Vísir - 06.09.1954, Side 5
Máiíudagin 6. september 1954.
▼ ISIB
VIÐ5JA VI5IS:
Er síðari heimsstyrjöldin
hófst fyrir 15 árum.
Menn höfðu vonað í lengstu lög, að
henni yrði afstyrt, og Hitler sjálfur
var sem steini lostinn yfir úrslita-
kostum Breta.
Hinn eftirminmlega dag, 3.
september 1939 voru menn
hvarvetna gripnir mikilli hug-
aræsingu. Allir hiðu stórtíð-
inda og menn þyrptust þangað,
er þeir gátu hlýtt á útvarp.
Það. hafði verfð boðað, að
Neville Chamberlain, forsætis-
ráðherra Bretlands, mundi
halda ræðu kl. 11 árdegis.
í Berlin var þröng manna
iyrir utan stjórnarskrifstofur
«g þar í borg var byrjað að út-
Muta skömmtunarseðlum. Ben-
zínskömmtun hafði verið fyrir-
skipuð. Hvarvetna gat að líta
herflokka.
í Frakklandi, gleðinnar landi,
voru kátir hópar á ferð, á
heimleið úr sumarleyfum, og
allir voru áhyggjulausir, að
því er virtist, bændur höfðu
nýlokið við að koma uppsker-
.umii í hús, og vínberjahlöss-
,um var ekið til víngahðarhús-
•anna. Á götum Parísar þar
þröng manna áð venju, en
gegnum umferðardyninn heyrð-
ist í útvarpi hér og þar, og það
var.eins og eitthvað lægi í loft-
inu — eitthvað væri í aðsigi.
í Rómaborg hafði myrkvun
verið fyrirskipuð, en það hafði
vakið óhug meðal almennings,
svo að Mussolini fyrirskipaði
þriggja daga frestun þess.
Loks var runnin upp stund-
in, er Neville Chamberlain
mundi taka til máls. Það var
heitt í veðri, eins og tíðkast
ár, og skyndilega féll öllum
heitt, og skyndilega féll öllum
verk úr hendi og öll umferð
stöðvaðist. Borgarbúar og öll
þjóðin lagði við híustirnar, er
hinn mjög að þreytti og von-
svikni forsætisráðherra hóf
mál sitt.
Hann lýsti yfir því, að
nazistar hefðu að engu haft
aðvaHanir Breta og hafið
innrás í Pólland.
„Vegna þessa“, hélt Cham-
heriain áfram, hinn grann-
vaxni, þreytulegi maður, sem
aldrei skildi regnhlífina við sig
utan húss og fór til Munchen
og kom heim með loforð um
„frið. á vorum dögum“, „harma
eg að verða að lýsa yfir því, að
styrjaldarástand ríkir milli
þessa lands og Þýzkalands, og
harma eg mjög hversu komið
■er.“
Chamberlain hafði áður sagt
nazistum, að stöðva innrásina,
ella kæmi til styrjaldar við
Bretland. Þeir höfðu frest til
að svara til 3. september.
Viðbflögð Englendinga
og Frakka.
Ræðu Chamberlains var lok-
ið á hádegi. Hann hafði sagt
þjóðinni, að Hitler hefði kosið
styrjöld. Menn gengu þögulir
til snæðings, en upp úr hádegi
fó.ru lestir .trpðfullar börnum
út um byggðirnár. Þau áttu að
■dveljast þar styrjöldina á enda.
Sjálfboðaliðar þyrptust á skrá
setningarstöðvcU'. Herskyldu
var ekki komið á fyrr en all
löngu seinna.
í Frakklandi var boðað, að
Frakkar myndu standa við
skuldbindingar sínar. Tugþús
undir manna voru kvaddir
herinn. í Frakklandi rísa öldur
tilfinninganna hátt. En menn
voru sem agndofa og vart sást
tárvott auga. Varalið hafði
þegar verið sent til landamær-
anna, því að stjórnin hafði vit-
að hvað koma mundi, en allur
almenningur hafði haldið í þá
von, að styrjöld mundi verða
afstýrt.
Daladier forlsætisráðherra
flutti hvatningarræðu til þjóð-
arinnar í útvarp og þjóðsöng-
urinn var leikinn og sunginn
óg ýms hergöngu- og hvatn-
ingarlög.
Allt í einu gerðu menn sér
grein fyrir, að loftárásir
kynnu að verða gerðar og
myrkvun hafin. Tómar flöskur
voru teknar fram og kerta-
birgðir gengu upp á svipstundu.
í Þýzkalandi blasti það
allt í einu við mönnum, að
enn myndu flestar þjóðir
heims snúast gegn Þjóðverj-
um.
Það var sunnudagsmorgun,
þriðji dagur innrásarínnar, er
Hitler fékk boðin um, að Bret-
ar myndu snúast gegn þeim, ef
rei stöðvuðu ekki innrásina.
