Vísir - 05.01.1954, Blaðsíða 7
JÞ.riðjudaginn 5. janúar .1954
VÍSIR
T
.VW.VWVWWtfVW.,WWVWWVW.WS.VWVWWJ^JtfW
WAft^^WVV'WWVfWVWVWWVftjwVWWWWVVWVWWI
ekki í :hug, að þú vildir fá nokkum mann til að halda það, að
þú hefðir lent í einhverri deilu,“ sagði hún. Síðan virti hún
Anneke fyrir sér vandlega. Undir augum Anneke voru engir
dökkir baugar, engin merki þess, að hún hefði ekki sofið vel um
nóttina. „Jæja;“ hélt hún áfram, „eg verð að segja það, að það
þarf meira en lítið til þess-að skjóta þér skelk í bringu. Hvað
heldur þú, að hafi gerzt í gær?“
„•Eg fæ ekki séð, að neinir aðrir hafi verið þarna að verki en
Arnold eða Slack,“ svaraði Anneke. „Eg veit ekki um neina aðra,
sem gæti haft löngun til áð hafa hug á að koma mér fyrir
kattarnef."
„Eg er viss um, að það er ekki Arnold, sem hefur verið valdur
að þessu. Hann er ekki af þvi tagi, sem beitir skotvopnum. Hann
er falskur og undirförulJ. Hann mundi heldur ekki fást til að
samþykkja, að sl&ar aðferðir væm viðhafðar. Eg gæti trúað, að
þetta hafi verið þessi John Slack, það hafi ekki verið hægt að
hafa stjóm á honum lengur. Hvað er það eiginlega, sem þú hefur
brotið af þér gegn þeim?“
„Það eru mestar líkur fyrir því, að þeir haldi, að eg muni
leysa frá skjóðunni og gera fyrirætlanir þeirra að engu.“
„Hvað veiztu þá eiginlega, sem þú getur sagt frá?“
„Það er víst ósköp lítið,“ sagði Anneke, „en þeir hljóta að
halda, að það sé hættulegt.“
„Gæti ekki verið, að þetta hafi verið gert vegna þessa brasks
þíns undanfarið?“
„Nei,“ svaraði Anneke ákveðin. „En nú langar mig til að fá
morgunverðinn, ef þér er sama. Þú ferð svo til skrifstofu Means
skömmu eftir hádegið og færð skýrslu hans.“
Anneke borðaði morgunverðinn og klæddist. Hún las árdegis-
blöðin með sömu nákvæmni og venjulega. Þegar komið var næst-
um að hádegi, komu Conchita Nettleton og John Brownlee til
þess að undirbúa skemmtiferð til Landbúnaargarðsins, þar sem
haldnar voru veðreiðar á hverjum laugardegi, siðdegis.
„Þangað fara allir, sem eitthvað kveður að,“ sagði Conchita.
„Við förum héðan snemma, til þess að fá góð sæti. John ætlar að
aka fereykisvagni sínum þangað.“
„En hvað það hlýtur að vera gaman,“ sagði Anneke og virtist
brenna í skinninu.
„Gkkur langar til,“ hélt Conchita áfram hikandi, „að bjóða
Juan Parnell með okkur.“
„Og hvers vegna ekki?“
„En eg hélt — við héldum eiginlega öll----— að þú og
hann---------■“
„Vitleysa.“
„Og við vonuðum — við vonuðum öll--------að þú mundir
samþykkja okkar vegna, að hann yrði þinn herra.“
Nú gat Anneke ekki annað en hlegið mjög dátt. „Hvar er hér
á ferðinni?“ spurði hún. „Er þetta samsæri? Annars verð eg að
benda þér á það — í fyrsta lagi — Conchita, að Juan Parnell
hefur ekki óskað eftir því að verða mér samferða. Til hvers ætl-
izt þið af mér? Á eg að senda honum nokkur orð á ilmandi bréfs-
efni og biðja hann um að sjá aumur á mér?“
Conchita fór allt í einu hjá sér og flýtti sér að segja: „Nei-nei,
vitanlega ekki. En mundir þú vera fáanleg til að fara með
honum, ef hann byði þér?“
„Hvernig væri það, Conchita, að þú fengir Juan til þess að
ganga úr skugga um það sjálfan?“
Þau fóru skömmu síðar leiðar sinnar, og voru þá eiginlega
sannfærð um, að takast mundi að koma því til leiðar, sem fyrir
þeim hafði ,/akað með heimsókninni. Anneke vclti því hins-
vegar fyrir sér, hvort þau mundu hafa farið á ivrnnar fund
með vitur.d og vilja Juans, eða hann væri kannske potturinn
og pannan í bessu. En þar sem hún þekkti skapferli Juans
mætavel, ' ' ; henni það harla ósénnjlegt. En hún játaði þó
fyrir sjálfr að hún vonaðist til þess, að svÖr; J cniiar mundu
bera einh árangur að'því er Júan snerti.
