Vísir - 06.09.1954, Qupperneq 8
VÍSIR er ódýrasta blaðið og bó bað fjöl-
-breyttasta. — Hringið í síma 1660 eg
gerist áskrifendur.
Mánudaginn 6. september 1954.
Þeir sem gerast feaupendur VÍSIS eftír
10. hvers mánaðar fá t'aðið ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1660.
9-velda rádstefna
fyrirhuguð í London
Foiíleikur að NATO-ráðstelnu
um varnir
Einkaskevti frá AP.
London í morgun.
Hugmyndin um Lundúnafund
til þess að ræða sjálfstæði Vest-
ur Þýzkalands og endurvíðbún-
að, hefur verið svo vel tekið
meðal þeirra þjóða, sem hlut eiga
lað máli, að menn gerá sér vonir
Um, að formleg svör verði komin
£ tæka tíð, til þess að ráðstefnan
geti hafist í næstu viku.
Nú mun mega fullyrða, að þetta
verði 9-velda ráðstefna, en upp-
haflega var gert ráð fyrir, að
8 lönd sendu fulltrúa á hana:
Bretland, Bandaríkin, Frakkland,
Ítalía, V.-Þýzkaland, Holland,
Belgía og Luxemburg,en nú bæt-
ist Kanada við, vegna hins mikla
framlags síns til varna V.-Ev-
rópu fyrr og siðar.
45 menn biðu bana af
völdum hvirfilvinds
í USA.
Hvirfilvindur, sem fór norð-
ur yfir strendur Bandaríkjauna
og Kanada 1.—2. sept., olli
milljónatjóni, en 45 menn biSu
bana.
Mest tjón varð í Nýja-Eng-
lands-fylkjunum, Rhode Island
og Massachusetts, í Rhode-Is-
land-fylki biðu 15 menn bana,
en 7 í Massarhusetts. Manntjón
varð einnig i 6 fylkjum öðrum.
Heil héruð og bæir eru án raf-
magns. Feikna úrkoma kom í
kjölfar hvirfilvindsins.
Frægur tum
hrundi.
Turn Old North kirkjunnar í
Boston hrundi, er hvirfilvind-
urinn fór þar yfir. Það var í
glugga á þessum turni, sem sett
var ljósker í apríl 1775, sem
gaf til kynna að brezkar her-
sveitir væru á leiðinni til þess
að hegna íbúum fyrir mótþróa.
Þetta hafði verið fyrírfram
undirbúið. Sögufræg hetja,
Paúl Revere, beið eftir þessu
merki og reið um byggðir og
safnaði landnemum til varnar,
«g við Concord í Massachusetts
fylku þeir liði og hófu skothríð,
sem bergmálaði um heim allan.
Frelsisstríðið var hafið. —
Tuminn hefir síðan verið sögu-
frægt minnismerki, en er nú
faUinn fyrir náttúruhamförum
leftir 179 ára frægð.
Búið að veiða 290
hvali í sumar.
1 Hvalveiðibátarnir frá hval-
yeiðistöðinni í Hafnarfirði
iialda enn áfram veiðum og var
Jbúið að veiða samtals 290 hvali
iyrir helgina.
Hvalveiðarnar munu verða
etundaðar enn um sinn ef tíð-
erfar leyfir, en þær mega
etanda yfir í sex mánuði árlega,
|sótt sá tími só sjaldan notaður
lié r til fuli: -yna veðurfarsins.
Evrópu.
Adenauer kemur til Bonn í dag.
úr sumarleyfi sínu i Svarta-
skógi og mun hann þegar eftir
heimkomuna senda brezku stjórn
inni formlegt svar við tillögunni
um Lundúnafund. — í London
eru stjórnmálamenn hinir ánægð-
ustu með útvarpsræðu þá, sem
Adenauer flutti í vikulokin. í
henni sagði liann, að Frakkland
og Vestur-Þýzkaland yrðu að ná
samkomulagi og hann
skuldbatt Vestur-Þýzkaland
til að fallast á, að herafli V.-
Þ. yrði tekinn í þann Evrópu-
her sem stofnaður yrði, ná-
kvæmlega eftir sömu reglum
og herafli Beneluxlandanna
og Ítalíu, og eins og herafli
Frakklands vonandi yrði þar
innifalinn.
