Vísir


Vísir - 03.08.1954, Qupperneq 5

Vísir - 03.08.1954, Qupperneq 5
f 'Þriðjudaginn 3. ágúst ,1954 s • . VÍSIR /r 'A HANOl ro/ts <± Tt//Rfí\ VH ' ' FIZ CfítiB ÖúJA sfímo, iii hnndrað ár. Sólarljósið gelur dofnað af eldfjallaösku. Það dofnaði nm 10 % eítir Krakatoa-goisið. Það, sem fólk man um veð- „Sól tér sortna .... “ urfarið er sjaldan áreiðanlegt. 'Veðurfarið hefur alltaf verið ibreytilegt, árin ýmist mjög köld eða hlý, rök eða þurrviðrasöm. Þó er það áreiðanlegt að hlýn að hefur á byggðu bóli síðast- liðin hundrað ár og hefur með- alhiti hækkað um 1° Celcius, aðallega eftir 1890. Þetta virðist lítil breyting, en hún er áríðandi. Ef meðalhiti á jörðinni lækkaði um aðeins 2° C. gæti ný ísöld hafizt Jök- ull gæti þá lagzt yfir Norður- lönd, Kanada og Asíu norðan til. Fari hitinn hins vegar vaxandi fram að aldamótum gæti ísbráð frá pólnum hækkað sjávarborð óþægilega við sumar strendur. Og sú hægfara breyting gæti þá alveg umbreytt jörðunni. Slíkt hefur áður gerzt. Jörðin ■er minnst 2000 milljón ára göm- ul og hefur ýmist hitnað eða kólnað. Meginhluta ævi sinnar hefur hún haft hitabeltislofts- lag. Eru kolalögin víðsvegar leifar af stórkostlegum frum- skógum, sem fyrir löngu eru fallnir í valinn. Með 250 millj. ára millibili hafa komið ísald- ir, þó aðeins staðið stutt — að- ■eins nokkrar milljónir ára — og þá hefur jökull lagst yfir mikið af meginlöndum jarðar. Það eru aðeins 10 til 20 þúsund ár frá því að ístungurnar teygðu sig alla leið suður á Þýzkaland og Frakkland og þöktu gervallt .Kanada og norðurhluta Banda- xíkjanna. Veður hlýnar, Jöklai- rýrna. Enn er að hlýna eftir síðustu ísöld. Alstaðar eru jöklar að rýrna, á Grænlandi, Alaska og í Ölpunum. Snjórinn, sem fellur .á vetrum bætir ekki lengur upp það, sem bráðnar á sumrinu. Á "Svalbarða (Spitsbergen) hafa vetur hlýnað um 10° á C. frá árinu 1910, og höfnin þar •er nú fær skipum 200 daga á ári. Alstaðar þar sem skrár eru .gerðar um yeðurfar er reynsl- an sin sama. í Fíladelfíu hefur hlýnað um 2° á C. síðast liðna öld. í Kanada, á Bretlandi og Norðarlöndum hefur meðalhiti hækkað um 1° á C. frá árinu 1850. Það er mikilvaggt fyrir fram- tíð margra landa hvort þessi breyting heldur áfram að gerast ■og hversu lengi. Enginn veit það, sökum þess, að óvíst er hverjar orsákirnar eru. Þær gætu stafað af ástandi á sólunni og breytingum á þeim hita, sem nær til jarðar. Þær gætu líka :stafað af breyttri möndulstöðu jarðar. Ýmislegt ber vitni um báða þessa möguleika geti ver- ið að ræða. Flestum sérfræðing- um ber saman um að breytingar á andrúmslofti jarðar sé orsök- in, og bera fram ástæður fyrir breytingunni. Annars vegar eru starfsemi eldfjallanna. Feikilegt gos varð á eyjunni Kraka Toa í Austur Indíum árið 1883. Þeyttist hin fíngerða aska þá óravegu út í geiminn og allt umhverfis jörðina, svo að dró úr sólar- ljósi. Stjörnufræðingar við Montpellier stjörnuturninn í Frakklandi sögðu að sólarljósið hefði dofnað um 10%. Og í þrjú ár gætti enn áhrifanna af ösk- unni. Það er hugsanlegt, þó að það sé ekki mjög líklegt, að eld fjallaaska í lofti geti orsakað kólnun á veðri. Fyrir hér um bil heilli öld kom brezki vísindamaðurinn John Tyndall með þá tilgátu að hitabreytingar gæti stafað af mismunandi magni af kolsýr- lingi í andrúmsloftinu. Plass, prófessor við John Hopkins há- skóla, hefur nýlega lýst þessari kenningu í útvarpserindi í Bandaríkj unum. Algengt er að andrúmsloftið innihaldi 13% af þessari