Vísir - 15.02.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 15.02.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Mánudaginn 15. febrúar 1954 37. tb/. a erSínarráðstefnumii iýkur ási nekkurs árasiCE í fyrrinótt varð maður einn hér í bænum þess var að menn voru að reyna að komast inn í bíl, sem hann átti, og stóð fyrir J utan húsið bar sem hann átti heima. | Maðurinn brá þegar við og fór út til þess að aftra þvi að bílnum yrði stolið, en samtím- is hringdi kona hans á iög'- regluvarðstofuna og skýrði frá því sem var að ske. Frá lög- j reglustofunni var kallaður upp j lögreglubíll í gegnum talstöðina og vildi þá svo heppilega til að bíllinn var á næstu grösum við staðinu þar sem tilraunin til bílþjófnaðarins var framin. — Varð þetta til þess að lögreglu- mennirnir handsömuðu tvo menn sem voru á hröðum flótta frá staðnum og^voru þeir sett- ir undir lás og slá. Tveir aðrir bifreiðastuldir voru framdir hér um helgina: Uppi á öðrum þjófnum hafðistj eftir að hann hafði ekið hinni stolnu bifreið á steinvegg. Var hann þá handsamaður og kom í ljós að hann var undir áhrifum áfengis. Hinni bifreiðinni, R-2152, var stolið frá sendibílastöðinni við Ingólfsstræti. Hún fannst litlu síðar í Hlíðahverfinu og virtist óskemmd með öllu. Tveir menn voru teknir ölv- aðir við akstur um helgina. Slys. Nokkuð var um slys um helgina en yfirleitt ekki alvav- legs eðlis. Mesta slysið mun hafa orðið á laugardaginn er kona varð fyrir bifreið á Hafn- arfjarðarvegi og rifbrotnaði Auk þessa féll drengur af vinnupalli og skrámaðist á höfði, ölvaður maður féll á götu og meiddist á hnakka, hjólreiðamaður varð fyrir bíl, kvartaði undan þrautum í baki og var fluttur til læknis, fjög- urra ára drengur varð fyrir bíl en meiddist ekki alvarlega og loks fékk maður aðsvif á götu og var fluttur heim til sín. Skák Gilfer og efstir að vinningum. í gær var tefld fjórða um- ferð á Skákþingi Reykjavíkur. kv Leikar fóru þannig að Ingi vann Steingrím, Benóný vann Ingimund, Gunnar vann Ingv- ar og Gilfer gerði jafntefli við Arinbjörn. Biðskákir urðu hjá Anton og Ólafi, Margeiri og Jóni, Þóri og Ágúst. Biðskákirnar verða tefldar í kvöld, en næsta umferð á fimmtudaginn kemur. Nú standa vinningar þannig að þeir Eggert Gilfer og Ingi R. Jóhannsson eru efstir og jafnir að vinningum með 314 vinning hvor. Atta brunaköll um helgina. Hvergi um veraBegan eld að ræða. Slökkviliðið var kvatt út áíta sinnum á laugardag og \ sunnudag, en á engum staðnum um verulegan eldsvoða að ræða. Laust eftir hádegið á laug- ardaginn kviknaði í kössum, sem geymdir voru í miðstöðv- arherbergi á Brautarholti 28. Eldurinn var fljótt slökktur, en nokkrar skemmdir urðu á raf- leiðslum. Um miðjan dag á laugardag- inn kom upp eldur í Hafnar- stræti 18, þar hafði maður ver- ið að taka sundur gasrör, en hann var með logandi vindling og þar sem loftið var gasmettað olli þetta íkviknun í húsinu. Eldurinn var samt fljótlega slölcktur og verulegar skemmd- ir hlutust ekki af. Röskri klukkustundu síðar kom eldur aftur upp í Hafnar- stræti og þá í húsi nr. 15. Hafði Elísabet Bretadrottning setti ástralska sambandsþingið í morgun. Er hún fyrsti ríkjandi þjóð- höfðingi Bretaveldis, sem það gerir, en faðir hennar, Georg VI. setti það fyrir 27 árum, er það kom þar saman í fyrsta sinni, en þá var hann hertogi af York. j eldur kviknað þar á bak við rafmagnstöflu, en skemmdir ekki teljandi. Á sjötta tímanum á laugar- daginn kviknaði eldur út frá rafmagnsofni á Sogamýrar- blett 43. Eldurinn læsti sig í gangadregil sem var við ofn- inn, en frekari skemmdir urðu ekki. í gær var Slökkviliðið gabbað á Sólvallagötu rétt eftir kl. 5, en á 10. tímanum kom upp eld- ur á Hörpugötu 14 B. Þar kviknaði í útfrá olíukynntri eldavél og komst eldurinn á milli þilja. Hann varð fljótlega slökktur og urðu skemmdir ekki verulegar. Klukkan 6 í gær var Slökkvi- liðið kvatt að Birkimel 6 vegna elds sem kviknað hafði þar í geymsluherbergi í kjallara. Ekki er kunnugt um eldsupp- tök, en skemmdir urðu tals- verðar. Síðast var Slökkviliðið svo kvatt um kl. hálf tólf í gær- kveldi að Brúnastöðum við Suðurlandsbraut. Ekki var þar um neinn .eld að ræða, en hins- egar neistaði út frá rafmagns- heimtaug og þótti því örugg- ara að leita aðstoðar slökkvi- liðsins. Engir samningar við Austurríki iíHiia raeté Eiias fiiaasis^ veMa riiösfefaaBB. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Berlínarráðstefnunni verður slitið næstkcmandi fimmtudag'. — Allar tilraunir til þess að ná samkomulagi um friðar- samninga við Austurríki nú, strönduðu á því, að Rússar báru fram nýjar, óaðgengileg- ar tillögur. Þó höfðu utanríkisráðherrar Vesturveldanna slakað mikið til. Fyrst samþykktu Eden og Bidault að fallast á þau 5 at- riði uppkastsins að friðarsamn- ingnum, sem enn var ágrein- ingur um, og Dulles á eitt þeirra,en svo tók hann sömu afstöðu og Eden og Bidault, í von um að það mætti leiða til samkomulags. Eden skoraði nú fast á Molotov að fallast á, að friðarsamningarnir við Austur- ríki yrðu undirritaðir á fimmtu dag. Dr. Figl utanríkisráðherra Austurríkis skoraði margsinnis á Molotov að fallast á undir- ritun uppkastsins, eins og það nú væri. Kvað hann Austurríki mundu undirrita það, til þess að fá frelsi sitt aftur, þrátt fyr- ir hinar gífurlegu byrðar, sem á þá væru lagðar. En allt kom fyrir ekki. Molotov hélt fast við hinar seinustu tillögur sínar, að her- námsveldin 4 hefðu herlið á- fram í Þýzkalandi þar til búið væri að ganga frá friðarsamn- ingum við Þýzkaland og sagði, að vel mætti spyrja hvers vegna hann hefði ekki borið fram slíkar tillögur fyrir 5 ár- um, en þar til væri að svara, að síðan hefðu Bandaríkja- menn komið sér upp 100 hern- aðarstöðvum í álfunni. N.-A.- bandalagið hefði stofnað til víðtækra hernaðarlegra sam- taka og áformaður væri Ev- rópuher með þátttöku V.- Þýzkalands. Bidault kvað Molotov engin gild rök hafa fært fram fyrir að undirritun friðarsamninga við Austurríki gæti ekki farið fram þegar. Á fundum þeim, sem eftir eru, verður rætt frekara um fimmveldaráðstefnu og Þýzka- landsmálin. Lyttleton heim- sækir Kenya aftur London (AP). — Lyttleton nýlendumálaráðherra Breta hyggst fara í nýja ferð til Kenya eftir tæpan hálfan mán- uð. Harding, yfirmaður brezka herforingjaráðsins, verður með í ferðinni. Rætt verður við landstjórann og Erskine hers- höfðingja um ástand og horfur. Skömmu eftir áramótin stjórnaði einn frægasti hljómsveitar- stjóri Bandaríkjanna, Leopold Stokowski, symfóníuhljómsveit ameríska flugherrsins, sem nú er stödd hér, er hún hélt hljóm- leika í Washington. Síðan skrifaði Stokowski Howard ofursta, stjórnanda hljómsveitarinnar, bréf, og fór mjög lofsamlegum orðum um sveitina. Kvaðst hann vonast til að geta átt frekari samvinnu við hann síðar. Myndin er af stjórnendunum eftir hljómleikana. Hm diilbúaita fylking Finnboga Rúts hélt velli í Kópavogi. En Sjálfslæðismeiiii gerðu lietur en að tvöfalda atkvæðamagn siát. menn að því leyti vel una úr- slitum kosninganna, enda þótt það sé síður en svo fagnaðar- efni, að ,,Óháðir“ eða „Fram- farafélag“ Finnboga Rúts og mannanna á Þórsgötu 1, skuli stjórna málefnum Kópavogs- hrepps. Hinn dulbúni kommúnista- flokkur Finnboga Rúts hélt velli í kosningunum í Kópa- vogi í gær, en Sjálfstæðisflokk- urinn vann langsamlega mest á. Að þessu sinni hét sam- steypa Rúts „Óháðir“, og fékk hún 475 atkvæði og 3 menn kjörna í hreppsnefnd. A-listi krata fékk 130 atkvæði og eng- an mann, en hins vegar fengu Framsóknarmenn 131 atkv. og tókst þeim þannig að fella krat- ann, en koma Hannesi félags- fræðingi Jónssyni að. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 238 atkv. og einn mann kjörinn. Til samanburðar má geta þess, að við síðustu hrepps- nefndarkosningar árið 1950, fékk „Framfarafélagið“ (Finn- bogi Rútur), 290 atkv. og 3 menn, Alþýðuflokkurinn 122 og 1 mann og Sjálfstæðisflokk- urinn 111 og 1 mann. Sést á þessu, að flokkur Finnboga Rúts hefur aukið atkvæðamagn sitt um 60% eða svo, en Sjálf- stæðisflokkurinn hefur gert betur en að tvöfalda atkvæða- magn sitt. Mega Sjálfstæðis- • Hans heilagleiki páfinn á- varpaði í gær í útvarpi sjúka menn um heim allan og ræddi trúartraust og gildi bænarinnar. Prestur nokkur las meginhluta ávarpsins, en páfi uppliafiö. Puw-eit athugsr vanír IihIo-Khul París (AP). — Pleven land- varnarráðherra Frakka var í Luang Prabang í gær og kynnti sér varnir borgarinnar. Þaðan flaug hann til Hanoi í sama skyni. Pleven sagði, að hann hefði fengið víðtækt vald í hendur, ekki í þeim tilgangi að fyrir- skipa undanhald, heldur til þess að treysta varnir, og kvað hann engan vafa á því, að unnt yrði að verja borgina. — í Lu- ang Prabang ræddi hann við konunginn, krónprinsinn, for- sætisráðherrann og aðra stjórn- málamenn. — Frakkar hafa tekið bæ nokkurn 40 km. vest- ur af Taktek í Mið-Laos, en þann bæ misstu þeir í sókn uppreistarmanna í desember. Svíar hafa gefið íbúum hol- lenzku eyjarinnar Goerse barnaspítala með 24 rúmum. Það kostaði 2,5 millj. ísl. kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.