Vísir - 08.09.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 08.09.1954, Blaðsíða 4
VlSIR Miðvikudaginn 8. september 1954. 9&GBLAB Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jómsoa. Skrifstofur: Ingólísstrwti 3. tJtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR EÆ, Affreiðala: Ingólfsstræti 3. Sími 1880 (fimm iínur). Lausasala 1 krónm, Félagsprentsmiðjan h.f. ið fram á hækkun. Æviskrárnar og Bók- menntafélagið. Stéttarsamband bænda hefur fyrir skemmstu haldið aðal- fund sinn norður í Þingeyjarsýslu, og voru þar að sjálf- ;sögðu rædd helztu mál landbúnaðarins, eins og skýrt hefur verið frá í blöðum og útvarpi. Gerði fundurinn ályktanir í fleá'tum þeirra mála, sem til umræðu voru, og eru mörg þeirra hagsmunamál fleiri stétta en taænda og búaliðs einna. Meðal jþeirra eru raforkumálin, sem ríkisstjórnin samdi um stórhuga lausn á, þegar mynduð var sú stjórn, sem nú situr að völdum, ■en gert er ráð fyrir, að varið vei'ði stórfé á næstu árum til .að auka raforkuna í landinu og dreifa henni sem víðast um byggðirnar. Hér er vitanlega um mikið hagsmunamál að ræða fyrir hændur landsins —- c' ':i sízt þá, sem búa lengst frá alfara- leiðum, því að þan a,- Hga þægindin eins erfitt með að komast •og flestir ferðalangar. En það er einnig alþjóðarhagur, að •ekki verði enn meira ójafnvægi í byggð landsins en þegar •er orðið vegna þess, hve fólkið hefur leitað til bæjanna, þar ;sem það hefur talið gott að vera, án þess að gera sér grein :fyrir því, að lífsbaráttan getur verið örðug þar einnig. En gera má ráð fyrir, að ályktun fundarins um breytingar Á verðlagsgrundvellinum hafi mest áhrif að því er alla alþýðu ,-snertir, ef bændur fá öllum þeim kröfum framgengt, sem þeir ;settu fram á fundinum. Ef svo fer, virðist óhjákvæmilegt, að verðlag landbúnaðarafurða hækki til muna, og getur það haft Ihinar verstu afleiðingar á efnahagslíf landsmanna, sem má sannarlega ekki við miklum skakkaföllum. Ein ályktun fundarins var á þá leið, að hann beindi því til ,-stjórnar Stéttarsambandsins, að hún „yinni að því að upp í verðlagsgrundvöllinn verði teknir vextir af þeim höfuðstól, sem stendur í vísitölubúinu. Fundurinn lítur einnig svo á, að ikostnaður vegna vélavinnu sé of lágt metinn vegna hækkandi kaupgjalds í sveitum.“ Síðan kom viðaukatillaga um sama efni, ■og var hún á þessa leið: „Fundurinn telur, að flutningsgjalda- liður verðlagsgrundvallarins sé of lágt áætlaður og felur full- drúum sínum í verðlagsnefnd að fá hann hækkaðan." Sést af þessu, að það eru talsvert stórir liðir, sem bæiidur 'vilja að verði hækkaðir við útreikning verðlagsgrundvallarins, >og ef allt þetta yrði tekið til fullra greina, mundi það ekki að- •eins hafa í för með sér, að kaupgjald mundi hækka, ef engar Táðstafanir yrðu gerðar til að vega gegn þessu, og sala afurð- anna mundi sennilega einnig minnka. Er því vafamál, hversu fast bændur ættu að sækja þetta. Einstaka sinum hafa heyrzt raddir um það, að samtök taænda og verkamanna verði að hafa nánara samstarf, til þess Æið hvor aðili beri sem mest úr