Vísir - 10.02.1954, Side 5
Miðvikudgainn 10. febrúar 1954.
VÍSIR
5
Iðnrái Reykjavíkur viH breytingu
á Hnaðanálsstofnuninni.
*
Itrekar samþykktir gegn shockbeton.
Iðnráð Reykjavíkur hélt
aðalfund sinn sunnudaginn 7.
febr. s.l.
Fráfarandi stjórn gaf skýrslu
um störf Iðnráðsstjórnar á
næstliðnum tveim árum. Á
kjörtímabilinu voru bókaðir
stjórnarfundir 68 og skrifuð
279 bréf viðvíkjandi iðnaðar-
málum.
Rædd voru ýms mál, er iðn-
aðinn varða og'voru í því sam-
bandi samþykktar eftirfarandi
tillögur:
„Aðalfundur Iðnráðs Reykja-
víkur, haldinn 7. febr. 1954
harmar þau mistök, sem orðið
hafa við stofnun „Iðnaðarmála-
stofnunar fslands“, þar sem al-
gjörlega hefur verið gengið
hjá samtökum iðnaðarmanna
og þeim engin ítök tryggð um
rekstur stofnunarinnar.
Fundurinn lýsir sig efnislega
samþykkan framkomnum til-
lögum Landssambands iðnað-
armanna, um breytingu á
„Iðnaðarmálastofnuninni", og
skorar á L.í. og Iðnsveinaráð
A.S.Í. að hafa náið samstarf,
um að þessar breytingar náist
fram að ganga, svo og um
önnur sameiginleg hagsmuna-
mál iðnaðarmanna.
Fundurinn skorar ennfrem-
ur á fyrrnefnd samtök að
gjöra sitt ítrasta til þess að
lögum um iðju og iðnað frá
1927, verði ekki breytt á þann
veg, að hluti iðnaðarmanna
verði rýrður frá því, sem nú
er.“
„Aðalfundur Iðnráðs Reykja-
víkur, haldinn 7. febr. 1954
ítrekar samþykktir þær, er
samtök iðnaðarmanna hafa
gert gegn innflutningi svo
nefndra Schockbeton húsa,
enda liggur fyrir álit sérfróðra
manna um það, að slíkar bygg-
ingar standast ekki samanburð
við innlenda húsagerð, miðað
við íslenzka staðhætti, auk
þess sem þessi innflutningur
er á kostnað innlendra iðn-
aðar- og verkamanna, sem eins
og fyrir liggur þurfa fullkom-
lega á þessari atvinnu að halda.
Jafnframt beinir fundurinn
því til réttra aðila að bygging
verksmiðju í þessu skyni verði
ekki leyfð, fyrr en fyrir liggur,
að slík verksmiðja eigi rétt á
sér frá þjóðhagslegu sjónar-
miði séð.“
Stjórn Iðnráðsins var öll
eridurkjörin, en hana skipa
þessir menn:
Formaður: Guðmundur Hall-
dórsson, trésmiður. Varaform.
Gísli Jónsson, bifreiðasmiður,
fitari Valdimar Leonhardsson,
bifvélavirki, gjaldkeri Gísli
Olafsson bakari, vararitari Þor-
steinn B. Jónsson málari.
Varastjórn: Sigríður Þor^
steinsdöttir, saumakona, Sig-
urður Guðmann Sigurðsson,
múrari, Guðmundur Benja-
mínsson klæðskeri og Snorri
Jónsson, járnsmiður.
Endurskoðendur: Guðmund-
ur B. Hersir, bakari, Þorsteinn
Danielsson, skipasmiður.
Að lokum gerði fundurinn
eftirfarandi ályktun:
„Aðalfundur Iðnráðs Reykja-
víkur, haldinn 7. febr. 1954,
lýsir ánægju sinni yfir því, að
starfandi iðhaðármaður, skuli
nú eiga sæti á Alþingi
íslendinga og telur það styrk
fyrir iðnaðarmenn.
Fundurinn óskar hinum efni-
lega alþingismann, Eggert
Þorsteinssyni allra heilla í
starfi sínu.“
f^Jís-æður.
Lárus Thor-
arensen.
