Vísir - 28.07.1954, Qupperneq 5
Miðtikti4aginn ■2ft: julf 1954:
VÍSIR
Eggert Steiánssen
EmturfcvðiiÉfj w/ nthtítni.
Vélamar eni að æramemtina
og útryma menninguimi.
Sólm, hin tindrandi sól Ítalíu,
hefnr algeriega svikiS okkur i
vcr.
Einstaka sinnum hefur henni
tekist að gægjast gegnum hin
dimmu ský, sem hylja fjöllin
svörtum mökkva — grúfa ógn-
andi yfir J»eim, og senda frá sér
þrumur og eldingar, svo að
maður fer að hálda, að vagn
J)órs sé ekki lengur dreginn af
höfrum iians, heldur sé búið að
setja í hann hreyfil, er knúinn
sé með sviknu benzíni.---------
Jtað er eins og himinhvolfið sé
að springa og rifna í þessum
áframhaldandi þrumuveðrum. —
það gerir þessi háu fjöil hér aiit
í kring svo dularfull og þung-
lyndisleg. þau eru eins og manns-
sálin, þrungin af óvissu lífsins,
síandvarpandi og stynjandi und-
an þunga dagsins. Kannske ei
þarna eitthvert samband —
óskiljanlegt mönnum ennþá.
Hinir gömlu bæir Suðurlanda
taka sig ekki vel út í rigning-
unum. J)eir verða dimmir og
drungalegir. Ellin sést þá skýrt
á hinum svörtu veggjum liorgar-
múranna og halianna, sem í
'birtu sólarinnar ber hnarreista
við himinblámann, sem hylur þá
hjúpi blámans og gulli sólar-
innar. — En þegar rignir verða
þeir steinlirúgur, nagaðir af tím-
anns tönn, fuliir af lirukkum og
sprungum, hangandi uppi með
hagkvæmum og dapurlegir á
svipinn.
þær eru ekki byggðar fyrn
hina nýju tíma þessar borgir.
Nútímavélar i
Sjömlum borgum............
Maður finnur það bczt, þegar
hraðar umferðarvélar nútímanns
troða sér inn í þröng stræti og
litlar smugur, sem hugsaðar eru
fyrir gangandi fólk og hægfara
umferð miðaldanna. — Nú
revna æðandi fólksílutnmgsbíl-
ar, sporvagnar og allskonar
mótorhjól, að þrengja sér í gegn-
um þær, rekandi felmtrað fólk
á undan sér, þar sem það er
daglega á flótta undan þessum
nútíma. „þægindum", sem sviftir
það friðii Hvergi fiiinur maðúr
hvílíkur vágestur vélamenningiú
er og í hinúfii töfra ndi bæ cndur-
fæðingárinnar er Firenze.
jtessi borg geyinir ínargt
af fegurstu perlum byggingar-
listarinnar — sem eru ílestar •'
litlu svæði miðbæjarins ;ú- en
umkringdaJjí æðandi véilafljóti,
er rennur ■ úmhverfis þær, og
einangrár þíér, svú'bð var]á lof
hægt að koinast áð' þeim.
I hinár þröngu götur þyrpast
þúsundir véla saman, vilja kom-
ast. þar pm, fylla öll torg og
götur —• ekki einungis með
hraða sínurn, heldur og með
hinum ærandi hávaða, cr fyígiK
þeim, og virðist ætla að reka alla
hugsun út í öræfi.
pegar fólkið forðar sér.
Til að komast að dómkii'kj-
unni í Firenze og hinu snildar-
lega meistaraverki Giottos, turn-
inum fræga — sem er eins og
hrynjandi fagurra kvæða —
verður maður að bíða lengi,
rneðan bílarnir og mótorhjol
æða þar áfram. — Maður séi
fólkið litast óttaslegið um, gá í
allar áttir, taka svo viðbrögð og
hoppa og hlaupa — eins og
liræddir kettir — yfir torgið og
í öryggið á marmaratröppunum
við kirkjuna. Og flestir sleppa.
