Vísir - 12.08.1954, Síða 2
VÍSIB
Fimmtudaginn 12. ágúst 195Í.
Minnisblað
almonnings.
Fimmtudagur,
12. ágúst, — 224. dagur árs-
ins.
Flóð
verður næst í Reykjavík kl.
17.23.
Ljósatími
bifreiðá og annarra ökutækja
£r frá kl. 22.50—4.15.
Næturlælcnir
er í Læknavarðstofunni. —
Sími 5030.
Næturvör,ðui'
er í Reykjavíkur Apóteki. —
Sími 1760. — Ennfremur eru
Holtsapótek og Apótek Aust-
urbæjar opin alla virka daga
til kl. 8 e. h., nema laugardaga
til kl. 4 e. h. Þá er Holtsapótek
opið alla sunnudaga kl. 1—4.
Lögregluvarðstofan
hefir síma 1166.
Slökkvistöðin
hefir síma 1100.
K. F. U. M.
Biblíulestrarefni: Kon. 2,
1—12. Dauði Davíðs.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.00 Fréttir. — 20.30
Erindi: Heimur og líf. (Árni
Óla ritstjóra). 20.55 Útvarps-
hljómsveitin; Þórarinn Guð-
mundsson stjórnar. — 21.10
Upplestur: „Lög og létt hjal í
í útvarpssal", norsk gaman-
saga, þýdd, staðfærð og flutt
af Ragnari Jóhannssyni skóla-
stjó.ra. — 21.30 íslenzk tónlist
(plötur). —• 21.45 Náttúrlegir
hlutir: Spuijningar og svör um
náttúufræði. (Guðmundur Þor-
láksson cand. mag.). — 22.00
Fréttir og veðurfregnir. — 22.10
„Á ferð og flugi“, frönsk
skemmtisaga; XXIII. (Sveinn
Skorri Höskuldsson les). —
22.21 Symfóniskir tónleikar
(plötur) til kl. 23.00.
Sofnln:
Þjóðminjasafnið er oplð kl.
13.00—16.00 á sunnudögum og
kt 13.00—15.00 á þriðjudögum
iDg fimmtudögum.
IIWWIWWMWWWWWWWWWtfWWWWVmWW
WtfWWWWWflWtfWWWyWtfWWWtfVWWWWWVIVW
hwwwwwúwywwwwflwywwwwwwvwwvkw.M
JCXfl^VVSi iwvwwwvw
flrfWWWW • _____ ■
TS TfT^ T tk T% fwwwwvwví
,nA,VVV,U X-S11 I Lk IC ■ 'A WUVWVtfWtfk^
wwvwi JLf JL JL# Jl jl n iivwyvwwyv
UVWW B/ »11 ÍWWVVWtfWV.’'
WWWV%ff PVWWWVWW*
rfwuwu Tr&tsLl/r wwwjwyvwi
IWVUW M S/VSATUVUVVVV
uwww% B, fWWVWWtWi
WUWW ^wwvwvw
WVWVSWWWWtfWWVWVWWS^WWVVWWVWWWWtfW
WWWWWWWWWWVWWWWWWyW WVfWMtfww www
MnAÁfátaHr.2274
Lárétt: 1 gefið náfíi, 6'rjóða,
8 yfirfulit, 10 nafns, 12 egg-
járni. 14 bandalag, 15 fell, 17
'síðastur, 18 títt, 20 göt í jörðina.
Lóðrétt: 2 norðl. félag, 3
manna, 4 auli, 5 hestsnafn, 7
menn, 9 peningar, 11 bókasafn,
13 bardagi, 16 sannfæring, 19
tveir eins.
Lausn á krossgáíu nr. 2273:
Lárétt: 1 bílar, 6 sól, 8 ló, 10
mild, 12 aska, 14 nía, 15 skap,
17 mm, 18 lín, 20 stakur.
Lóðrétt: 2 ís, 3 lóm, 4 alin,
5 slasa, 7 ódámur, 9 ósk, 11 lím,
13 kalt, 16 Pía, 19 NK.
B.v. Sólborg
fór til ísafjarðar) í gærkvöldi.
B.v. Egill rauði
kom til Reykavíkur í gær frá
Austfjörðum. Fer á saltfisk-
veiðar við Grænland.
