Vísir - 22.10.1953, Page 7

Vísir - 22.10.1953, Page 7
Firamtudaginn 22. október 1953. VÍSIR £fb /?»u t?k ineíiart. fyrir, a'ð ekki saki, þótt eg segi frá því nú.“ Hún hafði fölnað af tilhugsuninni um þetta. „Honum hafði með einhverju móti tekizt að komast að því, sem eg hafði fyrir stafni. Eg held, að Jamison, sem heíir á teigu íbúðina á hæðinni íyrir ofan, hafi farið til húsvarðarins, og kvartað yfir því, að eg væri svo oft að skrifa á ritvél. Gólfin eru svo þunn og hljóðbært í húsinu. Svo getur líka verið, að hann hafi veitt Mörthu Simmons eftir- för, þegar við hittumst síðar í Central-garðinum. Eg held ekki, að hún hafi sagt honum frá mér, en hann vissi að minnsta kosti, að hún var umboðsmaður höfunda. Það stóð á skrifstofuhurð- inni hennar.“ „Eg skil. Og' hvað gerðist svo?“ „Mig grunaði einhvern veginn, að hann ætlaði sér að sækja Billy. Það lá við, að eg félli í yfirlið, þegar hann kom með dreng- inn. En Billy var í bezta skapi. Hann kyssti mig, og svo hljóp hann inn í herbergið sitt, til þess að aðgæta, hvort leikföngin sín væru þar enn. Þá sagði Fred mér, hvað hann vildi.“ Hún fór næstum að gráta, er hér var komið, svo að Forsythe settist við rúmið og tók um aðra hönd hennar. „Svona, vertu bata róleg: og stillt, elskan mín,“ sagði hann. „Þeir vita að það varst ekki þú, sem skauzt hann.“ „Hann var í vandræðum,“ hélt, Anna sögu sinni áfram í hálf- um hljóðum. „Hann hafði byrjað að selja stolna bíla — „heita“ bíla, eins og þeir eru kallir — og bíladeild lögreglunnar var komin á slóðina, eða einhver slík lögregludeild. Lögreglan vai- að vísu ekki búin að koma upp um hann, en hann sá fram á, að hann yrði að flýja borgina eftir einn eða tvo daga. Það, sem eg átti að gera, var að taka peningana úr bankanum og láta hann fá þá. Ef eg gengi ekki að þeirri kröfu hans, mundi hann taka Billy litla og hafa hann á brott með sér, og svo mundi hann berjast við lögregluna, unz yfir lyki, ef þess gerðist þörf. Eg vissi, hvað það mundi tákna. Þeir mundu báðir falla fyrir kúl- um lögreglunnar.“ „Eg get ekki sagt annað en að þér hafið gefið okkur all-góðar sannanir gegn sjálfri yður,“ sagði Close alvörugefinn. „Iivað um skammbyssuna, frú Collier? Ógnaði hann yður með henni?“ „Nei, hann fór að leita að henni, og hann ætlaði alveg að verða óðui-. Það var þá, sem hann byrjaði að hrópa og kalla. Eg hafði breitt úr sæng Billys, og hafði síðan farið fram í eld- húsið, til þess að sækja voga mjólk handa honum. Hann hafði farið langa leið í kaldri bifreiðinni. En mjólkin var ekki til. Eg var að koma aftur út úr eldhúsinu, þegar eg heyrði skotið, sem varð Fred að bana.“ „Hvar var drengurinn?“ „Hann var enn í herberginu sínu, hugsa eg. Mér gafst ekki tími til að gá að honum.“ ____ „Gæti það ekki átt sér stað, að drengurinn hafi séð, hver það var, sem skaut mann yðar?“ „Hvað sagði hann? Hann segir yður frá því, ef hann hefur séð það. Hann er sannsögull drengur.“ Þarna kom það. Forsythe tók fast um hönd hennar og Close varð vandræðalegur. „Eg er hræddur um, að eg vei'ði að segja yður dálítið,“ mælti hann. „Mig langar sannarlega ekki til þess, en það er mjög mik- ilvægt. Sjáið þér til' okkur hefir nefnilega ekki tekizt að finna Billy. Það var enginn drengur í íbúðinni yðar, þegar við komum þangað um kvöldið.“ Hún hné aftur á koddana og lokaði augunum. Forsythe fann, að hún skalf eins og lauf í vindi. „Hvar er hann?“ spurði hún veikri röddu. „Hann hlýtur að vera- einhvers staðar.