Vísir - 09.01.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 09.01.1954, Blaðsíða 4
4 VTSIR Laugardaginn 9. janúar 1954 WiS IR D A G B L A Ð t | Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. i mm Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. ,,\mm Skrifstofur: Ingólfsstræti S. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJT. k Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur), Lausasala 1 krón*. Félagsprentsmiðjan h.f. Sýning frú Unnar Ólafs- dóttur í Þjóðminjasafninu. EmtHigis til að sýnast. Kommúnistar neyta nú allra bragða til að reyna að telja bæjarbúum trú um, að bænum verði ekki stjórnað af neinu viti, nema þeir hafi þar hönd í bagga, og helzt, að áhrií þeirra í bæjarstjórninni verði aukin. í þessum tilgangi bera þeir fram ýmiskonar tillögur, og bera sumar þess svo greinileg merki, að þær eru ekkert annað en kosningabeita, að allir hljóta að sjá í gegnum blekkingar þeirra. Síðasta tillagan af þessu tagi kom i'ram á bæjarstjórnar- fundi í fyrradag, þar sem Guðmundur Vigfússon lagði til, að innkaupastofnun bæjarins kaupLinn olíu og kol, og selji síðan bæjarbúum við kostnaðarverði. Mundi þetta að sjálfsögðu tákna nokkurn sparnað fyrir marga, en undarlegt er, að kommúnistar skuii ekki hafa borið fram tillögu þessa fyrr, því að eldsneyti’- verð hefur verið hærra en það er nú. Skyldi ekki eitthvað undir búa? Vitanlega er hér aðeins verið að hugsa um eldsneytí undir áróðurskatla kommúnista með tillögu þessari. Þetta sjá allir heilvita menn, og þeir gera sér einnig grein fyrir því, að þetta mvndi baka bæjarfélaginu ærin útgjöld. En þar sem þetta eru j ‘ útgjöld — þau gætu komið aftur í nokkrum atkvæðum til kommúnista — þá er sjálfsagt að sparnaðarpostularnir hverfi sem snöggvast af venjulegri braut sinni og reyni þetta. Fást atkvæði út á grobb? TT'ramsóknarmönnum er fátt betur gefið en sjálfhælni og grobb. Ef trúa má öllu, sem upp úr þeim hrekkur fyrir hverjar kosningar, þvi að þá er um að gera að vera kok- hraustur, hefur ekkert verið geft hér á landi, engu verið hrundið í framkvæmd, án þess að framsóknarmenn hafi verið þar nær- staddir, og það má jafnan lesa á milli línanna, að í rauninni hafi þeir verið allt í öllu á öllum sviðum lífs og dauða. Þegar þeir taka sig til í framtíðinni, og endursemja mannkynssöguna, þá mun það koma á daginn, að Óðinn og öll hans sveit hafi verið framsóknarmenn — þeir hafi skapað himinn og jörð og aili, sem því fylgdi. j Einn Óðinssona ritar í Tímann í gær og kémst' m. a. svo að orði: „ . . er skemmtilegt að hugleiða, aö' við byggingu Laugar-: iiéskirkju var einn af aðalforgöngumönnmn framsóknarmaðui. ■ Sama sagan endurtekur sig nú við byggingu Neskirkju. Þetta Mýtur svo að vera. Eplið fellur sjaldan langt frá epiaténu ‘ Og úr því farið er að tala um epli, þá verður mönnum á að spyrja, hvort hafi verið í framsókn á sínum tíma — höggormur- ánn eða Eva? Líklega hefur það verið höggormúrinn, því að hann var undirrót ýmissa framkvæmda þar í Eden. Og þeir haí'a verið anzi oft í höggormslíkinu síðan. Þeir hafa talað fagurlega við Reykvíkinga, en reynt síðan ævinlega að ;gera bæjarbúum allt til miska og er sýndaregistrið orðið langt — allt frá þingrofinu vegna Sogsvirkjunarábyi'gðarinnar til ábúðárskattslaga Rannveigar fyrir fáum árum. Reykvíkingar eiga ekki' að ala þenna snák við brjóst sér eftir 31. janúár. Það, sem efcki er hægt. T>að mun vera Kefð vestan hafs, áð forseti Bandaríkjanna fly.tji í ársbyrjun ræðu á þingi, þar sem hann lítur yfir i'arinn veg og jræðir það, sem gera þarf. Eisenhower forseti gerði þetta að venju í fyrradag, og er ekki ástæða til að hafa neitt aí' þy.