Vísir - 10.02.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 10.02.1954, Blaðsíða 8
VÍSIR er ódýrasta blaðið og bó bað fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. 'VISIR 9 Miðvikudaginn 10. febrúar 1954. Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. - Ráðgerð brúarsmíð yfir Eyrarsund fyrir 1963. Þá yerðisr ekið á 15 miu. inillí Svíþjáðar og Danmerkur. Því er spáð, að ekki síðar en ( 1963 muni menn geta ekið á stundarfjórðungi milli Málm- eyjar í Svíþjóð Amakurs í Danmörku eða á 40 mínútum alls, frá Málmey á Ráðþústorg- ið í Kaupmannahöfn. Ríkisstjórnir Svíþjóðar og Danmerkur eru nefnilega farn- ar að hugleiða í fullri alvöru áætlanir um að byggja risa-brú yfir Eyrarsundið og brúa þann- ig „bilið“ milli þessara ná- grannaríkja. Áætlað er að mannvirki þetta myndi kosta um 350 milljónir sænskra króna, en brúin ásamt jarðgöngum og uppfyllingum að henni myndi verða um 18 km. að lengd., og 45 metra að hæð þar sem bogi hennar yrði hæstur. Hugmynd þessi hefur fengið mismunandi undirtektir. M. a. eru sumir á þeirri skoðun, að hrúna ætti fremur að byggja milli Helsingjaborgar og Hels- ingjaeyrar, því að sú vega- lengd sé mun styttri. Þá er og um það deilt, hvort hún eigi aðeins að vera tengd akvega- kerfinu beggja megin sundsins, eða járnbrautum líka, en eins og nú er, má heita að járnbraut- irnar (ferjur) hafi einkaað- stöðu um fólksflutninga yfir sundið. Mál þetta er nú mjög ofar- lega á baugi og mikill áhugi ríkjandi fyrir því að brú kom- ist yfir sundið þótt enn sé déilt um markmið og leiðir í því sambandi, en allir munu sam- mála um að þetta sé hið nauð- synlegasta mannvirki. Sex verk fræðingafirmu í Svíþjóð og Danmörku og þrír bankar hafa heitið stuðningi sínum við fyr- irtækið, og svo langt er hug- myndin komin, að fyrsta teikn- ingin hefur verið gerð að brúnni og er meðfylgjandi mynd af útliti hennar. Menn verða að greiða toll við notkun brúarinnar, en að 60 árum liðnum yrði hún eign ríkisstjórna Dana og Svía. Neðri málstofa brezka þings ins ræðir í dag tillögu til þingsályktunar framborna af Attlee o. fl. er felur í sér gagnrýni á afstöðu stjórn arinnar til viðskiptasamn- inga við Japan. Hnefaleikamótið: Leif Hansen reyndist afburða hnefaleikari. Hnefaleikamót Ármanns fór fram að Ilálsralasidi í gær-, kvöldi við húsíylli, svo sem við var að búasí. Jens GuðbjSrnsson, formaður Ármanns, ávarpaði viðstadda, lOg kynnti þá Leif Baggis Han- sen, Norer iáta-ra í veltér- vigt, og Habý, ritara norsJia finefaleikasambahdsins. Af mótinu sjálfu er það að segja-, að. Léií 'Hsnsen sýndi af- ; fcurða leikni cg tækni,. enda varð Björn Eyþórss.on mjög fljótlega. að láia í minni pokv <v ann, og var Hi.burinr stöðvað- ...ur í þriðjir kb . en áður hafði Hansen barið hann niður. Um aðra leiki segir fátt, utan það, að þeir Jens og Alfons í þunga- vigt börðust af hreysti, en Jens bar sigur af hólmi. Sigurvegarar mótsins voru þessir: auk þeirra, sem hér hafa verið taldir: Léttvigt: Jóhann- es Halldórsson. Léttveltervigt: Sig. H. Jóhannesson. Millivigt: Leifur Ingólfsson. Veltivigt; Arnkell Guðmundsson og létt- þungavigt: Óskar Ingvarsson. Mót þetta bar það með sér, að íslenzka hnefaleikamenn skortir átakanlega