Níræður er í dag Lárus
Thorarensen, merkismaður og
mikilvirtur af öllum, er til
hans þekkja.
Lárus heitir fullu nafni Lár-
úr Jóhann Júlíus, fæddur 10.
febrúar árið 1864 að Espihóli í
Eyjafirði, sonur Jóns Thorar-
ensens, bónda og söðlasmiðs á
Naustum við Akureyri og
Ragnheiðar Stefánsdóttur
Thorarensens Stefánssonar
amtmanns Thorarensens.
Lárus var góðborgari á Ak-
ureyri um árabil. Þar rak hann
verzlun um tvo ártugi eða svo.
Honum var margvíslegur trún-
aður sýndur af samborgurum
j sínurn, rat í bæjarstjórn um
tíma, í sóknarnefnd í 30 ár, og
safnaðarfulltrni var hann í 20
ár, meðhjálpari i 29 ár.
Hann lét stjórnmál til sín
taka fyrr á árum, stofnaði
Sjálfstæðisfélag á Akureyri,
enda heiðursfélagi Sjálfstæðis-
félaganna þar. Þá gekkst hann
fyrir stofnun fyrsta verka-
mannafélagsins á Akureyri árið
1896. Hann hefur um sextiu
ára bil eða svo verið felagi í
IOGT, enda heiðursfélagi um-
dæmisstúkunnar nr. 5. Hann
var kvæntur Birnu Björnsdótt-
ur Björnssonar frá Fremri-
Svartárdal í Skagafirði, en hún
andaðist árið 1915.
Lárus Thorarensen dvelst nú
hjá dóttur sinni að Hraunteigi
13 hér í bæ, en þangað munu
honum ugglaust berast hlýjar
kveðjur á þessum merkisdegi
ævi hans.
© Smávægileg skemmdarverk
hafa verið unnin í enska flug
vélamóðurskipinu Ocean.
Það var all-lengi við Kóreu,
en er fyrir nokkru komið
heim.
krókar og lykkjur
nýkomið.
Geysir h.f.
Veiðarfæradeild.
um eS! íse silfar
amP€R **
Raflagnir — Viðgerðir
Rafteikningar
Þingholtsstræti 21.
Sími 81 556.
Því miður
eru amerísku
AUDELS-
fagbækurnar bví sem
næst uppseldar eins og
er, en í næsta mánuði er
von á stórri sendingu, en
vegna gífurlegrar eftir-
spurnar er rétt fyrir þá,
er hafa áhuga á bókum
þessum, að panta þær
s t r a x.
Bókabúð
NORÐRA
Hafnarstræti 4.
Sími 4281.
Reykjavík.
4
Sólvallag. 74 — Barmahlíð <
Sími 3237.
Ilreinsum og pressum
fatnað á 2 dögum.
Trichorhreinsun.
Erum kaupendur að: Lóðum
í hitaveitusvæðinu, leyfi
fyrir bifreið frá U.S.A.
ALM. FASTEIGNASALAN,
Austurstræti 12, sími 7324.
HANSA
gluggatjöld
H A N S A H. F.
Nýkomnir
Laugaveg 105. Sími 81525.
Sri&rtir
kmnskós*
flatbotnaðir.
Spífalastíg 10.
Söluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 4. ársfjórðung 1953,
sem féll í gjalddaga 15. jan. sl. hafi skatturinn ekki verið
greiddur í síðasta lagi 15. þ.m.
Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frekari að-
vörunar atvinnurekstur þeirra, er eigi hafa þá skilað
skattinum.
Reykjavík, 9. febr. 1954.
¥ oilsf jóraskróf st of an,
Arnarhvoli.
Með því, að enn hafa eigi nægilega margk af
þeim, sem spnrst hafa fyrir nm MiðjarðariáfsferS
m. s. „GULLF0SS“, ákveðiS endanlega þátttökn
sína I ferðinni, er þess óskað að þeir, sem ætla sér
að fara, gjöri fastar pantanir á fari fyrir hádögl
næstkomandi langardag 13. þ.m.
Verði tala farþega þá eigi nægileg aö dóaai'
félagsins, má bóast við að feroin falli niðor.
Farþegadeild - Sími 82460