“ „Nú, hann er nú sennilega ekki í neinni hættu,“ mælti Close og reyndi að hugshreysta haha. „Hann er orðinn sex ára gamall, og mér skilst, að hann sé skynsamasti snáði. Skoðun mín er sú, að hann hafi orðið hræddur og lagt á fiótta. Hafið þér nokkra hugmynd um það, hvert hann gæti leitað? Hann hafði átt heima þarna um tíma, svo að hann rataði um nágrennið. Hann hlýtur að hafa þekkt möx-g börn þarna.“ Henni létti nokkuð og síðan taldi hún upp sex eða sjö fjöl- skyldur. Close skrifaði þau hjá sér, enda þótt hann vissi, að lögreglan hefði þegar spurt fólk þetta um di-enginn —- árang- urslaust. Síðan stakk hann minnisbókinni á sig og stóð á fætur. „Eg mun svipast um eftir honum og finna hann,“ sagði hann um leið og hann tók hatt sinn. „Þér skiljið, að við vissum ekki um hann fyrr en írokkuð seint. Þér skuluð ekki óttast um hann. Það verður enginn vandi að finna hann fljótlega.11 Forsythe fór ekki um leið og Close. Hann sat áfram við rúm- stokk Önnu, og brátt hvarf fölvinn af vöngum hennar og hún hætti að skjálfa. Henni tókst meii'a að segja að bi'osa til hans. „Þannig hefir þetta auðvitað verið,“ sagði hún svo. „Þar sem Fred er dáinn, og eg verið lögð í sjúkrahúsið, hefir fólkið, sem hann leitaði til, auðvitað haft hann hjá sér áfram. Mike Hell- inger veit kannslte eitthvað um hann. Hefir verið talað við hann?“ j „Eg veit það ekki. Það leið talsverður tími frá þvi að Jami- son heyrði skotið og þar til hann hafði hert upp hugann til að fara og gera Hellinger aðvart. Billy litli hefir sennilega haft nægan tíma til þess að forða sér.“ „Þú hefir verið mjög góður og hjálpsamur, Wadé,“ sagði hún. „Hvernig get eg nokkru sinni þakkað þér eins og skyldi?“ „Við höfum nægan tíma til þess að tala um það, þegar þú verður komin á fætur.“ „Eg gerði víst aldrei neina erfðaskrá, eða hvað?“ „Nú verður engin þörf fyrir slíkt, elskan mín.“ Nú er hún frjáls og öllum óháð, hugsaði hann með sjálfum sér. Hún er fi-jáls eins og fuglar loftsins. Hún getur elskað hvern sem er, hún getur jafnvel gifzt aftur. Hann fór skömmu síðar. En hann geymdi í hjarta sínu mynd af henni, þar sem hún brosti til hans, þegar hann kvaddi hana, og hann ól með sér vonarneista, sem hann þorði þó ekki að láta loga nema mjög dauflega. Níundi kafli. Klukkan var farin að ganga tólf, þegar hann gekk inn um stórar eirslegnar hurðir Gotham-bankans og óskaði eftir að fá að tala við aðalbankastjórann, Stone að nafni. Það var þó ekki fyrr en hann tilkynnti, að erindi sitt væri mjög brýnt, sem hann fekk að ganga fyrir hinn mikla mann, en er hamr var kominn í einkaskrifstofu hans, kom hann beint að efninu. „Eg er hingað kominn,“ tók hami til máls einarðlega, „vegna tveggja morða, sem fi-amin hafa verið hér í borg. Að auki er eg hér kominn vegna konu einnar, sem orðið hefir fyrir skoti og lögð í sjúkrahús. Hafið þér heyrt nafnið Jessika Blake?“ Stone bankastjóra brá mjög við orð Wades. „Morð?“ hafði hann eftir honum. „Við bankamenn erum ásakaðir fyrir ólík- legustu hluti, en þó sjaldnast fyrir slík afbrot.“ „Það er bezt að eg skýri þetta nánar fyrir yður,“ sagði For- sythe. „Hér í borg er kona nokkur, sem samið hefir útvarps- þætti undir nafninu Jessika Blake. Henni eru borgaðar miklar fúlgur fyrir ritsmíðar sínar. Og samkvæmt skjölum og skil- ríkjum umboðsmanna hennar eru peningar hennar geymdir í banka yðar. Eg þarf að fá nokkrar upplýsingar um þá.