tækni pg þjálfun, að því er kunnáttu- menn telja. I\lýja híá s Sr. Camillo og kommúnistinn. Nýja Bíó sýnir þessi kvöídin kvikmyndina „Sira Camillo og kommúnistinn11. Sagan, sem kvikmyndin er gerð eftir, er eftir kunnan italskan höfund, Giovanni Guareschi, og hefur komið í íslenzkri þýðingu (1952) og nefnist í henni Heim- ur í hnotskurn. Sagan hefur verið þýdd á f jölda mörg tungu- mál. Hún gerist í ítölskum smábæ eftir stríðið, þar sem tveir menn eru höfuðleiðtogar, síra Camillo, klerkur, og Pepp- one, borgarstjórinn, sem gerst hefur kommúnisti, en þessir leiðtogar voru samherjar í and- spyrnuhreyfingunni á styrj- aldartímanum. Þeir deildu oft þá og létu hnefana skera úr, og þessu geta þeir blátt áfram ekki hætt, og skapar það mýmörg tækifæri til þess að sýna skemmtileg atvik, svo að menn veltast um af hlátri. En annars hefur sagan annað og meira gildi. Hún er athyglisverð lýs- ing á lífinu í ítölskum bæ, þar sem alþýðumenning er á lágu stigi og fólkið alið upp í ka- þólskri trú og við hennar ströngu venjur, og kröpp kjör. Þarna ná kommúnistar völdun- um, sem fyrr var sagt, en það er spyrnt rösklega á móti. Um þau átök verður eigi frekar rætt. En kvikmyndin er spegill, sem sýnir hverjum er í hann lítur, margt broslegt og at- hyglisvert að sama skapi. —- Mörg hlutverk eru frábærlega vel leikin. Klerkinn leikur franski leikarinn Fernandel en borgarstjórann Gino Cervi og éru bæði hlutverkin snilldarvel leikin. — Tal er á frönsku, en texti á dönsku. Meiri þáttaka í cSstnsSaga- keppni SKT en nokkru sinni. Alls bánist hvorki meira né minna en 132 lög, jiar af 58 valsar. Þátttaka 1 danslagakeppni SKT hefur orðið meiri í ár en nokkur sinni, að því er Frey- móður Jóhannsson tjáði Vísi. Frestur var útrunninn 15. janúar, en framlengdur til mánaðamótanna síðustu. Þá höfðu borizt hvorki fleiri né færri en 132 lög, en til saman- burðar má geta þess, að í fyrra urðu lögin 104. Er sýnilegt, að nóg er til af fólki, sem hefur yndi af dægurlögum og dans- músík og hefur gaman af að búa til lög um þau efni. Dómnefndin hefur nú lögin til meðferðar, og er tekin ao vinna úr þeim. í henni eiga þeir sæti: Carl Billich, Þor- valdur Steingrímsson og Bjarni Böðvarsson, allt þjóðkunnir tónlistarmenn. Síðan er svo ráð fyrir gert, að úr þessum 132 lögum verði vinzuð 32, sem til greina koma í keppninni. Á næstunni verð- ur tekið til við að æfa lögin, en sjálf hefst keppnin í fyrstu viku næsta mánaðar. Geta má þess, að valsar eru í yfirgnæfandi meirihluta af hinum aðsendu lögum, eða 58 samtals. Síðan koma tangóar, foxtrottar, slowfoxar, en aðrar 1 mun tegundir njóta minni hyllí keppenda. Margir textanna við danslög- in eru sæmilegir, og má þakka það danslagatextakeppni Út- varpsins, sem síðan hefur látið SKT fá textana. Af þessum lögum eru um 30 við texta, sem Útvarpinu barst. Að lokum má geta þess, að lögin, sem hlutskörpust urðu í. keppni SKT í fyrra og hitteð- fyrra, virðast hafa náð miklum vinsældum landsmanna. Herflutningaskip í föstum ferðum. Foringjadýrkun Dana er of mikil. Bodil Koch, kirkjumálaráð- herra Dana, hefur komið mikl- um umræðum af stað í Dan- mörku. Frúin hefur látið svo um mælt, að foringjadýrkun Dana væri of mikil, og fólk