Vísir - 12.08.1954, Page 4
VÍSiR
Fimmtudaginn 12. ágúst 1954.
9AGBL&S
Ritstjóri: Hersteinn Féisson.
' 'Auglýsingastjóri: Kxistján Jónstton.
Skrifstofur: Ingólfsstrœti 5.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAH VlSIB BJ.
AigreiSsla: Ingóífsstræti 3. Simi 1660 (fimm iínur).
Lausasala 1 kréna.
Félagsprentsmiðjan hi.
Sigurður
prentarí
Kröfur togarasjómanna.
Sjómannafélög þau á landinu, þar sem togarar eru gerðir
út, efndu til ráðstefnu hér í Reykjavík í byrjun þessa
mánaðar. Var ráðstefnan haldin að undirlagi stjórnar Al-,
þýðusambands íslands, sem vildi að sjómannafélögin sam-
xæmdu sjónarmið sín og kröfur þær, sem ætlunin hefur verið
að gera á hendur útgerðinni, en félögin hafa haft lausa samn-
ánga undanfarnar vikur með þetta fyrir augum.
Hafa sjómannafélögin nú tilkynnt samtökum útgerðarmanna,
í hverju kröíur þeirra eru fólgnar, og skulu þær ekki raktar
hér að sinni, þar sem tilkynning sjómannasamtakanna um
þetta var birt í heild í blaðinu í gær. Helztu breytingar á
kaupi sjómanna í ýmissi mynd eru í fimm liðum, og er þar
um talsverða hækkun að ræða frá því, sem gilt hefur, en
auk þess er um ýmrar aðrar breytingar á eldri samningi að
ræða, sem fela í sér aakin hlunnindi fyrir sjómennina.
Það er greinilegt, að ef allar þær breytingar, sem sjómenn
fara fram á, verða samþykktar, mun þar verða um talsverðar
fjárhæðir að ræða, sem útgerðin verður að greiða. Á hitt er
einnig að líta, að togaraútgerðin er ekki samkeppnifær við
ýmsa aðra atvinnuvegi — suma ómerkilega — svo að menn
sækjast frekar eftir vinnu í landi, og mun þó enginn halda
því fram í alvöru, að ekki sé lífsnauðsyn fyrir þjóðina að
togurunum sé haldið út og það sem flesta daga á árinu.
Sjómenn fara meðal annars fram á skattfríðindi, og kemur
því til kasta hins opinbera, því að vitanlega geta útgerðar-
menn engu um slíkt ráðið, einstaklingar í þjóðfélaginu. Munu
það ekki vera stórköstlegar upphæðir, sem bæjarsjóðir eða
ríkissjóður yrðu að gefa eftir, og ef það gæti orðið til að auð-
velda samninga, virðist það leið, sem sjálfsagt er að fara.
En vitanlega þarf meira til, og er fjallað verður um þau at-
riði er meiri hætta á, að erfiðleikar verði á að ná samkomulagi.
Það hefur verið ákveðið, að fulltrúar útgerðarmanna og
sjómanna komi saman á næstunni til að hefja viðræður um
samningana. Er það vel, að svo skjótt er brugðið við í þessu
efni, því að nauðsynlegt er, að togararnir komist út sem
fyrst, og hafa þeir legið alltof lengi. Væntanlega ganga þá
báðdr aðilar að samningaborðinu í þeim tilgangi að líta með
velvilja á málstað hvors annars, skilningi á erfiðleikum, sem
báðir eiga við að stríða, og mikilvægi atvinnuvegarins frá
sjónarmiði heildarinnar. Ef það sjónarmið er haft að leiðar-
stjörnu, ætti að vera unnt að komast að samkomulagi án veru-
legra og kostnaðarsamra tafa.
Sigurðui: 'Grímsson prentari
veijður jarðsunginh í dag. Sig-j
urður fæddist hinn 14. maí
1867, en andaðist 5. ágúst sl. j
Varð hann rúmlega 87 ára er
hann lézt.
Sigurður Grímsson var
fæddur á * Katanesi í Hvalfirði
og þar ólst hann upp, fyrst hjá
foreldrum sínum, en föður sinn
missti hann á unga aldri, síðan
með móður sinni og sijúpföður.
Er Siguitður hafði aldur og
þroska til, réðst hann hingað
til Reykjavíkur og hóf nám í
iðn þeirri, sem hann gerði að
lífsstarfi sínu — prentlistinni.
Prentiðnina stundaði Sigurð-
ur ekki einungis hér í Reykja-
vík, heldur og bæði austanlands
og vestan, á Seyðisfirði og
Bíldudal, á vegum Þorsteins
skálds Erlingssonar, sem rak
blaðaútgáfu á báðum þessum
stöðum, svo sem kunnugt e5.