Ef Jua komast að sættum við hana, og kæmi fram
við hana beirri háttvísi, sem sjálfsögð var undir þeim
kringumsxa Ú- :m; þá var hún alls ekki frá því að gleyma mis-
klíðarefni þeirra. Sættir mundu vera báðum aðgengilegri ef
ekki yrði minnzt á það, sem orsakað'hafði missætti þeirra, ef
engar afsakanir eða skýringar væru fram bornr, og þau gætu
bara tekið upp þráðinn, þar sem hann var látinn niður falla.
Hepsiba sneri aftur úr sendiför sinni, áður en tími var kom-
inn til að setjast að kaffidrykkju. Hún skýrði frá því, að Jason
Means hefði enn selt 1000 hluti í Gertrude-námunni — fyrir
meðalgöngu hálfrar tylftar vei'ðbréfasala — með líkum hætti
og fyrir svipað verð og áður. Anneke afréð þá að láta staðar
numið að sinni, bæði til þess að eiga ekki á hættu að tapa neinú
fé, en fyrst og fremst af því, að hún vildi ekki vekja frekari
athygli á því, sem H. Wattles hafði fyrir stafni. Ef hún seldi
of mikið af hlutabréfum með þessum hætti, mundu verðbréfasal-
arnir fara að veita því eftirtekt og skeggræða það sín á milli.
Hún ákvað því að halda að sér höndum um hríð.
En hún fylgdist með verðbreytingum á verðbréfamarkaðin-
um með engu minni áhuga en áður, og fyrst og fremst skim-
aði hún eftir skráningu á verði hlutabréfanna ,,sinna“. Á hverj-
um morgni var verðlag all-hátt í byrjun, hækkaði stundum
um allt að eitt stig. Englendingar voru alveg æstir í að krækja
sér í hlutabréf í Gertrude-námunni. Auglýsingar þær, sem
Grant hinn enski hafði sent út um allt, báru tilætlaðan árang-
ur — og í San Francisco fóru menn.mjög eftir kauphöllinni í
London, þegar þeir keyptu hlutabréf. Suma daga virtist hækk-
unin vera svo stöðug, að Anneke mundi tapa á brálli þessu,
en hún hafði óbilandi trú á því, að liún hefði farið rétt að, svo
að hún lét efasemdir aldrei hafa nein áhrif á sig.
Menn bjuggust nú við Asbury Harpending á degi hverjum,
og Anneke fór að lengja eftir komu hans. Skýrsla Janins átti
ekki að koma fyrir almennings sjónir, fyrr en hann kæmi.
Hún var sannfærð um, að skýrsla hans mundi ráða úrslitum
í þessu máli. Hann naut svo mikils álits meðal þeirra, sem voru
eitthvað við námavinnslu riðnir, að ummæli hans réðu því,
hvað menn gerðu í þessum efnum.
Hún varð þess einnig áskynja, að þeir Amold og Slack hefðu
á ný haldið upp í óbyggðir, og að þeir hefðu heitið því við brott-
förina, að í þetta sinn skyldu þeir koma aftur svo hlaðnir eðal-
steinum, að það tæki ,af öll tvímæli um auðlegðina, sem þeir
hefðu fundið. Að minnsta kosti átti ekki að vera nein hætta á
því, að skotið yrði-á hana úr myrkri og launsátri, eins og hent
hafði einu sinni.
Síðdegis á miðvikudegi hringdi Juan Vallejo Parnell allt í
einu heima hjá Anneke, og hafði hann ekki gért boð á undan sér.
Þegar Hepsiba lauk upp fyrir honum stofunni, var eins og
leyndist sigurbros á munnvekum hennar. Hún hefði ekki með
neinu móti fengizt til þess að kannast við það, að hún hafði
mætur -á þessum unga manni, en þó var það svo, að hún hafði
saknað hans eins og Anneke.
„Góðan dag, Hepsie,“ tók hann til máls glaðlega. „Þér eruð
alltaf jafn unaðslega fögur. Hversu margir eru biðlarnir nú
orðnir? Segið þér mér nú í hreinskilni — get eg gert mér nokkra
von um að fá yðar, ef eg ber upp bónorðið samstundis?“
„Verið þér nú ekki með þessa vitleysu, herra Parnell,“ svar-
aði hún, en þó ekki óvinsamlega.
„Er ungfrú Villard heima, Hepsie?“
„Eg skal segja henni, að þér séuð kominn,“ svaraði hún, og
hljóp upp til herbergis Anneke.
„Hann er kominn," sagði hún, og þótt rödd hennar væri
þurrleg, gætti þó nokkurrar eftirvæntingar í henni.
Anneke reyndi alls ekki að láta svo sem hún misskildi þessa
tilkynningu Hepsibu.
