Vísir - 09.12.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 09.12.1953, Blaðsíða 4
VISIR Mí'ðvikudaginn 9. desember 19’53 WISIH. Ð A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónssan. j fgj-j ^ Skrifstofur: Ingólfsstrsetí S. ^ 1.:. iii* f.. I Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJ1. Aígreiðsia: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fintm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Umdæmisstúkan skorar á Al- þingi og lögreglustjórann. ViII náinskeið í bindindisíiræðslii. Fordæmi Vesturbæinga. Það hefur lengi verið ósk þeirra, sem búa í vestari hluta^ bæjarins, að þeir hefðu eins góða aðstöðu til að sækja. Sundlaugar eða Sundhöll og þeir. sem búa í hverfum þeim, sem næst eru þeim heilsulinduml Þó hefur ekki getað orðið af því, að komið væri upp nýrri sundhöll eða útilaug í þeim hluta' bæjarins, því að vitanlega hefur hærinn ekki fjárhagslegt^ bolmagn til þess að verða við öllum óskum borgaranna á sama tíma, svo að alltaf verður eitthvað að sitja á hakanum. I Nú er þó svo komið, að menn sjá fram á það, að ekki muni rVerða langt /að bíða eftir því, að aðstaða Vesturbæinga verði svipuð og súnijra annarra bæjarhluta í þessu efni. Undirbúningur málsins er jþegar hafinn, og ef eins vel gengur framvegis sem hingað til, þar| ekki að kvíða því, að málið komist ekki í höfn fljótlega. ’ . ■ f Vesturbæiugar hafa sjálfir haft frumkvæðið í málinu, og fyrir fáum vikum var efnt til söfnunar vegna hinnar fyrir- huguðu sundlaugarbvggingar. Yngismeyjar heimsóttu Vestur- bæinga, sem höfðu ve:: 'í „varaðir við“ komu þeirra, og árang- urinn varð sá, að á einunl degi söfnuðust um áttatíu þúsund krónur. Fjársöfnunin var þó ekki einungis bundin við þenna eina dag, því að fyrirtækjum gafst einnig kostur á að leggja lóð sitt á metaskálina, og höfðu alls safnast hátt á annað hundrað þúsund krónur, þegar fjáröflunarnefndin skilaðd af sér fynr skemmstu. Fordæmi Vesturbæinga er svo lofsvert, að það er þess vert, að því sé á loft haldið. Þeir hafa sýnt viljann í verkinu, og það er fyrsta skilyrðið til þess að málefni sé tryggður sigur. Og se gerður samanburður á söfnun Vesturbæinga nú í haust cg ýmsum öðrum söfnunum, þá ber enn meira á þvi, hve mikili áhugi þeirra er, sem búa „vestan við Læk“. Má þar nefna söfnun Bandalags æskulýðsfélaga 5 Reykjavík til handa væntan- legri æskulýðshöll, sem bandalagið berst fyrir, að komið verði upp. Þótt aðstandendur þeirrar fyrirætlunar skipti þúsundum innan vébanda félaganna, varð söfnun til hallarinnar þó á sínum tíma aðeins brot úr þeirri fjárhæð, sem Vesturbæingar lögðu einir af mörkum fyrir fáeinum vikum, þegar leit.að var til þeirra vegna sundlaúgarinnar. Þessi samanburður sannar, að það er ekki alltaf fjöldinn, sem úrslitunum ræður, þegar ldrinda þarf málefni í framkvæmd. Áhuginn er fyrir öllu, og þegar hann er á annan borð fyrir hendi, þá geta fámennir hópár lyft Grettistaki. Það ætti því að verða íbúum annarra hverfa keppikefli, að fara að dæmi Vest- urbæinga og hefjast sjálfir handa, þegar þeim finnst dráttur verða á því, að bærinn geri það, sem þeir álíta, að. haíin eigi að gera fyrir þá. Markmiðið á ekki að vera að gerá' fyíst. og fremst kröfur til annarra, en þær má þó gjarnan gera, þegar sýnt hefur verið fram á, að áhuginn er fyrir hendi, og menn haía þegar gert nokkrar kröfur til sjálfra sín og leggja eitthvað á sig fyrir það, sem þeir bera fyrir brjósti — hvert svo sem það málefni er. A einum stað eða víðar. TTér að framan hefur lítillega verið drepið á-byggingu iesku- lýðshallarinnár. Það mál virðist eiga nokkuð lá.ngt i land, ef dærna má af þeim undirtektum, sem það hefur fengið, þegar leitað hefur verið til álmennihgs um fjárhagslegan stuðning. Hér verður um svo mikið mánnvirki aö ræða, að kostnaðurinn verður gífurlegur, en almenningur virðist hinsvegar hafa tekið málinu með nokkru tómlæti. Orsök þessa er sennilega sú, að almenningur lítur svo á, að ekki 'sé heppilegt, að héi- verði aöéins um eitt stórhýsi fylir slíka starfsemi að ræða, heídúr muiiifhéntúgra að hafa félagfí.