Öllum nútímamönnum finnst
sjálfsagt að beygja sig fyrir um-
ferðarreglum, sem gera einstak-
linginn réttlausan gagnvart vél-
unum, meta einskis rétt hans
og virðingu. Vélarnar liafa tekið
völdin af manninum, sem átti
að „drottna yfir öllum skrið-
kvikindum sem skríða á jörð-
inni“. En maðurinn gerir sig
ánægðan með boðorð vélamenn-
ingarinnar og þykir þær sjálf-
sagðar, þótt þær geri hann að
lítilfjörlegri aukapersónu í borg-
um sínum, þar sem vélarnar
drottna.
JJeir gelta eins og
hundar...............
Hinir glæsilegu höfundar
endurfæðingarinnar lila í huga
okkar sem höfundur hins fagra,
•er þeir hafa skapað og varpar
ljóma á persónuleik þeiia.
Hvernig skyldu þeir taka sig út
í dag .... t. d. Michelangelo, á
leið sinni til St. Lorenzo-kirkj-
unnar, þar sem hann vinnur að
grafhvelfingu Medicianna frægu
.... Með hugann fullan af hin-
um stoltu linum „St. Pensieroso ‘
— liugsuðarins — og hinum töfr-
andi draumsjónum „næturinnar
og morgunsins" — sem eru
greyptar í marmara á þessum
helga stað listanna í Firenze.
það er erfitt að liugsa sér
Michelangelo á leið sinni þang-
að nú. Hann verður að nema
staðar við öll götuhorn, líta
flóttalega í kringum sig, heyia
arg bílstjóranna allt i kring,
sem gelta að mönnum eins og
liundar — taka tillilaup —
bjarga sér yfir göturnar og toig-
in — og alltaf með geltið a
eftir sér. Hann er alltaf eltur af
ai-gandi vélum nútímans, er
tvísti'ar fólkinu eins og fjárlióp-
úm,; alltaf á undanhaldi af ótta
við voðann og alltaf á hlaupum
úndan þessum nútíma vélum,
sem sigað er á mannkynið.
það er eitthvert virðingarleysi
yfir öllu lífi borganna á þessum
tímum þjótandi bila,•mótorhjóla,-
og fljitningatækja allra tegunda,
sem gerir lífið í þeim fegurðar
snáutti og hugsunarlaust'l nema
ti 1; ap 'bjarga sér undan þeim,
og öllunt þessum nýju lífsform-
um, sem hin nýja tækni hefur
skapað mönnum og flytur þá frá
náttúrunni og hinni ratinliæfu
lífshamingju. í borg endurfæð-
ingarinnar eru þessar andstæður
kannske ennþá áhrifameiri cn '
öðrum borgitm iðnaðar og verzl-
unar, þar sem maður er ekki
eins viðkvæmur — en þar sér
rnaður bezt hina miklu hnignun
fegurðar, sem fylgir nútimanúm:
Staður innblásturs
áður fyrr.
það er erfitf að liugsa sér end
ui'fæðingartímabilið í borgum
nút-imans. Bak við sníldina en
svo mikið djúp hugsuna, svo
náin tengsl við hið guðdóm-
lega, sem enginn öðlast —
nema með sterkum og voldugum
átökum andans — í glímunni,
sem liáð er í kyrð og einveru
friðarinns.... /
Firenze miðaldanna var ur.-
aðslegur staður fegurðar og inn-
blásturs. Hún varð til við þetta
innra strit listamanna. Hinar
voldugu hallir og glæsilegu
kirkjur hennar fylltust smátt
og smátt af snildarafrekum þess-
ara inblásnu og andríku manna,
sem í nokkrar aldir bættu og
fullkomnuðu forrn og línui.
