Vísir - 21.09.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 21.09.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 21. septembér 1954. VÍSIR 7 KíiimmÆ - - » dauður Cftir í<t- PatUr 27 Schmidt og Hermann áttu von á að Rússarnir sæktu að þeiml hvort höfðu Rússarnir drepið þá, eða þeir höfðu linnt á skot- hríðinni meðan þeir voru að gera nýja hernaðaráætlun Walter ætlaði að bera mig, en eg sagðist geta gengið sjálfur. Hann hafði ekki séð að eg var berfættur eða að það blæddi úr fótunum. Það voru ekki nema 10—15 metrar niður að vagnin- um, en við vorum lengi á leiðinni vegna þess að niðdimmt var þarna inni á milli trjánna. Eg datt hvað eftir annað. — Bíðið þér hérna, herra Stodder, sagði Walter. -—■ Þetta er allt í lagi. Eg kem aftur að vörmu spori. Nú fór ofurlítið að birta. Einhver blístraði fyrstu tónana úr ,,Dixie“, og rétt á ef-tir sást votta fyrir bil í morgungrámanum. Þegar bíllinn kom að mér hóppaði Walter af aurbrettinu til að hjálpa mér inn. Við stýrið sat Hiram og var enn í sportfötunum. Teensy sat við hliðina á honum. Hún var líka sportklædd, og máluð að vanda. Teensy hrökk við er hún sá hendur mínar og fætur, en hvorki hún né maður hennar minntust á það. Hiram komst umsvifa laust að efninu, þegar hann fór að tala. — Hvar er umslagið? Gátuð þér komizt að því? Eg tók'eftir að við stefndum í vestur, í áttina frá Budapest. Og nú datt mér all-t í einu í hug hvort við mundum vera á leið til Wien. Hvert erum við að fara? spurði eg. — Við verðum að fara til Budapest. Eg hefi lofað að hjálpa til að finna Maríu. Hiram sagði hljóðlega: — Ef við hefðum hugsað okkur að bregðast yður, mundum við ekki vera hérna núna. En þeir hafa I þvergirt fyrir göturnar inn í borgina. Við verðum að komastl aðra leið til Budapest. En fyrst verðum við að fara með yður og Walter til læknis. — Jæja, þá það, sagði eg. — Já, eg veit hvar umslagið er. Það er ennþá þar sem eg faldi það. Hiram leit á Teensy eins Og hann héldi að það væri að slá út í fyrir mér eftir misþyrmingar Schmidts. — Það er satt, sagði eg. — Verið þér rólegur, eg er með öllum mjalla. Rússarnir færðu vagninn úr stað. Þeir óku honum til Jöszefvaros. Við leituðum í skökkum vagni. — Sagði Orlovska yður það? Spurði Hiram. — Já, sagði eg. — Þá er umslagið þar ekki lengur. Hafi hún vitað um það þá hefir Lavrentiev vitað um það líka. — Hún vissi aðeins að vagninn hafði verið fluttur en ekki að umslagið var þar, sagði eg. Hún hafði ekki hugmynd um það. En hún sagði Schmidt, að vagninn hefði verið fluttur, og hann veit að umslagið var í honum. Eg sagði honum frá öllu því sem gerzt hafði eftir að Walter ók inér til „Arizona“ — Hvernig vissuð þér að Rússarnir mundu ráðast á*húsið? spurði eg svo. — Við vissum ekkert um það, sagði Teensy. Hiram hló. — En þið komuð um leið og þeir. — Það var að þakka ofurlítilii uppgötvun, sem sniðugi mað- urinn minn hefir gert, sagði Teensy. Hún kleip hann í kinnina og hann skríkti eins og kátur krakki. — Hvað ætli uppgötvanir komi svona málum við? sagði eg. Eg var alls ekki í skapi til að gera að gamni mínu. — Walter tókst að draga mig út um gluggann og niður í garðinn, því að inn um gluggann hinumegin í stofunni. — Það er alveg rétt, sagði Teensy. — að öðru leyti en því að þetta voru engir Rússar. Þetta var bara grammófónplata. — Það voru Rússar að hylla Stalin á 1. maífundi í Moskva, sagði Teensy. Hann Hiram náði í hana úr útvarpssendingu. — En skotin sem komu inn um gluggann? spurði eg. — Það var eg sem skaut þeim, sagði Teensy. — Meðan Walter stóð á svölunum lá eg í fönninni og skaut — eg varð að liggja á maganum til þess að skotin lentu ekki í yður. — Svo þarna hafa þá engir Rússar verið? sagði eg. — Og það þýðir að Schmidt kemst undan. — Ef til vill, sagði Hiram. — En hann fær nóg að hugsa. Við földum bílinn hans og skutum alla hringina í tætlur. Rússarnir koma kannske áður en hann finnur bílinn. — Voruð þér ekki að segja að þeir væru hvergi nærri? — Þeir voru hvergi nærri, sagði Teensy. — En ætli þeir komi ekki bráðum. Hiram gerði þeim orð meðan Walter var að hjálpa yður niður veginn. Ekki hefi eg hugmynd um hve lengi við ókum. Loksins gat eg sofnað dálitla stund. Þegar eg vaknaði var komið sólskin. Bíllinn stóð fyrir framan greiðasöluhús einhversstaðar úti í sveit. Brosandi ung gestgjaí'ahjón heilsuðu okkur og fylgdu mér inn í eitt svefnherbergið. Þegar eg hafði háttað færðu þau mér