í eftir, sem hann sagði, nema eitt atriði.' | í lok ræðu sinnar komst hann svo að orði, að þótt stjórn keppi ósleitilega að þvi að trýggja friðinn, þá sé það engri’ stjórn fært að tendra neista friðarástar í, hjörtum erlendra' þjóðhöfðingja -— það er að segja.einræðisher,rannafisem nú ógna friðinum um gervallan heim. Það er þetta, sejn er; hættulégast fyrir friðinn í heiminum, að þótt einvaldarnir tali fagufléga um frið og ást sína á honum, sýna gerðir þeirra, að þeim er allt annað en friður í huga. Friðurinn í heiminum veltur á viija éínræðisherranna. Ef þeir telja, að þeir geti ekki sigrað með styrjöld, þá munu þeir halda friðinn, en það mun verða friður af því tagi, sem menn hafa fenpíð að kynnast á undanförnum árum. Sá friður hefur^ verið aí því tagi, að menn hafa aldrei vitað, hvort hann mundi standa deginum lengur, óttinn hefur hrjáð mannkynið, og mun ' gera, meðan engin hugarfarsbreyting verður meðal kommúnista. ,En slík hugarfarsbreyting kemur ekki utan írá, og því er friður .v'ívyg'gui'; .meðan kommúnisminn vérðúr til og á sér!einhverja 'fyígjenduri ' '!"<í <* ’•> Frú Unnur Ólafsdóttir heldur þessa dag'a sýningu á kirkju- legri list í fyrirlestrarsal Þjóð- minjasafnsins, og er þetta hin þriðja sýning hennar. Frú Unnur hefur valið sér mikið og veglegt hlutverk, sem sé það að endurvekja kirkjulega list á íslandi og áhuga fyrir henni, og enginn getur borið henni annað en að hún hafi leyst sitt verkefni með sóma. Það er glæsileg sjón, sem mætir auganu þegar inn á sýninguna kemur, hverjum hlut skapað það umhverfi, sem hæfir hon- um bezt, þannig að hver hluti sýningar jnnar myndar stíl- hreina og áhrifamikla heild. Þarna eru 6 ölturu, flest með öllum búnaði. Það er óvenjuleg sjón hér á landi að sjá altari þannig byggt upp, að taflan, altarisbrúnin og klæðið sé lag- að hvað eftir öðru þannig, að þetta þrennt verði óaðskiljan- legt. Og til þess að heildin sé fullkomin, eru hér líka kirkju- stjakar með háum altariskert- um. Án þeirra væri taflan ekki í sínu rétta umhverfi. Hér eru fjórar altaristöflur saumaðar af frúnni sjálfri á forkunnarfagr- an hátt og eru þrjár með hlið- arvængjum sem má loka að gömlum sið. Hér verður það augljóst og eðlilegt sem oft vill glevmast, að altaristafla er ekki veggmynd heldur hluti af altarinu sjálfu. Það er aðdáunarvert, hve vandlega frú Unnur liéfur kynnt sér kirkjulist frá ýmsum tímum. Með hliðsjón af göml- um mótívum hefur henni tek- izt að skapa verk, sem eru að fullu og öllu í samræmi við okkar tíma að formi til en standa þó á traustum grUnd- velli gamallar, kirkjulegrar erfðavenju. Þótt útsaumur sé aðalatriði sýningarinnar, skulum við, fyi’st staldra við við hinn mxkla,; útskOTna altariskross, sem, stendur tiJ. hægri handar, þegar inn er komið. Þennan