Tæknin varð einungis leikur i
höndum andans, er ríkti í liuga
þessara eldsálma, er sköpuðu
endurfæðinguna. Tign og stolti
hugsjóna voru engin takmörk
sett. — þau gnæfðu yfir öllum
verkum mannanna þá, á öllum
sviðum þess, er við nefnum list-
ir. Firenze er byggð innanfrá —
úr fegursta efni, sem hugsunin
er sköpuð af — og því er svo
mikill bjarmi yfir hennar lisi.,
svo margt ójarðbundið, er við
sjáum þar og fullkomið.
Og þessvegna virðist tækni véi-
anna þar svo ómöguleg, svo ó-
virðuleg, svo hégómleg í saman-
burði við sigurverk þau er
spegla guðdóminn í hinni manii.
legu sál. Vélaöldina vantar
fégurð og list.
Allt var betra og
meira áður.
Ósjálfiátt spyr maður sjálfa.t
sig: „Hví hnignar ’óllu hja
mönnununv? Hví var til bygg-
I ..
ingarlist — þúsuncl árurn fyrir
Krist —voldugri og glæsilegri
en nokkuð er nútíminn skapar ?
því var Itil málarara- og niyn I-
þhöggvaralist, sem var stórkost-
legri en ilest er við sjáum í dag,
hjá Egyptum og Grikkjum? ])vi
er heimsspeki Grikkja og Róm-
verja ennþá föst undirstaða allra
djúpra hugsana nútímans? Og
því áttu íslendingar glæsilegustu
bókmenntir sínar á 12. og 13.
öld — én ekki á 20. öldinni?
því urðij þessi andlegu eldsum-
brot endurfæðingarinnar —- en
ekkert áframhald? — Mögru ar-
in fylgja eins og í draumi
Jákobs — öld eftir öld?-------Er
nokkur afsökun eðlileg fyrir
þessu? Gerum við of litlar
kröfur til okkar í dag? — Erum
við ánægð með framfarirnar —
hefúr vélaöldin satt allar astríö-
ur ékkar?------—
])áð er ekki af því að nútím-
iiin sé cinskis virði. Hann er
•storkostlegur i tækni sinni og
vísindum — en máðurinn hefur
komist hærra áður, andi hans
skapað liamingjusamra lií. Nú-
tíminn hefur tapað í andríki og
fegurð — en aukist af hégóm-
legum þægindum og tækni. En
mannsandinn hefur ekki glaðzt
af fullkomnun tækni sinnar.
Hánn horfir undrandi á hana.Og
manneskjurnar hafa aldrei vei-
ið’ éihs óánægðar með lífið og i
Ííéimi véía og tækni. En vonandi
eiga þær á eftir að eignast sínar
listir, sína fegurð, si'tt guð-
dómsandlit :-í eins og endur-
fæðfngin gat' sýnt a slnni' öld.
Gamalt menningarland eins og
Italía stendur svo föstum fótum i
listum sínum og menningu allii,
að svona þankar um nútíma og
fegurðarhugsjónir verða afar
eðlilegir hér.
Hættuleg innrás vélanna.
Italir hafa varðveitt sve margt
af andlegum verðmætum sínum
að þessi nýja innrás véla-bar-
barsins verður eins hættuleg nu
og innrás vandalanna, sem lögðu
allt í rústir, brutu allt og bröml-
uðu — allt sem þeir gátu ekki
etið.
Hin nýju lönd sem byggðust
upp frá engu, höfðu enga tradi-
tion, ekkert að varðveila, ekkeri
til að taka tillit til, geta látið
sér slíka hugaróra í léttu rúmi
liggja, meðan þau seðja sig. En
þegar -Jjau Iiafa skapað verö-
mæti, sem allur heimurinn elsk-
ar, skilja þau kvíða þann, sem
menn hafa af hinni barbarisku
innrás vélanna á heilsteypt
menningarlíf gamalla þjóða.