„Samvinnutrygging",
rit um öryggis- og trygginga-
mál, hefir Vísi borizt. Nafn rits-
ins ber það með sér, hver er
útgefandi, en ábyrgðarmaður
er Erlendur Einarsson fram-
kvæmdastjóri. í riti þessu er m.
a. rætt um brunatryggingar í
Reykjavík, hóplíftryggingar,
um tryggingajöfnuð við útlönd,
ölvun við akstur og sitthvað
fleira.
F j áröf lunar nef nd
Langholtsprestakalls hyggst
efna til útisamkomu 22. þ. m.,
og hefir af því tilefni leitað
til bæjafráðs um fyrirgreiðslu.
Frjálsíþróttasamb. íslands
hefir sótt um 20 þús. kr. styrk
vegna þátttöku í Evrópumeist-
aramóti í frjálsum íþróttum. —
Bæjarráð hefir samþykt fyrir
sitt leyti að verða við beðninni.
Fél. ísl. myndlistarmanna
hefir hug á að reisa sýning-
arskála í Hljómskálagarðinum
við Bjarkargötu. Skipulags-
menn bæjarins fjalla um málið.
Karlakórinn Fóstbræður
mun fá 40 þús. kr. styrk hjá
bænum til söngfarar um V.-
Evrópu.
fsl. sýning í London.
Kl. 3 í gær var opnuð íslenzk
sýning í salarkynnum bóka-
verzlunar Foyle® í London.
Sendiherra íslands, Agnar Kl.
Jónsson, flutti stutt ávarp og
bauð gesti velkomna. Meðal
gesta voru fréttariitarar nokk-
urra blaða. Var gerður góður
rómur að sýningunni.
Happdrætti
Snæfellingafélagsins.
Dregið var hjá borgarstjóra
í happdrætti Snæfellingafélags-
ins 10. ágúst og komu upp þessi
númer: 1528 kæliskápur. 11507
þvottavél. 6193 strauvél. 12021
eldavél. 1745 þvottapottur.
2676 Bónvél. 9149 vöfflujárn.
6094 hraðsuðupottur. 3013 hrað-
suðuketill. 23237 borðlampi.
2490 straujárn. 15447 ryksuga.
23299 hrærivél. 8143 brauðrist.
2255 kaffikanna. —• Vinning-
anna sé vitjað til Guðbjörns
Bergmann> Rauðarárstíg 20. —
Sími 1198. (Birt án ábyrgðar).
Hjúskapurj
S.l. mánudag voru gefin sam-
an í hjónaband af síra Þorsteini
Björnssyni ungfrú Sigrún Á.
Sigurðárdottlr kennari1, Grett-
isgötu 6, og Haraldur Sigurðs-
son, bókavörðúr, Langholts-
vegi 86.
Dr. Karl Kroner.
sem var mörgum íslendingum
að góðú kunnui', uæði frá því að
hann iijó í jiýzkalandi og fró því
að hanri settist að hér á landi,
andaöist nýlega í Bandaiíkjuri
um 75 óra ganrall. Haföi hann
óskað eftir því, að lík sitt yrði
brennt og askan flu.it tH íslanrts.
Mun það verða gert í þessiuu
máiiuði., . .
Z júondoa.
; var í gær efnt ti) sýrmgar
varðandi ísland í hásak> 'uim
einnar stæretu bókaverziunar
heinrs, Foyles. Er hér um land-
kynningarsýningu að ræða, og
mælti sendiherra íslands, Agnar
Kl. Jónsson, nokkur orð við opn-
unina. — Mönnum finnst þó
ekki til mikils að kynna landið,
þegai- ekki er liægt að taka ó
móti neinum ferðamannastraumi
til landsins.
Mz*__
Fegrunarfélagið.
skipaði fyrir skemmstu þriggja
manna nefnd til að dæma um
fegurð húsa sem fullgerð voru
ásíðaSta ári. Hefur nú Húsa-
meistarafélag íslands tekið til
máls um þetta efni, þar sém eng-
inn í dómnefndinni var frá því,
og telur að gengið sé framhjá
þeirri stétt manna, sem bezt vit
liafa á byggingum og byggingar-
list. Finnst félaginu, að í sam-
ræmi við þett.a megi biðja fram-
leiðsluráð landbúnaðarins að
dæma um beztu málverk ársins
1954.
Danski töframaðurinn
Viggo Spaar kom í heimsókn
■ á elliheimilið Grund í gær ásamt
konu sinni og slcemmti vist-
mönnum þar með allskonar
töfrabrögðum. Var hin bezta til-
breyting að heimsókn hans.
Hvar el<u skipin?