Jafnframt hélt Adenauer fast
fram rétti Vestur-Þýzkalands sem
hvaða lands sem væri til sjálfs-
varnar. — í London þykir af-
staða Adenauers hófleg og sann-
gjörn. Og það er almennt álit
manna, að krókurinn beygist i
þá átt, að finna einhverja lausn
á þvi hversu koma megi fyrir
sameiginlegum vörnum Vestur-
Evrópu með þátttöku Vestur-
Þýzkalands og varðveita einingu
þeirra þjóða, sem að hugmynd-
inni um varnarsamtök hafa stað-
ið.
Forleikur að
stærri ráðstefnu.
f London er litið svo á, að hin
fyrirhugaða ráðstefna verði nauð
synlegur og gegnlegur undirbún-
ingur að stærri ráðstefnu, eða
ráðstefnu þeirra þjóða, sem eru
þátttakendur í Norður-Atlants-
hafsvarnarbandalaginu.
ÖH 10 lesta skíp og
stærri búin talstöðvum.
ÖII íslenzk skip og bátar yfir
10 tonn, svo og margir minni og
jainvel opnir bátar hafa nú feng-
iS radíó-talstöðvar.
Á yfirstandandi ári hefur radí-
óverkstæði landssímans smíðað
um 50 senditæki og enn fleiri
viðtæki. Sett hefur verið talbrú í
Neskaupstað og fullkomnað tal-
sambandið við eyjarnar í Breiða-
firði.
í sambandi við loftskeytastöð-
ina í Reykjavík hefur verið reist
fjarstýrð radíó-sendistöð í
Grindavík til bættrar þjónustu
við skip sunnan landsins.
Samkvæmt alþjóða-ákvæðum
skal skipt um tíðni á bátatal-
stöðvum, en til þess þarf að
breyta senditækjum. Var þetta
verk hafið á árinu 1953 og þá
bréytt ca. 300 stöðvum, en á
þessu ári 250. Eftir er að breyta
í stærri skipunum.
0 Það voru Tékkar, sem Rúss-
ar rændu í Wiemer Neu-
stadt. Eins og áður hefur
verið getið rændu þeir þar
karlmanni og konu, sem
með honum var. Þau voru
starfsmenn RFA (Útvarps
frjálsrar Evrópu).
Meistaramóti íslamts í frjáls
um íþróttum lauk í gær.
K.R. hlaut flesta meistarana 8 talsins.
. .Meistaramóti íslands í frjáls-
um íþróttum lauk í gær.
Fór keppni fram i þrem síð-
ustu greinum mótsins, en þær
voru 10 km. hlaup, 4X1500 m.
boðhlaup og tugþraut.
í 10 km. hlaupinu var aðeins
einn keppandi, Hafsteinn Sveins-
son, Selfossi og hlaut hann ís-
landsmeistaratitilinn.
í 4X1500 m. boðhlaupinu urðu
úrslit þau að íslandsmeistari
varð sveit Ungmenna og iþrótta-
sambands Austurlands á 18:05.2
mín. 2. sveit Í.R. á 18:19.6 mín.
og 3. sveit Ungmennafélags Rvik-
ur á 18:20.4 mín.
íslandsmeistari í tugþraut varð
Pétur Rögnvaldsson, KR, er hlaut
5349 stig. Pétur er aðeins 19 ára
að aldri og er i stöðugri framför.
Hefur hann bætt við sig 600 stig-
um frá.þvi er hann keppti síðast
og er hann nokkuð jafnvigur á
flestar greinar. Næstur honum
varð Valdimar Örnólfsson, ÍR,
með 5119 stig og þriðji Einar
Frímannsson, Selfossi, með 4537
stig.
KR hlaut flesta íslandsmeist-
ara á mótinu af einstökum félög-
um, eða 8 talsins, en iþrótta-
greinarnar sem keppt var i voru
rúmlega 20 talsins.
