Vísir - 10.07.1954, Side 5

Vísir - 10.07.1954, Side 5
-Laugardaginn 10. júní 1954. VlSIB (Lanagár'^lág-ssága glóandi Suðurhafsvíti, eftir Joseph Shaner. Ég verð að segja, að enginnniður ölsopanum, þegar Irving fagnaði komu Larry Irvings til Kawieng innilegar en ég. Og svei mér þá, — ég var feginn að sjá Bandaríkjamann koma aftur til eyjanna, vegna þess, að ég held, að þeir gætu breytt hita- beltislöndunum í lífvænlega staði, ef hugur og fjármagn fylgdi máli. En það er nú svo, að sárafáir Bandarikjamenn koma hingað aftur. Fellur þeim ekki við ókkur? Líkar þeim ekki eyjarn- ar? Það var á Evrópubar Ah Sees, sama kvöldið og skipið Murda skilaði honum þangað frá Rab- aul, að Irving gortaði af því, að hann væri þangað kominn til þess að innheimta skuld, sem eyjarnar stæði í við hann. „Ég missti annað augað á hæðunum við Finschafen,“ mælti hann. „Þar var gufuhjópur yfir þétt- um frumskóginum, svo að hann var alveg eins að sjá og flug- brautin í Deger. Ég stefndi flug vélinni niður á við til þess að sjá betur, en þá kom fjallið á móti mér. Það var háðulegt. Ég gat labbað á brott, en augað skildi ég eftir. Ég held, að mér sé óhætt að segja, að Nýjar Guinea skuldi mér auga, og hún verður að endurgreiða mér það.“ Irving var við skál og hann gaf á báða bóga. Ég átti ekki von á ávísun frá ættmennum mínum í Melbourne fyrr en eft- ir 3 vikur, — þeir greiddu mér fé fyrir að koma ekki heim, — svo að ég átti erfitt með að móðga hann með því að fara að leggja honum heilræði. En Edie hafði engar slíkar hömlur, enda á faðir hans kopra-ekr- urnar miklu við Woodlark. Hann mælti: „Heyrðu mig. Ef þú ætlar að reyna að berjast við þessar eyjar, þá muntu tapa.“ Irving skaut auganu á Edie, og beið þess, að hann héldi á- fram. „Stundum finnst mér, að maður sé einstæðingur hér,“ mælti Edie. „Það, sem ég á við er þetta: Þegar þið Bandaríkja- menn komuð hingað í stríðinu, þekktuð þið ekki eyjarnar og kynntust þeim ekki. Þið bjugg- uð í borgum, eða því sem næst, sem þið byggðuð með strönd- unum, með holræsakerfi, brauð gerðarhúsum, bíóum, nýmeti, vegum, sem hér voru ókunnir. Þið —“ „Ég veit þetta allt,“ sagði Irving. „Ég er undir þetta bú inn. Ég er reiðubúinn.“ Hann kallaði á Ah Sing. „Skál drekkið í botn.“ „Skál fyrir þér,“ sagði ég, og vonandi, að engin leiðindimyndi stöðva hinn' kalda ölstraum Ah Sings. Irving þambaði hið ástralska ölið, sem var 10% að styrkleika. „Þetta er ærin á- stæða fyrir Bandaríkjamenn til að vilja búa í eða nálægt Ástra- líu. Skál,“ „Skál,“ sagði ég. í Ég var rétt búinn að renna lét út úr sér frámunalega ó- smekklega setningu: „Þú ert þó ekki hræddur um, að aðkomu- maður kynni að finna gullhérað á borð við Morobe, eða rekast á olíulindir, sem vafalaust er nóg af í Nýju Guineu?“ spurði hann Edie í hæðnistón, ögrandi um leið. Augu Edies skutu neistum sem snöggvast, en sem Ástra- líubúi er ég hreykinn af því, hvernig Edie sniðgekk þessa klaufalegu spurningu Irvings. „Mér sýnist þú vera af réttri manngerð, þess vegna ætlaði ég að hjálpa þér,“ mælti hann. Irving stóð með hendur á mjöðmum, rétt eins og hann ætlaði að svara Edie útúr, til þess að hleypa honum upp. Ljós brúnt andlit Ah Singhs varð nær skjannahvítt. Hann æskti ekki frekar áfloga en ég. Edie kaus ekki að taka ögr- uninni. „Það er erfitt að botna í Kanakafólkinu", sagði hann, „og ég á ekki við mannát. Mað- ur ræður vel við þá. En stund- um er það svo, að illmögulegt er að fylgjast með hugsanagangi þeirra, ef hugsun skyldi kalla, meira að segja fyrir þá menn hvíta, sem lengst hafa dvalið á eyjunum.