Vísir - 28.07.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 28.07.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 28. júlí 1954. VISIR 1 C & SuwcuykA |pr nict Burrousns,lnt,—Tro.Hcr:U.S.Pat.Cíf Unjted Fcature Syndlcatc. Jxz. Rohert O. Case: 0Muliffiitíran „Undir eins,“ sagði Ravenhill. „Þér farið á undan, DeVore, þér eruð kunnugur öllu hér.“ „Varið ykkur á hálkunni“, sagði DeVore, „það gæti verið óþægilegt að detta og snúa sig um öklana eða kannske fót- brotna.“ Það var ekki nema um 25 metra gangur að námuopinu, sem blasti við dökkt og skuggálegt. Hér var um gömul .gÖng að ræða, þegar hundruð gullleitar- manna fóru um þessar slóðir, og höfðu tíðum ekki eirð í sér til þess að grafa nógu djúpt, því að allir höfðu auðfenginn gróða í huga. Ravenhill sá fá merki þess, að mikið hefði verið unnið þar í seinni tíð, en þó hafði eitthvað verið grafið — vafalaust til þess að geta haldið því fram, að 45.000 dollararnir hefðu verið notaðir eins og til var ætlast. Whitey hafði numið staðar í göngunum. „Riv getur sjálfsagt skýrt þér, Vee, hvers konar námu hér er um að ræða. í henni er kvartz-æð, og í henni fann Crim sýn- ishornin, en hann vildi kanna þetta frekara, fullviss um, að finna meira, ef dýpra og lengra væri grafið. Nú getið þið skoðað námuna. Eg bíð hérna.“ Ravenhill var ekki í vafa um, að Whitey mundi hafa gert sér grein fyrir, að hann hefði þegar séð, að umi gömul göng var að ræða. Það hlaut Travis líka að hafa verið ljóst. Hvað gert hafði verið til frekari athugana hlaut að byggjast að verulegu leyti á ágizkunum. „Eru göngin öll í þessari hæð?“ spurði Ravenhill og beindi ljósi sínu inn í göngin. „Já, göngin eru rúmlega 20 metrar, og í rauninni tvenn göng er innar kemur. Önnur stutt, Crim hætti þar fljótlega, er hann var kominn 5—6 metra. Við höfum komið fyrir dyraumbúnaði og hurð þar. Höfum notað þau sem byrgi fyrir verkfæri og það, sem eftir var af sprengiefninu.“ f Ravenhill kinkaði kolli, greip um handlegg Vee, og beindi geisla vasaljóssins inn í göngin. Hann lýsti vel upp ójafna vegg- ina. Lágt var undir loft, en hann lýsti aðeins skamnit inn í myrk göngin. „Er það örugt?“ sagði Vee og hikaði. „Það er vonandi ékki hætt við hruni? Mig langar ekki til þess að verða þama lifandi grafin?“ „Það er engin hætta. Allt sem laust er, hefir hrunið fyrir langa löngu.“ Þau héldu áfram, þar til Ravenhill nam staðar til þess að athuga sprungu í loftinu. Allt í einu kipptist Vee við. Hún hafði séð eins og ljósgl'ætu í opinu á gongunum. „Hvað var þetta?“ En það var aðeins DeVore, sem var að kVfeikja sér í vindlingi. Þau litu í áttina til hans og er Ravenhill slökkti á vasaljósinu gat hann glöggt séð glóðina í vindlingi hans. Hann einblíndi í áttina til þeirra. „Hann vildi engilega koma,“ hvíslaði Vee. „Af hverju bíður hann þama?“ „Eg hefi einmitt vérið að hugleiða þetta,“ hvíslaði Ravenhill á móti. „Það legst í mig, að hyggilegast væri fyrir okkur að vera vél á verði. Hann gæti háfa falið sprengju eða vítisvél éin- hversstaðar. Við skulum halda áfram, væna mín, og vertu sem næst mér.“ Loks komu þau að göngunum með dyraumbúnaðinum, sem Whitey hafði talað um. Umbúnaðurinn var gerður af gildum viði og hurðin úr þykkum plönkum, og fyrir sterklegur lás. Á hurðinni var miði, sem á var handritað: AÐVÖRUN: Farið ekki inn. Verkfæri og sprengiefni. Eign Aurora Discovery Ltd. Ravenhill athugaði allt sem bezt. „Hvað heldurðu, að þeir geymi þarna? Verkfæri og sprengi- efni, eins og Norman sagði?“ „Eg veit ekki,“ sagði hann varfærnislega. „Hlustaðu nú á mig, Vee: Whitey stendur þarna fyrir utan og reynir að fylgj- ast með öllu, sem við gerum. Eg ætla að gera dálitla athugun, en vil ekki að hann sjái hvað eg hefst að. Seztu þannig, að þú skýlir mér, svo að hann geti ekki fylgst méð hreyfingum mín- um.“ Hún gerði sem hann bauð. Hann athugaði nákvæmlega rifu, sem hann hafði fundið undir hurðinni, og bað hana um að lána sér vasaspegil ef hún hefði hann á sér. Vildi svo vel til, að svo var, og tók hún hann upp úr vasa sínum og rétti honum. Kom spegillinn honum að þeim notum, sem hann hafði gert sér von- ir um, með því að smeygja nokkrum hluta hans undir hurðina. „Hvað sástu, Riv?“ „Uss, talaðu ekki svona hátt. Það bergmálar svo í göngunum. Eg sá lítið, nema að þarna eru verkfæri og einn stór kassi, vafa- laust sprengiefnið sem Whitey talaði um.