Vísir - 19.05.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 19.05.1954, Blaðsíða 4
V Miðvikutíaginn 19. maí -1954.' teU; D&GBL&S y Bilstjóxi: Becsteúm PíIhmhb.’ ITÍIIUL AmglyEmgastjóri:'Kristjáa JónKfion, * ^ilTl :L Skrifstoíur:' Ingólfsstrœtí 8. |j ;* t5tgeiaudi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIB. BJP. Algreiðsla: Ingólisstræti 3. Simi 1660- (fimro- liimr). Lausasale 1 króna. #! Félagspreotsmiðjan h.L Uppsagnir verkfræðinganna. ,.að hefur lengi verið á margra vitorði, að verkfræðingar þeir, sem starfa hjá ýmsum opinberum fyrirtækjum ríkis og bæjar, hafi sagt upp stöðum sínum undanfarið. Hins vegar hefur lítið verið um þetta rætt í blöðum, enda munu merm vafalaust hafa talið, að blaðaskrif væru ástæðulítil, ef hér væii um viðkvæm mál að ræða, sem e. t. v. leystust fljótlega í kyrrþei. En þögn um þetta sýnist ástæðulaus úr því sem komið er, enda þegar tekið að ræða þau í tímaritum, m. a. Símablaðinu, málgagni starfsólks Landssímans, svo og dag- blöðum. Vísir er ókunnugt um, hverjar kröfur verkfræðingar hins ©pinbera hafa gert í sambandi við kaup og kjör. Þó er vitað, að þeir munu hafa talið sig bera skarðan hlut frá borði, miðað við ýmsar aðrar stéttir, einkum þegar tekið er tillit til langs og kostnaðarsams háskólanáms. Það er og vitað, að ungir verk- fræðingar, sem hefja störf sín hjá ríki og bæ eftir langan náms- feril, oftast við erlenda háskóla, bera þunga námsskuldabagga lengi fram eftir. Séu þeir kvæntir, en það eru þeir flestir, veitist þeim erfitt að lifa sómasamlegu lífi með fjölskyldu sinni á lágum launum, er þeir þurfa jafnframt að endurgreiða skuldir þær, er óhjákvæmilega var stofnað til á námsárunum. Slíkt hlýtur að valda erfiðleikum og oft kergju, og er raunar eðlilegt. Það liggur í hlutarins eðli, að það er ekki eingöngu mál verkfræðinganna og fyrirtækja þeirra, er þeir vinna við bjá ríki og bæ, ef nær allir þeirra eða mikill meirihluti hverfur frá störfum. Það varðar allan almenning, og því er eðliiegt og timabært, að minnzt sé á þessi mál. Fregnir hafa borizt um, að hjá Reykjavíkurbæ hafi allir verkfræðingar sagt upp störfurn frá 1. næsta mánaðar að telja, nema bæjar- og yfirverkfræð- ingur. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að hafa í för með sér mikla röskun eða stöðvun á ýmsum framkvæmdum bæjarfé- lagsins, og liggur þetta í augum uppi. Fjölmargir bæjarbúar munu hafa í hyggju að koma sér upp húsum í sumar, en til þess, að það megi verða, hljóta ýmsar framkvæmdir af hálfu bæjarins að fara á undan, flestar verkfræðilegs eðlis. Þessi áform viðkomandi einstaklinga cg fjölskyldna þeirra hljóta að raskast, ef svo heldur fram sem horfir. Varla verður unnt að mæla lóðir og sinna ýmsum öðrurn verkfræðistörfum, ef verkfræðingana vantar. Þá er ennfrem- ur vitað, að svipaða sögu er að segja af verkfræðingum þein., sem eru í þjónustu Landssímans. Þar hafa allir verkfræðingarn- 5r sagt lausu starfi sínu, nema yfirverkfræðingur. Ugglaust hefur þetta hliðstæðar afleiðingar í för með sér og uppsagbir verkfræðinga bæjarins. Loks eru allir verkfræðingar vega- gerðar ríkisins horfnir frá störfum, nema vegamálastjóri og yfirverkfræðingur. Þetta eru vissulega alvarleg tíðindi, sem geta haft ýmsar úheppilegar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir ríki og bæ í heild og að sjálfsögðu fyrir ýmsa einstaklinga, sem verða fyrir miklu óhagræði vegna þessara atburða. • Hér verður ekki lagður neinn dómur á kröfur verkfræð- ■jnganna, einfaldlega af þeirri ástæðu, að þær liggja ekki fyrir opinberlega. Hitt virðist fullkomið athugunarefni, áð ekki tjóir að hið opinbera búi svo að sérmenntuðum langskóla- mönnum, að