Vísir - 23.01.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 23.01.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Laugardaginn 23. janúar 1954 17. tbl. Æsingar gegn Bretum á Spáni um þessar Rúður brotnar bústöðum fulltrúa þeirra. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Sir John Balfour, sendiherra Rretlands í Madrid, bar í gær fram mótmæli við spænsku rík- isstjórnina, út af því, að spænska lögreglan hefði brugð- izt þeirri skyldu, að vernda brezkar eignir, er til uppþota kom í spænskum borgum í gær við bústað fulltrúa Breta. Þessi uppþot urðu í Madrid, Granada og fleiri borgum. í Madrid höfðu stúdentar foryst- una og gat lögreglan ekki varizt því, að mannfjöldinn æddi inn í garð sendiherrabústaðarins með grjótkasti. Voru þar rúð- ur brotnar, en mannfjöldinn áepti: Látið Gibraltar af hendi við Spán. í ræðismannsbústaðn um í Granada voru um 20 rúð- ur brotnar, og spænski fáninn dreginn upp í stað hins brezka, Húsið „máttl heita futlt, uppi og niðri." Gamansamir blaðamenn við Þjóðviljann komast svo að orði í morgun um æskulýðs- fund kommúnista í gærkveldi, að þá hafi Gamla Bíó „mátt Keita fullt, uppi og niðri“. Þegar höfð er í huga sann- ieiksást kommúnista af fundar- sókn og viðbrögðum á sam- komum þeirra, fer ekki hjá því, að mönnum finnist þeir daufir i dálkinn eftir fundinn, og varla nema von. Fundurinn var rækilega auglýstur, myndir birtar af þeim, sem þar áttu að koma fram, og fornafn hvers og eins þar undir (Jónas, Ingi, Thor, Karl, Adda Bára, o. s. frv.), en allt virðist hafa komið fyrir ekki. Ungkommúnistar, sem venju- lega geyja hæst í sambandi við kosningar og þess háttar, hafa nú lægra um sig en venja er til, og er það ugglaust fyrirboði þess, sem koma mun í ljós við kosningarnar 31. þ. m.: Kom- múnistar munu nú fá þann skeli*sem um munar, og aldrei eiga sér viðreisnarvon á þessu landi. Systkini dæmd fyrir föðurmorð. París (AP). — Þrjú systkini hafa verið dæmd í þungar refs- ingar í Toul fyrir að myrða föð- ur sinn. Gerðist þetta fyrir tíu árum, og myrtu þau föður sinn i svefni með öxi. Réðst sonurinn fyrst á hann, en síðan önnur systirin, en hin horfði á og hafð ist ekki að. en lögreglan dró hann r.iður eftir 20 mínútur. Brezk biöð ræða uppþot þessi og atburðina í spænska Mar- okko. Segja þau að Franco leiki sér að eldi, og það hafi hann gert áður, en hætt í tíma, áður en hann brenndi sig, en það sé ekki víst, að hann verði ávallt svo heppinn. Það sé ekki nýtt, að einræðisherrar slái á strengi þjóðernistilfinninga, en það gæti farið svo, í spænska Mar- okko, að hann réði ekki við neitt, með þeirri afleíðingu að bæði Frakkar og Spánverjar misstu yfirráð í Marokko, og væri þá verr farið en heima setið. Sum brezk blöð ætla það enga tilviljun, að Franco blási sig út nú, eftir að hann fékk sér tryggða efnahagsaðstoð frá Bandaríkjunum, en önnur leggja meiri áherzlu á það, að utanríkisstefna einræðisherra einkennist af ágengnishneigð, samfara hömlum á frelsi heirna fyrir. Roosevelt í fram- boði í N. York. N. York (AP). — Það er nú víst, að N. York-búum gefst kostur á að kjósa Franklin B. Roosevelt fyrir fylkisstjóra í haust. Hefur hann boðað, að hann muni gefa kost á sér fyrir demókrata, og er talið