“ Bankastjóranum létti bersýnilega, þegar hætt var að tala um morð, og umræðurnar fóru að snúast um fjármál, og auk þess rétti Forsythe honum nú nafnspjald sitt. Stone leit upp og hleypti brúnum. „Góði maðui-,“ mælti hann, „eg sé, að þér eruð lögfræðingur. Þér ættuð þá að vita manna bezt, að bankar gefa aldrei upplýs- ingar af því tagi, sem þér farið fram á.“ „Þér getið gefið mér upplýsingar um það, hvort kona með þessu nafni á peninga á vöxtum hér, eða hvort leigt hefir verið Á kvöldvökutini. „Gerðuð þér allt, sem í yðar valdi stóð, til þess að forðast slysið, frú?“ „Já,“ sagði frúin mjög al- varlega. „Eg lokaði augunum og æpti eins hátt og eg gat.“ 9 Nakinn engill ætlaði að verða eftirmaður Trygve Lie. Meðan Trygve Lie var ritari S.þ. bar það við eitt kvöld að Orvai Johnson kom inn í skrifstofu hans og var alls nakinn. Hanh sagði við Lie: „Guð hefir sent mig til þess að verða eftirmað- ur yðar.“ Johnson er blökku- maður og hafði atvinnu við útvarps- og fjarsýnisdeild S.þ. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir taugaveiklaða menn. • Jón litli hafði setið langa stund við það að athuga flugu sem néri saman framfótunum. „Nei, líttu á mamma,“ sagði hann svo allt í einu. „Flugan er að prjóna.“ • ~< Var föst 30 klst. Fyi'ir hér um bil 2 árum kom það fyrir, að gömul kona í Þrændalögum datt gegnum eldþúsgólfið sitt, sem orðið var feyskið, og niður í kjallara. Þar lenti hún í bóndabeygju í stórum súpu- potti, sem stóð á kjallargólfinu og gat hún ekki losað sig hjálp- arlaust. Loks komu ættingj%r hennar í heimsókn og losúðu hana úr prísundinni. — Segja má þó, að konan hafi verið heppin, að potturinn skyldi standa á gólfinu en ekki yfir eldi. • Kona í Parísarborg var ný- lega dæmd í 500 franka ’ sekt vegna hundsins síns. Sepþi hafði 'gert sig sekan í því að villast á buxnaskálm lögreglu- þjóns nokkurs og halda að hún væri tré í skemmtigarði. — Augmingja konan fullyTti í mesta sakleysi að hann bósi sinn væri svo fjarska nærsýnm En réttvísin virtist ekki táka mark á því og sektina varð hún að greiða þó að henni sviði það sárt. 101 TVBBURAJðRÐiN — eftir Lebeck og Wiiliams. ''t AMCeRTAIN MY 'N\WELL,I’M PEOPLE WILLCONTINJUE ] APRAIP W? TOACTUNPER COVER / MUSTINITER- ANP KESIST ANV / FERE WITH ATTEMPT AT -r-<THEIR ACTIVITIES INTERFERENCE.) f HERE' IN ÓUK. --------' V OWN COUNTRY. io"í r Lögregluforinginn: Ég vona, að þér hafið rétt fyrir yður um vínsamléga'' afstoöú1 Tvíbura- jarðarinnar til okkar. Vana: Svo lengi sem þið sýníð engan fjandakaþ. Garry: í>u átt við, að við vérðuih álítaf að hafa okkur hæga. Lögregluforinginn: Ekki ættu Tvíburajarðafkonur að amást ’við því, að við1 ;höfum gát á rannsóknarstÖðvum þeirra Vana: Þær vilja engin af- skipti hafá af máíefhum sínum. Lögbeglúfbfingitin::; Við: 5véfðUrn; að skipta okkur af sendimönn- um þeirra hér. Cíhu Mmi tiah... Einu sinni var . . Eftirfarandi bæjarfréttir mátti lesa í Vísi hinn 22. okt. 1918:,. M.s. Skaftfellingur kom að austan í gærmorgun- Er það haft eftir skipverjum, að eldgang mikinn hafi vérið að sjá upp af Kötlu í fyrrinótt. Jakarnir ' á Mýrdalssándi érú sumir 60 faðma háir, að sögn. Sandurinn alþákinn. 10 bifreiðir hafði Villemoes (sem nú heit- ir Selföss) haft meðferðis frá Ameríku. Víðir er kominn til England* og var afli hans seldur þar fýrir 5900 sterlingspund. - ‘Borg ■■ '■■ •'ii! i 1 |i-íl'- r■ •'h?:1 j lcom frá Englandi í gær o§ l Irafði póst meðferðis.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.