Vísir - 11.08.1954, Side 7

Vísir - 11.08.1954, Side 7
Miðvikudaginn 11. ágúst 1954. VlSIK l.VÍT. ...... „----- ...- Distx. by United Feature, Syndlcate, Inc. „Eg býst nefríílega við, að þér afhéndið mér yðar hluti, Ra- venhill.“ . , ,. i „Jæja? Og hvers vegna skyldi eg gera það?“ ,,Yður til verndar. Til þess að komast hjá að fara í fangelsi.“ „Eg er ekkert hrifinn af fangelsum — og mér hefir tekizt að forðast þau til þessa. Þér eigið kannske við, að vegna þess að flugvél mín var veðsett, þegarí eg lagði af stað —“ „Vitanlega. Það er ákvæði, sem um þetta fjallar í veðsamn- ingnum — skuldin var fallin í gjalddaga, og flugvélin var raun- verulega mín eign. Þér vissuð það og lögðuð af stað þrátt fyrir aðvörun mína og riddaralögreglunnar. Þér fóruð í stolinni flug- vél. Og það er hegningarvei't athæfi.“ „Hm,“ sagði Ravenhill og þóttist vera hugsi á svip, en Vee varð óttaslegnari með hverri mínútunni sem leið. „Eg er þannig í talsverðum vanda staddur, að því er virðast má,“ hélt hann á- fram. „Þér óskið að fá hlutabréfin mín tíu — það er allt og sumt, —en þessi hlutabréf, skilst mér, mundu ásamt hlutabréfum Crims og DeVores veita yður meirihlutarétt að því er varðar námuna.“ „Það er svo,“' sagði Travis gleiður og brosandi, því að hann hugði, að hann hefði mýlt Ravenhill og gæti teymt hann hvert sem hann vildi. Vee flýtti sér að koma Riv til hjálpar. „Þetta er bara formsatriði með flugvélina, Riv,“ sagði hún. „Eg er efnuð nú — eg get greitt veðskuldina.“ „Bíddu róleg, væna mín,“ sagði Ravenhill og leit þannig á hana, að hún skildi það sem aðvörun um, að hafa gát á tungu sinni. „Eg kann að meta hollu.stu þína, en eg var bara að lokka Travis lengra og lengra inn í skógarþykknið, ef eg mætti orða það svo......Komið nú snöggvast með mér út í flugvél DeVores, herra Travis. Mér tókst að"bjarga dálitlu úr námunni — dálitlu, sem ungfrú Drummond veit ekkert um — en þetta, þótt smátt sé, mun breyta — gerbreyta afstöðu yðar, það er eg viss um.“ Travis vaAð undir eins var um sig. „Ef það eru gullsýnishorn eða annað slíkt þá skiptir það engu máli. Það hefir þegar verið staðfest, að eg veit ekkert um nám- una.“ „En eg ætla nú samt að gera það að beinni kröfu, að þér komið með mér, herra Travis,11 sagði Ravenhill í öðrum tón, „komið!“ Travis yppti öxlum. „Gott og vel. Eg skal kynna mér þetta, hvað sem það er.“ .... Undiíforinginn kom meðan þeir voru fjarverandi. Hann leit í kringum sig í byrginu og var spurnarsvipur á andliti hans. Vee skýrði honum frá því, að Ravenhill og Travis væru að ræða eitthvað í flugvél DeVores. Þeir munu koma að andæjtaki liðnu. „Gott og vel,“ sagði undirforinginn. „Eg vona að þeir nái sam- komulagi sín í milli. Það getur sparað mér tíma, en eg er liðfár sefn stendur, mikla vinnu. Eg vil, að Travis verði með mér í flug- vél Joe Patullos, og munu mvið tefjast nokkuð, þvi eg víl skoða námuna, en þér getið farið með Ravenhill í flugvél DeVores, ef þér hafið ekkert á móti því.“ „Síður en svo,“ sagði hún og skipti litum og brosti. Svo varð hún alvarleg og spurði: „Er það satt, undirforingi, að flugvél Ravenhills hafi ver)íð veðsett, þegar —“ En hún gat ekki lokið setningunni, því að þeir komu nú inn Ravenhill og Travis. Travis stikaði inn á undan, og varð engra svipbreytinga vart á andliti hans, en Ravenhill var allur snar- borulegri og sparkaði hurðinni að stöfum á eftir sér og benti Travis að fá sér sæti við eldhúsborðið. , *> Þegaq Travis var setztur sneri Ravenhill sér að undirforingj - anum, hneigði sig lítið eitt og mælti, um leið og hann leit glott- andi til Vee: „Þér munuð hafa tékkheftið yðar á yður, Travis — hérna erí lindarpenninn minn.“ Svo hélt hann áfram og beindi orðum sínum til Vee og urídir- foringjans: , „Hann ætlar að skrifa tvo tékka, upp á 10.000 dollara hvern, annarí* handa mér, hinn handa þér, Vee, en þetta er fyrsta af- borgun af gulli í vörzlu Tiíavis í Lochiel, en það var unnið úr námunni hérna. Er þetta ekki rétt, Travis?“ ■tsks A kvoldvökunni. Svo bætti hann við, af ásettu ráði, af því að Travis var á- heyrandi: „Það kann að vera heppilegt fyrir Travis. Nú er aðeins DeVore eftir til að sverjja, að Travis hafi vitað að náman er verðmæt.