morgunverð, en eg hafði enga matarlyst. Eg svaf allan daginn. Þegar eg vaknaði" sá eg að fötin, sem eg hafði skilið eftir hjá Carr, lágu á stól við rúmið. Það sem hafði verið í vösunum lá á náttborðinu. Mig rámaði í að Ilonka hefði stungið einhverju að mér þegar við skildum í „Arizona". Og þarna lá verndargripurinn hennar, fallega augað, og starði á mig. Eg stakk því í vasann er eg hafði klætt mig. Svo fór eg niður í stofuna, og þar sat Walter fyrir framan gríðarstóran arin. Innan skamms komu Hiram og Teensy inn. Eftir að við höfðum fengið miðdegisverðinn kvöddum við gest- gjafa og konu hans og héldum af stað. — Hvert erum við að fara? spurði eg er við höfðum ekið um stund. — Til Matyasfold, svaraði Hiram. Það var þangað, sem Hermann hafði ekið rússneska herbíln- um. Eg hafði sagt Hiram það. En mig furðaði á því að hann skyldi byrja að leita Maríu áður en hann grennslaðist um um- slagið. Carr hlýtur að hafa rennt grun í hugsanir mínar því að hann sagði: — Ef þetta er rétt, sem þér segið um umslagið, eigum við skítverk f.yrir höndum. Járnbrautarvagninn er sjálfsagt um- kringdur, og verður það áfram þangað til þeir hafa hengt ein- hvern fyrir morðið á Strakhov. Eg velti fyrir mér hve lengi Hiram Carr mundi takast að forðast Stalin-ut nr. 60, hvað sem stjórnarvegabréfi hans liði. MVD — leyilögreglan — hlaut að vita hvers vegna hann var í Budapest. Hún hafði gætur á öllum útlendingum, ekki sízt st j órnarer indrekum. Nei, það var sjáifsagt skki fyrst og fremst María, sem Carr hafði í huga er hann ók til Mathyasfold. Honum stóð á sama um spönsku stúlkuna. Hann ætlaði að ná í allar upplýsingar sem hægt væri að fá hjá Schmidt og bófaflokki hans — upp- lýsingar um þýzku vísindamennina. Við ókum stóran krók og komum niður að Dóná langt fyrir sunnan Budapest og ókum svo upp með fljótin. Hiram þorði ekki framhjá þvergirðingunum í Buda-ásunum. Þegar við vor- um komin yfir Dóná sveigðum við frá borginni og komum loks austan að Matyasfold. Matyasfold er sviplaus staður, bær og þorp í senn. Ungverjar gerðu flugvöll þar í byrjun stríðsins og eftir stríðið fóru Rússar að nota hann. Skammt fyrir utan þorpið höfðu þau sætaskipti Hiram og Teensy. Hún tók stýrið og Hiram fór að tala við mig. — Þegar þér höfðuð sagt mér af Hermanni, sem var sendur til Matyasfold, setti eg tvo menn tli að halda vörð á staðnum, sagði Hiram Carr. — Felix er frekar óvanalegt nafn í Ungverja- Á kvðidvikunni. Charlie Chaplin sagði eftir- farandi sögu í ofurlitlu sam- kvæmi nýlega: „Einum manni á eg meira að þakka en öllum öðrum. Eg hefi leitað að honum árum saman, en því miður ekki getað fundið hann. Hann er fyrirmyndin að gerfinu mínu.“ — Það hefir hlotið að vera einhver flækingurinn, sögðu vinirnir. — Nei, sagði Chaplin. — Það var skattstjórinn í New Jersey á því herrans ári 1912. • Ungum vísindamanni hafði tekizt að búa til rakettu með ljósmyndavél í og skjóta henni svo hátt upp 1 loftið, að hægt var að ljósmynda allan hnött- inn. — Og hvernig tókst svo myndin? spurði einn af félög- um hans. i — Afleitlega, sagði vísinda- maðurinn. — Það var einhvep sem hafði hreyft sig. • Kvikmyndadís í Hollywoodt ætlaði til Evrópu og fór á skrif- stofuna til að fá vegabréfið. Skrifstofumaður hjálpaðí henni að útfylla umsóknina og: spurði m. a.: — Eruð þér gift? ■— Stundum og stundunfc ekki, svaraði hún. j Einu sinni var.... Gamli Vísir. .................. Þessar fréttir birti Vísir m. a. þ. 6. sept. 1919. Kii^k verkfræðingur er nýfarimt norður í Kollafjörð í Stranda- sýslu til að athuga þar hafnar- stæði. Hann hefir skoðað Þara- látursfjörð á Hornströndum. ! • I- Fisksala. Gylfi seldi afla sinn í Fleet- wood fyrir fáum dögum fyrirt 1960 sterlingspund, en Jón for- seti sedli fyrir 1600, og eru nít að líkindum lagðir af stað heimleiðis. ! Póstflutning mætti nú fá vikulega frá Eng- landi, ef hann yrði sendur til Fleetwood. Væri óskandi að pósthúsið hér símaði um það beiðni til Englanls þegar í stað, því að dregizt getur að póstskip komi til Leith á leið hingað. Tarzan stóð og veifaði Sherman, þar til skipið var komið út úr höfn- inni. Hann stóð þarna rólegur án þess að verða var við tvo menn, sem veittu honum meira en litla athygli. Tarzan reikaði um borgina og naut útsýnisins í ríkum mæli. Luanda er borg mismunandi þjóðflbkka, og borg svika og undirferla. £ & SumughA: - TARZAN 1649

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.