Vísir - 26.05.1954, Blaðsíða 5
Hiðvikudaginn 26. maí 1954
TfSIB
Mwéff
Málverkasýning
’ * •
Orlygs SigurðsscMiar.
Fyrir nokkrum dögum Ias ég
í Morgunblaðinu grein um mái-
verkasýningu Örlygs Sigurðs-
sonar, eftir hr. Valtv Pétursson
jþar sem hann lagði Örlyg nið-
itur við sitt dómaratrog og skar
hann þar — svo að Örlygur
á sér ekki viðreisnarvon fram-
ar, nema bví aðeins að hann
snúi frá villu síns vegar og
mnáli hér-eftir eftir recepti hr.
Valtýs Péturssonar.
Eftir að hafa lesið áfellisdóm-
inn gerði ég mér erindi á sýn-
ingu Örlygs Sigurðssonar að sjá
verk hans þar, og verð ég aðj
segja að ekkert tilefni fannst
mér þau gefa til hins harða
dóms hr. Valtýs Péturssonar í
Morgunblaðinu. Þvert á móti
voru þar ágætlega unnin verk,
sem töluðu skýru máli — þar
sem vel var leyst úr þeim við-
fangsefnum, er málarinn hafði
tekið sér til úrlausnar.
M. a. sanna andlitsmyndir
hans það, að Örlygur verður að
teljast til okkar færustu mál-
ara í þeirri grein og þó ekki
væri nema vegna þess eins fell-
ur hinn harði dómur hr. Valtýs
Péturssonar á sjálfan hann en
'ekki Örlyg.
Það ískyggilega fyrirbrigði
hefur gerst á sviði málverka-
listarinnar hér að upp hefur
komið hópur myndagerðar-
maima, sem hefur skírt fram-
leiðslu sína „nútímalist“ og
dregið af því þá ályktun að
þeir séu „nútímalistamemV'.
Þeir virðast margir hafa mjög
takmarkaða kunnáttu og
menntun og eru nógu ósvífnir
til að gefa í skyn að þeirra
stefna sé sú eina sem gildir og
að allar aðrar stefnur séu dauð-
ar og úr sögunni, en þeir einir
séu hinn sanni vaxtarbroddur
málverkalistarinnar. Menn sem
kalla sig listfræðinga , taka í
sama streng og virðast ætla að,
koma á einstefnuakstri á sviði
listarinnar — og komið hef ég
á samsýningu 5, „nútímamál-
ara“ í Listamannaskálanum,
þar sem öll verkin voru að
heita mátti eins og þau væru
eftir einn og sama mann. Var
það furðu óhugnanlegt, m. a.
þar sem enginn þeirra virðis1
geta teiknað nema með reglu-
striku. Línur og fletir og ekki
annað — og yfir þetta blessuðu
listfræðingarnir í dálkum
Morgunblaðsins og Þjóðviljans.
Margir af þessum „nútíma“-
málurum hafa komið úr sölum
Handíðaskólans, þar sem kenn- 1
ararnir hafa strita > við að
kenna þeim að mála- myndir
af engu — abstrakt —1 áður en
þeir höfðu lært, einföldustu
teikningu, og efíir eins eða
tveggja vetra dvöl í skólanum
hafa þeir svo siglt til framandi
landa og haldið áfram að mála
myndir af engu þar.
Þeir hafa fengið inngöngu í
félag myndlistamanna og með
meirihlutavaldi komist í stjórn-
ir og sýningarnefndir og ofl
útilokað eldri kunnáttumenn
frá þátttöku í sýningum á ís-
lenzkmn málverkum, innan-
lands og utan; með þeim.ár-
angri að sýningarnar gefa.
ranga mynd af íslenzkri mál-
aralist i dag. Blöðin hafa þeir
látið flytja látlausan áróður
fyrir sinni „nútimalist" — enda
þótt illa hafi gengið að ráða
niðurlögum heilbrigðrar skyn-
semi alþýðunnar hér á landi
á þessu sviði. Doktorar og aðr-
ir lærdómsmenn hafa verið
fengnir til að docera um ,,nú-
tímalistina“ á sýnfngum og
hljóðfærasláttur auglýstur þar,
og boðið til umræðufundar á
sýningunum, allt með litlum
árangri, nema ef til vill nei-
kvæðum, þvi að á sýningum
eru það verkin sjálf, sem eiga
að tala, en ekki mennirnir. En
þau hafa í mörgum tilfellum
verið ómælandi — og þvi hefur
upphafsmönnum þeirra þótt
nauðsynlegt að viðhafa ýmis-
konar bægslagang í sambandi
við sýningar á þeim.
Aðrar sýningar málara, sem
ekki fylgja „nútímalistinni“,
eru • oft annað hvort látnar af-
skiptalausar eða fordæmdar.
Eins og t. d. sýning Örlygs
Sigurðssonar nú. A henni eru
þó mörg heiðarleg verk, erfið
viðfangs, sem leyst er vel og
samvizkusamlega úr, bæði í
stórum og smáum atriðum. Ég
get ekki stillt mig urn að taka
orðréttan kafla upp úr stóra-
dómi hr. Valtýs Péturssonar i
Morgunblaðinu 15. maí:
„Þessi sýning Örlygs sannar
ekki hæfileika hans sem mál-
ara. Hann virðist enn sem kom-
ið er ekki vera farinn að glíma
við viðfangsefnin af alvöru og
festu, en lætur sér nægja yfir-
borðið og léttvæga myndagero.
Litameðferð hans er þung og
hljómlaus og tilfinning hans
fyrir eðli lita og forms er óljós.
Myndbygging hans er laus og
ekki byggð af næmleik og
kunnáttu heldur alvörulaus og
hroðvirknisleg."
„Ég tel það óheiðarlegt gagn-
vart Öríyjgi sjálfum að segja
ekki sannleikann um þessa
sýningu hans og vel því þann
kostinn að benda honum á,
að sú leið, sem hann hefur
valið leiðir ekki til mikilla af-
reka og virðingar á komandi
tímum. Vonandi á hann eftir
að átta sig á leyndardómum
listarinnar og snúa baki við
innantómum lofrollum vafa-
samra sérfræðinga.“
Sem betur fer er svona
mikill gorgeir sjaldgæíur. Einn
hinna „vafasömu sérfræðinga'"
hlýtur að vera Jóhannes Kjar-
val, sem skrifaði vingjarnlega
Vun sýníhgú Örlygs í Morgun-
bl§ði3 12. maí.
Allt þetta „nútímalistar“tal
,,nútímalisíamanna“ getur ef til
vill blekkt einhverja og fælt
um stundarsakir. En annars er
„ljósi púnkturinn“ í þessu öllu
sá að heilbrigð alþýða lætur
ekki svo auðveldlega blekkjast.
Enn er í fersku minni útreið sú,
sem listfræðingur Þjóðviljans
fékk á málverkasýningu V'etur-
liða Guðmundssonar fyrir
nokkru.
Á sýningu Örlygs Sigurðs-
sonar voru 40 myndir og af
þeim voru seldar 20 er. ég
kom þar í gær. Bendir það
jafnvel til þess að almenning-
ur líti frekar á stóradóm hr.
Valtýs Péturssonar í Morgun-
blaðinu sem tilraun til að
hnekkja hans atvinnu, heldur
en sem það eina og sanna í
málinu, og lítur á það sem
ágæta auglýsingu.
20. maí 1954.
Ragnar Ásgeirsson.
Hvað viltu vita?
Vigfús spyr: Er bað rétt sem
stendur í grein í „Ný Tíðindi“,
að Finnar geti ekki lengur gert
sig skiljanlega á sænsku þann-
ig að það hái viðskiptum
þeirra við aðrar þjóðir.
Svar: Þetta er ekki rett. Um
það bil þriðji hver íbúi Finn-
lands getur gert sig skiljan-
legan á sænsku og allt að þvi
400.000 Finnlandssvíar búa i
landinu og er sænska móðui-
mál þeirra. Finnskir verzlunar-
menn tala oftast auk finnsku
og sænsku einnig þýzku eða
ensku og allmargir frönsku.
Leikhúsgestur spyr: Getur
Vísir sagt mér hver hafi skrifað
Gimbil, sem nú er sýndur ,
Iðnó?
Svar: Því miður hefur Vísh’
ekki leyfi höfundar til þess að
birta nafn hans, en sennilega
segir hann til sín sjálfur þegar
stundir líða. ■
Ljóðelskur spyr: Hvar get ég
fengið „Norræn söguljóð“ í
þýðingu Matthíasar Jochums-
sonar“?
Svar: Þau ættu að vera á
boðstólnum í öllum bókabú^-
um. Síðasta útgáfan kom út
1949 og er ekki uppseld.
Garðeigandi spyr: Hvar get
ég fengið spírað útsæði?
Svar: Það getið þér fengið i
Grænmetisverzlun ríkisins.
Fimmtán ár drengur spyr:
Getur Vísir sagt mér hvad
ritstjóri tímaritsins Afbrot
heitir?