í gær og fyrradag var keppt i
nokkrum aukagreinum og verður
skýrt frá árangri i þeim síðar hér
í blaðinu.
Norrænir blaða-
fulltrúar á ráð-
stefnu hér.
Þessa óagana er haldinn hér
fundur forstöðumanna upplýs-
inga- og blaðadeilda utanríkis-
ráðuneyta Norðurlandanna. —
Komu erlendu fulltrúarnir hing-
að í gærkveldi með „Gullfaxa“
Erlendu fulltrúarnir eru: Sig-
vald Kristensen, sendiráðunaut-
ur frá Danmörku, Oddvar Aas,.
deildarstjóri frá Noregi, Olof
Rydbeck deildarstjóri frá Svíþjóð
og Heildei Leppo, sendiráðu-
nautur frá Finnlandi. Fyrir hönd
íslands situr Bjarni Guðmunds-
son blaðafulltrúi fundinn.
Slikir fundir sem þessir eru
haldnir árlega í höfuðborgunum.
á víx). Umræðuefni fundanria eru
sameiginleg vandamál, svo og á
hvern hátt upplýsinga- og blaða-
deildirnar geti orðið hver ann-
arri að liði og hvaða störf geti
verið sameiginleg á öllum Norð-
urlöndunum.
Utanríkisráðuneyti Norður-
landanna gáfu út í sameiningu
árið 1951 bók á ensku, sem nefnd
ist „The Northern Countries".
Eru þar lýsingar á löndunum,.
þjóðunum, atvinnu- og stjórnar-
háttum o. fl.
Ráðstefnunni liér lýkur á
morgun. Sænski og norski full-
trúinn fara héðan á miðviku-
'dagsmorgun, danski fulltrúinn
verður hér i viku, en finnski
fulltrúinn i hálfan mánuð.
Vestur-íslenzk
kena á 102.
aMursári.
Einhver elzti Vestur-íslend-
ingur sem er á lífi er frú Elísa-
bet Sigurðsson búsett í Church-
bridge, en hún varð s.l. vor,
eða 13. apríl, 101 árs að aldri.
Elísabet er fædd í Bólstaðar-
Vilíð í Húnaþingi dóttir Sig-
þrúðar Jónsdóttur og Eyjólfs
Eyjólfssonar. Árið 1883 giftist
hún Sigurði Sigurðssyni, en
hann var skagfirizkrar ættar og:
eignuðust þau 5 börn. Eru þrjú
þeirra enn á lífi.
Maður Elísabetar, Sigurður,.
lézt eftir 11 ára sambúð þeirra
hjóna og hefur hún því verið
ekkja í 60 ár samfleytt.
Aldamótaárið fluttist frú
Elísabet vestur um haf og hef-
ur því dvalið þar meira en hálfa
öld. Hún er enn ern og hress,.
en sjón og heyrn tekin að bila.
Biðu í 42 ár.
Róm (AP). Nýlega giftust Gre-
gorio Caruso — 84 ára — og Con-
cetta Belperio — 73 ára — í
Benevento eftir 42ja ára trúlof-
un.
Þau töldu sig of fátæk til að
giftast 1912, svo að Concetta beið
þar til Gregorio kom heim frá
Bandaríkjunum með nægt fé til
að stofna heimili.
0 Erlendir sendimenn í
Moskvu þykjast hafa orðið
Iþess varir, að síðan Bretar
og Egyptar náðu samkomu-
lagi um Suez, hafi ráðstjóm-
in tekið þá afstöðu að
styðja Israel, en áður rteyndi
hún að sleikja sig upp við
arabisku þjóðirnar.
Unnið að öruggu tal- og skeyta-
sambandi við Austfirði.
Verður ekki háð duttlungum jökul-
hlaupa eða annarra náttúruhamfara.
Á vegum póst- og símamála-
stjórnar hefur verið gerð tilraun,
til þess að koma á sambandi með
svokölluðum ultrastuttbylgjum
milli Reykjavíkur og Hornafjarð-
ar.