liklegt, að hann verði fyrir valinu í undirbúningskosningu flokks- ins í sumar. F. D. Roosevelt eldri var um skeið fylkisstjóri í New York. Togarar. B.v. Þorsteinn Ingólfsson kom af veiðum í morgun. yrstu íslenzku fry§ti- tœkin tekin í notkun. Véismiðjan Héðinn smíðaði þa« fyrir Heimaskga h.f. á AkjranesL í dag verða tekin í notkun á félagið búið að koma upp góð'- Akranesi fyrstu frystitækin' um og stórum húsakynnum sem smíðuð eru hérlendis, en með hinum ákjósanlegustií. „Alit er óhægra að leysa en binda“, geta þeir Bárður Daní- elsson og aðrir þjóðvarnarmenn sagt þessa dagana. Þegar upp komst um við- skipti Bárðar, sá hann, að hann átti illa heima á lista „ráð- vendni og heiðarleika“, og t'lýtti sér að skrifa yfirkjörstjórn, þar sem hann fór fram á að vera þurrkaður út af F-listaniim, og flokksstjórnin lét fylgja með- mæli sín. En ekki var eins auðhlaupið að þessu, og rnenn höfðu ætlað, því að yfirkjörstjórn komst að þeirri niðurstöðu, að einungis dánir menn gætu horfið af fram boðslistum, og fullnægði Bárð- ur ekki því skilyrði. Verður þjóðvarnarliðið því að hafa hann í efsta sæti eftir sem áð- ur, og virðist vel viðeigandi. Þó mun vera nokkur hreyfing uppi um að þakka Bárði íyrir að laumast inn í heiðarlega flokkinn með því að strika hann út við kosningarnar og sýna þannig, að flokksmenn séu, þrátt fyrir allt, ráðvandir og megi ekki vamm sitt vita. 85 millj. talsima í heiminum. N. York (AP). — Gert er ráð fyrir, að um 85 millj. tal- síma hafi verið í notkun í heim- inum í lok sl. árs. Þetta er ekki óyggjandi tala, þar sem járntjaldslöndin neita um upplýsingar á þessu sviði. Talsímafjöldi í Bandaríkjunum komst upp yfir 50 millj. Vitað er, að í Rússlandi er aðeins um ein milljón talsíma. það er Vélsmiðjan Héðinn sem hefur smíðað þau að öllu Ieyti. Það er Heimaskagi h.f á Akranesi sem hefur látið rmíða þessi frystitæki fyrir starfsemi sína og er nú að taka þau í notkun. Þarna er um að ræða 150 þúsund hitaeiningapressu. Hefur hún verið reynd og virð- ist í öllu gefast ágætlega. Heimaskagi h.f. hefur und- anfarnar vikur aukið vé'.akost sinn til stórra muna. Áðuv var Dágóður affí gær. i í gær var dágóður afli á bát- ana hér í Faxaflóa. Mestan afla, að því er frétzt hefur mun Víðir frá Sandgerði hafa fengið, eða 16 lestir. Aðr- ir Sandgerðisbátar voru yfir- leitt með 8—9 lestir og þeir sem minnst öfluðu 6 lestir. Keflavíkurbátar fengu allt frá 7% lest og upp í 12 lest- ir. Þar varð Björgvin aflahæst- ur. Á Akranesi var afli bátanna yfirleitt mjög jafn, flestir með 6—8 tonn, en einstöku bátar þó lítið eitt lægri. Sæfaxi fékk hæstan afla. í dag er almennt róið úr öll- um verstöðvum, en í fyrradag var enginn bátur á sjó. Austurríki og Júgóslavía hafa farið fram á, að fá að hafa áheyrnarfulltrúa á Fjórveldafundinum, þagar rætt verður um friðarsamn- inga við Austurríki. 305,737 manns flýðu sæluna í A.-Þýzkalandi á síðasta ári. Það samsvarar 17 afi hverjiiiii IOOO íbúurn landjsins. Á síðasta ári flýðu 17 af hverjum 1000 íbúum Austur- Þýzkalands — samtals 305,737 manns — sæluna úndir stjórn kommúnista. Þessir flóttamenn voru allir skráðir í flóttamannabúðum þeim, sem komið hefur verið 1600 manns á degi hverjum eða samtals 48,724. I desember var fjöldinn kom- inn niður í 280—290 á dag, og voru þá skráðir alls 8606 flóttamenn. Reynt er að flytja flóttamennina til V.