þeir geti ekki unað við sitt starf, helaur leiti annað þar sem þjónusta þeirra er greidd viðunandi verði, eða hverfi af landi burt, eins og Vísir hefur frétt, að til mála geti komið um suma þeirra. En á það ber einnig að líta, að verkfræðingarnir, sem nám hafa stundað erlendis árum saman, hafa flestir notið til þess, að einhverju leyti að minnsta kosti, styrks af almannafé. Islenzka þjóðin hefur kostað þá til mennta, fyrst gegnum menntaskóla fram að stúdentsprófi, siðan við sérskóla erlendis, og því virðist það sanngjörn og eðlileg krafa, að kunnátta þeirra og sérmenntun komi þjóðinni að gagni. Þess vegna nær það engri átt, að slíkir menn leiti út fyrir landsteinana e&ií vinnu. Á hinn bóginn verðum vér að vona, að ríki og bær sjái möguleika til þess að greiða mönnum þessum laun, sem eru í skynsamlegu samræmi við námskostnað, menntun og hæfni. Hinu opinbera hlýtur og að vera akkur í að hafa í sinni þjón- ustu „starfsmenn glaða og prúða“, menn sem una sinum hag og finna, að vinnuveitandipn, ríki eða b.ær; kunni að meta hæfni þeirra og kunnáttu. Skammur tími er til stefnu til þess að ráða jmálum þessum jfarsæJIega til lykta. en vonandi tekst það. itit*' viðsjX VlSIS: Bandaríkin efnahagsaðstoð. Skðyrif, a$ ktnverskir, kommúnrstar fái ekki ðúntmí þalan. Blaðið Times á Ceylon hefir hefir birt fregn um það, að Bandaríkjastjórn hafi boðið Ceylon aðstoð gegn því, að Ceylon segi upp samningum sínum við hið kommúnistiska Kína. Ef til þess kæmi, að Banda- ríkin veittu Ceylon slíka að- stoð yrði hún notuð til þess að koma gúmmíframleiðslunni í betra horf og til annara efna- hagslégra framfara, en sagt er að ríkisstjórn Ceylon sé klofin í málinu. Þeir, sem eru andvíg- ir aðstoðinni segja, að ef Cey- lon segði upp samningnum, en 3 ár eru eftir af samningstím- anum, mundi landið eiga allt undir rausn Bandaríkjanna, en óvíst hvernig afstaða þeirra yrði, ef Ceylonstjórn vildi ekki vera eins og bátur í togi hjá Bandaríkjastjórn og aðhyllast stefnu þeirra. Kotelawala fer til Bandaríkjanna. Nú er ákveðið, að Sir John Kotelawala fari til Bandaríkj- anna í september næstkomandi ,og verði þar gestur Eisen- howers forseta, og muni hann þá ræða þetta mál bæði við hann og utanríkisráðuneytið. Viðskiptin við Kína. En Ceylonstjórn vill að sjálf- 'sögðu eiga vingott viðskipta- 'lega við Kína og ekkert hefir heyrzt annað en að óbreytt séu áformin um, að senda þangað viðskiptasendinefnd til þess að komast að betri samningum. Undangengin 2 ár hefir hið kommúnistiska Kína fengið frá Ceylori 50.000 smál. af gúmmíi og fengið í staðinn 270.000 smál. af hrísgrjónum. Þar sem Ceylon hefir hagstæða við- skiptasamninga nú við Burma og fær þaðan nægar birgðir af hrísgrjórtum, svo að þess vegna þurfa þeir ekki að vera upp á hina kínversku kommúnista komnir með hrísgrjón, sem er ein aðal fæðutegund lands- manna. V estmannaeyjar... Framh. af 1. síðu. sumir bátanna að bíða fram undir morgun eftir löndun. Stundum misstu þeir jafnvel af róðrum fyrir bragðið. Nú vilja Vestmannaeyingar ráða bót á þessu, enda var ráð fyrir því gert í málefnasamn- ingi milli Sjálfstæiðsflokksins og Framsóknarflokksins eftir. bæjarstjórnarkosningarnar í vetur. Samþykktu flokkarnir þá að vinna að lánsfjárútveg- un til hafnarframkvæmda og er gert ráð fyrir, að í sumar verði unnið fyrir hálfa fimmtu milljón króna. Eins og áður segir er fyrirhugað að byggja nýja bátabryggju með rösklega 400 metra bátaplássi, jafnframt því að gerð verður bátabryggja fyrir 25—30 báta. Til þess þarf að dýpka höfnina og ennfremur verður innsiglingin bæði dýpk- uð og breikkuð. Segja má að fullnægjandi hafnarskilyrði í Vestmannaeyj- um sé