Vísir - 14.08.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 14.08.1954, Blaðsíða 4
vtsiR Laugardaginn 14. ágúst 1954. VÍSXR 9&GBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstraeti 3. Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.T. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 krána, Félagsprentsmiðjan h-í. 1 VIÐSJA VISIS: Skjót viðbrögð, ef rauðliðar í Kina hafa ofbeldi í frammi — annars grelnir fleiðtogana á um LítiH vinningur. Þrír fjórðu hluta venjulegs síldveiðitíma eru nú á enda, og hefur vertíðin að þessu sinni verið mjög keimlík þeim, sem komið hafa í nær heilan áratug — það er að segja afli hefur verið sáralítill, flestir bátar orðið fyrir einhverju tapi og sumir mjög miklu, en fjölmargir einstaklingar standa uppi að heita má slyppir og snauðir. Er nú svo komið, að fáeinum bátum hefur verið stefnt til heimahafna, þar sem eigendunum finnst ekki ájtæða til að hafa þá lengur fyrir norðan. Að þessu sinni hafa Islendingar leitast við að fylgjast meira með göngum síldarinnar en nokkru sinni fyrr, og hefur verið til þess betra tækifæri en áður, þar sem Ægir hefur verið búinn tæki einu, sem ,,sér“ neðansjávar, segir til um það, hvort þar eru fiskitorfur eða ekki. Hafa athuganir þessar leitt í ljós, að aflatejsiJ stafar ekki af því, að ekki sé um mikla síld í sjónum að ræða, við landið eða ekki mjög fjarri því. Var skýrt frá því í útvarpi í fyrrakvöld, að tiltekinn dag í .síðasta mánuði hefði Ægir orðið var við um 1000 síldartorfur á hluta úr sólarhring, og sést af því, að síldarmagnið er nóg, en því miður verður enginn 'feitur á þeim fiski sem er í sjónum en næst þaðan ekki. í þetta sinn eins og um mörg undanfarin sumur hefur verið ætlunin að ausa mörgum milljónum úr sjónum, en svo hefur farið, að miklu fé hefur verið varpað í sjóinn, ef svo má að orði kveða, þar sem síldin hefur brugðizt. Að lokinni lélegri síldarvertíð hafa víst margir strengt þess heit, að leggja ekki í slíkt happdrætti framar, og sumir staðið við það, þar sem þeir hafa orðið að hætta útgerð vegna mikils tapreksturs. En er vorað hefur á ný, hefur síldarfirðingur farið um menn sem fyrr, og traustið á happið orðið til þess, að gert hefur verið út á síld sem áður. Er ekki hægt að ligga mönnum á hálsi fyrir það þótt þeir tefli í tvísýnu í þessu, því að segja má, að teflt sé í tvísýnu í öllum atvinnuvegum landsmanna, þar sem afraksturinn byggist á sjávarfangi. Þjóðin mundi einnig telja það ábyrgðarleysi eða eitthvað annað verra, ef meirihluti útgerðarmanna ákvæði eitthvert sum- árið, að senda báta sína ekki til síldveiða, en það ár yrði uppgripaafli, sem nýttist svo ekki nema að litlu leyti sakir þess, að menn hefðu ekki verið viðbúnir til að koma síldinni á land. Sjá menn af þessu, að mjög er úr vöndu að ráða fyrir útgerð armenn og aðra, sem hafa þessi mál á sinni könnu, þegar síldarvertíðin nyrðra nálgast hverju sinni og taka skal ákvörðun um það, hvort hrökkva skuli eða stökkva, og er þar enginn öfundsverður. Meðan nákvæm tæki sýna, að síldin er í sjónum umhverf- is landið, munu menn ekki gefast upp við tilraunir til að ná henni, jafnvel þótt þeir leggi sig í mikla fjárhagslega hættu við það. Og jafnvíst er, að við verðum að gera tilraunir til að finna veiðitæki eða aðferðir til þess að ná til síldarinnar, þótt hún sé ekki við yfirborðið, og er hér tækifæri fyrir hug- vitsmennina til að sýna, að þeir geti leyst þenna vanda. Hættuleg farartæki. X7'msir bæjarbúar hafa komið að máli við blaðið upp á síð- kastið, og þakkað það, að drepið var á það ekki alls fyrir löngu, hversu hættulegur bifhjólaakstur unglinga á götum bæjarins væri fyrir þá sjálfa og aðra. Undanfarið hafa tugir og jafnvel hundruð unglinga gerzt bifhjólaknapar og þeysast þeir um götur bæjarins eins og þeir eigi lífið að leysa. Eru þó margir þessarra riddara vart af óvitaaldri, en þeim leyfist að nota þessi ökutæki, af því að lögreglusamþykkt eða lög krefj- ast ekki sérstaks ökuskírteinis við notkun þeirra. Það er á allra vitorði, hve hætturnar af umferðinni eru geysimiklar á götum borgarinnar, og þær hafa ekki minnkað við tilkomu bifhjólanna, þvert á móti. Á næstunni mun bifreiðum sennilega fjölga ehn til muna, og með þeim fer hættan í vöxt. Virðist því ekki úr vegi, að einhver leið sé reynd til að dragá úr þeim, og mætti gjarnan byrja á þeim farartækjum, sem Rninnst er þörfin fyrir. Verður barizt við kommún- istaríkin í austri, Ráðstjómar- ríkin og hið kommúnistiska Kína, annaðhvort eða bæði, meðan Bandarikin hafa foryst- una í framleiðslu kjarnorku- vopna, eða — beðið þar til kommúnistar hi)ada af stað styajöld? Um þetta er ágrein- ingur meðal æðstu manna Bandaríkjanna á sviði stjórn- mála og hermála. Sumir herferingjanna eru hlynntir því, að láta til skarar skríða meðan aðstaða Banda- ríkjanna er sterkari af ofan- nefndum orsökum, — stjórn- málamennirnir, sem mestu ráða um stefnuna nú, Eisenhower og Dulles, eru á öðru máli. Eitt af vikuritum Bandaríkj- anna segir um þetta atriði að ekkert sé eðlilegra en að ágreiningur komi fram um stefnuna, þegar eins sé ástatt og nú, að norðurhluti Indókína sé genginn úr greipum frjálsu þjóðanna, eða þegar eitthvað annað mikilvægt gerist, sem knýi fram, að þessi mál sé end- urskoðuð. Ágreinings um þetta verði vart í ríkisstjórninni, á þingi og í herstjórninnni. En hvað sem öllum ágreiningi líði, verði forsetinn og utan- ríkisráðtierra hans að maijka stefnuna. Ættu Bandaríkin að hefjá styröld? Það er ekki farið neitt dult með það vestra, að sú stefna á sér talsvert fylgi bæði meðal hershöfðingja og á þingi, að: hefja styrjöld gegn Ráðstjórn- 1 arríkjunum, meðan Bandaríkin hafa forystuna um framleiðslu kjarnorkuvopna. Þessa aðstöðu bei'i að nota nú. -"fnvel þótt hefja yrði styrjöld, því „að slíka styrjöld gæti Banda- ríkjamenn unnið og upprætt þar með þær hættur sem ógna tilveru Bandaríkjanna. Hér er átt við það, sem Bandaríkja- menn kalla styrjöld til þess að afstýra enn ægilegri styrjöld \ síðar (a preventive war). Þessi stefna á sér einkum I mai<ga fylgismenn í flugher Bandaríkjanna. Skoðun Eisenhowers og John Foster Dulles. Þeir eru þeirrar skoðunar, að ef ekki verði komizt hjá heimsstyrjöld, megi ekki til þess koma, að Bandaríkin eigi upptökin. Ennfremur telja þeir heimsstyrjöld ekki, óumflýjan- lega, og allt verði að gera, sem unnt sé til þess að koma í veg fyrib hana. Forsetinn kvað hafa gefið strangar fyrirskip- anir um, að landher, flugher og sjóher forðist eftir megni allt, sem til árekstra gæti leitt. Á öðru máli — En það eru ýmsir leiðtogar í Bandaríkunum á öðru máli, menn, sem telja heppjlegra, að í odda skerist fyír en seinna, ef ekki við Ráðstjórnarríkin, þá við hið kommúnistiska Kína. Höfuðmaður þessarar stefnu er Radford flotaforingi, formaður hins sameinaða her- foringjaráðs. Hann hefir stöð- ugt haldið því fram, að ekki verði hægt að koma á öruggum friði í Indókína, meðan komm- únistar fara með völdin í Kína. Hann mundi ekki vera mót- fallinn „takmarkaðri styrjöld" við Kína, þ. e. að beitt yrði flugher og flota gegn kínversk- um kommúnistum. Leiðtogar landhersins hallast á sömu sveif, en yfirmaður landhersins, Matthew B. Ridgway er þeirr- ar skoðunar, að ekki verði hjá því komizt, að beita landher. í flughernum ríki sú skoðun, að engai| hömlur yrðu lagðar á sprengjuárásir og gæti því ekki orðið um langvinna styrjöld að ræða. Afleiðingarnar gætu orðið víðtækar. En afleiðingarnar gætu orð- ið víðtækar og það gera þeir Eisenhower og Dulles sér Ijóst, það er: 1. Bandaríkin kynnu að verða að heyja slíka styiíj- öld án bandamanna. 2. Jafhvel liótanir að ems um slíka styrjöld kynnu að leiða til þess, að kínverskir kommúnistar treystu sam- vinnuna við Rússa. 3. Styrjöld gegn Kína kynni að hafa jiær afleið- ingar að allar Asíuþjóðir yrðu fjandsamlegar Banda- ríkjunum. Skjótar gagnráðstafanir. Það hefir orðið ofan á, að fara þá leið, að grípa til gagn- ráðstafana tafarlaust, ef ti1 I einhverra ýfingar kemur sem andstæðingarnir eiga upptök að. Til dæmis, ef kommúnistar skjóta niður bandaríska flugvél yrði þeim goldið líku líkt vic fyrsta tækifæri. Jafnframt yrð: miðað við,a ð sannfæra and- miðað við að sannfæra and- ágengni borgi sig ekki, og leið’ til gagnráðstafana. Er þess skammt að minnast, sem gerð- : ist við Hainman-ey, er tvær flugvélar voru . skotnar niður fyriii kommúnistum. Þar með var þeim gefið til kynna, að frekari ofbeldi myndi leiða til gagnráðstafana, og Bandaríkin taka afleiðingunum, jafnvel þótt þær yrðu heimsstyrjöld.; Sveigt til suðurs. s V Mikla athygli vekur í þessu sambandi, að Bandaríkin eru farin að láta flugvélaskip sín sigla reglulega um Suður- Kínahafið. Á Subicflóa á Fil- ipseyjum eij verið að koma upp mikilli flota og flugstöð, og þar, en ekki á Japanseyjum vei'ður meginflotastyrkur Bandaríkj- anna við Austur-Asíu. Flotinn hefir herskip stöðugt til eftir- lits á Formosasundi. Jafnframt hafa þóðernissinnar sig meira í frammi með skyndiárúsum á meginlandtð og flugferðum yf- í dag fer fram mikil hátíð í Tivoli, en efnt er til fegurðar- samkeppni blómarósa íslenzkra. Fegurðarsamkeppnin er orðin fastur liður í skemmtunum Tivoligarðsins á hverju sumri, og virðist hún eiga síauknum vin- sældum að fagna. Að þessu sinni verður þátttaka meiri en nokkru sinni og fjölbreyttari, því von er á nokkrum blómarósum utan af landi, sem taka ætla þátt. Er það í fyrsta skipti, sem stúlkur utan Reykjavíkur taka þátt í feg- urðarsamkeppni í Reykjavík og mun víst mörgum leika forvitni á því, hvaða sýsla eða bær ber sigur úr býtum. Eykur fjölbreytnina. Auðvitað er það miklu skemmti legra, að kvenfólk utan Reykja- víkur komi einnig og taki þátt í fegurðarsamkeppninni. Það eyk ur á fjölbreytnina og mun áreið- anlega verða til þess að gera þessa saklausu skemmtun vin- sælli. Annars er það mjög ein- kennilegt, hve margt fólk, einkum þó utan Reykjavíkur, hefur á móti því, að efnt sé til fegurðar- samkeppni kvenna hér á landi. Þó er slík samkeppni alls staðar háð og þykir ekki mikið að því. Víðast er hún þannig, að konurnar sýna sig á sundföt- um, en sá háttur hefur elcki ver- ið hafður á hér, svo á engu er í sjálfu sér að hneykslast. Góð verðlaun. Og vinningar fegurðai'dísanna hafa alltaf verið all-verulegir. Að þessu sinni munu vera þrir vinningar, eins og skýrt hefur verið frá í auglýsingum og skrif- um um þessa árlegu skemmtun. Sú, sem hlutskörpust verður, fær ferðalag til tízkuborgarinnar Parísar, en tvær aðrár blómarós- ir eiga líka von á góðum vinn- ingurn, dýrum og glæsilegum fatn aði. Það er þvi til nokkurs að vinna að taka þátt í fegurðar- samkeppninni. Það er heldur ekki að efa, að verði fagurt og hlýtt veður fjölmenna Reykvíkingar í skemmtigarðinn um helgina. Góðir kraftar. Það er sjálfsagt að geta þess, sem vel er gert ekki síður en að gagnrýna það, er aflaga fer. — Óhætt er að fullyrða, að for- ráðamenn Tivoli eru mjög dug- legir að útvega góða skemmti- krafta til þess að koma fram í skemmtigarðinum. Á hverju ári koma hingað margir þekktir lista- menn á ýmsum sviðum, sem skemmta gestum Tivoli með list- um sínum. Með þessari fjöl- breytni hefur skemmtigarðurinn stöðugt aukið á vinsældir sínar. En skemmtanir þar fara mjög eftir því, hvernig viðrar og velt- ur auðvitað mest á því. Vonandi viðrar vel um helgina, því miklu hefur verið tilkostað til þess að gera fegurðarsamkeppnina sem bezt úr garði. — Bergmáli lýkur svo í dag. — Kr. ir borgir Suður-Kína. Nýlega var flogið yfir Canton og varp- að niður flugmiðum og menn hvattir til þess að i*isa upp gegn kommúnistum. Með öllu þessu er kommúnist um tilk., að þrátt fyrir hvernig fór í Indokína, geti þeir ekki gengið að því vísu, að ekkert verði aðhafst til þess að stöðva frekari ágengni. Bandaríkin ætla sér að halda valdi sínu á siglingaleiðunum milli megin- lands Asíu til Filipseyja og Indonesiu og á siglingaleiðum til Indokína, Thailands og Malakkaskaga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.