Sigurður var og einn af
stofnendum Gutenbergprent-
smiðjunnai', og einn þeirra 12
postula prentlistarinnar, sem
hófu upp merki stéttarinnar
með stofnun Hins íslenzka
prentarafélags, en tveir stofn-
endanna eru enn á lífi, þeir Jón
Árnason og Friðfinnnuii Guð-
jónsson.
Sigurður Grímsson var
gæddur léttri skaphöfn, skarpri
greind og miklu starfsþreki..
Náin snerting hans við hina
göfugu prentlist gaf honum
tækifæri til að kynnast mörgu
því bezta í heimi andans og
víkkaði sjóndeildarhring hans
og efldi þroska hans.
Hvort blítt eða strítt honum
bar að höndum, var hann æðru-
laus, gamansamur og glettinn.
Andrúmsloftið umhverfis hann
var jafnan þrungið skemmtan
og kátínu.
Slíkum mönnum er gott að
kynnast og eiga með þeim sam-
starf. Enda var Sigurður ó-
trauður starfsmaður þeirra fé-
laga og hugsjóna, er: hann á
annað borð batt trúnað við.
í þjóðsögum vorum er til
frásaga um dýr eitt ferlegt,
sem átti að hafast við í tjörn
Góðir sendimenn.
'VTísir hefur að undanförnu drepið nokkrum sinnum á frammi-
‘ ’ stöðu og afrek skákmanna okkar á erlendum véttvangi á
þessum stað. Hefur blaðið haldið því fram, að við eigum fáa
betri sendimenn til að sækja íþróttamót í einhverri mynd |
erlendis en skákmenn okkar, sem hvarvetna geti sér hið bezta
orð, og mætti hið opinbera gjarnan styrkja samtök þeirra
meira en gert væri, því að svo miklu væri varið í styrki til
ýmissa félaga, er ynnu þó ekki eins vel fyrir heiður þjóðar-
innar og samtök skákmanna, sém eru því miður alltof fámenn.
Um þessar mundir er verið að- undirbúa þátttöku af hálfu
Islendinga í tveim mótum erlendis. Er annað Evrópúmeistara-
mót í frjálsum íþróttum, sem háð verður í lok þessa mánaðar
í Sviss, þar sem helztu menn allra landa álfunnar munu þreyta
allskonar keppni, en hitt er skákmót, sem efnt verður til í
Hollandi, og mun þar einnig verða margra slyngra kappa á
sviði skákíþróttarinnar.
Skákmenn eru ekki margir hér á landi, og fámennari hópur,
sem fylgist með skákíþróttinni en mörgum öðrum, svo að
samtök þeirra eiga ekki gilda sjóði. Hafa þau þess vegna
heitið á almenning að gera það kleift að sendir verði þeir
meiin, sem ákveðið er, á skákmótið í Hollandi. Undirtektir hafa
verið daufar, en ef nægilega margir leggja nokkuð af mörkum,
mun brátt nóg komið fyrir kostnaði. Allir, sem hafa glaðzt
■ yfir. sigrum. skákmanna okkar ó undanförnum árum, eiga nú
að þakka þeim með því að leggja í fararsjóðinn til Hollands.
einni, stekkjaryeg frá bænum.
Þessi sagá gerðist ékki fyrir
löngu síðan, eða það merka ár
1874. Ðýr þetta var eftir því
sém heimildir herma, hinn
mesti vágestur, hrjæddi menn
og elti, veitti þeim helzt atför
er. þeir voru einir saman, gerði
og margar skráveifur aðrar,
svo að við lá að hyorki nýttist
búsmali eða þjóðvegir. Dýr
þetta var kennt við Katanes á
Hvalfjarðarströnd, og er það
vaú upp á sitt bezta, var Sig-
urður rúmlega sjö ára gamall.
Sagði hann eitt sinn á fundi
skemmtilega frá hinum mikla
viðbúnaði og liðsamdrætti bæði
úr höfuðstaðnum og víðar, er
til skarar skyldi skríða við ó-
vættina. Hinsvegar var hann
sökum æsku ekki liðtækur í
atförina.
En síðar varð hann þátttak-
andi í annari atför, að öðrum
.yágesti, sýnu hættulegri en
.Katanesdýrinu, vágesti, sem
hrætt hefir marga manneskj-
una, hrakið og hrjáð og gert
marga skráveifuna svo að við
hefir legið að hvorki nýtist bú-
smali né þjóðvegir — það er
Baccus — en allt frá árinu 1909
til aldurstilastundar var Sig-
urður Grímsson mjög starfandi
í samtökum bindindismanna —
Góðtemplarareglunhi. Orðfimi
hans, áhugi og starfsgleði skóp
honum stöðu meðal forystu-
manna Reglunnar. Hann sat
mörg þing hennar sem fulltrúi,
bæði í Stórstúku og Undir-
stúku. Hann var oftast í for-
ystu stúkna sinna og ein meðal
helztu driffjaðra í starfi þeirra.