kross hefur frúin látið setja saman úr óskyldum hlutum og bætt við nokkrum nýjum stykkjum, en verkið- allt er svo heilt og stílhreint, að engan getur grun- að, að þétta sé ekki vérk eins manns. Innst í salnum gegnt dyrum er altari, sem eingöngu er ætl- að til notkunar á föstudaginn langa. Það er samstætt altaris- klæði og tafla, hvorttveggja saumað á svartan grunn (Geíj- unarefni) með íslenzkum hör, einkum hvítum. En þessi svart- hvíta samstæða er lífguð upp með gullsaum og örlitlu af rauðum lit, sem fer ágætlega. Við vesturvegginn er vængja- tafla, sem saumuð er með gull- og silfursaum í bláleitan grunn. Henni fylgir altarisbrún í sömu litum, saumuð að öllu leyti a tveimur námsmeyjum frú Unnai’. Við fyrstu sýn vekui þetta altari kannski minni at- hygli en það, sem áður var lýst, en það verður því fegui-ra, sem það er skoðað lengur. Fyrir þá, sem áhuga hafa á því, hvernig þessir hlutir eru unnir, er skemmtilegt að at- huga. tvær altai’istöílur hálf- saumaðar (eða hluta af töflurn), sem hér eru til sýnis. Einnig má sjá hér hörinn íslenzka, bæði unninn og óunninn, en með honum hefur frúin saumað heilar altaristöflur. Þá eru hér útsaumaðir höklar og margt fleira og loks nokkrir gamlii’ kii’kjugi’ipir erlendir, er gefa sýningunni aukna fjölbreytni. Fyrr á öldum áttu íslending- ar sína kirkjulist eins og sjá má í Þjóöminjasafninu. En þegar kemur fram á miðja 19. öld fer þetta ailt að losna í sundur og hin ævafoi’na erfða- venja slitnar loks með öliu að því, er kix-kjuskreytingu snei’tir. Það er ekki ofmælt. þótt sagt sé, að hi’einn glund- roði hafi xíkt í þeim efnum síðastliðin 100 ár. Það er því gleðiefni, er frú Unnur Ólafs- dóttir hefur hafizt handa og i’eynt að endui’vekja hina is- lenzku kirkjulist í formi, sem hæfir okkar samtíð, og ættu sem flestir að nota þetta ein- stæða tækifæri til að kynnasl listgrein, sem sjaldan er tæki- færi til að sjá hér á landi. Jóharm Briem. Lýsi & Mj'öl fuKnýta bráefjtii. Ilefja soðkjarna TÍnnsln. Lýsíi & Mjöl h.f. í Hafnarfirði liéfur fyrir skömmu hafið soð- kjarnavinnslu í verksmiðjunni og gjörnýtir nú hráet'nið. Á síðasta ári kynntu forystu- menn fyrirtækisins sér soð- kjarnavínnslu í Noregi og Þýzkalandi, en fengu loks eim- ingai'tcéki til vinnslurmar frá ATLAS í Kaupmannahöfn. Ár- ið 19ð2 h'afði nýr gufuketill ver- ið keyptur til vei’ksmiðjunnar. Eimingartækið kom til landsins í október s.l. og var lokið við uppsetningu þess í des. og hef- ur verið í notkun síðan. Mestu afköst eru 10 tonn af soði á klst. Var byggð. 1344 tenings- metra viðbyggging við verk- smiðjuna ve^ná þessafá 'rij'jíi tækja, og kosta'tæ^íri'ög huáið’ nm 1 9 VW.Í11-Í1 í H í I ' ! > -• ari nýju aðferð gjörriýtist hrá- efnið. Annars er hér um sömu aðfex’ð að ræða og’ h.f. Hvalur hefui’ tekið upp í sambandi við límvatnsvinnslu í Hvalfirði og skýrt var frá hér í biaðinu fyr- ir skemmstu. Með þessai’i nýjung , hefur verið stigið stórt spor fram á við í íslenzkúm fiskiðnaði, þó honum hafi að vísu mjög fleygt fram á undanförnum ái’um. T. d. má geta þ'ess áð áríð 1943 nam útflutningsverðmæti hans aðeins 420 þús. kr. en 1953 44 milljónum. Formaður véx-ksmiðjustjórn-, ar þýsis & Mjöls er Adolf I Björnsson; framkvæmdarstjóri