býtum, án þess að skerða rétt •eða kjör hins. Ættu menn nú ekki að ræða það mál frekar, J>ví að þetta virðist svo sjálfsagt, heldur gera það, sem gera _þarf í því efni, því að fleiri munu hafa hag af því, en þessar stéttir einar. Blika i austrí. XTeldur horfir ófriðvænlega austur við Asíu um þessar mund- ir. Ekki alls- fy'rir löngu skutu kínvérskar flugvélar niður Lrezka farþegaflugvél, sem var á fprð undan ströndum Suð- or-Kína, en fjarri landhelgi Kína., Það ,dró þann dilk , á eftip ;sér,'að tvær kínverskar orrustuflugvélar voru skömmu síðar ;skotnar niður af ameríkum orrustuflugvélum, er voru að ■vernda skip þau og flugvélar, sem leituðu að mönnum, er Ikunnu að hafa komizt af, er brezka flugvélin fórst. Um síðustu helgi gerðist svo sá atburður yfir Japanshafi, að rússneskar flugvélar skutu niður ameríska flugvél, sem var þar á venjulegu eftirlitsflugi, og langt frá landi að .sögn .Bandaríkjamanna. Mótmæltu Bandaríkjamenn þessu við Rússa, •en þeir svöruðu að flugvélin hefðd flogið inn yfir rússneskt landssvæði og meira að segja hafið skothríð á rússneskar flug- vélar. Aðalatriðið virðist þó, að svo grunnt er á því góða milli þessarra stórvelda, að ekki virðdst þurfa nema lítinn neista til að hleypa öllu í bál. Vonandi -tekst þó alþjóðasámtokum — Sameinuðu þjóðunum — að forða mannkyninu frá þriðju heims- styrjöldinni. Fleiri eru þeir en Vöggur einn, sem litlu verða fegnir, eða svo þótti sumum lesendum blaðs þess sem sagði frá því, með ekki litlum fjálgleik núna á dögunum, að komnar væru út ársbækur Bókmenntafélags- ins, og lét þess samt ógetið, að það væri bækur fyrra árs. En ef einhver er nú svo lítilþægur að honum finnist þetta afrek og stórtíðindi, þá hefði það samt fyrir eina tíð verið dæmt hrein- lega á hinn veginn og þótt með ódæmum. Það þótti áður sjálf- sagt að bækurnar kæmi út á miðju sumri, en ekki að áliðnu næsta sumri. „Dauðamörk sé eg á honum, en engi lífsmörk", og þó að Bókmenntafélagið sé máske ekki eins langt leitt og Höskuldur var þá, höfum við nú samt um langt skeið séð á því fleiri dauðamörkin en lífs- mörkin. Félagið er helsjúkt og lög þess girða fyrir það, að lífi þess verði bjargað. Tilraun til björgunar var gerð fyrir nokkr- um árum, en áður út í hana væri lagt, sagði Páll Eggert Ólason að hún væri vonlaus; félagið væri þegar dautt og yrði ekki lengur vakið til lífs. Mun hann, því miður, reynast sann- spár. Það tekur þó varla and- vörpin fyrr en eftir að núver- J andi forseti þess, Dr. Matthías j Þórðarson, hefir látið af stjóm, J og meðan hans nýtur við, getur , það naumast orðið með öllu 1 gagnslaust. En ekki verður hann forseti þess að eilífu, fremur en fyrirrennarar hans, og þá eru auðsæ forlög Karþagó bohgar þegar hann er það ekki lengur. I En úr því að nóttin kemur, þegar enginn getur unnið, þá er að vinna meðan dagur er. Ut- (gáfa Æfiskránna verður að lík- j indum svanasöngur þessa forn- ; fræga félags, og er hún þó ekki j með þeim hætti að ekki hefði mátt betur géra. En mikið nyt- semdarverk var með henni unnið alþjóð manna í landinu. Ekki