Vísir - 03.06.1954, Blaðsíða 2

Vísir - 03.06.1954, Blaðsíða 2
I VISIB Fimmtudaginn 3. júní 1854 wawwwwwwvwwwMiw MínnisbBað eBnienniiigs. Fimmtudagur, 3. júní, — 154. dagur ársins. Flóð verður næst í Reykjavík kl. 20,04. Næturvörður verður í Ingólfs Apóteki. — Sími 1330. Næturlæknir verður í Slysavarðstofunni. Sími 1530. K. F. U. M. Biblíulestrarefni: 1. Jóh. 2. 24—29. Verið stöðugir í sann- leikanum. Lögregluvarðsíofan hefir síma 1166. Slökkyistöðin hefir síma 1100. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.00 Fréttir. — 20.30 Er- indi: ,,Að alheimta ei daglaun að kvöldum“. (Snorri Sigfús- son námsstjóri). — 20.46 Tón- leikar (plötur). — 21.00 Ljóða- lestrar og tónleikar: Lárus Sig- urjónsson les frumort sumar- kvæði, Óskar Halldórsson les kvæði eftir Þorbjörn Magnús- son á Reyðarfirði, Snæbjörn Einarsson á Raufarhöfn les frumort kvæði og Júlíus Júlí- usson les kvæði eftir Braga Magnússon á Siglufirði. — 21.45 Náttúrlegir hlutir: Spurningar og svör um náttúrufræði. (Geir Gígja skordýrafræðing- ur). — 22.00 Fréttir og veður- fregnir. — 22.10 Symfóniskir tónleikar (plötur) til kl. 23.05. Söfnin: Þjóðminjasafnið er opið kl. J3.Ö0—16.00 á sunnudögum og kl. 13.00—15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Landsbókasafnið er opið kl. 10—12, 13.30—19.00 og 20.00— 22.00 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 13.00 —19.00. Náttúrugripasafnið er opið 6unnudaga kl. 13.30—15.00 og á þriðjudögum og fimmtudög- rnn kl. 11.00—15.00. WVWbWVWVWbWVWWWVWWWWWW^VWWVWV1 PWtfWrf csssBÆJAR- d fréttir WWWUMWW i' ^AÍWVWVVW HrcMtfátaHK 2217 VWW-fV Embættisveiting. Einar Pálsson cand. med. & chir. frá Akureyri hefir verið settur héraðslæknir í Egils- staðahéraði vestra frá 1. maí þ. á. Ari Jónsson læknir,. sem hefir verið héraðslæknir í Eg- ilsstaðahéraði, gegnir nú Egils- staðahéraði eystra. Bifreiðastöður hafa verið bannaðar á eftirtöld- um stöðjUm: Að sunnanverðu-á Vesturgötu frá Garðastræti að Ægisgötu, og að austanverðu í Ingólfsstræti frá Hverfisgötu að Lindargötu. Réttindi. Vermundur Eiríksson, Litla- gerði 1, Rvk., hefir sótt um og fengið réttindi til að standa fyrir byggingum í Reykjávík sem húsasmiður. Skoðun bifreiða. Á morgun, föstudag, verða eftirtaldar bifreiðir skoðaðar í lögsagnarumdæmi Reykjavík- ur: R. 3451—3600. Kvennaskólinn í Reykjavík. Stúlkur þær, er sótt hafa um bekkjarvist í 1. bekk að vetri, komi og sýni prófskírteini sín í skólanum á föstudaginn kemur kl. 8 síðdegis. Veðrið. Kl. 9 í morgun var veðrið á ýmsum stöðum á landinu sem hér s'egir: Reykjavík SA 4, hiti 11 st. Stykkishlmur logn, hiti 10 st. Galtarviti ASA 2, hiti 10 st. Blönduósi N 1, hiti 11 st. Akureyri SSA 3, hiti 14 st. Grímsstaðir SV 1, hiti 12 st. Raufahöfn VNV 2, hiti 11 st. Dalatangi logn, hiti 9 st. Höfn í Hornafirði S 1, hiti 10 st. Stykkishólmur SSA 3, hiti 9 st. Þingvellir SV 1, hiti 9 st. Keflavíkurflugvöllur SA 4, hiti 11 st. Veðurhorfur SA gola, skýjað, viðast úrkomulaust. flftíWVWWW ^rt/WWWWNrtV^ Lárétt: 1 Blátt, 6 faraldur, 8 hitagjafi, 10 bagi, 12 lögmaður, 13 ryk, 14 ný, 16 veiðitæki, 17 eyjaskeggi, 19 hundsheiti. • Lórétt: 2 í smiðju, 3 á skútu, 4 eyjabúa, 5 ílát, 7 ljós, 9 voði, 11 forseti, 15 gap, 16 í höfði, 18 guð. Lausn á krossgátu nr. 2216. Lárétt: Texas, 6 vin, 8 efa, 10 ask, 12 tö, 13 no, 14 urg, 16 bút, 17 all, 19 Áslák. Lóðrétt: 2 Eva, 3 XI, 4 ana, 5 vetur, 7 Skoti, 9 för, 11 snú, 15 gas, 16 blá, 18 11. Auknir flugflutningar. í síðastliðnum mánuði ferð- uðust 971 farþegimeðflugvélum Loftleiða. Á sama tíma í fyrra var farþegafjöldinn ekki nema 376. Ferðunum hefir verið fjölgað, en athyglisvert er, að þrátt fyrir það hefir farþega- f jöldinn vaxið verulega að með- ialtali á hverja ferð og munar nú minnstu, að um 1000 manns hafi ferðazt á vegum félagsins í síðastliðnum mánuði. Prófum í teiknikennnaradeild Handíða- og myndlistaskól- ans lauk 31. maí. Að þessu sinni brautskráðust tveir teiknikenn- aráf, ungfrú Sigríður Guðjóns- dóttir frá Eyrarbakka, sem lauk prófi teiknikennara við barna- skóla og prófi kennnara í mynzturteiknun við gagnfræða- og húsmæðraskóla. Hinn nem- andinn, Magnús Pálsson, leik- tjaldamálari, lauk prófi teikni- kennara við barnaskóla og skóla gagnfræðastigsins. Hlutu þau bæði mjög góða prófeink- unn.