loft- tegund, en hún hefur sömu verkun og glerþakið á gróður- húsinu. Sólargeislarnir streyma í gegnum það á jörðina, en þar breytast þeir í hitabylgjur, sem þak gróðurhússins byrgir inni. Sama gildir um kolsýrlingsloft- ið. Það sogar í sig hitabylgjurn- ar svo að þær geta ekki streymt út í geiminn, en verða hitagjafi á jörðunni. Mælingar hafa sýnt að kol- sýrlingur í andrúmsloftinu hef- ur vaxið um því nær 10% á síðustu 50 árum. Milljónir lesta tapast. En þá má spyrja: Hvað veld- ur því að kolsýrlingsinnihald loftsins er mismunandi? Það getur verið margt. Grænar plöntur soga í sig kolsýrlingsloft úr andrúmsloftinu og nærast og vaxa á því ásamt vatni og sól. Milljónir milljóna smál. af kolsýrlingslofti hverfa þannig árlega úr andrúmsloftinu til vaxandi jurta. En þetta tapast þó ekki alveg því að dýrin lifa á jurtunum, þau deyja og rotna og skila þá kolsýrlingsloftinu aftur út í andrúmsloftið. Fari sú notkun ekki fram -— svo sem við kolamyndunina, þar sem jurtir hafa grafizt djúpt í jörðu og geymast þar órotnaðar — tapast töiuvert af kolsýrlingi úr andrúmsloftinu. Nokkrar millj- ónir smálesta af kolsýrlingi grafast þannig árlega og tapast. En það er hlutfallslega lítið og getur ekki haft áríðandi þýð- ingu. Önnur áhrif af kolsýrlings- innihaldi loftsins snúa að jarð- fræði. Klettar^veðrast og breyt- ast í jarðveg sökum verkana af ltolsýru, en hún er dauf sýra, sem myndast er kolsýrlingur uppleysist í vatni. Þetta tekur hér um bil 100 milljónir smá- lesta af kolsýrlingi úr loftinu á ári hverju. En náttúran bætir það upp með öðru. Hverir og eldf jöll þeyta árlega upp í loft- ið hér um bil sama magni af kolsýrlingi. Þetta vegur hvað annað upp. Nýir f jallgarðar og veðrun. En þessu fer ekki fram jafnt og þétt. Hvort tveggja breytist við skilyrði á yfirborði jarðar. Fyrrum í jarðsögunni hófust upp stórfenglegir fjallgarðar. Komu þá til nýir klettar, sem veðruðust og tóku mikið magn af kolsýrlingi úr loftinu. Hefur það þau áhrif, að hitabylgjur frá jörðunni streyma auðveldlega út í geyminn og þá kólnar. Sýn- ir jarðsagan líka að þegar „fjallgarðar fæðast“ kemur ís- öld til eftir fáar milljónir ára. Á þeim tímabilum jarðsög- unnar þegar jörðin var flatari og mýrlendari og minna um veðrun bletta, gat kolsýrling- ur safnast fyrir og hér var hitabeltisloftslag. Vaxandi eða minnkandi meðalhiti getur því vel stafað af því hvort sambæri- leg hlutföll eru milli vaxandi og minkandi kolsýrlingsmagns í loftinu. Eitt er þó enn, sem eykur kol- sýi'lingsmagnið í andrúmsloft- inu og það er bruni á kolum og olíu. Úr hverri smál. sem brenn- ur af kolum kemur 2 Vz smál. af kolsýrlingi. Álitið er að 6 þús. milljónir smál. af kolsýrlingi sé árlega þeytt í andrúmsloftið og aðallega af iðjuverunum. Ef allt þetta aukamagn af kolsýrlingi helzt í loftinu getur það aukið Hitnar enn á nœstu öldum. 1 Ef þessu er svo farið og ekk- ert annað kemur til sem vegur á móti því, hitnar meira hér á næstu öldum og veðurfar verð- ur líka þurrara, ef til vill. Það getur valdið því, að hægt verði að rækta ýmislegt á norður- hveli jarðar, sem áður aðeins þreifst í suðrænum löndum. Á Finnlandi og Norðurlöndum er nú þegar farið að plægja jörð, sem lá öldum saman úndir klaka. í Kanada og Síbéríu er frostið að þiðna úr jörðu og flytur sig sumstaðar ár’lega margar mílur norður á bóginn. Einu sinni blómgaðist suð- rænn gróður á íslandi og Græn- landi og vínber voru ræktuð á Bretlandi. Það getur farið svo að á