Vísir - 14.06.1954, Side 4
VISIR
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐATJTGÁFAN VÍSIR H.F.
Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm íínur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Merkur tónlistarviðburður
er að gerast í Reykjavík.
Þrettánda Tónlistarhátíð Morðurlanda.
Hagræði af fríhöfn.
Fyrir nokkrum árum var skrifað um það í Vísi, að Reykjavlk
gæti haft mikinn hagnað af því og hagræði, ef hér væri
komið upp fríhöfn með því fyrirkomulagi, sem er á slíkum
stofnunum með öðrum þjóðum. Var raunar á það bent, að
Reykjavík mundi ekki ein hafa hagnað af þessu, heldur mundu
aðrir landshlutar einnig njóta góðs af, enda fara saman góður
hagur höfuðstaðarins og alls landsins.
Síðan hafa ýmsir aðilar hreyft því, að fyrirtæki þetta gæti
orðið íslandi til góðs að ýmsu leyti, og hafa t.d. bæði Verzlunar-
ráð íslands Qg Samband íslenzkra samvinnufélaga gert álykt-
anir í þá átt, að æskulegt væri, að fríhöfn væri stofnuð hér-
• lendis. Hafa þessi aðilar haft eitthvert samband um málíð', og
vilja hafa samvinnu um að vinna að framgangi þess, og ætti
það að vera góðs viti, að farið er að ræða það almennt, svo að
betri vonir ættu að vera um að þetta verði að veruleika.
Hér er um svo mikið fyrirtæki að ræða, að áratugir munu
líða, þar itl það verður fullgert, enda þótt hafizt væri handa
strax, og margvíslegar forsendur verða að vera fyrir hendi, tii
þess að það sé framkvæmanlegt. í fyrsta lagi verður að ælla
mikið landrými undir slíka höfn og athafnasvæði hennai, og er
óvíst hvort það er til dæmis fyrir hendi hér í Reykjavík. £n
þótt margvíslegt hagræði væri af að hafa slíka höfn hér nær-
lendis, er það þó ekkert aðal-skilyrði, og ekki ástæða til að
einblína sérstaklega á það atriði.
Mikillar raforku yrði að sjálfsögðu þörf fyrir alla þá starf-
semi, sem yrði innan endimarka fríhafnarinnar, því að þar yrði
ekki fyrst og fremst um geymslurúm fyrir varning að' ræða,
heldur yrði þar og margvísleg framleiðsla, eins og tíðkast í
fríhöfnum erlendis. Eins og sakir standa er engin orka aílogu
til slíkrar. starfsemi, og verður jafnvel ekkf eftir að fram-
kvæmd hefur verið virkjun Efra Sogsins, sem nú er í undii-
búningi. Verða því stærri raforkuver að koma til, áður en hægt
er að hugsa nánar um byggingu slíkrar atvinnumiðstöðvar.
Það er sýnilegt, að svo mikils fjár verður þörf til að koina
upp fríhöfn hér og undirbúa hverskonar þjónustu, sem þar yiði
af hendi innt, að fjármagn landsmanna einna nægir engan
veginn'til þess, eins og efnhag þeirra er háttað nú. Verður þá,
ef mönnum er alvara um að hrinda þessu í framkvæmd og
telja það til bóta, að horfast í augu við þá staðreynd, að afla
verður fjármagns úr annarri átt til þess að málið strandi ekki
á fjárskorti. Verður þá ekki um annað að ræða en erlent fjár-
magn, sem menn hafa löngum verið hræddir við.
íslendingar eiga ekki að þurfa að skelfast það, þótt erlent
fjármagn væri notað til að koma á fót atvinnufyrirtækjum hér
á landi, því að þeir hafa vitanlega í hendi sér að setja lög, er
girða fyrir þær hættur, að það yrði einskonai; ríki i ríkinu.
Á hinn bóginn mundi slíkt fjármagn hraða framförum hér á
landi, og þeim mundi fylgja aukin velmegun. Fyrsta skref í
fríhafnarátt virðist því vera, að landsmenn geri upp við sig,
hvort þeir vilja erlent fjármagn til framkvæmda hérlendis innan
þeirra takmarka, sem. Alþingi setur.
