Vísir - 23.03.1954, Blaðsíða 4
VISIR
WÍíSSH
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. OÁ
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. í
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur)
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
VIÐSJA VISIS:
Lögregluríki á Formósu?
Chiang Kai-shek og sonur hans bomir
þungum sökum.
Dr. K. C. Wu, fyrrverandi hefir skipað stjómmálafulltrúa
landsíjóri kínversltra 'j»jóðemis- (political commissars) og þar
sinna á Formósu, nú í Bantia- með komið á því kerfi, sem
ríkjunum, sneri fyrir nokkru kommúnistar í Ráðstjórnar-
algerlega baki við Chiang Kai- . ríkjunum hafa hjá sér.
shek, sem nýlega var endur-1
kjörinn forseti hins þjóðeruis., Yfirgefið ekki
sinnaða Kína, og bar dr. Wu Formósu.
Kirkjan 09 þjódfélagið.
Umræður fóru fram í útvarpssal síðastliðið sunnudagskvöld
um kirkjuna og þjóðfélagið. Tóku þátt í þeim tveir prestar
þjóðkirkjunnar og tveir leikmenn, en útvarpsstjóri stjórnaði
umræðunum. Sú er því miður oft reyndin, hér og erlendis, þegar
slík mál eru tekin fyrir til umræðu, að það er ekki gert af
þeim virðuleik, sem vera ber, en þegar þau eru rædd opinber-
lega og raunar ávallt ber vissulega að ræða þau af hógværð og
virðuleik og af fullri einurð, eins og gert var af þeim, sem um
þau fjölluðu við þessar umræður.
Vart mun þurfa að draga í efa, að almennt hafi verið hlustað
á þær, af athygli, því að þrátt fyrir allt sem rætt er og ritað um
sinnuleysi og deyfð, bæði um kirkjunnar mál og þjóðfélags-
vandamálin, er víst að miklu fleiri láta sig þessi mál varða en
margir ætla, — og i 'na meðal ýmsir aðrir en þeir, sem að
jafnaði fara í kirkju á helgum dögum. Má í því efni minna á,
að það er ekki lítill hluti þjóðarinnar, sem leggur við hlustirnar,
er útvarpað er frá kirkjunum.
En auk þeirra eru einnig margir, sem hugleiða þessi mái,
þótt þeir hlýði sjaldan messu og séu ekki þátttakendur í kirkju-
legu starfi, í söfnuðum eða öðrum kristilegum félögum. Meðal
þeirra sem hinna eru foreldrar, sem leitast við að ala börn
sín upp í guðs ótta og góðum siðum — en hafa rekist á ýmsa
erfiðleika þrátt fyrir einlæga viðleitni í því efni, og eru oft í
vanda staddir. Mun þá oft hugleitt, hvort kirkjan sé varða,
sem vísi rétta leið.
Að vísu munu margir leita annað, og víst er að margar
stofnanir vinna í anda kristni og kirkju, og sumir reyna að'
fara sínar eigin götur við úrlausn slíkra vandamála, en mun
það eigi svo, að í lífi flestra, ef ekki allra manna, komi stundir,
er þeir í neyð ákalla guðlegt vald sér til hjálpar, svo að jafnvel
hinn vantrúaði fær svar og hugurinn fyllist lotningu. Af slikri
reynslu auðgast menn — verða betri og göfugri menn fyrir
áhrif guðlegrar lotningar.
Af því hugarfari — hugarfari lotningarinnar, hafa menn
reist kirkjur. Kirkjur eiga að vera helgidómur í augum manna,
ekki að eins vegna þess, að þar er guðs orð flutt og sungið
guði til dýrðar, heldur og vegna þeirrar lotningar, sem vaknar í
hugum þeirra, er þar setjast á bekki, og einnig þeirra, sem í
fjarlægð eru og á hlýða samstiltum hugum.
Enginn ætti að gera of lítið úr því gildi, sem þetta hefur.
En jafnframt verður að viðurkenna, að miklir möguleikar virð-
ast enn eigi notaðir neitt líkt því sem skyldi, til þess að áhrifa
kirkjunnar gæti meira á ýmsum sviðum þjóðlífsins en verið
hefur. Þar mundi almennari þátttaka í safnaðarstarfi geta komið
miklu góðu til leiðar.
Verkefni bíða allstaðar — að kalla á hverju leiti, því að
víða, er hjálpar þörf nú á tímum en einkum er brýn nauðsyn
að sinna málefnum hinnar upprennandi kynslóðar betur en
gert hefur verið.
Kirkjan hefuv um alda raðir verið hornsteinn í ís-
lenzku þjóðlífi. Auðugt tfúarlíf er hyerri þjóð meginstyrkur.
