- ill hafði hugsað sér með gull- ið sitt forðum. Alls verða vinn- ingarnir, smáir og stórir, nokk- uð á annað hundrað talsins og þeir stærstu skipta þúsundum króna að verðmæti. Nevv York Times segir frá því fyrir skemmstu, að morð hafi aukizt um 22,1 af hundraði á fyrra helmingi þ. árs í Nevv York, miðað við sama tíma á síðasta ári. Er það lögreglustjóri borgar- innar, George P. Monaghan, sem hefur gefið þessar upplýs- ingar. Auk þess fóru manndráp í vöxt, en meðal þeirra teljast einnig andlát manna af slys- förum, og aukningin á því sviði stafaði af fjölgun bifreiðarslysa. Á árinu sem leið — fyrra misseri — var tilkynnt um 308 morð 1 New York, þótt það kæmi í ljós síðar, að ekki væri um morð að ræða í 4 tilfellum. En á fyrra misseri þessa árs var tilkynnt um 375 morð. Af fyrra árs morðum voru 261 upplýst eða ákærður dó, mcð- an á rannsókn stóð, en enn er verið að rannsaka 43 þessarra mála. Flestir þeirra, sem hand- teknir hafa verið vegna morða, eru í aldursflokknum 26—30 ára, og meðal hinna handteknu var 51 kona. Vegna bílslysa dóu á sl. ári í New York 77 börn og 512 full- orðnir, en árið 1951 80 börn og 479 fullorðnir. Bílstuldir algengir. Af þjÓfnaðarkærunum var meira en fjórðungur varðandi þjófnaði úr bílum, og var alls tilkynnt um 21,647 slíka stuldi. Samsvarar það því, að stolið væri úr um 60 bílum á degi hverjum. Auk þess var til- kynnt um að næstum 11,500 bíl- um hefði verið stolið, og var um það bil sjöunda hver þjófn- aðarkæra vegna slíkra afbrota. Fleiri glæpir. Yfirleitt var meira um glæpi af öllu tagi, en mest var aukn- ingin að því er snertir innbrot, þjófnaði og rán. Innbrotstil- kynningum fjölgaði í rúmlega 42 þús. á síðasta ári eða um næstum 30%. Þá voru hand- teknir 1326 vasaþjófar, 1915 töskuþjófar og 1431 verzlunar- þjófar. Þegar saman eru taldar hand- tökur fyrir morð, rán, innbrot og árásir kemur í ljós, að flestir hinna handteknu eru á aldrin- um 16—20 ára. Iftanríkisró&herrar Norðurlanda hittast. Utanríkisráðherrafundur Norðurlandanna verður hald- inn í Stokkhólmi í dag og á morgun. Fór Magnús Vignir Magnús- son, skrifstofustjóri utanríkis- ráðuneytisins, utan á laugardag til að sitja fundinn í forföllum Bjarna Benediktssonar utan- ríkisráðherra. Helgi P. Briem sendiherra er sem stendur fiar- verandi frá Stokkhólmi. Stríðshœtta við Adríahaf. haíir og Júgóslavar stefna hersveitum í áttina til Trieste. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Þær uggvænlegu fregnir hafa borizt um helgina frá ftalíu, að bar sé Iterlið flutt áleiðis til Trieste, og einnig munu Júgó- slavar hafa svipaðan viðbúnað sín megin. Einkurn hefur hérlið verið flutt til Udine-svæðisins Ítalíu- megin, en erfiðara er að fá fregnir af athöfnum Júgóslava, enda þótt ferðamenn skýri frá því, að óvenjulega mikið sé að sjá af hermönnum í járnbraut- arstöðvum í landinu norðvest- anverðu. Þykir ástandið svo ugg- vænlegt, að sendiherra Breta í Júgóslavíu hefur verið skinað að hverfa heim hið bráðasta, til að gefa skýrslu. Hafa Júgóslavar þó lýst yfir því í útvarpi, að þeir hafi ekki í hyggju að leggja undir sig Trieste, sem er alþjóðasvæði vegna deilu Júgóslava og ítala, er vilja báðir ráða borginni, en þar búa menn af báðum þjóð- um, sem kunnugt er. Júgóslavar bera ítölum hins vegar á brýn, að þeir- ætli sér að leggja borgina undir sig, ög mundu sum stórveldanna ekki vera því andvíg. Sendiherrar Vesturveldanna hafa gengið á fund Pella, for- sætisráðherra Ítalíu, og munu hafa lagt fast að honum að fara sér hægt að því er Trieste snert- ir. Éngin tilkynning hefir verið birt um viðræðurnar. ítalir telja, að Vesturveldm hafi heitið þeim Trieste, og þeir sé aðeins að hjálpa þeim við að uppfylla loforð um þetta efni, ef borgin verður tekin. En málið er ekki svo einfalt, því að eng- inn vafi leikur á því, að stríð mundi brjótast út milli Ítaía og Júgóslava. ef ítalir léíu tíl skarar skríða. Nú reynir á sáttfýsina. London í morgun. Sir Gladwyn Jebb, aðalfull- trúi Breta á þingi SÞ, kom í. gær fram í sjónvarpi í Banda- ríkjunum. Sagði Sir Gladwyn þá m. a., að bersýnilegt væri, að Malen- kov, forsætisráðherra Rússa, reyndi nú að sýna sáttfýsi í al- þjóðasamskiptum. Væri þetta einkum vegna kalda stríðsins, en það hefði orðið Rúsum dýrt, en þeir hefðu orðið að leggja bandamönnum sínum til margs konar varning og vopn, og veikzt af þeim sökum heima Lýst eftir 2 opnum vélbátum. Um síðustu helgi var leitað aðstoðar Slysavarnafélagsins vegna tveggja opinna vélbáta — með einum manni á hvorum —- og ekki höfðu komið fram á áætluðum tíma. Annar báturinn var frá Bíldudal og hafði ætlað til ísa- fjarðar. Er báturinn var ókom- inn þangað á tilætluðum tíma var útvarpið beðið að spyrjast fyrir um hann. Nokkru síðar fréttist að maðurinn væri heill á húfi, hefði orðið þar fyrir töfum. Hinn báturinn hafði farið frá Akranesi út á Faxaflóa í gær- morgun og hafði bátsverjinn ætlað að vera kominn heim fyrir lcvöldið. En þegf\r dimmt var orðið í gærkveldi og mað- urinn enn ókominn fram var SVFÍ beðið að athuga málið. Seinna fréttist að maðurinn hefði komizt af eigin ramleik til kraness í óntt. Slysavarnafélagið mælist ein- dregið til þess, að menn fari ekki einir á bátum nema í brýnni nauðsyn, og þá að reyna að koma með einhverjum ráðum boðum til aðstandenda ef þeir verða fyrir töfum. Frakkar sækja á i IraSokfna. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Sveitir úr nýlenduher Frakka í Indó-Kína, hafa náð á sitt vald einni bækistöð kommún- ista í Rauðárdalnum. Felldu þeir allmarga menn úr liði Viet-Minh-manna, en hand tóku 200. Frá stöð þessari höfðu kommúnistar gert árásir á birgðalestir Frakka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.