Drykkjuskapur á Þingvöllum.
T'.að hefur viljað brenna við á síðustu árum, að drykkjuskapur
hafi verið sízt inni á Þingvöllum um hélgar en þar sem
þéttbýlla er og mikið um allskyns skemmtanir, sem hafa
áfengisneyzlu í för með sér. Ættu menn þó að sjá sóma sinn
í því að forðast það að saurga þenna helga stað með slíku
framferði.
Þótt ekki sé komið langt fram á þetta sumar, virðist þó
allt benda til þess, að hið sama verði upp á teningnum í þessu
efni nú sem á undanförnum árum, að drykkjuóðir menn leggi
þangað leið sína, sjálfum sér til skammar og öðrum til skap-
raunar. Virðist ekki ástæða til að draga það lengur, að gerðar
sé ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir þessa ósvinnu fram-
vegis. Ætti- að fjarlægja alla drukkna menn af staðnum tafar-
laust, og láta þá sjálfa þera kostnaðinn af slíkum flutningum
' með háum sektum, og einnig ætti að gera þá menn ábyrga, er
taka að sér flutning drukkinna manna austur þangáð. Væri
þessu stranglega framfylgt, er ekki vonlaust uin, að Þingvellir
, geti orðið friðhelgur staður og að þeim koMumönniun veiið
vært þar, er koma þar í öðrum tilgangi en að þjóna lágum
hvötum. Hegðun fjölmargra hefur verið með slíkum endemun
(4 umliðnum árum, að slíkt mundi hvergi þolað á helgum stað.
Þessa dagana stendur yfir.
hér í bænum TónlistarhátíS ’
0
Norðurlanda, hin þrettánda í
röðinni, er óefað má telja til
merkustu viðburða í tónlistar-
lífi höfuðstaðarins.
Hátíðin var formlega sett í
Þjóðleikhúskjallaranum í gær-
kveldi, en síðan verða fluttir
þrennir, opinberir hjómleikar,
hinir fyrstu þeirra í kvöld í
Þjóðleikhúsinu, og stendur
leikhúsið að þeim. Yfirieitt
verða flutt á hljómleikunum
verk eftir nútíma höfunda nor
ræna, aðra en íslenzka. Hljórn-
leikarnir í kvöld, sem sinfóníu-
hljómsveit útvarpsins flytur,
eru dansk-norskir. Á efnis-
skránni eru þessi verk dönsk:
„Per fistules et fidibus“, op. 56,
fyrir strengja- og blásturshljóð
færi, eftir Knudaage Riisager,
enn fremur Konsert fyrir hné-
fiðlu (einleikari E. Bl.-Bents-
son) og hljómsveit, eftir Her-
man D. Koppel. — Norsku verk
in eru Concerto Grosso Nor-
vegese, Op. 18, eftir Olav Kiel-
land, Serenade, op. 4, eftir
Fliflet Bræin og loks Forleikur
að Pétri Gaut, eftir Edvard
Grieg', en sá meistari er, ásamt
Sibelius, sá eini af hinum eldri
á verkefnaskrá hátíðarinnár.
Olav Kielland stjórnar hljóm-
sveitinni.
Hingað eru komnir sex full
trúar hinna norrænu tónskálda
félaga, því að jafnframt verð-
ur hér haldinn aðalfundur Nor
ræna tónskáldaráðsins, og eru
þeir þessir: Danmörk: Rovsing
Olsen. Finnland: Sulho Ranta
Joonas Kokkonen og Olavi
Pesonen. Noregur: Klaus Egge,
og Svíþjóð^ Hilding Hallnaes.
Fulltrúar íslands á þessum
vettvangi eru þeir Jón Leifs,
sem jafnframt er forseti ráðs-
ins, og Skúli Halldórsson.
í hátíðarnéfndinni eru þeir
dr. Páll ísólfsson, Ragnar Jóns
son og Sigurður Reynir Péturs- (
son. I
Næstu hljómleikar verða í
Austurbæjarbíói annað kvöld,
og eru það Norðurlandatónleik ■
ar, ýmis verk fyrir kvartett,
einkleikarar, kvintett eða
dúó, og einsögvara, en hinir
þriðju og síðustu verða í
Þjóðleikhúsinu á miðvikudags-
kvöld, og sér Ríkisútvarpið um
þá. Það er Sinfóníuhljómsveit-
in, sem leikur sænsk og finnsk
verk, undir stjórn Olavs Kiel-
lands.
