Vísir - 21.09.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 21.09.1954, Blaðsíða 8
YÍSIR er ódýrasta blaðið ®g þó það f jöl- Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftis breyttasta. — Hringið í síma M60 eg 10. hvers mánaðar fá klaðið ókeypig til gerist áskrifendur. .W (Mk * mánaðamóta. — Sími 1660. ÞriSjudaginn 21. september 1954. Tillögum Mendes-France fremur fálega tekið, en mikilvægt talið, að Frakkar vilja að Brussel-sáttmálinn sé samnings- grundvöllur. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Mendes-France forsætisráð- íterra Frakklands flutti ræðu á ráðgjafarsamkundu Evrópuráðs- íns í gær um varnir Vestur-Ev- rópu og aðild Vestur-Þýzkalands aí varnarsamtökum hennar. Lýsti hann skoðun frönsku stjórnarinnar á málunum og væri það tillaga hennar, að Vestur- Þýzkaland og Ítalía yrðu aðilar að Briisselsáttmálanum ásamt Bretlandi, Frakklandi og Bene- luxlöndunum. Kvað hann mundu hægt að ganga frá málunum á tiltölulega skömmum tíma, ef samkomulag nœðist á 9-velda ráðstefnunni í London, sem hefst eftir viku, og væri þá von til, að franska þing- ið staðfesti samningana fyrir ára- mót. Samkvæmt tillögunum á ráð, sem annast framkvæmd banda- lags á grundvelli Brusselsáttmál- ans, að ráða árlegum herafla og hefgagiiáframleiðslu hvers lands í handalaginu um sig. Er hér i rauninni um nýjar varnarbandalagstillögur að ræða. Eigi verður sagt, að tillögur Stjórnarkreppa í Vietnam. Einkaskeyti frá AP. — París í morgun. Níu ráðherrar í Vietnam Ibáðust lausnar í gær. Lausnarbeiðni þeirra er tengd deilunni milli forsætis- ráðherrans og yfirmanns her- foringjaráðsins. — Forsætis- ráðherrann hafði ekki, er síð- ast fréttist, tekið afstöðu til lausnarbeiðninnar, og líklegast talið, að hann taki hana ekki til greina. þær, sem Mendes-France bar fram hafi fengið góðar undir- tektir. í London er kunnugt, að Eden taldi það mikilvægt, að Frakkar vildu nota Briisselsátt- málann sem samningsgrundvöll en Mendes-France minntist ekki á það, sem flestir hallast að, þ. e. að varnarbandalagið ætti að vera í nánum tengslum við Norð- ur—Atlantshafs varnarbandalag- ið eða jafnvel undir stjórn þess. — í ’Washington er tillögum Mendes-France fálega tekið. Vöruskiptin : r r Ohagstæo um 213,8 millj. t)I ápstloka. Útflutningurinn í ágústmán.- lok í ár nam 469.69 þús. tn. Á sama tíma í fyrra nam hann 751,33 þús. kr. Á tímabilinu jan.—ágúst í ár nam útflutningurinn 500.786 þús. kr. Á sama tímabili í fyrra nam hann 385.651 þús. kr. Innflutningurinn í ágúst í ár nam 96.122 þús. kr. Á sama tíma í fyrra nam hann 63.048 þús. kr. Á tímabilinu jan—ágúst í ár nam innflutningurinn 714.613 þús. kr. Á sama tímabili í fyrr'a nam hann 603.275 þús. kr. Vöruskiptajöfuðurinn var ó- hagstæður í ágúst í ár um 46.653 þús. kr. Á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 12.325 þús. kr. Á tímabilinu jan.—ágúst í ár var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um 213.827 þús. kr. Á sama tímbabili í fyrra var hann óhagstæður um 217.624 þús. kr. 9. aMsherjaijúng Sþ .sett i dag. Viir 60 mál á dagskrá. Eínkaskeyti frá AP. — I’vl^ New York í morgun. Níunda allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna verðúr sett i New York í dag. Líklegt er, að um 60 ný mál verði tekin fyrir á þinginu, mörg þeirra gamalkunn, en einnig nokkur ný mál, og kröf- tjx verða gerðar um, að tekin verði á dagskrá mál, sem mikl- ura deilum valda, svo sem Kýpurmálið. Gríska stjórnin leggur til, að það verði rætt og vill, að íbúar Kýpur fái upp á eigin spýtur að taka ákvörðun um framtíð sína, en Bretar eru því mót- fallnir, að málið verði rætt á þessum vettvangi. 