taldi Páll sitt verk nema ófullkomna undirstöðu, sem hann var sjálfur harla óánægð- ur með. En stórvirki er samt sú undirstaða, og að sínu leyti niá segja að síra Jón Guðnason ynni stórvirki með því að hlaða á örskömmum tíma svo ofan á hana sem hann gerði. Hver af stjórnendum félagsins, sem upptök átti að því, að leitað var á elleftu stundu til síra Jóns, þá missýndist ekki þeim hinum sama í valinu. Síra Jón er nýt- ur maður til allra starfa, og vinnur allt af vandvirkni og samvizkusemi,, en þarná var honum feng'ið það verkefni, sem alveg sérfetaklega var við hans hæfi. Það fer furðúlegt að hvergi skuli háfa verið á það minnst, hvað hann afkastaði þarna miklu og merkiiegu verki á ótrúlega skömmum tíma. í einhverju blaði sá eg þess getið, að haldið yrði áfram samningu og útgáfu Æfi- skránna. Þó það væri nú. Þetta eh vitanlega sjálfsagður hlutur. Einhvern tíma í vor hitti eg síra Jón Guðnason og sourði hvort hann væt'i ráðinn til bess að halda þessu verkí áfram. Hann sagði þá, að ekki hefði verið á það minnst við sig. Síð- an eru að vísu liðnir nokkrir mánuðir, en mér fannst að þá hefði átt að vera búið að gera ráðstafanir til þess að láta ekki verkið niður falla. Nú er því svo háttað um fundahöld Bók- menntafélagsins, að naumast vita aðrir en stjórnin sjálf um ársfund þess — og svo eitthvað af konum og krökkum. Hann er sem sé auglýstur, eða boðað- ur, með útvarpsauglýsingu og ekki öðruvísi, en á útvarps- t auglýsingar hlýða naumast ! karlmenn, sem eru í yfirgnæf- andi meiri hluta í félaginu. . Þannig er naumast um aðra leið að ræða en að skrifa í blöð, ef við viljum hafa afskipti af málum Bókmenntafélagsins eða leita frétta um áform stjórnarinnar. Náttúrlega er það líka út af fyrir sig rétt og gott að svo sé 'gert, því að starf- semi þess (og þá líka starf- semdarleysi) varðar alla þjóð- ina. Hún á í rauninni að láta til sín taka um störf allra þeirra félaga, er njóta styþks úr rík- issjóði. En það er ekki ofmælt að sum þau félög virðist nú lít- ið gera fyrir fjárstyrkinn. Það mál er orðið tímabært að at- huga. Nú eru tilkynnt ritstjóra- skipti við Sldrni. Það er ráð- stöfun, sem félagið hefir dregið of lengi. Því að sannarlega hef- ir tímarit þetta verið félaginu til engrar sæmdar síðan Guð- mundur Finnbogason lét af rit- stjórninni. En útgáfa þess hef- ir verið ákaflega dýr og fénu hefði sannarlega mátt betur verja. Nú skiptir máli hvernig hinn nýi ritstjóri i-eynist. Geti hann ekki stórkostlega bætt um ritið, á skilyrðislaust að leggja það niður. Þessar línur hefi eg ritað í þeirri von, að þær kynnu að vekja umræður. Og þá mætti svo fara, að eg hefði margt fleira að segja. En ekki get eg að því farið, hvort. öllum koma þá orð mín vel. Eg ætla að þau mundu koma yið menn eftir til- verknaði mannanná sjálfra. Sn. J. Getraunaspá Úrslit leikanna á laugai'dag urðir. Arsenal —■ Tottenham 2:0 1 Aostn Vila — Portsmouth 1:0 1 Burnley — Everton 0:2 2 Chelsea — Cardiff 1:1 x Huddersfield — Bolton 2:0 1 Leieester— Manch. City 0:2 2 Manch. Utd. — Charlton 3:1 1 Preston — Newcastle 