Hvortveggja er sannleikur, sem ekki má gleymast — og inn-
ræta þarf æsku landsins. Frekari umræður um þessi mál í
útvarpssal mættu gjarnan beinast á þær brautir.
þungar sakir á Chiang og stiórn
hans.
Wu ræddi um þessi mál á
„Þið megið ekki yfirgefa
Formósu vegna ykkar eigin ör-
yggis,“ sagði Wu. „Þið megið
fundi með fréttamönnum i ^ ekki slaka til við kínverska
Evanston, 111., þar sem hann j kommúnista í Genf. Þið megið
dvelst nú, en samtímis birti Wu, ekki leyfa þeim að ryðjast inn
tvö bréf, sem hann hafði sent j á vettvang Sameinuðu þjóðanna
Chiang Kai-shek og þinginu í með vopn í hendi. Eina leiðin,
Taipei, Formósu. Wu sagði, að sem þið getið farið, er sú, að
j Chiang .hefði nú alveg varpað knýja þjóðernissinnastjórnina
(frá sér lýðræðisskikkjunni, og (til að fara veg lýðræðisins, svo
( sakaði stjórn hans þar að auki, að þar sem hún er verði traust
um að hafa látið gera tilraun til virki í varnarlínu hinna fjálsu
I að stytta sér aldur, og að hafa þjóða um heim allan.“
son sinn 16 ára í haldi sem gislj Hann bætti því við, að það
af stjórnmálalegum ástæðum. sem kínverkska þjóðin þyrfti
'U’agur togaraútgerðarinnar hefiú farið mjög ■ versnandi -—
einkum á síðastliSnu ári, og liggur við borð, að því cr
hermt er i greinargerð stjórnar Félags íslenzkra botnvörpu-
skipaeigenda, og togararnir stöðvist. Hefur því verið leitað til
ríkisstjórnarinnár, og farið fram á opinberar aðgerðir, og mun
hún leggja málið fyrir Alþingi. Togaraeigendur telja, að tog-
araútgerðin verði að fá hliðstæð fríðindi og bátaútvegurinn
hefur íengið.
Á þessu stigi verður ekkert fullyrt um hversu vanciinn
verður leystur. Hitt er víst, að togaraútgerðin aflar svo mikilia
verðmæta fyrir þjóðarbúið, að hagur lands og þjóðar er að
. yerulegu leyti kominn undir farsællegri lausn naálsins, sem
væntanlega ífæst með góðri ^funvinxíú allrá aðíla;! n n ;
í fyrrnefndum bréfurn gerði
hann grein fyrir tillögum sín-
um. til breytingar á skipulagi
og stjórnarháttum og lagði að
Chiang Kai-shek að beita
áhrifum sínum, til þess að þær
næðu fram að ganga.
Wu harmaði mjög, að hann
hefði verið neyddur til að taka
þá afstöðu, sem hann nú hefði
gert, þar eð hann vissi, að
kommúnistar myndu nota sér
það í áróðurs skyni, en hann
yrði samt að gera eins og sann-
færingin byði honum, því að ef
| þjóðernissinnastjórnin sæi ekki
að sér, myndi afleiðingin verða,
að kommúnistar hefðu algerlega
sitt fram.
Bandaríkjamenn
borga brúsann.
Dr. Wu sagði, að bandaríska
þjóðin ætti heimtingu á að fá
vitneskju um, að % af þeim
tekjum, sem gert er ráð fyrir
í fjárlögum þjóðernissinna-
stjórnarinnar (400 millj. doll-
ara), kæmu frá Bandaríkjun-
Rangar
sakargiftir.
Hann kvað þjóðernissinna-
stjórnina hafa sakað sig um
I óheiðarleik og sviksemi, eftir
| að hann fór frá Formosu í maí
I í fyrra. „Þeir vita, að eg er
I saklaus, en tilgangurinn er að
, bera mig röngum sökum, stefna
mér heim til að svara til saka,
og komi eg ekki, dæma þeir
mig í fjarveru minni, en eins
og kringumstæðurnar eru get
eg vitanlega ekki farið.“
Dr. Wu bætti því við, að ef
þeir gerðu það mundi hann
skora á þá, að leggja sönnun-
argögnin fyrir bandarískan
rétt og krefjast þess, a,ð harxn
væ'ri franhjseldur. Eg m'un þá
afsala mér öllum réttinduín
sem pólitískur flóttamaður og
leiða óvéfengjanlega í ljós
sannleikann um stjórn þeirra.“
m
Lögregluríki
á Formósu?
Dr. Wu sagði, að Chiang hefði
róið að því öllum árum, að
sonur han.s, Chiang Ching-kuo,
tæki við af honum, „erfði ríkið“,
en Chiang Ching kuo hefði átt
frumkvæði að stofnun lög-
regiulíkis' á Forihosu.' Haoh
framar öllu öðru væri eining.