í tilefni tónlistarhátíðarinn-
ar hefur verið gefin út mjög
vönduð efnisskrá, en þar ritar
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri ávarp, en auk þess eru
þar ritgerðir eftir forustumenni
á sviði tónlistar og fleiri menn- í
ingarmála. Forseti íslands er |
verndari hátíðarinnar. )
Sjómannadasurinii —
Framh. af 1. síSu.
hóf að Hótel Borg. Meðal gesta
var forseti íslands og frú hans,
Ólafur Thors forsætisráðheria
og próf. Richard Beck. Var for-
seta afhent að minningargjöf
silfurmúrskeið, en Ólafi Thors
gullmerki sjómannadagsins fvr
ir ötulan stuðning við dvalar-
heimili og önnur málefni sjó-
manna. Próf. Richard Beck var
afhent gjöf, afsteypa af stang-
arhúni þeim, sem borinn er fyr
ir hópgöngu sjómannadagsins.
Loks voru þrír menn sæmdir
afreksmannabikrum dagsins
fyrir að hafa bjargað félögum
sínum úr sjávarháska við hin
erfiðustu skilyrði, þeir Filip
Þór Höskuldsson, Garðar Hall-
dórsson og Ólafur Aðalbjörns-
son.
Þeír Tarano og Leoni
vekja fögnuð í Tívolí.
Meb timgunni dró Tarano stöðvarbíi
meÓ fimm manns á Eaugardagskvöldið.
Þeir Leoni fallbyssukóngur
og hinn furðulegi Tarano vöktu
mikla athygli Tivoligesta um
helgina, enda margt um mann-
inn í veðurblíðunni.
Tíðindamaður Vísir brá sér
suður eftir á laugardagskvöld-
ið til þess að kynnast þessum
skemmtiatriðum af eigin raun.
Það fer ekki milli mála, að þau
eru fyrsta flokks, hvort á sínu
vísu.
Tarano er furðulegur fugl.
Hann lék sér að því að láta
mann negla tunguna á sér
fasta við spítu, síðan lét hann
skjóta sig í magann með loft-
riffli, hékk á hálsinum á hár-
beittu sverði, lagðist á gadda-
mottu og lét fjóra, þunga
beljaka troða ofan á sér, og
munaði ekki mikið um stór-
eflis stein á brjóstinu á sér í
þessum stpllingum, sem röskur
maður barði á með sleggju.
Öllu þessu tekur maður rólega.
en gamanið fór fyrst að kárna,
þegar hann gerði sér lítið fyrir,
„stakk öngli eða krók gegnum
tunguna á sér og dró síðan á
stáltaug, sem fest var í krók-
inn, stöðvarbílinn R-4993 með
fimm mönnum í, góðan spól.
Svo brosti Tarano, og var hinn
brattasti, en mannfiöldinn
fagnaði honurm
Nokkru síðar um kvöidið
fór mannfjöldinn að hópast að
fallbyssuvagni Leonis, því að
nú átti að skjóta honum lang-
ar leiðir, í stóran boga hátt í
loft upp og síðan ofan í net
mikið, sem þanið var milli
strauma skammt frá Tivoli-
tjörninni. Fyrst í stað var fall-
byssan lárétt á vagninum, en
svo var henni beint hægt og
jhátíðlega upp í loftið. Leoni
! skreið inn í hlaupið meðan
mannfjöldinn hélt niðri í sér
andanum, fór í háum boga og
snerist í loftinu á leiðinni, en
hitti á netið, sem betur fór. Var
þetta hin bezta skemmtun.
Á fimmtudag er svo væntan-
ieg hingað á vegum Tivolis
hin fræga söngkona, Josephine
Baker, þeldökk og ólik því, sem
við eigum að venjast. En hún
er Iöngu heimskunn, eins ,og
fléstum er kunnugt, og þykir
frábær iistakona.
