Vísir


Vísir - 19.08.1954, Qupperneq 4

Vísir - 19.08.1954, Qupperneq 4
« VtSIB Fimmtudaginn 19. ágúst 1954. ¥XS1K Ð A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálssoa, Auglýsingastjóri: Krístj&n Jónwoa, Skrifstofur: Ingólfsstrseti 3. Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIB HJL, AígreiSsla: Ingólfsstræti 3. Simi 1660 (fimm linur). Lausasala 1 kréoa, Félagsprentsmiðjan hJL Landhelgismáfii í Norður- iandaráði. Norðurlandaráðið, sem setið hefur á rökstólum í Osló und- anfarna hálfa aðra viku, hefur nú fjallað um landhelgi- málið, mikilvægasta utanríkismál íslands og um leið fyrsta málið, sem íslenzkir fulltrúar bera fram í ráðinu. Var málið reifað af fulltrúum íslands í vikunni sem leið og síðan var málið sent einni nefnd ráðsins til athugunar, en það skilaði áliti í byrjun vikunnar, og var síðan gerð ályktun á fundi, sem samþykkt var einróma. 1 ályktun ráðsins er komizt svo að orði, að því er segir í tilkynningu sem utanríkisráðuneytið hefur sent blöðunum til birtingar: „Norðurlandaráði er fullljóst, að það er hagsmuna- mál allra landa, ser.'. stunda fiskveiðar við strendur íslands og íslendingum ííisnauðsyn, að gerðar sé ráðstafanir í þeim tilgangi að vernda fiskstofninn á þessum slóðum.“ Viðurkennir ráðið þar með, að íslendingar verði að gera einhverjar ráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir, að miðin umhverfis strendur landsins verði eyðilögð með gengdarlausum togveiðum. Á hinn bóginn segir svo síðar í ályktun ráðsins, að það sé okki bært um að láta í ljós álit sitt, þar sem lögmæti þeirra ráðstafana, sem þegar hafa verið gerðar, sé deilumál milli íslands og annars ríkis. Telji ráðið að af því leiði, að réttur vettvangur fyrir mál þetta — til þess að komast að þjóðréttar- degri niðurstöðu um þetta ágreiningsmál — sé Haagdómstóllinn, «n hvorki Norðurlandaráðið né Evrópuráðið'. Ákveði Norð- urlandaráðið af þeim sökum að beina þessari ályktun sinni "til stjórna þeirra landa, sem aðild eiga að ráðinu. Sennilega hafa flestir vonazt til þess, að Norðurlandaráðið sæi sér fært að taka dýpra í árinni í máli þessu. Það hefði til dæmis mátt ætla, að það léti í Ijós álit sitt á því, sem útgerðarmenn í Bretlandi hafa tekið sér fyrir hendur, án þess að stjórnarvöld landsins telji sig hafa bolmagn til að hindra það — löndunarbannið. Það er í rauninni mergurinn málsins •ásamt því, sem íslendingar hafa gert — stækkun landhelginn- •ar. Mönnum finnst, að Norðurlandaráðið hefði átt að geta tekið •afstöðu til slíkra ofbeldisathafna, því að hver veit, hvenær ■einhverjum hagsmunahópi gæti dottið í hug að beita sömu aðferðum gegn þeim eða hindra samkeppni af þeirra hólfu ■að einhverju leyti. Að þessu leyti hafa margir íslendingar vafalaust orðið fyrir talsverðum vonbrigðum. Ráðið talar einnig um, að Evrópuráðið sé ekki réttur vett- vangur, en Bretar og fleiri hafa viljað flytja málið í þeim sam- tökum, og bent er á dómstólinn í Haag. Taka fulltrúar íslands íram í samtíandi við ályktunina, að íslendingar hafi verið iúsir til að leggja málið undir úrskurð hans, ef tryggt væri að málinu yrði þá raunverulega lokið, enda yrði löndunar- bannið afnumið áður. En brezka stjórnin mun ekki telja sig hafa aðstöðu til að segja útgerðarmönum- fyrir verkum í því ■efni, og ekkert bpndir raunverulega til þess, að þeir hafi sjálfir í hyggju að gera neina breytingu á einokunarskipun •íisksölunnar. En spurning er, hvort íslendingar eiga yfirleitt Sð leggja það undir dóm nokkurs aðila, hvort lífvænlegt á að, vera í þessu landi eða ekki. Ef fiskimiðin Verða eyðilögð með gegnd- arlausum veiðum, eins. og allar hórfur voru á, 'að gert mundi verða, ef landhelgin yrði í sömu skorðum og áður, geta ís- lendingar gefið allt upp á bátinn, og mundi þá verða tímabæft að athuga það, sem Danir höfðu á orði éndur fyrir löngu, þegar þeir vildu flytja þær fáu hræður, sem eftir voru á landinu eftir langvarandi hörmungar, til Danmerkur og setja niður á Jótlandsheiðar. Vísir lét svo ummælt í forustugrein fyrir nokkru, að engin þjóð, hversu stór sem hún væri, hefðd svo mikinn rétt vegna fólksfjölda síns að hún gæti dæmt aðra mannfáa til dauða með því að eyðileggja auðlindir hennar. Við höfðum af engu að ausa nema fiski, og getum við ekki aflað hans vegna rányrkju annarra, erum við í rauninni dæmdir til að veslast upp og deyja drottni okkar. En ef við höfum rétt til að lifa, höfum við rétt til að nota einir þær auðsuppsprettur, sem einar geta gert okkur kleift að draga fram lífið í landinu, og getur þá enginn dómstóll gert þann rétt okkar meiri eða svift okkur honum. Þarf því ekki að spyrja neinn um leyfi í þessu efni. Kaffiverðið og samning- amir í desember 1954. Greinargerð írá ríkissíjóriiiiini. Vísi faefur borizt eítiríarandi greinargerS írá ríkisstjórniimi vegua verðhækkunar á kaffi, sem átt hefur sér stað nýverið. í sambandi við samningaunr- leitanir þær, er leiddu til kjara- samnings verkamanna og vinnu- veitenda 19. desember 1952, á- kvað ríkisstjórnin m. a. að beita sér fyrir vítækum verðlækkun- um á neyzluvörum almennings. í því skyni voru gerðar ýmsar ráðstafanir og mismunandi, að því er varðaði einstakar vöru- tegundir og afurða, þ. á m. var verð greitt niður með fé úr rílc- issjóði, aðflutningsgjöld felld niður og álagning lækkuð. Sam- kvæmt þeim yfirlýsingum, sem ríkisstjórnin gaf í sambandi við lausn þáverandi kjaradeilu, tel- ur hún' sér skylt eftir því sem við verður komið að láta haldast meðan kjarasamningui'inn er í gildi, allar umræddar ráðstaf- anir til vei'ðlækkunar. Verð- hækkunum af öðrum ástæðum en niðurfellingu þeirra ráðstaf- ana hefur ríkisstjórnin aftur á móti aldrei ábyrgzt að afstýra. Hins vegar hefur i'ikisstjórnin að sjálfsögðu unnið og mun vinna eftir föngum gegn verðhækkuh- um á nauðsynjavörum í landinu og að lækkun á verði þeirS'a með þeim aðferðum sem á hverjum tíma eru lienni heimilar, tiltæk- ar og þjóðhagslega hagkvæmar. Vcrðlag á kaffi og sykri, 1. Verðlækkun sú á kaffi og sykri, sem ákveðin var fvrir at- beina ríkisstjórnarinnar í des- embermánuði 1952, var eingöngu miðuð við niðurfellingu aðflutn- ingsgjalda af þessum vöruteg- undum. 2. Innan ríkisstjórnarinnar og í samtölum hennar og sátta- nefndarinnar, sem starfaði að lausn þáverandi kjaradeilu, kom lækkun á þessum vörutegundum með öðrum hætti aldrei til tals. 3. Ríkisstjórnin telur því úti- lokað, að sáttanefndin hafi gagn- vart samninganefndum deiluað- ilja skýrt viðeigándi ákvæði í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á þann veg, að í þeim ákvæðum fælist ákvörðun um hámarks- verð á kaffi og sykri, meðan þá væntanlegur kjárasaniningur væri í gildi, enda hefði sátta- nefndina algjörlega brostið lieim- ild til slíkrar túlkunar. 4. Með lögum nr. 12/1953, sem sett. voru. fyrir atbeina ríkis- stjórnarihnar, var henni veitt nauðsynleg heimild til þeirrar verðlækkunai’ á umræddum vöhií'égúndum, sem hun haf-ði heitib. í greinargerð sem fylgdi frumvárþi til þcirrar laga, vnr þess getið, að niðurfelling áð- flutningsgjalda, sem þar var um að tefla, væri forsenda fyrir á- kvörðun í'íkisstjórnarinnai' um verðlækkun á kaffi og sykri. Eng- in athugasemd kom fram á Al-' þingi af þessu efni, svo séð verði. 5. Ríkisstjórnin télur ekki réítt, meðan umræddur kjarasanming- ur er í gildi, að taka upp inn- heinitu aðflutningsgjalda af kaffi og sykri.að, nýju, enda þótt útsöluverð færi fyrir þær áð- gerðjr vegna lækkunar á inn- kaupsverði eigi fram úr því verði, 1 sem ákveðið var í desember ' 1952. þetta gæti þó ekki talizt 1 brigð á yfirlýsingum ríkisstjórn- arinnar um verðlag á þessum vöi’urn, ef skylt væri að verja fé úr ríkissjóði til þess að halda söluverði niðri, hvað sem verð- lag á erlendum markaði og flutningskostnaði liði. Er fráleitt að halda því fram, að nokkur ríkisstjórn hafi skuldbundið sig til að lialda óbreyttu verðlagi á innfluttum vörum eins og kaffi og sykri, sem eru háðar stöðug- um verðlagsbrevtingum erlendis. 6. Síðan desembersættin var gerð, hefui’ verð á sykri lækkað úr kr. 3,70 pr. kg. í kr. 3,02 pr. kg. Ef sú kenning væri rétt, að ríkisstjórnin væri skuldbundin til að halda óbrevttu kaffi- og sykurverði væri ríkisstjórninni heimilt að hækka sykurverðið upp í kr. 3,70 og nota mismuninn til að lækka kaffiverðið. Aug-J ljóst er, að slík ráðstöfun er hrein fjarstæða. 7. pá má benda á live vafasöm sú ráðstöfun væri að verja’ fé ríkissjóðs til niðurgreiðslu á verði kaffis, sem ekki verður talin almenn neyzluvara í sama skilningi og vörur þær, sem nú eru greiddar niður af almanna fé. 18/8. 1954. Listaverkanefmt hæjarins skipui. Á afmælisdegi Reykjavíkur- kaupstaðar, 18. ágúst 1954, skip- aði Gunnar Thodroddsen, borg- arstjóri listaverkanefnd Reykja-j víkur. Verkefnl nefndarinnar ,ér( að gera tillögur til bæjarráðs og borgarstjóra um: 1. öfíun höggmynda og stað- setningu til skreylingar í skrúð- görðum og á öðrum opnum svæð- um. | 2. Skreytingu opinberra bygg- inga innan luiss og utan, með höggmyndum, málverkum eða öðrum listaverkum. I nefndinui eiga sæti: l Tómas Guðmundsson, form. Bandalags ísl. Íistamaiina, sem jafnframt er formaður nefhdar- innai'. Sr. Bjarni .Tónsson, formaður I Reykvíkingafélagsins, Björn St. Bjöi'nsson, listfræðingur, Ilörður Bjarnason, húsam. ríkisins, Ragnar Jónsson, forstjóri, Sélina .Tónsdóttir, listfræðingur, Sveinn Ággéirsson, Iiagfræðingur, Vil- hjáhinir' p. Gíslason, út.varpsstj., Bandaríkjaherfylki fara frá Kóreu. Einkaskeyti frá AP. — Washington í gærkveldi. Herstjórn Bandaríkjanna hefur tilkynnt, að fjögur her- fylki verði kvödd á brott frá Kóreu. Segir í tilkynningunni, að herafli þessi muni verða settur til gæzlu þar sem hans er meiri þörf. I3andaríkjamenn m-unu nú hafa 2 herfylki í Kóreu, eft- ir að hin 4 hafa verið kvödd á brott. Skúlastyttan. Fánar blöktu um gervallan bæ- inn i gær í tilefni þess, að af- hjúpuð var Tíkneskja Skúla Magn ússonar landfógeta, sem oft hef- ur verið nefndur „faðir Reykja- vikur“. Þetta mál hefur verið lengi á döfinni, og um tíma var til þess ætlazt, að minnzt yrði tveggja alda afmælis innréttinga Skúla og styttan tilbúin þá, en það var í hitteðfyrra. Hins vegar skiptir það minnstu máli, hvort styttan komst upp ári fyrr eða síðar, en það virðist vel til fallið að reisa þessum garpi myndar- legan minnisvarða í höfuðborg- inni, eins og nú hefur verið gert. Skiptar skoðanir. Ekki fer lijá þvi, að nokkuð skiptar skoðaninr eru um stytt- una sjálfa, og hafa áður orðið nokkur blaðaskrif um það, sum fjarska óréttmæt og ósanngjörn, eins og gerist og gengur. Ekki getur maður þó varizt þeiri til- hugsun, að ástæðulaust var að gera slílta styttu af Skúla, þ. e. tiltekna mannsmynd, væntanlega eftir ákaflega óljósum lýsingum og engum myndum af landfóget- anum. Sennilega hefði verið eðli- legra og skynsamlegra að reisa þarna einliverja táknræna mynd, styttu, sem með einhverjum hætti hefði minnt á þrautseigju Skúla og staðfestu, en ekki prúðbúinn mann á stalli. Hins vegar tjóir ekki að deila um þetta nú, og við skulum þá bara gera ráð fyrir að Skúli hafi litið svona út, og fagna því, að Fegrunarfélagið og bær- inn hafa viljað sýna honum verð- sluildaðan sóma. Fegrunarfélagið. Þessi þarflegi félagsskapur virðist starfa i skorpum og fjör- kippuni, en engu að siðirihefur liann komið mörgu gagnlegu i verk á skammri ævi, og er ástæða til að þákka forráðamönnum þess mörg vel unnin störf. Blómaker og styttur prýða nú bæinn víða, bæjarbúum og aðkomumönnum til augnayndis, og ýmis áform hef ur það á prjónunum, eins og get- ið hefur verið hér í blaðinu og víðar. Vatnsberi Ásmundar er kominn á sinn stað, og á senni- lega eftir að afla sér meiri vin- sælda en útlit var fyrir um tíma, og Fiskstöflun Sigurjóns hefur líka fengið sinn samastað við Sjómanaskólann. Nú bætist Skúli Guðnnuidar í Miðdal í hópinn, en allt be þetta vott um aukna feg- urðartilfinningu og áhuga fyrir að fegra og bæta bæinn okkar, liöfu.ðstað lýðveldisins. Ný herferð. Nú ætti Fegrunarfélagið að taka sig til og skrifa ýmsum húseig- éndmn, ekki sízt þeim, sem eiga eða stjórna stórhýsuni, að láta mála liús sín eða húða með öðru cfni cn gráu sementinu. T. d. þyrfti að vinda bráðan bug að því að mála og húða stórhýsið við Hlémmtórg, fimm hæða bákn, scm hefur þann vafasama heiður að vera íheð ljötustu húsum i bæn um, en hlasir við vegfarendum, sem kó'ma í bæinn úr austri. — Gráminn er einkennandi fyrir steinsteypuliús bæjarins, drunga- legui' eins og þoka eða súld. Fegr unarfélagið á að berjast fyrir því, að bjartari litir lífgi upp bæinn okkar, m. a. með því að skrifa húseigendum, eins og stungið var upp á hér að framan. þór Sandholt,..forst.m. skiþulags- deildar bæjarins. (Frét tatilkynning frá skrifstofu borgai'stjóra.) i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.