“ Hann minntist ekkert á það, sem hann hafði séð — og mikil- vægast var, því að hann vildi ekki gera hana óttaslegna. Hann hafði nefnilega fundið vír, sem var tengdur við rafhlöðu og sprengiefniskassann — og hurðina. Undir eins og hún opnaðist mundi allt springa í loft upp. Þetta var vítisvél, sem mundi valda öflugri sprengingu en nokkur jarðsprengja í stríði. Þeir, sem opnuðu, mundu tætast í agnir, því að þetta væri eins og að verða fyrir fallbyssuskoti, og svo niundi allt hrynja yfir þá, sem þannig átti að tortíma. Aldrei mundi neitt vitriast. „Hvað fleira? Þú virtist óttasleginn?“ „Eg er ekki viss. Eg verð að spyrja Whitey.“ Hann hélt áfram athugunum sinum til málamynda og svo fóru þau sömu leið og þau komu. Whitey gaf þeim nánar gætur, er þau nálguðust mynnið á göngunum. Ravenhill bað Vee að víkja til hliðar lítið eitt og fékk henni broddhamarinn. „Bíddu þaraa, eg ætla að taka vasabókina mína og spyrja Whitey einnar eða tveggja spurninga.“ Hann var með glófa á hægri hendi og hélt á vasaljósinu, en vinstri höndin var ber, og stakk hann henni í vasann, er hann kom fram í göngin. Whitey tók snögglega til máls og var lítið eitt skjálfraddaður: „Hreyfðu þig ekki, Riv.“ Hann miðaði á hann skammbyssu. „Hentu frá þér vasaljósinu. Undir eins!“ Ravenhill hikaði sem snöggvast. Hann stóð verr að vígi, þar sem hann hafði ekki byssu í hendi. Hann var ekki í neinum vafa um, að Whitey var rammasta álvára og mundi einskis svífast. ■ - i £, g „Hægan, piltur minn“, sagði Ravenhill. „Snúðu þér við,“ skipaði Whitey, „svona — það er rétt“. „Norman,“ gat Vee loks stunið upp. „Ertu genginn af vitinu?“ „Það má vél véra. Stattu kyrr, Riv.“ Whitey gekk að honum þar til Ravenhill fann býssuhlaupið við bak sér. „Eg býst við, að þér kunnið judo,“ sagði Whitey, „en það geri eg líka. Og eg er \ góðri þjálfun. Reynið því éngin brögð. Takið nú upp skammbyssuna yðar hægt og rólega — og látið hana detta.“ kvöldvokunni. Um aldamótin síðustu, þegar fyrstu bílarnir voru að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum, fældu hesta og unnu alls konar óheillaverk í sambandi við það, fann einn sniðugur náungi upp 4 því að búa til bíl í hestsgervi til þess að hestar skyldu síður fælast farartækið. Var vélinni komið fyrir í höfði ófreskjunn- ar, en hvernig sem annars á því stóð, hlaut uppfinning þessi engan byr og féll um sjálfa sig. Fyrstu reglur og lög sem sett voru í Bandaríkjunum vai’ðaridi umferð bifreiða orka næst- urii hjákátléga í augum og eyrum okkar seni nú lifum og hrærumst í bifi-eiðaumferð dags daglega. þannig var t. d. bannað að aka bifreiðum eftir götum þar sem hænsni, gæsir, svín, nautgriþir eða hestar spásseruðu eftir. Til þess að koma í veg fyr- ir að hús hryridu )sennilega af loftþrýstingi) máttu bifreiðar ekki aka framhjá þeim með meiri hraða en 5 km á klst. All- ur bifreiðaakstur var strángléga bannaður eftir að rökkva tók á kvöldin. Hver bifreiðarstjóri var skyldur til þess að hafa á sér a. m. lc. 1000 dollara fjárhæð til þess að geta goldið strax á stáðn- um fjártjón er hljótast kynni af akstrinum. Ekki var leyfílegt að flytja börn eða ungmenni í bif- reiðurii og stranglega var bann- að að trufla helgiró sunnudaga og annarra tyllidaga með bif- reiðaskrölti. • Frægur kvikmyndaleikari, sem oþarft er að nafngreina, var hreykinn yfir öllum þeim ára- grúa ástar- og áðdáunarbréfa, sem honum barst að jáfnáði. Hann las liréfin oft uþphátt fyr- ii’ félögum sínum Ög í eiriú þeirra se’m hánn las þannig stoð rii. a.: „Eg tel yður tvímælalaust mesta listamann þeirra er nú lifa, og jafnframt þann mann, sem snyrtilogastur er og sniekklteg- astur til fára. Eg bíð rri'éð eftir- væntingu eftir hvérri riýrri kvikmynd sém þér Íeikið í.“ f áþekktum stíl hélt lofröílan á- fram, en neðanmáls stóð: „Af- sakið, vinur minn, að ég skrifa þétta með blýant og að blýant- urinn er uppeyddur, en það staf- ar af því að ókkur.er ekki leyft að hafa bitjám undir böndúm." BEZT AÐ AUGLVSA1 VlSI TARZAN -jíe/- Þegar áhrif eiiu’.-i óku að dvína farm Tarzs’A at áftáf • síhir. jukusi á rrf, ■ Skynúiiega bcygði hann sig niður Hann hej'TÚi ainhvern vera að Irðj- ast fyráir ii ÍágHm hljóðum. Áfar varlega læddist hann þangað om hljóðið átti upptök sin. Allt í einu sá hann mct'i fýi’ir manni í myrkrinu, — íahnar fangi!.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.