Eimskip: Brúarfoss fór frá
Rvk. 7. ág. til Newcastle, Hull,
Rotterdam, Bremen og Ham-
borgar. Dettifoss er í Rvk.
Fjallfoss er í Rotterdam. Goða-
foss fór frá FÍekkefjord í gær
til íslands. Gullfoss fór frá
Leith í fyrrad. til K.hafnar.
Lagarfoss fór frá Akrnesi í
gærkveldi til New York.
Reykjafoss fór frá Rvk. í fyrra-
kvöld vestur og norður um
land. Selfoss er í Rvk. Trölla-
foss er í Wismar. Tungufoss fer
frá Kotka í gær til Gdynia.
Vatnajökull fór frá New York
6. ág. til Rvk.
Veðrið í morgun:
Reykjavík logn og 11 st. hiti.
Stykkishólmur A 2, 9. Galtar-
viti ANA 2, 8. Blönduós NA 2,
7. Akureyri NV, 9. Gríms-
staðir A 2, 8. Raufarhöfn ANA
4, 7. Dalatangi NA 2, 7. Horn
í Homafirði A 2, 8. StórhÖfði
í Vestmannaeyjum A 6, 10.
Þingvellir logn, 11. Keflavíkur-
flugvöllur ASA 2, 10. Veður-
horfur, Faxaflói: Norðaustan
gola, skýjað. Sumstaðar dálítil
rigning.
f gærkvöldi
fannst reiðhjólið með hjálp-
arvélinni, sem sagt var frá í
gær, að stolið hefði verið frá
bifreiðastöð Steindórs. Fannst
hjólið við höfnina og var nokk-
uð skemmt.
Slökkviliðið
var í ’gærkvöldi kvatt að
Njálsgötu 57, en ekki var þar
um neinn eld að . -eða. Hins
vegar hafði vatn kornizt að raf-
magnsleiðslu og leiddi rafmagn
ið út. Skemmdir urðu engar.
M.s. Ðronning Alexandrine
kom í morgun.
Trippa- og íolaldakiöt
al nýsIátruSu, létttsaltaS
hrossakjöt, hrossahjúgu
I heildsölu og smásölu,
Mteykh úsið
Grettisgötu 50B, sími 4467
Nýlagað kjötfars og
hvítkál.
Síld & ZhóSur
Bergstaðastræti 37, sími 4240
Bræðraborgarstíg 5.
Sími 81240.
Nýtt kindakjöt, ný
lifur, nýr silungur. Nýjar
rófur og kartöflur.
Kjötverzlun
Axel Sígurgeirsson
BarmaMíð 8, síml 7709.
Háteigsvegi 20, simi 6817,
GRÆNMETI:
Blómkál,
hvítkál,
gulrætur,
salafhöfuð
kemur í búðina nýskoríð
á hverjum morgni.
Kjötbúðin BORG
Laugaveg 78. Sími 1636.
wwwwwwwwww
Nýslátrað kindakjöt.
Alikálfakjöt. Ðaglega
nýlagað kjötíars og vín-
arpyisur. Gulrófur og
gulrætur, blómkál, hvít-
kal, appelsínúr og nýjar
sítrónur.
KApLASKJÓU S • StMI S2249
Nýslátrað dilkakjöt.
Kjötverzlunin
Burfell
Skjaldborg, Lindargötu.
Höfum fengið nýja
sendingu af óbarða,
vestfirzka freðfisknum.
Hlíðabúðin
Blönduhlíð 35 (Stakka-
hlíðarmegin). Sími 82177.
Nýslátruð hænsni,
Iundi og allsk. nýtt
grænmeti. Daglega nýr
silungur.
Ejötverzlun
Hjalta Lýðssonar
Grettisgötu 64, sími 2667.
WWJVWVVWVVVWWWWVWVWWWW
MARGT A SAMA STAÐ
Loksins hefur draumurínn rætzt
og kokteill
í 44 dósum nýkomið.
Verðið aðeins kr. 15,25. Takmarkaðar
birgðir.
Þér eigið alítaf Ieið um Laugaveginn.
Ciausensbúö
Laugaveg 19. — Sími 5899.
Cei.x'veiöiftíifjfai'
í Grímsá. Veiðidagar 19., 20., 23., 24. og 25.
ágúst eru til leigu í Grafarhyl.
MterMuf dtmmsem
Hofteig 8, kl. 8—9 í kvöld.
1 LAUGAVEC 10 - SIMI 336: