Vísir - 19.08.1954, Blaðsíða 8
FtSIK « ódýraata blaSið ®g bó þ«¥ fjfti-
braytUita. — Hr»agi8 I e'm* 1*1* ♦*
gcrist áskrifendoi'.
s.*
VIBIR.
Fimmtudaginn 19. ágúst 1954.
Þeir sem gerast kaupendur VtSIS efttr
li. hvers mánaðar fá blaðið ókeypii tH
mánaðamóta. — Simi liM.
JLárus Sigurbjörnsson, skjalavörður Keykjavíkurbæjar, við
vinnu í skjalasafninu.
Hvenær á al eyla gömlum
plöggum úr skjalasöfnum?
Rabbað við Lárus Sigurbjörnsson um
þing norrænna skjalavarða í Abo.
Húm 3. þ. m. var haldið í
Ábo í Finnlandi árlegt þing
norrænna skjalavarða, og sat
Lárus Sigurbjörnsson, skjala-
vörður Reykjavíkurbæjar, það
af hálfu íslendinga.
Barði Guðmundsson þjóð-
skjalavörður gat ekki komið
því við að sækja þingið, og
mæltist til þess við Reykjavík-
urbæ, að skjalavörður bæjarins
færi í sinn stað.
Vísir hefir átt tal við Lárus J
Sigurbjömsson og innt hann
frétta af förinni.
Skjalasafn Reykjavíkurbæj-
ar er annað héraðsskjalasafnið
í röðinni, samkv. lögum frá
1946, en Skagfirðingar urðu
fyrstir til að koma á fór hér-
aðsskjalasafni hjá sér. Skv.
lögum þessum ber að varðveita
í héraðsskjalasöfnum öll skjöl
viðkomandi héraðs, er snerta
rékstur þess, önnur en j
manntöl, og nokkur fleiri I
svo og öll plögg menningarfé-
laga héraðsins. Má í því sam-
bandi geta þess, að Leikfélag
Reykjavíkur hefir skilað skjala
safni bæjarins sínum plöggum. I
Þingið í Ábo sátu um 70
skjalaverðir frá Norðurlöndun- |
um fimm, ríkis-, bæjar- og
héraðsskjalaverðir. Á þingum
þessum er venjulega tekið fyrir
eitt mál, er varðar skjalasöfn-
in í heild. Að þessu sinni var
_____________________________I
Mikii mannfaSI
Einkaskeyti frá AP. —
Róm í gær.
Yfi.ý/öld í Alpafjallalönd-
um — Italíu, Sviss, Austur-
ríki eg Frakklandi — hafa
skorað á fjallamenn og leið-
sögmnenn ’þeirra að auðsýna
meisi gætni framvegis í
fjaUgöngum, þar sem veður
sé nmn ótryggara nú en
venjulega um þetta leyti
árs. Er á bað bent, að fram
a'ð síðustu helgi hafi 123
manss beðið bana í hlíðum
eíía á tindum Alpafjalla á
brv.su ári — fleiri en á
umræðuefnið: „Hvort, hvernig
eða hvenær á að eyða skjöl-
um?“
Það liggur* í augum uppi, að
öðru hverju verður að „grisja“
skjalasöfnin, eins og það er
kallað. T. d. bætist skjalasafni
bæjarins á hverju ári um 40
hillumetrar frá bæjarskrifstof-
unum, en í safninu eru fyrir um
600 hillumetrar. í úíkisskjala-
söfnum skipta hillumetrarnir
þúsundum, og er því augljóst,
að einhverju verður að eyða eða
koma fyrir í geymslu, þar sem
minna fer fyrir því.
Fulltrúarnir höfðu allmis-
munandi skoðanir á þessu.
Norðmenn vilja eyða sem allra
minnstu. — Svíar reyna mikró-
filmuaðferðina, þ. e. ljósmynda
skjöl og plögg, en minna fer
fyrir filmunni en skjölunum
sjálfum. Danir eru róttækastir
í þessum efnum, því að þeir
vilja brenna reikningum og
fylgisskjölum í ríkisskjala-
safninu eftir 7 ár. — Finnar
virðast ver*a mitt á milli þess-
ara sjónarmiða.
Lárus Sigurbjörnsson benti
á þá aðferð, að flokka þau skjöl,
sem þýðingu hafa fyrir dagleg
an rekstur, eftir tugstafakerfi,
en koma öðrum fýrir í þrengri
geymslu.
í Ábo er mikið og gott hér-
aðsskjalasafn í ágætum húsa-
kynnum. Fulltrúa íslands var
tekíð þar af stakri alúð, ekki
sizt af prófessor Nurmio ríkis-
skjalaverði Finna, og Rinne,
héraðsskjalaverði þar í borg.
Borgarstjóri Ábo hélt fulltrú-
unum veizlu, og sögustaðir voru
skoðaðir. Fulltrúunum var boð-
ið að sitja þing sagnfrbeðinga,
sem haldið var í Ábo, en þar
sem umræðurnar snerust um
sögu peninga, taldi Lárus sig
ekki hafa ahuga á að sitja þing-
ið, og flaug til Stokkhólms, en
þar sá hann m. a. alþjóðlegan
leikflokk sýna bandaríska leik-
ritið „The Heiress", og þótti
mikið til koma. í leikflokki
þessum er ungt fólk, m. a.
Bandaríkjamenn, Bretar, Hol-
lendingar, og sumir leikend-
anna blökkúmenn.
íilenzkt skip býst til
síldveiða í Norðursjó.
Verkamenn sam
þykkja iauna-
lækkun.
Bv. Jö'rundur snun ieggja afia
sinn upp f Kamborg.
Verið er að búa Akureyrartogarann Jörund á síldveiðar í
Norðursjó, og er í ráði að leggja aflann á land í Þýzkalandi,
en beðið er eftir formlegu svari íslenzka sendiráðsins í Ham-
borg unm það, að tryggt sé að leyfi fáist til löndunar.
TiS að bjarga verk-
smiðju sinni.
New York Times segir ný-
lega frá þv, að veiftamenn
við Studebakerverksmiðj-
urnar hafi nýlega fallizt á
launalækkun með 4371 at-
kvæði gegn 626. Hafa verk-
smiðjurnar átt í erfiðleikum
— töpuðu 9 millj. dollara á
fyrra árshelming — og fór
stjórnin fram á, að verka-
menn samþykktu launa-
lækkun. Það var fellt og var
þá öllum sagt upp vinnu.
Ræddu verkamenn þá málið
á nýjan leik og samþykktu að
fallast á launalækkunina, til
'þess að koma í veg fyriij að
verskmiðjan stöðvaðist. —
Nemur launalækkunin um
14% og vilja verkamenn
heldur þola hana en missa
öll launin.
„Lifandi
//
Ný fraiiifialtfs-
saga.
Ný framhaldssaga hefst í
blaðinu á morgnn, og er
mjög spennandi. Nefnist
hún ..Lifancfi dauður", enda
fjallar hún um mann, sem
kemst að því, þegar hann er
á ferðalagi fjarri heima-
Iandi sínu, að Ihann hefir í
fóíþim sínum vegabréf lát-
ins manns, en ekki sitt eigið.
Er þetta næg ástæða til þess
að hann lendi í margvísleg-
um ævintýrum, svo sem les-
endur sannfærast um, *j»eg-
ar þeir lesa söguna. Fylgist
með frá byrjun, því að sagan
er mjög spennandi.
Heimsþekkt félag tekur
eldfjallakvikmynd hér.
Heklukvikmynd Guðm. frá IHiðdal verður
notuð sem bakgrunnur að sfálfu leik-
efning.
Það hefur orðið að ráði eftir
miklar bollaleggingar að hér á
landi yrði tekin veigamikil
kvikmynd, þar sem ferleg elds-
umbrot og gróðursnautt eld-
fjallalandslag yrði aðal, bak-
grunnur að leikefninu sjálfu.
Það er heimsþekktur ensk-
amerískur kvikmyndahringur,
sem stendur að töku þessarar
myndar og hefur hann fengið
Heklugoskvikmynd Guðmund-
ar Einarssonar frá Miðdal sem
uppistöðu í þau eldsumbot og
nátúruhamfarir sem myndin á
að sýna.
Hafði áður komið mjög til
tals að taka kvikmynd þessa
suður á Ítalíu og nota Vesúvíus
og umhverfi hans sem aðal bak-
grunn, en að loknum athugun-
um og samanburði á aðstæðum
á íslandi og þar, varð okkar
land fyrir valinu og jafnframt
ákveðið að fá hluta úr Heklu-
kvikmynd Guðmundar frá Mið-
dal skeyttan inn í myndina. —
Hafði kvikmyndafélagiA fengið
tvær eldgosakvikmyndir frá
öðrum löndum til athugunar en
það valdi kvikmynd Guðmund-
ar. Hefur hú'n nú verið stækkuð
og að því er Guðmundur hefur
tjáð Vísi, hefur það tekist ágæt-
lega. Kvikmyndin, sem Guð-
mundur tók af Heklugosinu, og
valið verður úr, er samtals á 3ja
þúsund fet.
Búið er þegar að semja kvik-
myndahandritið og um næstu
helgi er von á fjórum mönnum
frá félaginu til þess að undir-
búa þann hluta kvikmyndarinn
ar, sem hér verður tekinn. Guð
mundur taldi hins vegar líklegt
að ekki þyrfti að taka nema lít-
inn hluta af henni hér, einkum
með tilliti til þesshve tæknin er
komin á hátt stig og auk þess
mikið myndarefni sem Guð-
mundur lætur félaginu í té og
hægt er að flétta leikefnið inn
í, þótt ekki sé það gert hér.
Leikendurnir, sem hingað
koma, eru væntanlegir um n.k.
mánaðamót. — Aðalleikendur
verða fjórir og meðal þeirra
hefur heyrzt að hin heimskunna
kvikmyndastjarna Shelley Wint
ers væri.
Guðmundur gat þess að lok-
um að þessi sami kvikmynda-
hringur hefði fyrir skemmstu
látið taka mikla kvikmynd í
heimskautahöfum. Kvaðst Guð
mundur þá hafa gert sitt til þess
að hafið norður af ísandi yrði
fyrir valinu og að ísland yrði
eins konar bækistöð fyrir kvik-
myndaflokkinn meðan á mynda
tökunni stæði. Var m. a. búið
ag semja við bát á ísafirði til
þess að fara með leiðangurinn
norður i höf til kvikmyndunar
þar. En þegar til skarar skreið
varð Suðuríshafið fyrir valinu
við töku myndarinnar.
Vísir átti í morgun tal við Guð-
mund Jörundsson, útgerðar-
mann á Akureyri, eiganda Jör-
undar.
Sagði Guðmundur, að á sín-
um tíma hefði orðið munnlegt
samkomulag milli íslenzku við-
skiptanefndarinnar og utanrík-
isráðherra annars vegar og,
Þjóðverja hins vegr um löndua
á síld í Þýzkalandi, en form-
legt svar kemur væntanlega í
dag.
Veiðarnar verða stundaðar á
stóru svæði í Norðursjónum, og;
síldinni fýlgt eftir norður á
bóginn eftir því sem líður á ver
tíðina, allt fram að jólum. Not-
uð verður þýzk botnvarpa, en
engin þjóð önnur notar slíka
vörpu.
í togaranum Jörundi er út-
búnaður til þess að hraðfrysia
síld um borð, einar 50 tunnur á
sólarhring, og er svo ráð fyrir
gert,að hraðfrystar verði um 350
tunnur (35 lestir) í hverri veiði
ferð. Hitt verður ísað og bland-
að svolitlu salti.
Á Jörundi verða 20—23
menn, þar af tveir Þjóðverjar,
annar aðstoðar fiskilóðs, hinn
til aðstoðar við ísun í lest. Skip-
stjóri á Jörundi verður Sigur-
jón Einarsson úr Hafnarfirði;
kunnur aflamaður.
Síldin verður seld á frjálsum
markaði, og er gert ráð fyrir,
að hraðfrysta síldin verði sett
á markaðinn, er hann stígur.
Jörundur verður fyrsta ís-
lenzka skipið sem reynir síld-
veiðar í Norðursjó, og er hér
um merka tilraun að ræða.
10—12 togarar
landa í Þýzkalandi
í sept.
Togararnir eru nú sem óðast
að búast á veiðar fyrir Þýzka-
landsmarkað og eru sumir
farnir út á veiðar.
Fyrstur mun Röðull lnda í
Þýzklandi og verður það ein-
hvern tíma á tímabilinu 1.—4.
september, en ráðgert er að í
septembermánuði landi alls 3
togarar á viku í Þýzkalandi, en
aftur á móti fleiri,þegar kemur
fram í september. Eru það því
ekki nema 10—12 skip sem kom
ats að á Þýzkalandsmarkaðinn
í september, og verða því marg-
ir að halda áfram karfaveið-
um.
Um þessar mundir eru 10—12
togarar á karfaveiðum við
Grænland, oghefur veiðin geng
ið vel, en fregnir hafa borizt af
því að aflinn hafi tregðast mjög
síðustu daga.