- heimilin fleiri og smærri. Enda verður það býsna löríg leið, sem sumir úthverfabúar verða að fara, til þess að komast í þessa miklu miðstöð. æskunnar, og verður þá kannske lítið tóm til dvalar ef útivistin á ekki að vera löng. Rétta leiðin í þessu efni virðist vera sú, að íbúar hinna ýmsu hverfa leggi hönd á plóginn og leitist við að koma upp æskulýðsheimilum eða miðstöðvum hver í sínu hverfi. Takist lað vekja áhugann fyrir slíkum framkvæmdum, þá má komast langt, þó.t höfuðstóllinn verði ekki mikill í byrjun — en ef hann er drýgður með nægilega miklum áhuga Qg eldmóði, þá þarf ekki að örvænta um úrslitin. Leiðtogar hverfanna í ýmsum efnum ættu að athuga þetta mál og setja metnað §inn í að hrinda því af stað með eíns' miklum dugnaði pg Vesturbæingar hlfypa sundlaugarmáli sínum af stokkunum: -- Haustfundur Umdæmisstúk- unnar nr. 1 var haldinn hér 29. nóvember. — Fundínn sóttu 64 fulltrúar frá 2 þingstúkum, 16 undirstúkum og 2 barna- stúkum í lundæminu. Samþykktir þmgsins: 1. Haustþing Umdæmisstuk- unnar nr. 1 skorar á Alþingi að verða við þeim kröfum og bendingum, sem Stórstúka ís- lands, Áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafn- arfirði og Samvinnunefnd bindindismanna sendu Alþingi 24. okt. síðastliðinn, víðvíkjandi áfengislagafrumvarpi því, er nú liggur fyrir Alþingi. 2. Þingið skorar á lögreglu- stjóra Reykjavíkur að herða eftirlitið með leynivínsölu og bruggun áfengis, og telur spoi í rétta átt, það sem gert var í því efni að kvöldi þess 27. þessa mánaðar. 3. Þingið leggur áherzlu á að Stórstúka íslands vaki vel yfir því, ,að nú sé bindindisstarfsemi efld sem bezt í þeim kaupstöð- um, er samþykkt hafa héraða- baim, og að tilhlýðileg löggæzla á þeim stöðum verði ekki van- irækt. Einnig að bindindismenn á þessum stÖðum sjái um að sannar fregnir berist þaðan af ástandinu, svo að andbanning- um verði ekki látið það eftir nú, eins og áður, að bera út þann óhróður, að ástandið hafi í engu batnað, jafnvel versnað. Slík rödd hefir þegar heyrzt í dag- blöðum Reykjavíkur. 4. Þingið leggur áherzlu á að komið verði upp námskeiði í bindindisfræðslu, sem ætlað sé aðallega kennurum, og þeim mönnum, er fórystu hafa á ein- hvem hátt í bindidisstarfsemi og bindindisfræðslu. 5. Þingið leggur áherzlu á, að kappsamlega sé unnið að því við ríkisstjórn og Alþingi, að þrír til fimin fastlaunaðir starfsmenn fáist að bindindis- starfsemi og þesskonar félags- málum, til viðbótar því sem ■fyrir er. : 6. Þingið mæíir með því, að gefin verði út hið allra fyrsta lesbók, við bama hæfi, um skaðsemi áfengis- og tóbaks- nautnar, til notkunar í barna- skólum, -— og í öðru lagi hent- ug og læsileg kennslubók í bindindisfræðum handa ung- lingaskólum. Columbus h.f. í nýju húsnæÚi. Heildverzlunin Columbus,! swn befur einkaumboð fyrir Renault-bílaverksmiðjurnar frönsku, og verzlar með vara- tiluti, bátahreyfla o. m. fl., flutti starfsemi sina s. 1. Iaug- ardag.