Vísir - 09.12.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 09.12.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 9. desember 1953 VÍSIR gullna. Það var eins og hún væri skyndilega búin að öðlast einhverja skyggnigáfu, eins og um getur í ævintýrum — og það var ekki fjarri sanni, því að hún hafði öðlazt áreiðanlegar upplýsingar. „Að þessu sinni,“ mælti hún, „verðum við að vera gætnari en áður. Það má ekki með neinu móti spyrjast, að það sé eg, sem standi á bak við þetta.“ „Þú leggur þig í talsverða hættu með þessu,“ mælti Hep- siba og dró ekki dul á, að hún væri þessu mótvíg. „Það getur vel verið, að þú hættir ekki á að tapa fé, en þú getur glatað vinum þínum á þessu tiltæki. Þú hefir beitt hverskyns brögð- um, til þess að komast inn undir hjá fínu fólki. Hvar mundir þú standa, ef þú vaknaðir upp við það einn góðan veðurdag, að þú hefðir glatað þeim öllum?“ „Vitanlega,“ svaraði Anneke, „verð eg að koma í veg fyrir slíkt, hvað sem það kostar.“ Hún brosti dálítið vesaldarlega þó. „Vinir eru peningar,“ bætt.i hún við. „Hvað ætlastu þá fyrir?" „Við höfum seytján hundruð dollara, sem við getum notað í þetta. Þótt við töpum þeim, stöndum við ekki verr að vígi, en þegar við byrjuðum á þessu — þegar við komum til San Franc- isco. Hlutabréfin í California-Comstock eru seld, eins og eg hefi sagt þér, á átta dollara og tuttugu og fimm sent. Það er hægt að kaupa þessi hlutabréf með því að leggja aðeins fram tíunda hluta kaupverðsins — það er að segja, að maður leggur aðeins fram einn dollar af hverjum tíu, sem þau hlutabréf kosta, sem við kaupum. Þar af leiðir, að við getum geypt tífalt meira hluta- bréfamagn, en ef við yrðum að greiða þau öll út í hönd.“ „Eg skil þetta nú eiginlega ekki,“ svaraði Hepsiba, „en eg geri ráð fyrir, að þú vitir, hvað þú ert að fara.“ „Já, það geri eg. í fyrramálið ferðu til Jason Means. Þú segir honum, að haim eigi að kaupa hlutabréf á Califomia-Comstock, en ekki allt á einum stað, sem við ætlum að afla, heldur hjá svo sem tylft verðbréfamiðlara. Hann á að kaupa fimmtán þúsund hluti frá þessu félagi í þínu nafni. Og síðan bíðum við átekta.* „Hver veit nema þessi Ralston hafi aðeins verið að leiða þig í gildru,“ sagði Hepsiba. „Hvers vegna ætti hann að vera að reyna það? Það getur vel verið, að hami hafi verið að prófa mig, verið að reyna að komast að niðurstöðu um það, hvort eg væri að komast að upplýsingum. Nei, eg held, að hann hafi gefið mér heilræði þarna. Eg hefi sannfært hann um, að eg hafi ekki áhuga fyrir að græoa pen- inga — að eg sé ánægð, eins og högum mínum er háttað. Eg býst ekki við, að hann verði alltof þögull í návist minni fram- vegis.“ „En hver veit nema hann komist að því, sem þú hefur fyrir stafni." „Hann ér einkennilegur maður,“ svaraði Anneke. „Hann er tillitslaus, albúinn til ævintýra í fjármálum og sennilega ekki of vandur að meðulum. Það er einhver sjóræningjataug í honum. Ef hann hefði hendur í hári rnínu, Hepsie? Mig grunar bara, að hann mundi dást að mér. Þó mundi hann sennilega verða reiður. Eg held, að hann mundi gruna mig. En enginn má geta sett kaup- in á hlutabréfunum í sambandi við mig. Þú verður að vera enn gætnari en áður.“ Hepsiba leit á húsmóður sína, og var svipur hennar harður. „Hvað muntu láta þér nægja mikið fé?“ spurði hún. Anneke varð hugsi. Hvenær mundi hún telja, að hún hefði aflað nægs fjár? Hvað hafði hún sett markið hátt að því leyti? Hún hugsaði sig um í heila mínútu, áður en hún svaraði. „Eg held ekki, Hepsie,“ mælti hún, „að nein ákveðin upphæð mundi gera mig ánægða, meðan einhver von væri til þess, að hægt væri að græða svo sem einum dollar meira.