hugsaði almennt ekki nógu sjálfstætt. í öðru lagi hefur kirkjumáía- ráðherrann gert fremur lítið úr kristindómsfræðslunni. Fjöldi fólks hefur lagt ummæli frú- arinnar þannig út, að hún vilji eyðileggja allan aga, m. a. á vinnustöðum og þó einkum í skólum. Frúin hefur hinsvegar bent á, a ðallmikill munur sé á foringjadýrkun og eðlilegri hlýðni. Akveðið hefur verið að her- flutningaskipið USNS Pvt. E. II. Johnson verði í förum millí New York og Reykjavíkur. Mun skipið artnazt liðs- og birgðaflutninga fyrir varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli. Fyrsti áætlaði komudagur skipsins hingað til lands er 10. febrúar n. k. og burtför dag- inn eftir þann 11. Síðan mun skipið koma hingað reglulega á h. u. b. 23 daga fresti. Flutningar þeir, sem skipið annazt eru venjulegir ) liðflutningar, og hafa þessir flutningar áður farið fram loft- leiðis. Skipið fly+ur vamarliðs- menn hingað, sem leysa af jafnmarga liðsmenn, sem fara með skipinu til baka og mun þetta því að sjálfsögðu ekki hafa nein áhrif á tölu vamar- liðsmanna hér á landi. Ferðaáætlun Elísabetar drottningar og manns henn- ar um Nýja Suður-Wales hefur verið breytt, til þess að létta hin opinberu skyldis störf drottningar. Stálframleiðslan í Bretlandi var meiri í síðastliðnum mánuði en hún nokkum tíma hefur áður verið í jan- úar. ) 20 menn, þeirra meðal 2 konur, hafa verið dæmd í 1—15 ára fangelsi fyrir samsæri gegn Francostjóm inni. Verftlækkuniii ber þegar árangur. Nýlega lækkaði verð á trú- lofunarhringum í Bretlandi um eitt pund. Aðleiðingin varð sú að ó- venjulega mikill fjöldi fólks trúlofaðist og dálkar blaðanna fylltust a£ trúlofanafréttum. Egyptar og Rúmenar hafa sarnið um viðskipti, sem nexna 23 millj. kr. á ári. T ónlistarviöburður. Amerísk sinfóníuhljómsveit leikur hér. Eins og Vísir gat um í sl. viku, hann kom einnig hingað í fyrra. er væntanleg á næstunni fjöl- Hann er geysifær tónlistarmað- menn og vel skipuð hljómsveit ur, enda yfirmaður tónlistar- bandaríska flughersins. j mála bandaríska flughersins, Það er Tónlistarfélagið, sem j sem hefur á sinni könnu 90— annast undirbúning að komu 100 hljómsveitir víða um heim. hljómsveitarinnar, sem má vera 1 Ágóði af tónleikunum, sem músikvinum fagnaðarefni, þar ■ fara fram í Þjóðleikhúsinu á sem hér er um að ræða full- j mánudags- og þriðjudagskvöld, komna symfóníuhljómsveit 84 j rennur til SÍB.S. manna, og þá stærstu, sem hér j Björn Jónsson, framkvæmda- hefur leikið. Geta má þess, að stjóri Tónlistarfélagsins, gat. í hljómsveitinni, sem hingað þess við blaðamenn í gær, að kom í fyrra, voru engin strengja með hljómsveitinni yrðu tveir hljóðfæri, en þessi er sem sé einsöngvarar, þeir William búin öllum þeim hljóðfærum, j Jones, bariton, og William Du- sem notuð eru í symfóníuhljóm Pree, tenór. Þá mun Guðmund- sveit, en auk þess eru þar tvær j ur Jónsson syngja með henni, hörpur, og mun mörgum þykja og mun sá þáttur ugglaust verða nýnæmi að heyra leikið á það .mörgum sérstakt fagnaðarefnL hljóðfæfi. j Þá er ráðgert, að Róbert A. Stjómandi hljómsveitarimiar ’ottósson muni stjóma einu er George Howard ofursti, en i verki, sem hljómsveitin flytur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.