Er hugmyndin að koma á sið-
ar margra rása talsambandi á
ultra-stuttbylgjum milli Reykja-
víkur og Austfjarða, þannig að
jökulvötn, stórhlaup i ám, jöklar
og eyðisandar verði þá ekki
lengur til trafala i sambandi við
skeyta og talsimakerfi milli
Rvíkur og Austurlandsins.
Á linunni míilli Reykjavikur og
Hornafjarðar eru 3 millistöðvar,
Yestmannaeyjar, Reynisfjall i
Mýrdal og Fagurhólsmýri i Ör-
æfum. Fyrsti liðurinn i þessari
brú var ultra-stuttbylgjusamband
milli V^stmannaeyja og lands
með 9 talstöðvum og fjarrita. Var
þeim framkvæmdum lokið árið
1951 og komu þær í stað sæsím-
ans til Vestmannaeyja.
Yfirleitt hafa tilraunir þessar
gefizt vel og má í framtíðinni
vænta að öruggt og gott tal- og
skeytasamband fáist milli Reykja
víkur og Austurlands.
Radio-flugþjónustan.
Vegna alþjóða-radioflugþjón-
ustunnar er verið að reisa nýtt
hús á Rjúpnahæð við Reykjavík
fyrir hin mörgu senditæki stöðv-
arinnar þar og er til þess veitt
lán úr Alþjóðabankanum. Enn-
fremur verður á þessu hausti i
Tekjur og gjöld
ríkissjóðs.
Tekjur og gjöld ríkissjóðs á
rekstrarreikningi hafa, sam-
kvæmt yfirliti frá ríkisbókhald-
inu, verið svo sem hér segir til
júníloka þ. á.:
Rekstrartekjur samtals kr.
211854. Á sama tíma í fyrra vorn
þær kr. 179352. Rekstrargjöld
voru samtals í ár kr. 195792. Á
sama tíma í fyrra voru þau kr.
174196.
Tekjur umfram gjöld voru i
ár kr. 16062. Á sama tima í fyrra
voru þau kr. 5156.
tilraunaskykni reist fjarstýrð
radio^talstöð á ca. 100 m. bylgju-
lengd hjá Grindavik fyrir flug-
vélar í millilandaflugi. Er þessi
stöð til vara þegar stuttbylgjur
bregðast.
í sambandi við radio-flug-
þjónustuna var 1952 komið á fjar
ritasambandi á stuttbylgjum við
England og hefur það reynzt vel.
Er mi i ráði að koma á samskon-
ar fjarritasambandi við Ný-
fundnaland.
Radio-samband milli Reykja-
víkur og Keflavíkur.
Loks er i ráði að koma á 34—
rása radíósambandi á mikró-
bylgjum (20 cm. bylgjum) milli
Reykjavíkur og Keflavíkur til við
bótar 48-linu jarðsimanum milli
þessara staða. Verður því verki
væntanlega lokið á þessu ári eða
i byrjun næsta árs.
Sjé ný póst- og
símahús.
Utan Reykjavikur hafa fjögur
ný póst- og símahús verið í smíð-
um á þessn ári.
þau eru á Egilsst.öðum, Sauð-
árkróki, Húsavík og Patreks-
firði, og verður þeim sennilega
öllum lokið í ár nema á síðast-
talda staðnum.
Auk þessa hafa á árinuwerið
keypt 3 hús fyrir póst- og- síma,
en þau eru í Stykkisliólmi, ó
Hólmavík og Kópaskeri.
Á íanglimikerfi landssímans
hafa farið frám aðgerðir og end-
urhætur við nokki'um nýjum
samböndum. Eirstálvír settur í
Jlnuna rnilli Isafjarðar og Pat-
reksfjarðar í stað járnvírs, sem
áður var, og sennilega komið á
I fjölsímasambandi milli þessara
staða. Einnig settur fjölsími milli
'Sauðárkróks og Varmáhlíðar í
Skagafirði. Ennfremur-verður á
Iþessu ári eða byrjun næsta árs
jlokið við að setja 16-rása fjöl-
j síma milli Hrútafjarðar og Ak-
' ureyrar. Hefur í þessu sambandi
' verið reist smáhýsi fyrir magn-
I ara í Varmahlíð. v