“ Hepsie sveiaði og yppti öxlum. „Sá er heimskingi, er hættir ekki hættulegum leik, þegar hann hefur aflað sér nægs fjár fyrir alla ævina. Það gtur reynzt hættulegt, að ætla að þrauka of lengi — því að þá getur allt tapazt á svipstundu." „Satt er það,“ svaraði Anneke, „en hvert ævintýri af þessu tagi æsir löngunina í meira af því tagi.“ Hún hleypti brúnum og bætti svo við: „Annars er gleðin ekki fyrst og fremst fólgin í að eiga peninga — heldur í að afla þeirra.“ „Það kemur fyrir,“ mælti Hepsiba, „þegar eg óttast, að þú sért einhverskonar umskipting'ur. Mér finnst, að þú sért alls ekki mannleg. Og þess á milli er eg á alveg gagnstæðri skoðun — að þú sért mannlegri en þú gerir þér grein fyrir. Eg þori að veðja 'HtasUg $. MUk.papptrspokm H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. fer héðan laugardaginn 12. þ.m. til Vestmannaeyja ísafjarðar SiglufjarSar Húsávíkur. ÓDÝR OG GÓÐ RAK- BLÖÐ Lu'p! pil og silfor Símanúmer okkar á Melhaga 2 er 82936 Kjöt og Grænmet GOSTAF A. SVEINSSON EGGERT CLAESSEN hcestaréttarlögmenn Templarasundl 6, (Þórshamar) Allskonar lögfræUistörf. Fasteijpiasala. JIAGNÚS THORLACJUS hæstaréttariögrmaðar Málflutnmgsskrifstofa Aðalstræti 9. — Sími 1875. 3/ffun£& JLiíÉm I?ímá&lmmf/imm Kemisk-hreinsum fötin fljótt og pressum meðan þér bíðið. JLitla efmaiamfgia Mjóstræti 10, sími 82599. U Sólvallag. 74 —- Barmahlíð 6 Sími 3237. Hreinsum og pressum fatnað á 2 dögum. Trichorhreinsun. Alm. Fasteignasala* Lánastarísemi Verðbréfakaup Austurstræti 12. Sími 7324. Kvenfélag Háteigs- sóknar gefur út jólakort. Ljúft er mér að vekja at- hyg'li á jólakortum, sem Kven- félag Háteigssóknar hefur gefiS út og seld eru til fjáröflunar fyrirhugaðri kirkju safnaðarins. Kortin eru vönduð og smekk- leg með mynd, sem Halldór Pétursson listmálari hefur gert. Þeim, sem styrkja vilja gott málefni vildi eg benda á þessi jólakort. Einkum mælist eg til þess við safnaðarmenn, að þeir kaupi þessi kort og styrki þann- ig sameiginlegt áhugamál. Kvenfélag Háteigssóknar á sér ekki langa sögu. Það var stofnað í febrúar þ. á. og er því enn ekki ársgamalt. En á þessum stutta tíma hefur það verið mjög athafnasamt. Hafa kvenfélagskonur starfað af á- huga, dugnaði og fórnfýsi og staðið einhuga að þeim verk- efnum; sem unnið hefur verið að. Jafnframt því, sem þess er getið vil eg einnig þakka þeim, sem af rausn og myndarskap hafa stutt þær í starfi. Nýlega ákvað Kvenfélagið að verja nokkru fé, til að prýða' hátíðasal Sjómannaskólans, þar sem ákveðið er, að hið kirkju- lega starf safnaðarins fari fram. á næstunni. Um leið og eg þakka kvenfc- laginu áhuga og prýðilegt starf að undanförnu, endurtek eg til- mæli mín um kaup á jólakort- um félagsins. Kortin eru til sölu í ýmsurn bóka- og ritfangaverzlunum bæjarins og í verzlunum í prestakallinu. • Þau fást enn- fremur hjá frú Halldóru Sig- fúsdóttur, Flókagötu 27 og frú' Laufeyju Eiríksdóttur, Barma- hlíð 9. Jón Þorvarðsson. im ] Oi. óticppni töx nu að hugsa ráð sit.t, er hann sá. h\;e sterkur Tarzan var. Hvernig váeri nú auðveidast að , ná ^pamann-num. a vald sitt? Hami reyndi að' ginna Tarzan með alls konar skrauti, banönum og fleira , j góðgæti, en allt var ,án árengurs.; Alh í einu þreif Óli óheppni skammbyss- una á loft og hrópað'i: „Fjandmn hirðir .þig. Upp á vagninn með þig eða eg skýt þig. Tarzan lét sér hvergi bregða og át banana. Skyndiíega fékk Óli óheppni.nýja hugmynd. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.