grundvöllurinn að al- mennri velmegun íbúanna og þess vegna er það sameiginlegt áhugamál allra Eyjaskeggja að hafnarframkvæmdir hefjist sem fyrst. Gull hefur fundist í Hond- uras, nýlendu Breta í Mið- Ameríku, sanikvæmt fregn frá Beliza. Einn af jarðfræð ingum brezku stjórnarinnar hermir, að við tvær þverár þar hafi fundist gullauðug- ur sandur. Kínverska sendinefndin í Genf hafði með sér kvik- myndir þangað og var ný- lega boðið á kvikmynda- sýningu, þar sem sýnd var kvikmynd tekin á þjóðhá- tíðardeginum, og af ýmsum verklegum frainkvæmdum. ampep nt Raflagnir — Viðgerðir Rafteikningar Þingholtsstræti 21. Sími 81556. Bergmáli hefur borizt eftirfar* andi: Sföðlakot eða Bókhlöðustígur 4. - er kofaskrifli, fyrir löngu orð- inn ónothæfur til alls. Svo brá þó við á síðastliðnum vetri, að eitt af olnbogabörnum þessa bæj- af, fór að búa, ef hægt cr að laka svo til orða, í þessu kofaskrifli. Engar rúður voru í kofanum þeg- ar maðurinn fór þár inn, en negldir vorii hlerar eða spitur fyrir gluggana að innanverðu. Siðar voru settar i rúður, en þær hafa orðið skammlífar, sumar a. m. k. Ekki hefur fyrirneglingin, að innan, verið tekin frá, sva rúðurnar hafa ekki átt að bera birtu inn i kofann. Batnar ekki. Oft hefur búandinn sést vera að dytta að kofanum. Hafa þær viðgerðír aðallega verið i Þvi iolgnar, að negla fyrir stærstu götin, ýmist járn- eða blikkplöt- ur eða eifthvert spítnarusl. Köf- anum hefur ekki farið fram i útliti við þessar aðgerðir, enda sjálfsagt ekki til þess ætlast. Sið- an búandinn flutti í kofann, hef- ur Slökkvilið bæjarins verið kallsrð á vettvang, að ég held tvisvar sinnum, ef ekki þrisvar. Lögreglan kvað ekki ósjaldan vera kölluð þangað. Hverra er- inda veit ég ekki, enda ætla ég ekki að ræða innanhúss starf- semi kofans. Yfir hinu get ég ekki lengur þagað, hvílík sm.án það er íyrir bæjarfélagið að þessi kofi skuli standa þarna i hjarta bæjarins og vera notaður til i- búðar. Fyrr má nú rota en dauð- rota. Þarf að hverfa. Sé maðurinn, sem þarna býr, og þá væntanlega gestir hans lika, svo i Ua staddur að hann verði að gera sér að góðu slik híbýli, þá er hann virkilega h.iálp arþurfi, og bæjarfélagið getur ekki skotið sér undan að hjálpa honum á sómasamlegan hátt. — Sé eigandinn svo illa á vegi staddt ur að hann geti ekki látið rífat kofann Stöðlakot, þá er engint leið önnur en bærinn láti rífa kofann fyrir sinn reikning. Kof- ann verður að rífa strax og sjá búanda hans fyrir mannabústað. Það er gjörsamlega óverjandi að láta þetta verðlausa kofaskriflí. standa þarna lengur, og það er énn fjarri réttu lagi að leyfai nokkrum að búa í kofanum, eðá hvað segir Heilbrigðiseftirlitið og borgarlæknirinn? — 17/5. ’54; K. K. Bergmál þakkar bréfið. — kr.. Ferras og Barbizet léku fyrir Tónlistarfélag Hafnarfjai-ðar á mánudags- kvöld við góða aðsókn. Var söngskrá þeirra svipuð- þeirri, er þeir léku fyrir Tónlistarfé- lagið hér, nema hvað í stað. e-moll fiðlusónötu Betthovens léku þeir Vorsónötuna af mik- illi prýði og tilþrifum, og í stað Chaconnu Bachs lék Ferras einn partítu Barhs í e-dúr með þeim þokka og tæknilegum yfirburð- um, sem einkenna allan leik hans. Á þriðjudagskvöld héldu þeir síðustu tónleika sína fyrir al- menning hér í bænum, og á næstunni , munu,. þeir. lwlda norður til Akureyrar og leika fyrir Tónlistarfélagið þar. .... , Á B. G. John Hall og Marie Windsor í kvikmyndinni „Drottning hats- s®*1?. nú er sýnd á kvöldsýninguni í Stjörnubíói. Kvik- mynd þessi nefnist á ensku Hurricane Island og er í litutn, gerð af Columbia. Húii gerist á þeim túnum, er Spánverjar námú landá 'FIoridaskrga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.