3:3 x Sheff. Utd. — WBA 1:2 2 Sunderl. — Sheff. Wedn. 2:0 1 Wolves — Blackpool 3:0 1 Rotherham — Middlesbro 3:0 1 • ( Á 27. getraunaseðlinum eru þessir leikir: Asenal — Sheff. Utd. 1 Blakpool — Aston Villa 1 Bolton — Manch. Utd. 1x2 Cardiff — Huddersf. x2 Carlton — Wolves 12 Everton — Leichester 1 Manch. City — Chelsea 1 Lömunarveikur maður hefur sent mér eftirfarandi bréf og beðið mig að birta fyrir sig í Bergmáli: „Lömunarveiki er með þeim allra langvinnustu og erfiðustu sjúkdómstilffellum, sem lælcnavísindin eiga við að stríða. Ef sjúkdómurinn er á liáu stigi, er um algera lömun að ræða. Það má þó segja eitt um þenna sjúk- dóm, að þegar hann hefur náð hámarki eftir 7—12 daga, er stöð- ugt um bata að ræða, þótt seint þokist í áttina. En sú regla má heita almenn, að úr lömun dragi smátt og smátt eftir að sjúkdóm- urinn liefur náð hámarki. Rétt meðferð. Sjúklingarnir verða að fá rétta meðferð, eins og auðvitað er. Æf- ingar í laug til að liðka vöðvana e'ru mjög hollar. Fyrstu mánuð- ina eftir sjúkdóminn þola vöðy- arnir ekki mikla áreynslu, þar sem dregið hefur svo úr vöðva- starfseminni. Æfingarnar verða að vera annaðlivort í laug eða með sérstökum æfingaráliöldum, sem létta undir með sjúklingn- um. Eftir 5—6 mánuði er hægt að hefja léttar daglegar æfingar til að styrkja vöðvana, en gæti- lega þó til að byrja með, allt að 3 klukkustundir á dag, því svona lamaðir vöðvar þola ekki nema takmarkaða áreynslu, fyrstu vik- urnar eftir lömun. Þetta er nú mín reynsla. G. Þ.“ — Bergmál þakkai’ bréfið. Biðskýlin. Bergmáli hefur borizt annað bréf og er það frá veitingahús- eiganda. Hann segir á þessa leið: „Nú er rætt um það að koma upp biðskýlum fyrir veturinn fyrir strætisvagnafarþega. Væri elcki úr vegi að leggja þeim mönnum, sem fá að hafa sölu á blöðum og tóbaki í biðskýlunum, að þeir iétu í sambandi við biðskýlin gera snyrtiherbergi, sem ennþá er aJtof lítið af í þessum bæ. — Við, sem rekum veitingastof- ur inni í bænum, þekkjum þetta, því stöðugur straumur er af götunni til þess að nota snyrti- Iierbergi veitingastofanna, þar sem mjög fá almenningssnyrti- herbergi eru til. Og bitnar það mjög illa á mörgum aðkomu- manni, sem ekkert þekkir til í bænum. Hlunnindi. Það eru sannarlega talsverð lilunnindi, sem þeir verða að- njótandi, sem fá að nota biðskýl- in sem verzlunarstaði, en það mun vera ætlunin. Þessir menn eru ekki af góðir til þess að sjá þá um, að strætisvagnafarþegar þurfi ckki að fara annað til þess að, komast á snyrtiherbergi, sem öllum er nauðsyn við og við. Eg , set. nú þetta fram sem tillögu og vona að hún verði tekin til at- hugunar, því ekki get ég betur séð en hér sé drepið á mál, sem i rauninni aila varðar.“ — Berg- mál þákltar þetta bréf. — kr. Newcastle — Burnley x Portsmouth — Sunderland 1 2 Sheff. Wedn. — Tottenham x WBA — Preston 1 2 Blackburn — Liverpool 1 Skilafrestur rennur út á fimmtudagskvöld. 3- Sigurgeir SignrjóoBSOQ kœstaréttarlögmaður. Skrtlstoíutíml 10—13 og 1—1 ASalstr. 8. Bíml 1043 og 800*4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.