Svar: Því miður getur Vísir
ekki sagt þér hver hann er.
Ritstjórar sakamálarita láía
ekki nafns síns getið.
S.S. spyr: Er það réít að
Finnar hafi gert mjög merki-
legar rannsóknir á mismun-
andi áhrifum öls og sterkari
drykkja á fólk?
Svar: Þetta er rétt og eru
niðurstöður finnsku vísinda-
manna gagnmerkar.
uðurinn hafði yfir að ráða, m.
a. höfðu allir gluggar kirkj-
unnar verið kíttaðir og málaðir
og rafmagnsofnum komið fyrir
í fordyri kirkjunnar, skrifstofu-
fundar og búningsherbergjum.
Kostnaðinn af þessum fram-
kvæmdum höfðu félögin innan
safnaðarins borið og þakkaði
formaður þessum aðiljum fórn-
fúst starf.
Látið hafa af störfum hjá
söfnuðinum Bergsteinn Krist-
jánsson gjaldkeri og Árni
Magnússon kirkjuvörður og við
starfi gjaldkera tók Njáll Þó>'-
arinsson stórkpm., en frú
Laufey Guðmundsdóttir við
starfi kirkjuvarðar. Árni
Magnsson verður áfram hringj-
ari kirkjunnar.
Úr stjórn safnaðarins áttu að
ganga að þessu sinni skv. lög-
unum, formaður, tveir safnað-
arfulltrúar, og einn varasafnað-
arfulltrúi og voru þeir allir
einróma endurkjörnir, en stjóirr
safnaðarins skipa nú: J. Bjarri
Pétursson frkvstj. formaður,
Kristján Siggeirsson húsg.smm.
varaformaður, Magnús J.
Brynjólfsson kmp. ritari, Þor-
steinn J. Sigurðsson kmp,
Kjartan Ólafsson varðstj., og
frúrnar Ingibjörg Steingríms-
dóttir og Pálína Þorfinnsdóttm,
en varasafnaðarfulltrúar eru
þeir: Þorgrímur Sígurðsson
skipstjóri og Valdimar Þórðar-
son kmp.
í fundarlok var presti safn-
aðarins færðar sérstakar þakk-
ir fyrir vel unnin störf, sem
ekki hvað sízt hafa birzt í
mjög góðri kirkjusókn og örutn
vexti safnaðarins.
Var fundi síðan slitið með
því, að fundarmenn sungu
saman sálmversið: Son Guðs
ertu með sanni.
Fundarstjóri var Óskar Bj.
Erlendsson lvfjafræðingur.
Berklavörn Reykjavík
Farið verður í Heiðmörk kl. 2 e.h. á morgun (Uppstign-
ingardag) frá skrifstofu S.I.B.S.
^JdárareJó litda
rarcjretöó Uiclama
óskast í hárgreiðslustofu á Keflavíkurílugvelli.
Upplýsingar í sírna 2462 eftir kl. 7 í kyöld.
Stulku vantar'
á Kópavogshælið nýja frá 1. júní til að leysa af í sumar-
fríum.
Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkona, sími 3098.
Jarðarberjaplöntur
seldar í dag
Atvinnudeild Háskólans
^VVSiVVWWVVVVVWWWJVWVWtfWVSWVVWWWWWW
Aðalfundur Frí-
kirkjusafnaðarins.
Aðalsafnaðarfundur Frí-
kirkju.safnaðarins 1 Reykjavík
var haldinn sunnudaginn lö.
maí s.l. að aflokinni guðsþjón-
ustu í kirkjunni.
í upphafi fundarins minni-
ist prestur safnaðarins, sr.
Þorsteinn Björnsson, látinna
safnaðarmanna, en fundarmer-i
risu úr sætum og vottuðu
minningu þeirra þakklæ’ti sitt
og virðingu.
Formaður safnaðarstjórnar
innar, J. Bjarni Pétursson
frkvstj., flutti ýtarlega skýrslu
um starf safnaðarins ;s.l. starf
ár. Hafði- verið ráðist í ýmsar
verkelgar framkvæmdir, þrá't
*fyrir takmarkað fé, sem söfn-
ir
f .•JÍ.V.Va, '
! PiÍKsbiuýs
Hmm
XXXX ••
Baksturinn tekst BEZT
með
| EKEICHWnjjf
i -æzsS' |
BEZT
hveiti (efnabætt)
JFramleitt tit ulhliðu nuthunur
Avallt hreint. — Avaíít nýtt. — Ávallt sama gæðavaran,
Wretnstu hveititegfundin