Hann virtist sem steini lostinn
og spurði utanríkisráðherra
sinn, Joachim von Ribbentrop,
hvað nú mundi gerast. Maður-
inn, sem bandamenn hengdu
eftir að Nurnbergrétturinn
hafði kveðið upp dóm yfir hon-
um, gerði sér betur grein fyrir
afleiðingunum en foringinn, og
svaraði:
„Eg býst við að Frakkar fari
að dæmi þeirra, innan klukku-
stundar.“
Göring ætlaði
til Bretlands.
Hitler hafði ætlað, að það
væri blekking ein, er Cham-
berlain hótaði styrjöld. Göring
flaug í hug, að fljúga til Bret-
lands, og gera tilraun á elleftu
stundu til þess að afstýra styrj-
öld. Við það var hætt, er Bret-
ar héldu til streitu. kröfu um,
að nazistar kölluðu fyrst heim
hersveitir sínar frá Póllandi.
Blöðin birtu fregnir um
hversu komið væri undir fyr-
irsögnum slíkum sem þessari:
„Bretar varpa frá sér grím-
unni“.
Fáir Þjóðverjar gerðu sér
grein fyrir, að margra ára styrj
öld mundi framundan. Berlin
var myrkvuð nótt eftir nótt og
margar dimmar nætur voru ó-
komnar. Matvælaskömmtun
var fyrirskipuð og einkabifreið-
ar teknar í þágu hersins. Loft-
varnabyssum fyrirkomið á há-
um byggingum og um kvöldið
fór Hitler til vígstöðvanna.
Þjóðinni var bannað að hlusta
á útvarp, nema útvarp nazista.
í Rómaborg lét Mussolini
digurbarkalega og talaði um,
að s enda 8 milljónir til víg-
stöðvanna. Allir vissu að þetta
var blekking og að siðferðis-
þrek hersins, sem var illa þjálf-
aður, var á lágu stigi. Hitler
hringdi til Mussolinis og kvað
Pólverja mundu liggja í duft-
inu við fætur sér innan 4ra
vikna. Mussolini bauðst til að
fara í stríðið, en — boðinu var
hafnað.
Sigiirgeir Signrjónsson
hœgtarittarlögmaOw.
Bkxlfstofutíml 10—11 og 1—S,
Aðalstr. 8. Sirnl 1043 og 8098(»
lltsala
á töskum í da§
Töskur frá 35—40 kr. til 130 kr. dýrastar.
Mjög góðar töskur við allra hæfi.
Töskubúð Vesturbæjar
Vesturgötu 21.
Háseta vantar
á m.b. Guðmund Þorlák.
Upplýsingar um borð í bátn-
um eða í síma 3992.
Tveir veiðidagar
í Haukadalsá í Dölum, 7.—9.
september, eru til leigu,
vegna forfalla. Uppl. í
síma 82176.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
hefur ákveðið að hefja vetrarstarfsemi sína með sauma-
námskeiði mánudaginn 13. september kl. 8 síðdegis að
Borgartúni 7. — Allar nánari upplýsingar gefnar í síma
1810 og 80597.
Rafmagnsverkfræðingur
annast allskonar:
Rafteikningar, áætlanir imi raflagnir og Iýsingar-
kerfi. Einnig miðstöðvarteikningar.
iMagnús Bergþórsson, vkf.
Nökkvavogi 1. Reykjavík. Sími 7283.
REMIIMGTOIM
Kostar kr. 1.810.75.
X
4.
>
>
«
X
>■
*
>
9
BIJÐARKASSIIMIM
sem einnig er fullkominn samlagningavél
hlýtur alltaf að verða hentugastur fyrir allan
iðnaðar- og verzlunarrekstur.
Kostar kr. 5494.00.
OK L“Í5*VEG
= ■ -- loo.
A0UA-DHIIV0 33
Þið sem eruð að byggja, viljið þið hafa kjallarann burran og rakalausan?
AQUA — DRI No 33 (framb. Akva dræ) er rakavarnarefni, sem borið er utan á hús-
grunna til varnar gegn raka og leka. AQUA—DRI No. 33 hefur verið notað í Banda-
ríkjunum um margra ára skeið, með mjög góðum árangri. Hefur það verið notað á
allskonar byggingar, þar á meðal á stórhýsi sem byggð eru í blautum jarðvegi, margar
hæðir niður í jörðina. Þér getið auðveldlega með litlum tilkostnaði tryggt yður í eitt
skipti fyrir öll, þurran og rakalausan kjallar a, með því að nota AQUA—DRI No. 33 á
húsgrunninn. Höfum nú aftur fengið þetta margeftirspurða efni. Talið við okkur sem
fyrst.
d Jtíwn vörur
Öimi 2876 — Laugaveg 23.