En þegar vélaöldin þróast og
fær sína fegurð og vélarnar
verða þjónn hins andlega heims,
þá geta þær orðið hraðboði hinn-
ar miklu lyftingar alheimsins —
og flutt til allra þjóða og allra
landa liin göfugu áhrif þekking-
ar og sannrar menningar og
Jista -— flutt það alheiminum —
og þá hefst friður. „En til þess
eru vítin að varast þau.“
Schio, í júní 1954.
Eggert Stefánsson.
www
Öbreyttur útsvars-
stigi á Akureyri.
Heildaruppliæð útvara á Ak-
ureyri nemur 9 millj. og 590"
þús. kr. Útsvarsstiginn er sán
sami og notaður var s.l. ár.
t
Persónufrádráttur er kr.
4500,00 fyrir konu og hvern.
ómaga og er það kr. 1000.00
hærra en í fyrra. Auk þess
fengu þeir, er vinnu stunda
utan bæjarins kr. 18.00 fynr
hvern dag, sem þeir vinna
fjarri heimilum sínum. Einnig
var tekið tillit til kostnaðar
barna í skólum erlendis eða í
Reykjavík og einnig þar sem
aðrar ástæður þóttu fullnægj-
andi til ívilnunar. Annars var
frádráttur við útreikning netto-
tekna hinn sami og gert er ráð
fyrir í skattalögunum nýju.
Hæstu gjaldendur eru þessir:
Kr.
KEA ............. 205,930.00”
Útgerðart Ak. h.f. 133.980.00
SÍS ............... 68.850.00
Amaró h.f.......... 48.010.00
Linda h.f......... 38.180.00-
Byggingarvöruverzl.
Tóm. Bj......... 37.870.00-
Kristj. Kristjánsson 27.860.00
Oddur Thorarensen 25.340.00
Sverrir Ragnars .. 22.240.00
Helgi Skúlason .... 22.000.00
Guðm. Jörundsson 21.340.00-
BEZT AÐ AUGLYSA1VÍSI
hinn undraverði bragðbætir
fer sigurför um heiminn
Ac’cent er framleitt úr jurtum, og er eins heilnæmt og
fæðan sjálf.
Ac’cent framkallar hið upprunalega nýjabragð í kjöt, fisk
og grænmeti, sem hefur tapað sínu eðlilega ferska
bragði við geymslu (hraðfrystingu, niðursuðu o.
fl.).
Ac’cent er framúrskarandi í súpur, sósur og salöt tii
bragðbætis. — Athugið hversu sósan verður
ljúffeng þegar Ac’cent er bætt í hana.
Ac’cent er notað með beztum árangri eins og hér segir:
Stráið því yfir kjötið eða fiskinn '10 níín. áður
en soðið eða steikt er, — í Vz kg. magn nægir
teskeið.
Ac’cent má ennfremui' strá yfir ma'tinn, péit eins og sal ti
og pipar, um leið og hann er etínn. Það skal tekið
fram að krydda má matinrt alveg eins og áður
þó að Ac’cent sé bætt í.
Ac’cent er svo vinsælt í Bandaríkjunum og annaysstaðar
sem það er notað, að fiólkj fipnst það v.era eins
nauðsynlegt og salt og pipar. í Kína, þar sem efnið
var fyrst uppgötvað, varð það.raunverulega notað
sem 3. aðal-kryddið á hverju borði.
Ac’cent nota yfir 500 þekktar bandarískar niðursuðuverk-
smiðjur þar á meðal þær fullkomnustu, og aug-
lýsa það utaná umbúðunum sem tryggingu fyrir
góðri vöru.
Ac’cent er viðurkennt af Neytendasamtökum Bandaríkj-
anna (Good Housekeeping).
Ac’cent er framleitt í Bandaríkjunum af stærstu verk-
smiðju veraldarinnar í þeirri grein.
Kaupið Ac’cent í dag og reynið.
Ac’cent fæst í öllum verzlunum okkar.
JUUfílJTtUUj