Máiiudaginn 14. júni 1954
Bergináli hefur borizt eftirfar-
andi bréf frá „Gamla“:
„I dálkinum. „Hvað viltu vita‘?“
i Visi i gær (10/6.), vakti sér-
staka athgyli mína svar við fyr-
irspurn barnfóstru, sem spurði
um það, hvort rétt væri, að litil
börn skynji ekki fjarlægðir og
stærðir á sama hátt og fullorðn-
ir. Ég leyfi mér að endurtaka
svarið, til öryggis því, að menn
almennt gefi þvi gaum:
„Þetta er rétt. Börn undir 12
ára aldri geta t.d. alls ekki metið
fjarlægð bíla og annarra öku-
tækja á sama hátt og fullorðnir
Qg er. því ekki hægt að krefjast
af þeim sömu varkárni. og aí full-
orðnu fólki.“
Ekki veitt atbygli sem SKylöi.
Þessu hefur áreiðanlega ekki
verið veitt athygli sem skyldi.
Eg skal játa, fyrir mitt leyti, að
ekki var mér kunnugt um rann-
sóknir i þqssu efni, eins og. beim
er svaraði fyrirspurninni, mun
vafalausf vera. Svarið virðist
mér gefa tilefni til að minna á
þá hættu, sem Vísir hefur þrá-
sinnis varað við, bæði í þessum
dálki og jafnvel í ritstjórnargreiií,
hættuna, sem stafar af þvi að
unglingar og jafnvel börn liend-
ast liér um götur á bifhjólum, og
er kunnugt að slys hafa af þvi
lilotist, og með tillitLtil almenns
umferðaröryggis veldur þetta á-
ástand áhyggjum hér sem erlend-
is, og er mikið vandamál orðið.
Alvarlegar ábendingar.
Á það var alvarlega bent í
Vísi ,að börn og unglingar hafa
ekki þann þroska og gætni til að
bera, að réttmætt sé að leyfa
þeim að aka vélknúnum farar-
tækjum, a. m. k. ekki í borg eins
og Reykjavík, þar sem flestar
götur eru fremur þröngar og
bílamergð mikil. Þótt í svarinu
sé talað um börn innan 12 ára,
geri ég ráð fyrir, að ekki megi
taka það of bókstaflega, og vel
geti verið, að sum börn og ungl-
ingar þurfi að verða mun eldri
en þetta til þess að meta rétt fjar-
lægð bíla o. s. frv., og vil því
beina þeim tilmælum til þeirra,
sem hafa fyrrnefnt vandamál
með liöndum, að þeir taki þetta
atr-iði einnig til athugunar. Sann-
ast að segja finnst mér vera tími
til kominn, að opinberir aðilar
fari að láta til sín heyra, um það,
hver niðurstaða verður af athug-
unum varðandi bifhjólayancla-
málið.
Mikið rætt mál.
Mér er kunnugt um, að þet'á
vandamál er mikið rætt meðal al-
niennings, bæði með tilliti til
barna og unglinga og umíerðar-
málanna yfirleitt. Að síðustu: ÞaíS
cr vitað mál, að hér.hefur það átt
sér stað, að drengjum væri Ieigð
bifhjól, sem svo aftur leigja bau
öðrum drengjum spöl og spöl tii
þess að ná í aura úpp í le'igu-
gjaldið. Hvað hefur verið gert i
þessu máli? Er unnt að hafa nokk
urt viðunandi eftirlit með þessvi,
t. d. með því, að drengir innan
12 ára aki ekki bifhjólum, annað
hvort hjá drengjum, sem eiga bif-
lijól eða leigja þau?
Eftir hverju er beðið?
Sé það rétt slcoðun, sem marg-
ir aðhyllast, að krefjast eigi híns
sama af öllum þeim, sem stjórna
bifhjólum (að meðtöldum litlu
biflijólunum) og þeim, sem rétt-
indi fá til að aka bifreiðum —
eftir hverju er þá beðið? Er,
kannske litiö á bifhjólahættuna,
Isem einhvers konar faraldur, er
brátt verði úr sögunni? Hæpið
_ mun þó að álykta svo. Eða verð-