Hún gekk hægt niður stigann og var hin rólegasta og virðu-
legasta, þegar hún gekk inn í setustofuna — og var við öllu
búin að auki. Hún kastaði kveðju á Juan og var hvorki kulda-
leg né alúðleg í fasi. Hún lét sem henni stæði alveg á sama um
hann, og sama máli gegndi um Juan. Hann leit svo á, að sjálf-
sagt væri, að hann væri velkominn þama eða léti að minnsta
kosti svo. Anneke sá, að endurfundir þeirra mundu verða með
þeim h.ætti, sem hún hafði gert sér vonir um, en þó harmaði
hún það. Hún ætlaðist ekki til þess af honum, að hann bæði
hana afsökunar, en þó fannst henni illt, að hann skyldi ekki
gera það, Hann virti-.hana vandlega fyrir sér, ljdti svo brún-
um lítið eitt og kinkaði kolli.
„Það leikur • ekki á tveim tungum,“ mælti hann svo eftir
nokkra þögn, „að þú ert gimileg yngismær. Hvernig er þao
annars — á hún Hepsie ekki eitthvað" af þessum gð i kökum
sínum? Nei, það gerir ekkert til núna, en .segðu henni áð eíga
nokkrar birgðir af þeim 1 á laugardaginn, syo að við getum
haft þær í nestinu, þegar við fðruin ;í;skemmtiferðina.“
Ahnéke ætlaði fýrst að spr'úga ki 'reiði yfir ósvífni hans.
Hann hélt víst, að hún mundi hegða sér algerlega eftir því,
sem honum þætti bezt. Hún 'arð að sýna honum óyggjandi,
að þannig gæti hann ekki farið með hana. En áður en hún gæti
Sæmclir Fálka-
orðunni.
Frétt frá orðuritara.
Á nýársdag sæmdi forseti ís-
lands þessa menn fálkaorðunni.
að tillögu orðunefndar: Davíð
Ólafsson, fiskimálastjóra, ridd-
arakrossi, fyrir störf í þágu.
sjávarútvegsins. Einar Bjarna-
son, aðalendurskoðanda, ridd-
arakrcssi, fyrir embættisstörf í:
þágu Stjórnarráðsins. Huldu
Stefánsdóttur, forstöðukonu
Kvennaskólans á Blönduósi,
riddarakrossi, fyrh' stöx-f í þágu
húsmæðrafræðslu. Jóhönnu
Egilsdótur, frú, Rvk., riddara-
krossi, fyrir félagsmálastörf.
Kristínu Thoroddsen, yfir-
hjúkrunarkonu, riddarakrossi,
fyrir störf við Landsspítalann
frá stofnun hans. Maríús Helga-
son, forseta Samb. ísl. berkla-
sjúklinga, riddarakrossi, fyrir
störf í þágu berklavamamála.
Pálma Hannesson, rektor, stór-
riddarakrossi, fyrir störf að
skólamálum og öðrum menn-
ingarmálum, og Þorstein Sig-
urðsson, bónda að Vatnsleysu,
formann Búnaðarfélags íslands,
riddarakrossi — fyrir störf £
þágu landbúnaðarins.
CiHu Mmi tfar....
Versta ár.
Þannig var ársins 1918 minnzfc
í upphafi greinar í blaðinu 5.
janúar 1919: „Ársins 1918 mun
lengi minnzt sem eins hins
versta árs, sem yfir þetta lantí.
hefir gengið. Fyrr á öldum.
hrundi landsfólkið niður í slíku
árferði, því að allar verstu
landpiágumar, sem þessi þjóð
þekkir að fomu og nýju, hafa.
heimsótt hana á þessum tólf
mánuðum.“
Auglýsing úr Vísi fyrir 35
árum: „Á gamlársdag voru
þessir munir skildir eftir í
póststofunni: 1 seðlaveski, 2'
peningabuddur (með pening-
um), einir karlmannsbelg-
vettlingar og pappaöskjur með
karlmnnshálsbindum. Réttir
eigendur vitji þangað, sanni.
eignarrétt sinn, og borgi þessa
auglýsingu.
GOSTAF A. SVEINSSON
EGGERT CLAESSEN
hæstaréttarlögmenn
Tempiarasundl S,
(Þórshamar)
Allskonar lögfræðistörf.
Fasteignasala.
Pappírspokagerðin h.t
tVíiastig 3 Allsk. pappirspokar
Austurbaéjar
I
hefur opið til kl. 10 a3
kvöldi, álía virka daga, nema
'
; laugardaga, en þá er lokað
kl. 7.
Sími 82270.
ww* úvnw.%w^w0%v^vvwvvvvwvvwwvyv>w
Immsbókin 1954
©lluiti heisC«*
ww v. MWiMtfWMVvvuvwvuvwuwwvsAnfVWViMr
k WWAA^VWtf%WVV%V)AVV^VVWVV^AVWV%VVVVfts