“ Undirforinginn leit hvasslega á Ravenhill. „Við skulum setja handjárn á fangann,“ sagði hann. Þau gengu inn í byrgið. Whitey horfði snöggt, rannsakandi augnaráði á Travis, en leit ekki á aðra. „Þér eruð fangi, DeVore,“ sagði McCord, „fyrir morðtilraun og ýmsar minni sakií. Eg aðvara yður: Allt, sem þér segið, kann að verða notað gegn yður.“ Hann skar sundur ólarnar og smeygði handjámunum á hann. Whitey stóð upp og rétti úr sér og leit enn á Travis. Hann kinkaði kolli. „Þér fáið lögfræðilegan ráðunaut í Lochiel, DeVore, hinn bezta fáanlega. Segið ekkert þangað til. Reiðið yður á mig.“ Þeir horfðu þannig hvor á annan, að auðséð var að þeir skildu hvor annan til fullnustu. Whitey leit hatursfullu augnaráði á Ravenhill, er undirforinginn ýtti honum á undan sér og sagði: „Eg ætla að koma honum í flugvél Patullos. Á meðan getið þér rætt við Travis, ef yður sýnist." „Það er mér kærkomið tækifæri.” Þegar undirforinginn var farinn litu þeir Travis og Raveríhill hvor á annan með hugarfari og svipbrigðum fjárhættuspilara. Vee var steinhissa á hve rólegir þeir voru, — það var engu lík- ara en um tvo menn væri að ræða, sem ætluðu að fara að tala um daginn og veginn. Ravenhill kveikti sér í vindlingi. „Jæja, Travis. Þér voruð viss um, að Whitey mundi hafa betur í öllum skiptum við mig? Og yður væri enn geðfellt að fá yðar hlut í ránsfengnum? “ , , , „Ránsfengur,“ sagði Travis, „eí óvirðulegt orð.“ „En hafið þér ekki óþægilega aðstöðu, gamli refur, til þess að gera krofur?“ „Alls ekki„‘ sagði Travis og breiddi út hendumar. „Eg skoð- aði námuna í fullu trausti og tilkynnti, að hún væri verðlaus. Eg hefði orð DeVore fyrir, að í byrginu væri aðeins sprengi- efni og verkfæri. Hver getur sannað annað?“ „Mætti eg minna á gulíið, sem Whitey afhenti yður í viður- vist Crims?“ „Gullið?“ sagði Travis. „Það voru engar kvittanir. DeVore kannnast ekki við neitt. Crim erí farinn og það verður erfitt að finnna hann. Og þegar hann finnst verður hann að synda eða sökkva með' DeVore. Vitnisburður sannanlega meðseks manns er og gagnslaus." Ravenhill yppti öxlum og mælti: „Haldið afram." „Eg skal koma fram fyrir hönd beggja, DeVore og Crim. Þeir eru erín félagar. Þeir hafa 45% hlutabréfanna, að eg kygg.“ Ravenhill vildi ekki deila um þetta á þessu stigi og beið. „Þér og ungfrú Dflummond ráðið yfir 55% hlutanna — eins og sakir standa.“ Traves ljómaði af ánægju í svip. Eftir langt rifrlldi við frúna, sat bóndinn þögull með hönd undir kinn. — Um hvað ertu að hugsa? spurði konan. — Ertu að hugsa um mig? — Óekkí, sagði maðurinn. —- Eg er að hugsa um veslings landflótta soldáninn af Mar- okko. — Er nokkur ástæða til að aumka hann, þótt hann sé landfiótta? — Nei, ekki fyrir það heldur hitt, að hann er fjölkvænis- maður. • Dag nokkurn var eg í heim- sókn hjá vinafólki mínu á Norður-Sjálandi, og síðdegis fóru allir út á göngutúr, nema eg sem þurfti að bíða, vegna þess að hann átti von á símtali. Þegar frúin fór út sagði hún: „Eitt þarf eg að biðja þig um: Ef þú ferð úí á eftir okkur, þá mundu að loka ekki fyrir út- varpið —• hundurinn er( svo undirhrifinn af Bach!“ Nú sá Tarzan, hvers kyns var. Há- karlinn var guð fenjamannanna. Einu sinni var.... Þessar fréttir birti Vísir m. a. þ. 12. ágúst 1919: Knattspyrnan. í kvöld verðurl háður kapp- leikurinn milli úrvalsliðs knattspyrnumanna okkar og A. B., en síðasti, úrslitaleikur- inn, verður háður á fimmtudag- inn. — Úrvalsliðið verður þann- ig skipað: í marki: Stefán Ól- afsson; bakverðir: Péfur Sig- urðsson og Gísli Pálsson; mið- menn: Magnús Guðbrandsson, Tryggvi Magnússon, Óskar Norðmann; framherjar: G. Schram, H. Hansen, Fr. Thor- steinsson, Páll Andrésson, Kristján Gestsson. — Og verð- ur nú gert það sem hægt er. Ragnar Lundborg verður méðal Botníu. Með honum er hans og tvæd dætur ungar. Lundborg verður mörgum manni kærkominn gestur, bæði vegna alls þess, sem hann hefir lagt til íslandsmála og vegna þeirrar góðu kynningar, sem íslendingar hafa haft af honum í Svíþjóð, er þeir hafa þangað komið. Hann hefur verið þar boðinn og búinn tii að greiða götu þeirra í hvívetna. Hann mun dvelja héfi fram til 28. þ. m. — /?. ftun-ouqks: €. iái -aigaoist hasæuð y arlega Þetta nKið listaverk, en tákn- starði á skjöldinn á veggnum. ið áhonu. var óhuganlegt, hákarl. Allt, í einu öskraði Gozu rlriiöL „Drottníngin er að koma“. Robert O. Case: Gultgildram 27

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.