4_ Meðal deilumála, sem áður hafa verið rædd, og enn munu verða tekin fyrir eru: Tunis- og Marokkómálin, Kóreumálið og afvopnunarmálin. Yfir 20 þjóðir vilja fá aðild að samtökum Sameinuðu þjóðanna, eða nánar tiltekið 21, og hefir hvorki gengið né rek- ið um þau mál allt frá stofnun samtakanna. í flokki þessara þjóða eru ítalir, frar, Portú- galsmenn, Ungverjar, Rúmen- ar og Búlgarar, Japanar o. .s. frv. Og svo er deilan um sess Kína, hvort stjórn þjóðernis- sinna skuli víkja fyrir Peking- stjórninni. Nokkrar líkur eru fyrir, að Indland eða Ráðstjóm- arríkin taki málið upp á þing- inu. 4 fylgjast að með 2,5 vinning hver. í septemberskákmótinu í Hafnarfirði eru nú búnar 4 umferðir og var sú síðasta tefld á sunnudag. Þetta er í annað sinn sem Hafnfirðingar efna til septem- ber skákmóts og erú þátttak- endur 10 talsins, 6 úr Hafnar- firði og 4 Reykvíkingar. í fyrra voru þátttakendur einnig 10, þar af 7 Hafnfirð- ingar, 2 Reykvíkingar og 1 Akurnesingur. í fjórðu umferðinni vann Ólafur Sigurðsson Eggert Gil- fer, Jón Pálsson vann Trausta Þórðarson, Siðurður T. Sigurðs- son vann Jón Jóhannsson, Arinbjörn Guðmundsson og Sigurgeir Gíslason gerði jafn- tefli, en biðskák varð hjá Jóni Kristjánssyni og Baldri MöIIer. Eftir þessar fjórar umferðir eru 5 þátttakendur efstir og jafnir að vinningum, með 2% Vmfengi Ehenhowers og Knowiands hefir kólnað. Forsetínn ferðast loftleiðis fyrir kosningarnar og látiiiii vera við- biíiim að iiota fallhlíf. Eins og getið hefir verið í fregnum símaði Knowland öldungadeildarþingmaður fyrir nokkru til Bandaríkjaforseta og hvatti hann til að slíta stjórn- málasambandinu við Ráð- stjórnarríkin. Knowland er sem kunnugt er leiðtogi republikana í öld- ungadeildinni. Hann er kunnur að því að vera helzt til skjót- ráður á stundum og þótti ráð- leggingin vanhugsuð og fljót- fæmisleg. Er sagt, að kólnað hafi vinskapurinn milli hans og forsetans, síðan er skeytið var sent, ekki aðallega vegna ráð- leggingarinnar, því að henni vinning hver, en það eru þeirjgat forsetinn stungið undir stól, ef svo sýndist heldur vegna áður en það barst Eisenhower í hendur. Arinbjörn, Sigurgeir, Ólafur, Sigurður og Jón Pálsson. Fimmta umferð verður tefld á morgun. Síldarsöltim yfir 55 þiís. kr. Síldarsöltun á suð-vestur- landi nam kl. 24 s.l. laugar- dagskvöld 55809 tunnum og er það frá miðjum ágúst að telja. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma í fyrra voru saltaðar 42295 tunnur, Þrír hæstu saltendurnir: Miðnes h.f., Sandgerði 4933 tunnur, Haraldur Böðvarsson & Co. Akranesi 4445 tunnur og Fiskiver h.f. Akranesi 4119 tunnur. Saltað í 9 bæjum og kauptúnum. í Stykkishólmi hefur verið saltað í 3507 tunnur, Grafarnesi 2079 tunnur, Ólafsvík 2512 tunnur, Akranesi 11755 tunn- ur, Reykjavík 712 tunnur, Hafnarfirði 5788 tunnur, Keflavík og nágrenni 16828 tunnur, Sandgerði 8172 tunn- ur og Grindavík 4456 tunnur. í fyrra var saltað fram í miðjan október og náði þá heildarsöltunin 56297. „Ike“ hefii| lítillar hvíldar notið í sumar, nema helzt meðan hann dvaldist við Denver, en þó