Honum var! lagin sú list, að
hryggjast með hryggum og
gleðjast með glöðum. Hann
skildi alvöru bindindisstarfsins
manna bezt, en einnig nauðsyn
góðra og hollra skemmtana.
Hann var einn á meðal snjöll-
ustu leikara sem Reglan hefir
átt og dró ekki af sér á þeim
vettvangi frekar en annars
staðar. Iiann lék mikið og leið-
beindi öðrum á þessu sviði, og
allt það, sem hann kom nærri
í þessu sambandi, bar á sér ó-
tvíræðan menningahsvip.
Hin síðari árin starfaði Sig-
urður að mestu við dansleiki
Góðtemplarahússins. Dans-
samkómur þessar hafa veitt
fólki óblandna ánægju og gef-
ið mönnum kost á að skemmta
sér á mannsæmandi hátt. Far-
sæl forysta Sigurðar Gríms-
sonar átti sinn þátt í því hversu
skemmtanir þessar hafa notið
mikilla viijgælda. Sigurður
Gðímsson gerði sér það fljót-
lega ljóst hversu skemmtan-
irnar eru snar þáttur í lífi
fólksins, ekki hvað sízt þess
yngra, og hversu miklu það
varðar, að þar sé vel á málum
haldið og þeim sé beint inn á
réttar brautir, og í því hefir
hann haft heillavænlega for-
ystu um áraraðir.
Við, sem höfum starfað með
Sigurði Grímssyni innan
bindindishreyfingarinnar þökk-
um honum samverustundirnar
og fagurt fordæmi um tryggð
og öryggi í störfum fyrir þau‘
málefni, sem menn á annnað
borð bindast trúnaði við.
E. B.
Fyrir nokkrum dögum barst
Bergmáli bréf, þar sem um var
rætt að veitingahúsið Bifröst 4
Borgarfirði hefði getað sýnt betrí
þjónustu en þaS gerði við ákveð-
ið tækifæri. Nú hefur Bergmáli
borizt svar frá liótelstjóranum,
sem skýrir þetta mál, og fer það
hér á eftir:
„Hinn 3. ágúst sl. birtist i Berg-
máli bréf frá R. K., þar sem af-
greiðsla í veitingahúsinu Bifröst
um verzlunarhelgina var harð-
lega gagnrýnd. Var því haldið
fram, að húsið hafi verið lokað
og ekki afgreiddur matur eftir
hádegi umræddan sunnudag.
Umferðin gerði.
Grein þessi var ósanngjörn og
skrifuð af ókunnugleika. Þennan
dag var geysileg umferð um Borg-
arfjörð og sótti földi manns að
Bifröst til að fá þar beina. Var
hafður viðbúnaður til að afgreiða
eins margt fólk og framast er
unnt, og munu um 1000 manns
hafa fengið þar veitingar þenn-
an dag.
Ekla á starfsfólki.
Það hefur reynzt erfitt að fá
starfsfólk að sumargististöðum í
ár, og munu fá eða engin þeirrai
hafa liðstyrk til að annast mestu
umferðardagana vandkvæðalaust.
Umræddan sunnudag var aðsókn-
in að Bifröst svo mikil, að ógern-
ingur reyndist að afgreiða sleitu-
laust og var því dyrum hússins
tvívegis lokað skamma stund. Var
þetta gert i algerri neyð, enda
tóku flestir ferðamenn, sem þá
bar að garði, biðinni með þolin-
mæði og skilningi, en ekki óvildí
eins og R. K.
Óbilgirni gestsins.
Það er ótrúlega mikið starf,.
scm þarf til þess að afgreiða heit-
an mat sfanzlaust heilan dag á
veitingahúsi og lialda staðnum,.
bæði sölum og salernum, þokka-
legum og hreinum. Stjórnendur
Bifrastar Iiafa reynt að gera háar
kröfur til veitingastarfseminnar
þar, ekki síður þegar umferð er
mikil lieldur en þegar hún er
litil.
Hafa gestir Bifrastar yfirleitt
sýnt þessari viðleitni meiri skiln-
ing og velvild en fram kom í
bréfi R. K.
Við bréf þetta þarf ekki að bæta
og vonar Bergmál að R. K. hafi
fehgið úþþlýsihgár, sém háhnbað
um. — kr.