Ólafur Elíasson; verksmiðju- •stjóri' Jóri Sigurðsson og tækiii-' fégúr tððunautur dr. Þóx’ður Þorbjarnai’son. um 1.2 milljU 'kr.u Talið er að e'fnistöp í öfrennslf isvatni eða soði verijulegrar! síldax’- og fiskimjölsverksmiðju | ‘ ' ' ' pemi 20—25% af heildarmjöl-J , ,, magni hráefnisins, cn með þess- S£ZT AiP AUGLYSAI VlSl Bei’gnxáli liefur boi’izt stutt bréf frá manni, sem er andvígur þvi að byggð sé ný sundlaug í Reykja- vík, og telur varliugavert að reist verði sundlaug fyrir vesturbæ- inga sérstaklega. Hann segir á þessa lei'ð: „Mikið liefur vei’ið rsett og ritað um sundlaug Vest- tii’hæjar, sem svo er nefnd. ilei- ur vei’ið háfirin markviss ái’óð- ur fyrir þessu máli, en mér fianst að þar gæti lítiliur fyrirhyggju. Reyndar skil ég vel, að Vestui’-, bæingar vilji liafa sundlaug út af fyrir sig, einkum þar sexn j'á myndi styttast leiðin fyrir bless-í uð börnin, sem þyrftu að sæuja hana vegna sundskyldunnar. Hvað um Sundhöllina? En nú vita allir, að aðsókn að Sundhöll Rcykjavíkur hefur ver- ið sízt of góð, og mun þeim fækka ár frá ári, sem hana sækja. Virð- ist því Sundhöll Reykjavíknr vel geta tekið við öllum þeim bæjar- búum, sem óska að stunda sund. En yr'ði nú byggð sundlattg fyrir stóran bæjarhluta, eins og Vest- urbæinn, livernig myndi þá að- sóknin að Sundhöll Reykjavíkur verða. Líklega myndi þeim verú- lega fækka, cr þa sæktu þangað. Vestui’bæingar alíir myndu auð- vitað styi-kja sina sundlaug og Sundhöll Reykjavíkur verða rek- in með enn meii’a tapi, en und- anfai’ið hefttr verið. Vegalengdirnar í bænum. Satt að segja skil ég lieldur aldrei hve mönnttm vaxa i aug- um vegalengdirnai’ hér í bænum, sem eru þó snöggt ttm styttri en i öllum öðriirn höfuðborgum heims. Það er skiljanlegt sjón- armið, að foreldrar séu liræddir við að óenda hörnin siu eiri frá vesturbæ og austur í Sundhöll Reýkjávíkur. En væri ekkt miklu auðveldara og ódýrara að Jtaga svo til að sérstakir strætisvagu- ar géngju frá vesturbæ að Sttnd- liallat’dyrum, en byggja sérstaka sundlaug fyrir þá, er vestast búa í bænunt. Nú heyrir máður ið ákveðið muni vera að byggja þessa margumtöluðu 'sundlaug vesturbæjar, og verður þvi varla breytt úr þcssu. En ég hefði vilj- að að málið hefði verið Jvetur rætt áður en flanað yrði út i þesa byggingu. — Miðbæingmv1 Tvenn sjónarmið. Eg geri ráð fyrir að ekki mnni allir sammála „Miðbæing“ í surnt- lauganiáliiui, en sjálfsagt þykir að láta þetta sjónarmið koma i'ram. Hvorki Sundhöll Reykjavík ur né sundlaug vesturbæjar verða ítokkurn tíma reknar ineð Jtagn- aði, og hefur sjálfsagt aldrei ver- ið gert ráð fyrir því. Það er menningarmál, að ltafa næga staði fyrir fólk til jtess að iðka sund. Hins vegar vil ég' engan dónt á það leggja Itvort Sundhöll Rcykja vikur nægi öllum bæjarbúum. Og ég er sammála „Miðbæingi" í þvi, að vegarlengdin vestan úr bæ austur í Sundliöll ætti engum að vaxa í aiigum. En það sjónarmið eitt hefur varla ráðið, er ráðist var í að hefjast lvanda unt bygg- ingu sundlaugar fyrir vesturbæ- inn. Kannske vilja fleiri taka til rnáls um þetta mál, sem nú er of- arlega á baugi? — kr. Margt á sama slaft LAOCAVEG 10 - SIMI 3367

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.