— Svo sem kunnugt er, eru inntökuskilyrði í teiknikenn- aradeildina þau, að umsækj- andinn hafi áður lokið kennara- eða stúdentsprófi. Sigr. Guð- jónsdóttir hafði áður lokið sér- kennnaraprófi í íþróttum og handavinnu kvenna. Er hún fyrsti kennarínn í mynztur- teiknun, sem útskrifast hér á landi. Magn. Pálsson, sem er stúdent frá menntaskólanum í Rvk., stundaði um alllangt skeið nám í leiktjaldamálun í Bret- landi. — í teiknikennara- og myndlistadeildum Handíðaskól ans, sem að verulegu leyti njóta sömu kennslu, voru í vetur alls 18 nemendur. Bæjarráð, hefir, eftir tillögu rafmagns- stjóra, samþykkt að veita lög- gildingu til starfa við lág- spennuveitur: Enok Helgásyni, Eskihlíð 12 B, Hannesi Jóns- syni, Ránarg. 6 A og Össuri Friðrikssyni, Grettisg. 94. Sundfélag kvenna vill minna konur á að æfa sig undir samnorrænu sund- keppnina, þar sem vitað er, að í síðustu keppni syntu færri en getað hefðu. Hver sá, sem einu sinni hefir lært að synda, þarf ekki nema lítilsháttar æf- ingu til að ná 200 metrunum. Því heitir félagið á konur að koma til sundnáms og æfinga í Sundhöllinni og Sundlaugun- um í sértímum kvenna og auka með því möguleika til sigurs. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss kom til Hull í fyrrad.; fer þaðan til Rvk. Dettifoss fór frá Akureyri á hádegi í gær til Skagastrand- ar, ísafjarðar, Akraness og Rvk. Fjallfoss fór frá Rvk. í fyrrad. til Vestur- og Norðurlandi. Goðafoss fór frá New York í fyrrad. til Rvk. Gullfoss fór frá Leith í fyrrad. til K.hafnar. Lagarfoss fór frá Vestm.eyjum í gærkvöldi til Hull, Grimsby og Hamborgar. Reykjafoss fór frá Vestm.eyjum í fyrrad til Antwerpen, Rotterdam, Brem- en og Hamborgar. Selfoss fór frá Raufarhöfn í fyrrad. til Sauðárkróks, Flateyjar á Breiðafirði og Rvk. Tröllafoss fer frá New York á laugard. til Rvk. Tungufoss fór frá Kristi- ansand á mánud. til Rotterdam, Hamborgar og Rvk. Arne Prest hus fór frá Anwerpen í fyrrad. til Hull og Rvk. Skip S.Í.S.: Hvassafell er á Skagaströnd. Arnarfell er í Álaborg. Jökulfell kemur í dag frá Newr York til Rvk. Dísarfell er í Rvk. Bláfell fer frá Þórs- höfn áleiðis til Riga. Litlafell er í Rvk. /WWWVWAftWWVWWWWi - BEZTAÐAUGLtSAÍVÍSI rwww Nó er vandinn leystur aieð þvottinn. Það er ögn af MERPO í pottínn. MAGGI Spergil Súpa Þessi ljúffenga rjómamjúka súpa inniheld- ur beztu tegund af spergiltopp- um og er uppáhald ungra sem gamalla. Það er einfalt Og fljótlegt að búa hana til — aðeins 5 mínútna suða, Aðrar tegundir: Sveppir, Créme, Duchess, Bl.græn- meti Blómkál, Spínat og Hænsna súpur með hrís- grjónum og núðlum. "■mg 3.& 'tjWföi ^óóovi & JC varan MÖTATIMBUR Allar algengar legundir af mótatimbri fyrirliggjandi. hFaíuntB h.í. JByggingavbrur Vöruskemmur við Grandaveg. Sími 7080. Hljðmlistarmenn Þeir, sem þurfa að ráða híjómsveitir eða hljóð- færaleikara í sambandi við 17. júni geri svo vel og taii við skrifstofu Félags ísl hljóðfæraleikara, sími 82570. fpi Jarðarför konunar minnar og móður okkar, Málfríðar Ö. L. Ólafsdóttnr Bústaðaveg 37, fer fram föstudaginn 4. júní og hefst með bæn að heimili dóttur hennar, Nýbýlavegi 42 kl. 1. iarðað verður frá Fríkirkjunni. 1 Jóhannes Krístjánssón og börnin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.