voru þar mikilvægar ráð- stefnur haldnar, og kom ör- yggismálanefnd Bandaríkjanna saman þar fyrir skemmstu sem kunnugt er. Getur forsetinn ekki haft sig eins í frammi í kosningahríðinni og upp- haflega var ráð fyrir gert. í ferð hans til Kalifomiu nú flyt- ur hann til dæmis ekki eins margar ræður og upphaflega var ætlað. í sumum fylkjum, eins og Ohio, mun hann aðeins flytja eina ræðu. Sennilega ferðast hann aðallega loftleiðis. Sagt er að ríkislögreglan, sem gætir öryggis forsetans ætli að láta hann hafa faUhlífarútbún- að í þessum ferðum, svo að hann geti varpað sér niður í fallhlíf, ef eitthvað kæmi fyrii-, sem geri slíkt nauðsynlegt. Auglýsendur ATHUGIÐ Vísir verður 12 síður á miðvikudag. Handrit annarra auglýsinga en smáauglýsinga þurfá helzt að berast auglýs- ingaskrifstofunni fyrir þriðjudagskvöld. K.R.-kabarettinn. Um þessar mimdir gengst K. R. fyrir velheppnuðum kaba- rett í K.R.-húsinu og af skemmtikröftum skal fyrstan telja Bobby Jaan. Það er fátítt að hlusta á mann sem skemmtir áhorfendum á eins óþvingaðan og eðlilegan ’hátt. Hann syngur og jóðlar mjög skemmtilega, kvakar eins og fuglar í búri, hermir eftir járnbrautalestum, hestum og fleira. Þá koma þar einnig fram fimm Parísardætur og franski dægurlagasöngvarirm Bobby Damas og syngja þau og dansa af mikilli smekkvísi. Að lokum komu ensku músik- trúðarnir „Grímaldi“ og spiluðu á margskonar sérkennileg hljóðfæri og þar að auki spiluðu þau á margskonar flöskur. Hljómsveit Ólafs Gauks Þór- hallssonar spilaði undir af miklu fjöri. Eldur í Litbfelli. Um klukkan 3 I gærdag var slökkviliðið kvatt að olíuskipinu Litlafelli, sem lá við Ægisgarð. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var eldur laus i vélarúmi skipsins. Menn höfðu verið þar með logsuðutæki og hefur fallið neisti í einangrun milli þilja. — Fljótlega tókst að ráða niðurlög- um eldsins og varð tjón tiltölu- lega lítið. Sjómenn fá 30% ksuphækk- un. Samningfiir tókusf i gær. Samningar í togaradeilunni voru undirritaðir með fyrirvara í gærkveldi. Verkfallið ,sem hefjast átti i dag verður frestað til næstk. laugardags, en þá hafa farið' fram atkvæðagreiðslur í sjó- mannafélögunum og Félagi isl. botnvörpuskípaeigenda. Samningarnir voru undirritað- ir kl. 8 i gærkveldi eftir að samn* ingaumleitanir höfðu staðið yfir i heila viku. Aðalefni samninganna voru kjarabætur fyrir togaraháseta, matsveina og kyndara. Samkomulag náðist um kaup- hækkun þeirra, þannig aðkjara- bæturnar nema um 30% kaup- hækkun og er þá miðað við kaup háseta s.L ár. • Kauphækkunin er miðuð við hækkun á fastakaupi sjómanna, aflahlutum og aflaverðlaunum o. fl. Félagar i sjómannafélögunum, sem að samningunum standa hafa n; forgangsrétt að skiprúmi á togurum, hvert á sínum stað. Réttfndafaus vié fefgubifreiðaakstiir. í nótt tók Iögreglan bílstjór® fastan fyrir að stunda leigubíla- akstur án réttinda. Maður þessi gaf sig út fyrir að vera leigubifreiðarstjóri og ók fólki og tók gjald fyrir. Hann hafði þó hvorki meirapróf i bif- reiðaakstri né bifreiðin, sem hann ók nokkur stöðvarréttindi. Laust eftir miðnæti í nótt var lögreglunni tilkynnt um að bif- reiðinni R-4484 hafi verið stolið. Bifreið þessi, sem var Renault sendiferðabifreið og stóð inni i Sogamýri, en kl. 9—10 í morgun fannst hún óskemmd þar skamxnt frá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.