“ Irving bandaði hendinni. „Lát um það gott heita,“ sagði hann. ),Horfið á —“. Hann kuðlaði rauðum vasa- klúti saman í lófa sér og dró hann út hinum megin, og nú var hann gulur. Hann endurtók þetta, og varð klúturinn grænn, síðan gulur og loks blár. Að lokum breytti hann honum í Bandaríkjafána, sem ég er lifandi maður, og Irving stökk upp og setti sig í hátíðarstell- ingar og öskraði fyrstu tóna þjóðsöngsins. Fáir töframenn hefðu getað skákað Irving á sýningu hans þarna. Hin svörtu augu hans sindruðu, bæði ger-viaugað og hans eigin auga. Hann galdraði smápeninga út úr loftinu og eyrum Ah Sings, sem stóð sem steini lostinn. Þá lézt hann rifa af sér þumalinn og éta hann. Hann réif hvert hænueggið af öðru út úr mun- inum á sér og raðaði þeir í hrúgu á blautt afgreiðsluboi'ð Ah Sings. Loks tók hann rýt- andi grís út úr hattinum sínum. „Þairna gáfuð þið mér góða hugmynd,“ sagði Irving. „Ég gæti ráðið við Kanaka-fólkið á plantekru einhvers, þar til eg hefði komið undir mig fótunum. Það skyldi vinna fyrir mig. Hvei'nig lízt ykkur á þetta?“ Hann tók glei'augað út úr tóttinni og lét það á borðið. „Ef ég ætla að fá mér hænublund, þá læt ég augað hafa gát á Kan- aka-fólkinu, og það mun kepp- ast við. Ég hef meira að segja varaauga.“ Mér flugu í hug svipir þeirra Peytons, Chai'ley Booths, Bill Towers og Bluey Errins, sem höfðu brotizt í því að fá hina innfæddu til þess að vinna fyrir sig á fjarlægum ekrum með ýmis konar brögðum. Peyton notaði sama bragðið og Irving hugðist nú beita. Hinir inn- fæddu vinna ekki nema maður hafi gát á þeim í fífellu. Þetta vissi Peyton, og þess vegna skildi hann augað eftir á trjá- hnyðju, meðan hann sinnti öðr- Éísenhowsr er ekki aðeins hershöfðingi og forseti, heldur bóndi að auki. Á hann 80 hektara býli skammt frá Gettysburg, og sést hann hér ásamt konu sinni og hiuta af áhöfninni. um störfum. Kanaka-fólkið var hrætt við þetta sívakandi, al- vitra auga, og það þorði ekki annað en að vinna, meðan augað horfði á það. Þremur dögum síðar fór Irv- ing frá Kawieng á eimskipinu Durwent með Joe Hooks skip- stjóra. Leið hans lá til hins lítt kannaða Sepiksvæðis, en þar hugðist hann fara að taka til starfa á plantekru Isbetts, sem verið var að endurbyggja. Jap- anar höfðu eyðilagt hana. „Vertu ekki of örlátur við Kanakana,“ sagði ég að skiln- aði. „Þeir þekkja ekki þakk- læti, og þú skemmir þá, ef þú gefur þeim of mikið eða ofborg- ar þeim.“ „Veit ég vel,“ mælti Irving. „Átsralíumenn og Hollendingar ætluðu að fá kast, þegar Banda- ríkjamenn gáfu á báða bóga sig- i arettur og .sælgæti. Ég hef aldr- ei heyrt Suðurhafsbúa þakka fyrir neitt, sem þeim er gert.“ Sumir geta þolað einvéru plantekrulífsins árum saman, án þess að missa vitið. Hinir skynsamari bregða sér á kreik annað veifið Fyrst og fremst til þess að sjá annað fólk og gleyma ekki, að til er hvítt kvenfólk. Aðrir verða malaríunni að bráð, eða láta bugast í við-leitni sinni að gera of mikið á of skömmum tíma. Irving entist í tvo mánuði. Hooks skipstjóri kom með hann- í morgun, og við bárum hann upp á loft í eitt af her- bei’gjum Ah Sings. Honum verð ur haldið þar, sjálfum honum og öðrum til öryggis, þar til Murden kemur aftur. Hooks skipstjói'i hafði það eftir Isbett, að Irving væri snill- ingur, jafnvel enn snjallari en hann sagðist sjálfur mundu verða. Irving notaði tvo, stund- um þi'jú gerviaugu til þess að vakta vinnuflokka sína, og hann var á góðri leið með að slá upp- skerumetið. Töfrabrögð hans skópu honum ægivald í augum hinna innfæddu. En svo bar við, sagði Hooks skipstjóri, að eitursnakur beit innfæddan unglingspilt. Menn báru hann sem skjótast til Irv- ings. Nú vissi Irving ekki, að hinir innfæddu líta svo; að þeii' sýni hvítum manni mikil for- réttindi með því að leyfa honum að fást við sjúkdóma með lyfj- um. Þeir vænta þess að fá verð- laun fyrir það, er þeir télja þjáningar. Ef Irving