stórum spildum í Kanada, Alaska og Síberíu verði hægt að framleiða korn og annað matarkyns, sem nú þrífst þar ekki. Hversvegna reykja menn? flest Svörin eru mörg — og eru þau afsakanir. Árið 1884 birtist ritstjórnar- grein í New York Times um reykingar, en bá voru bær til- tölulega nýbyrjaðar að ryðja sér til rúms. Þar sagði: „Hnignun Spánar hófst fyrst eftir að Spánverjar fóru að flytja inn vindlinga frá Ame- ríku. Ef þessi skaðlegi ávanl | meðal fullorðinna hér helzt | áfram, verður ekki langt að | bíða algjörs hruns Bandaríkj- i anna,“ | En þeir sem einu sinni höfðu j vanið sig á reykingar, skeyttu engu slíkum spádómum. Ári/rt saman var litið á þá sem hlægi- lega spjátrunga, eiturlyfjaneyt- endur, siðferðisspilla og um tíma urðu þeir meira að segja að þola ofsóknir barna, sem hrifsuðu af þeim vindlingana x skipulögðum hei’ferðum til út- útrýmingar þessum „líkkistu- nöglum.“ Þeim var einnig hótað eldi og brennisteini, atvinnumissi, berklum og nú síðast lungna- krabba. Hvers lofthitann um 1° á C. á heilli tlvers vegna öld. Og er það svipað því sem reyka menn? orðið hefur. Maðurinn getur því Árið 1900 voru meira en þrír sjálfur verið valdur áð breyt- milljarðar vindlinga reyktir í mgunm. Ameríku en árið 1952 voru þeir • _ ■ . >v uvort Endiriiin varð sá, skipta ætti Vietnam um 16. eða br. 18. að aðilar mættust á miðri leið, og landinu verður skipt um 1» breiddarbaug. ' orðnir 434 milljarðar. Síðan 1952 hafa reykingar heldur rénað. Síðast liðið ár er talið að tveir þriðju allra fullorðinna. Ameríkana — eða 60—70 millj- ónir, reyki. En þá kemur spurningin, sem hinn menntaði heimur hefur velt fyrir sér frá því að Kól- umbus fann Ameríku með Indí- ánus, sem „önduðu að sér ein- hverskonar reyk“, eins og ; frásögninni stendur — hvers vegna reykir fólk? Þegar þú spyrð reykinga- mann að þessu, munt þú fá ó- greinil. svör og oft endar svar- ið á ósk um að geta hætt að reykja. Hér koma nokkur svör: Reykingamaður lítur á reýk- ingar sem nokkurskonar af- þreyingu í erfiðleikum. Þegar allt gengur að óskum reykir hann minna. Rithöfundur kvaðst reykja vegna þess að reykingar væru eina ósvikna ánægjan í þessura gleðisnauða heimi. Hræddlr við að hætta. Einn játar að hann reyki ein- faldlega vegna þess, að hann sé hræddur við að hætta því. „Eg byrjaði að reykja til þess að yfirbuga feimni á almanna færi en seinna reykti ég til þess að róa taugarnar. Nú er þessi á- vani orðinn svo rótgróinn öll- um athöfnum mínum, að þegar ég reyni að hætta að reykja, þá verð ég svo uppstökkur og ruglaður að ég get ekki ein- beitt mér að neinu verki.“ Skrifstofumær nokkur seg- ist hafa byx-jað að reykja ein- göngu vegnaa þess:að henni fannst það „fínt.“ Og í trúnaði sagði hún, að- það fyrsta sem hún gei’ði þegar hún kæmi að hlöðnu skrifborðinu með óunn- um verkefnum, byrjar hún ætið á því að kveikja sér í vindlingi, þó hún mætti ekki vera að því að draga að sér reykinn nema einu sinni. Afsakanir og vandamál. Enn einn segist reykja vegna þess að hann viti annars ekki, hvað hann eigi að gera við hendur sínar. Annar segist reykja til þess að fitna ekki og ennsá. þriðji einfaldlega til að skaprauna konu sinni,sem hat- ar að sjá vindlingaösku um alla íbúðina. Þjóðfélagsfræðingar telja reykingar mikið vandamál. Börn alast upp við að líta á réykingar sem tákxx fullorðins- áranna, og unglingar yilja sýna karmennsku sína og þroska með því að reyka.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.