— Til þess að ná aftur yfirráð-
um í Kína (meginlandinu),
þyrfti heilhuga stuðning þeirra
8 milljóna Kínverja, sem
byggja Formósu og 13 milljóna
Kinverja í ýmsum Asíulöndum.
Að lokum sagði dr. Wu, að
stefna Chiangs Kai-sheks nú
væri í öllu andstæð stefnu hins
vitra og mikla leiðtoga og
frumherja flokksins, dr. Sun
Yat Sens.
Sálarrannsóknafélag
íslands.
Sameiginlegur
- fuudur
félagsins og kvennadeildar-
innar verður haldinn í Sjálf-
stæðishúsinu þriðjudaginn
23. marz kl. 8,30 síðd.
Fundarefni:
Frú Soffía Haraldsdóttir
flvtur stutt erindi.
Þrjár söngkonur syngja
nokkra þrísöngva.
Guðbjörg Þorbjarnardótt-
ir leikkona les upp.
Forseti félagsins flytur
stutt erindi.
Kaffidrykkja.
Félagar mega taka með
sér gesti. Félagsskírteini
verða afhent við innganginn.
STJÓRNIN.
Kaispl goll og silfor
Þriðjudaginn 23. marz 1904.
„Athugull", sem áður hefur sent
mér pistil um ýmislegt, skrifar
mér á ný og ræðir nú bílnúmer-
in í bænum. Athugull gerir eftir-
farandi athugasemd við númeriu
i bænum: „Á undanförnum miss-
erum hafa komið nýuppdiibbuð
númer á allar bifreiðir í landinu.
Hver staðið hefur fyrir þéssu
veit ég ekki, né heldur hvar núm-
eraspjöldin og stafirnir hafa ver-
ið gerðir. Væri þó nógu gaman
að vita það.
Öfugur tölustafur.
Það er nefnilega svo, að einn
tölustafurinn hefir komið þar öf-
ugur inn, ef svo mætti segja, en
það er tölustafurinn 1. Eins og
vitað er, eru númerin og eiga að
vera með arabískum tölum. En
þessi umræddi tölustafur virðist
tekin úr rómverskum tölum, og
fer sérstaklega illa á þvi rétt eins
j og þegar „trana væri meðal
svana“. Verður númerið i heild
fyrir þessa sök miklu ógreini-
legra, þar sem fyrir rétta mynd
tölunnar einn er komið priki eða
striki, sem klemmist á milli hinna
tölustafanna.-
Smekkleysi eða
vankunnátta.
Það ætti allir að hafa séð það,
að hér er ekki rétt liaft við. Nú
spyr ég: Er hér um að kenna
smekkleysi eða kunnáttuleysi?
AthuguH“.
Þannig lýkur svo rabbi Athug-
uls um bílnúmerin. Satt að segja
lief ég ekki tekið eftir þessu, en
sjálfsagt hafa lögreglumenn gert
það, því þeir verða oft i hend-
ingskasti að taka eftir og skra
niður númer bifreiða, sem gerzt
liafa brotlegar við umferðarregl-
ur. Gaman væri að heyra þeirra
álit á hinu nýja letri á bílnúm-
: erunum.
Lestur Passíusálma.
„Sveitakarl“ hefur skrifað fnér
um lestur Passiusálma í litvarp-
ið. Segir hann á þessa leið: „Eg
hef verið að lesa gagnrýni á þann
mann, er nú les Passíusálmana í
útvarpið. Virðist þeir, er gert
hafa lesturinn að umtalsefni, að
lesið sé ógreinilega og ekki nægi-
lega röggsamlega, eins og það
væri aðalatriðið. Það er mín skoð
un, og ég veit margra annarra,
að lesturinn sé góður, og einmitt
sé lesið á þann hátt, sem sálm-
arnir hafa ávallt verið lesnir til
sveita. Það á heldur ekki að lesa
þessa sálma, eins og væri verið
að flytja erindi, eða kveða rimur.
Æving fyrir
guðfræðinga.
í þessu sambandi liefur mér
einnig dottið til hugar, að það
væri tilvalið síðar að láta guð-
fræðinema í guðfræðideild há-
skólans spreyta sig á lestri sálm-
anna í útvarpið og gæti það orðið
góð æfing fyrir þá. Passíusálm-
ana á alltaf að lesa i útvarpið
j á þessum tíma árs, og eru þeir
velþegnir meðal þeirra, er i sveit-
inni búa.“
Bergmál þakkár bæði bréfin.
— kr.
Ullargarn,
margir íallegir litir.