í ný húsakynni, sem hún hefur reist, í Brautarholti 20. Bygging þessi er einnar hæðar og ekki fullgerð, verður síðar hækkuð í 3 hæðir. Þarna verður verzltm og verkstæði. Auk þess sem Columbus hefur umboð fyrir Renault-verk- smiðjurnar, hefur hún umboð fyrir sænsku Pentavélarnar, sem aðallega eru notaðar í smærri báta. Hin nýja bygging verður alls 6000 rúmmetrar og verða tvær hæðirnar eingöngu fyrir starf- semi fyrirtækisins. Félagið var stofnað 1941 og hafði verkstæði við Sandvíkur- veg á Melunum, en var að öðru leyti til húsa á þriðju hæð í Sænska frystihúsinu. Rehihard Lárusson frkvstj. sýndi fréttamönnum nýju bygginguna s. 1. laugardag. Millers lyftiduft í 8 og 16 oz. ds. H. Beitediktsscm & Co. Hafnarhvoli — Revkjatak BEZT fltl flUGLYSA l VlSt Þar til lokið er byggingu nýrrar liáspennulínu til Hafn- arfjarðar, sem væntanlega verðui- um miðjan þennan mánuð, er rafmagn skammtað á tímanum frá kl. 11—12 f.h. í 3 daga í vilcu hverri þannig: Mánudaga: Hvcrfisgata, Reykja- víkurvegur og hvcerfin þar fyrir austán. .Þriðjudaga: Suð- urbær. Miövikudaga: Miðbær, Garðahverfi bg Álftanés. :: ii t f1 Rafveita Hafnarfjarðar. Hljótt cr nú um fisklandanirn- ar i Bretlandi og ekki lieyrist að' nokkur togari sé nú að veiðum fyrir brezkan márkað. Siðarí sendincfndin, sem fór til þess að ræða við Davvspn, kom heim, hefur lítið sem ekkert verið gef- ið uþp um Iivern árangur i'Ör nefndarinnar bar. Aðeins gefið í skyn, að síðar irícgi gera ráð fyrir að íiskur verði seldur í Brctlandi, væntanlega á vegtim Dawsons. Almenningur furðar sig á þessari þögn, þvi hér er um að ræða stórmál, sem varðar aila þjóðina. Verður áframhald á löndimnm íslenzkra togara i Brctlándi, eða verða togararnir látnir veiða lyrir Trýstihúsin eða ti) vinnslu innanlands? Þetta eru spurningar, sem menn spyrja sjálfa sig, en livergi er svar aö fá. Leitað til blaðanna. Margir leitá til blaðanna og spyrja, tivað málinu liði. Þeir halda að blöðin hljóti að fá að fylgjast með þessu mikilsvcr’óa máli. En þeir fara i geitarhús aö leita ullar, því að blöðin fá ekki miklu meiri upplýsingar í þessu máli, en það sem almeiiríingtir veit eða getur sér til. Það væri í sannleika sagt ekki vanþörf á því, að gefin væri ítarleg skýrsla uin horfur í fisklöndunarmálinu. Og hvort áframliald verði á lönd- unum í framtíðinni á grundvélli Davvsonssamningsins. Þegar bú- ið er að Ijiika við að veiða upp í rússnesku samningana o.g Þýzkalandsmarkaðurinn er úti, væri ekki vanþörf á því að vita livernig sakir standa. Þetta rœða menn nú sín á milli. Þjófar í jólaösinni. Talsvcrð brög'ð hafa vcrið að. því, að stolið sé-.af fólki, sem er að verzlíi i verzíunum, cinkum þar sem niikil ös er. Eru þess þegar nokkur dæmi, að fólk hefur orSiS fyrir vcrulegú tjóni, þvi þjófarnir, sem notfæra sér ösina í búSunum í jólamánuSinum, eru mjög bíræfnir. Er full ástæSa til þess að vara fólk við þessurn faraldri, og gæta vel að sérs ef það cr með mikla peninga, eða dýrmætan varning í pökkum og pinklum. Ein a'ðferðin er að taku pakka í „misgripum“ af búðar- borðum. Varasamt er lifca að geynia peninga í opnum inn- kaupatöskum, en nokkrar konur hafa orðið fyrir stórtjóni af því að þær gerðu ekki ráð fyrir bí- ræfni þjóíanna. Eftirlitsmenn. Þa'ð er lielzt i þrönginni i stór- veí-zhinunTim, seríi fólki er, hætta ■bviin. al' þéssu þjófgefna folki. — Það kynni að vera spurning hvort stórverzlanirnar ættu ekki að íiafá sérstaka cftirlitsmenn,"eins 'pg víSa annars staðar gerist, til jiess að fylgjast með viðskipta- vinuniwrí, þegar mikil þröng er. Með þvi móii gæti verzhinm komið; í veg fyrir að hnuplað yrði vörum, éða dregið úr hnupl- inu og um leið orðið viðskipta- vinunum að gagni með því aS jijöfar myndu j)á siður liafa sig í frannni. Það er að minnsla kosti sorglegt að vita til þess, að grandvart fólk hafi tapað ölíuirí þeim pcningujn, er ætlaðir voru til innkaupa fyrir jólin, vegna þess að þáð úggði- ekki að sér. — kr. BEZT AÐ AUGLYSAI VtSI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.