-Þýzka- lands jafnóðum, og eru flug- upp í Vestur-Berlín, því að þar j vélar notaðar til þess. Voru í borg er að heita má eina flutningar þessir auknir á ár- glufan á járntjaldinu. Flestir inu, og voru 260,000 manns komu þessir flóttamenn fyrri hluta ársins, en í árslok var straumurinn orðinn „eðlilegur“ eða eins og hann var fyrir um það bil hálfu öðru ári. Hámarki náði flótta- mannasíraumurinn ; marz- mánuði, en þá flýðu um fluttir vestur á bóginn á þann hátt á síðasta ári. Síðustu fimnt árin hafa 617,200 manns flúið til V.- Berlínar frá ýmsum hlutum A.-Þýzkalands. Það, sem einkum átti sök á því, hver flóttamönnum fjölg- áði á síðasta ári, var krafa stjórnarinnar um aukna fram- leiðslu. Verkamenn, kaupsýslu- menn og bændur tóku sig því upp í stórhópum, og vildu ekki eiga hefndir kommúnista á hættu fyrir að geta ekki full- nægt k,röfum þeirra. En þeir voru fleiri, sem undu ekki sælunni, því að alls báðust nteira en 4700 lögreglumenn hælis, tvöfalt fleiri en árið 1952. Vai ia er hægt að hugsa ser átakanlegri sönnun fyrir þeim eymdarkjörum, sent menn eiga við að búa undir stjórn kohtm- únista, en þessi straumur flótta manna af yfirráðasvæði þeirra. vinnskflyi'ðum, en skorti véla- afl til þess að nýta húsrýrnið til íullnustu. Nú hefur vez’ið bætt úr þossu. með miklum auknum véiakosti, sem keyptur hefur verið og; settur niður um áramótin síð- ustu og meðal annars frystitæk. in frá Héðní, sem er fyrsta inn- lenda smíðin á þessu sviði. Framkvæmdastjórar fy rir Heimaskaga h.f. eru þeir Jón, Árnason og Júlíus Þórðarson. Það var löngu vitað að Ak- urnesingar eru athafnamenn. miklir, stórhúga og duglegir að sama skapi. Og það er ekki einungis að þeir eru í dag að taka í notkun fyrstu íslenzku frystivélarnar, heldur er og Haraldur Böðvarsson & Co. að taka í dag í notkun nýjan vimm sal í frystihúsi sínu. Er þarna um að ræða stækkun sem ný- lega hefur verið gerð á frysti- húsinu og í þessum nýja vinnu- sal, sem er hinn fulkomnasti í hvívetna geta 50 manns starf- að samtímis. Miðar í HHÍ seljast Síklega upp í 2. fl. Árangur af miðasölu í 1. iL Happdrættis Háskóla íslands varð meiri en liinir bjartsýn- ustu gátu búizt við. Samkvæmt upplýsingum, er Vísir fékk hjá skrifstofu H.H.Í.. í morgun, voru seld um 85 % af miðunum, en þess ber þó að geta, að enn liggja ekki fyrir öruggar upplýsingar alls staðar að utan af landi. Þessi árang- ur er ennþá glæsilegri en í hitt- eðfyrra, þegar miðafjöldinn. var síðast aukinn. Horfur eru þær nú, að í næsta (2. flokki) seljist allt upp. — Geta má þess, að allir hálfmið- ar eru nú uppseldir, en aðeins örfáir heilmiðar óseldir. Að vísu getur salan tæplega orðið 100% (allt seljist upp), því að oftast ganga einhverjir úr skaft. inu, en þeir verða örfáir, og eins og fyrr greinir, má gera ráð fyrir. að miðar verði ófá- anlegir eftir 2. fl. MacÁrthur skrlfar bók. Douglas MacArthur héfur hók í smíðum, sem valda mun miklum deilum. Þar verða birt ýms skjöl í fyrsta skipti, varðandi Kóreu- styrjöldina. Bókin kemur út £ maí hjá McGraw-Hill forlaginu..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.