hefði haft grun um þetta, hefði hann ver- ið varkárari. í stað þess taldi hann, að hér væru hoi-fur á að bjarga lífi drengsins, en jafnframt fá fólk- ið til þess að bex-a enn meiri lotningu fyrir sér. En öll til- tækileg meðöl og öll vitneskja til þess að hjálpa , drengnum, brugðust. Að lokum studdi Irv- ing hann á fætur og sagði hon- um að hlaupa umhvei'fis sval- irnar til þess að reyna að koma eðlilegri hreyfingu á hringrás blóðsins hjá drengnum. Hann lamdi drenginn • flötum lófa er hann hljóp framhjá, en þetta kom ekki að gagni. Að lokum hné drengurinn til jarðar- og dó við fætur Irvings, um leið og hann engdist í krampa teygj- um. Kanaka-fólkið tautaði, að þessi furðulegi, hvíti maður hefði drepið drenginn af ásettu ráði. Isbett rannsakaði málið og Irving reyndist sýkn saka, eo> næstu daga á eftir fann Irving, að hinir innfæddu dreifðust út- í buskann, er hann nálgaðist. Engum líkar að vera kallað- ur morðingi eða vera meðhöndl- aður sem slíkur, og nú tókuu taugar Irvings að bila. Það stoð- aði ekki, þótt hann reyndi að- skýra hinum innfæddu frá því, að hann hefði viljað drengnum. hið bezta. Þetta tók að orka á hug hans, og hann hugðist finna. nýja ógnþrungna merkingu íi trumbuslættinum á næturþeli,. sem ágerðist æ meira. Um það bil viku síðar gerðistr. atburður sá, er nú skal frá. greint. Irving var auðvitað Ijós- þörfin fyrir hvíld, þegar hitinn.. var sem ofboðslegastur um há- degisbilið, og hann hafði lagzt- til svefns í stól, en einn vinnu- flokkur hans vann sér hægt þar skammt frá. Á rótarhnyðju glitti á gerviaugað. Unglings- piltur einn, sem var svolítið- djarfari en hinir, læddist að, og; brá pjátursdós yfir augað. Nú. horfði enginn á þá, og hinir innfæddu tóku sér hvíld, þar til- Irving vaknaði. Vikapiltur Irvings, John að» nafni, kom gangandi frá íbúð- ai'húsi hans. Hann skipaði hin- um innfæddu að hefja vinnuna. á ný, en þeir neituð-u að verðæ við skipunum hans. John hristi Irving mjúklega til þess að' vekja hann, en þegar Irving' bandaði honum frá sér í svefn- rofunum, svipaðist John um eft- ir gerviauganu, en fann þac*' ekki. John vissi, að honum yrði: refsað fyrir sviksemi hinna, og' nú ætlaði hann í barnaskap sín- um, að taka hið óskémmda auga . Irvings úr tóttinni með fingr- unum og láta það á trjáhnyðju. Þetta mistókst, og hann tók því upp hníf sinn til þess að ná aug- anu, eins og hann taldi víst, a»~ Irving sjálfur hefði gert. Ii'ving rauk upp með andfæl- um við að sjá hnif Johns blika. við andlit sitt. Hann þaut á fæt- ur, spai'kaði í vikapiltinn og' öskraði upp yfir sig. Hann sá, hina Kanaka-mennina standæ. forviða umhverfis sig, ög hélt, að þeir hefðu í hyggju að myrða. sig. Hann hljóp eins og vitstolæ maður til íbúðarhússins, þreif! tvær skammbyssur og hóf skot- hríð í allar áttir. Isbett hljóp út: og tókst að berja Irving niður. Það var öldungis tilgangslaust að x-eyna að skýi’a samhengið x málinu. Irving taldi víst, að hin- ir innfæddu héldu hann morð- ingja og ætluðu nú að gjalda-. líku líkt. Irving vildi skjóta. hvern Kanaka-mann á plant- ekrunni. Isbett varð að fela Kanaka- mennina í hæðunum, þar til. Hook kom. Síðan varð Joe. að hafa Ii’ving í böndum alla: leiðina til Kawieng, því að hann þoldi ekki návist hinna inn- fæddu. Ef til vill lagast þetta hjá. Irving, er hann kemst burt frá.. eyjunum. Eg skil vel, að óttinn: við að missa heila augað haff tryllt hann, en leitt er að hugsa til ástands hans nú, því að það" verður að halda vörð yfir hon- um uppi í hei'bergi. Hann má. ekki koma niður í drykkjustofu. Ah Síngs, og það eru fullar þrjár vikur, þar til ég fæ ávísun mína,. svo að ég verð að afbera þorst-? ann þangað til.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.