Vísir - 25.09.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 25.09.1954, Blaðsíða 7
Laugardaghm 25. september 1954. tfWWWWW^WWWWWWWWWWWWWWrtW 11AfatuH ■ » - dauður £[tir P PotUr ji 30 |WMWWWWWWft^^WWWWWUWWWWW.WWJVWW WVWUVWWWVMWMMWWWWMWMVWVWVW ^JVWWWV/WW að þrönga sundið lægi þangað. Þegar við höfðum ekið langleið- ina kringum húsahverfið fórum við Walter úr bílnum. Við átt- um að fara inn í kaffihúsið. Hiram og Teensy ætluðum að bíða fyi’ir utan og hjálpa okkur til að komast burt ef við lentum í illdeilum. Gestgjafinn hafði aldrei séð okkur Walter, en hann mundi hafa þekkt bæði Hiram Carr og Teensy. Hiram ætlaði að leggja bílnum fyrir handan kirkjugarðinn, í götu sem aðeins mannlaus geymsluhús stóðu við. Teensy hafði skipt umbúðum á höndunum á mér, og mér fannst eg mundi geta hleypt af byssu þó að þáð yrði ekki sárs- aukalaust. Við Walter stóðum kyrrir um stund eftir að við kom- um inn fyrir dyrnar. Eg skotraði augunum kringum mig en sá hvorki Schmidt né Borodin. í kaffihúsinu sátu í mesta lagi 20—30 manns. Þjónn einn vísaði okkur til sætis skammt frá zigaunahljómsveitinni, en eg vildi ekki sitja þar og við sett- umst við borð skammt frá dyrunum. Undir eins og við höfðum beðið um það, sem við ætluðum að fá, greip eg nokkur blöð, svo að við hefðum eitthvað til að fela okkur bak við ef þörf gerðist. Við drukkum svo gerfikaffið okkar og þóttumst vera að lesa í blöðunum. Þegar við höfðum setið um stund kallaði eg á þjóninn og spurði á þýzku hvar salernið væri. Hann benti á hurð í horn- inu bak við hljómsveitina. Snyrtiklefinn var í innri enda tíu metra langs gangs. í miðjum ganginum voru stigar upp á efri hæðirnar. Skuggsýnt var í ganginum, en eg sá að tvennar dyr voru þarna uppi. Eg gekk inn aftur og skömmu síðan kom til kasta Walters að fara fram. Nær eintómir járnbrautarstarfsmenn voru £ kaffi- húsinu. Þær fáu konur sem þarna voru, voru af sama sauða- húsi. Lítill, þybbinn náungi gekk á milli borðanna og talaði við gestina. Eg þóttist vita að það væri gestgjafinn. Þegar Walter kom aftur sagðist eg ætla að fara upp á loftið. Ef eitthvað gerðist skyldi hann gefa hljómsveitinni fimm dollara og biðja hana að leina „Lillie Marlene“ til að aðvara mig. Enginn var í ganginum. Það brakaði í stiganum þegar eg gekk upp, en eg vonaði að það heyrðist ekki fyrir hljómsveitinni. Á annari hæð voru sex herbergi. Dyrnar voru lokaðar. Eg heyrði mannamál þegar eg kom að þriðju herbergisdyrunum. Eg hleraði og heyrði að maðurinn talaði ungversku lýtalaust, svo að þar gat hvorki verið um Schmidt eða Borodin að ræða. Eg fór upp á þriðju hæð. Eg heyrði konu hljóða og hljóp inn ganginn. En þegar eg kom að dyrunum heyrði ég hana tala ungversku með hárri rödd. Og þá flýtti eg rriér niður aftur. Gestgjafinn var að tala við Walter á þýzku þegar eg kom inn í gildaskálann aftur. Hann sneri sér að mér og hneigði sig. Walter hafði sagt að mér hefði orðið flökurt, og nú sagði gest- gjafinn: — Ég ráðlegg yður að fá glas af „Fernet Branca“. Magaslæmskan stafar hérumbil alltaf af biluðum taugum. Hann glápti á reifaðar hendurnar á mér. , — Eg hlýt að hafa etið eitthvað sem eg þoli ekki — því iið vlsm Ecuadar - Framh. af 5. síðu. Þeir sögðu að þetta væri eftir beltisdýrið (Armadillo), sem kemur ekki upp fyrr en á kvöldin og fer þá á kreik. Á einum stað sá eg plöntu hátt uppi í tré og langaði til að ná í hana. Tréð var ekki mjög gilt og einn mannanna var enga stund að fella tréð með saxinu. Fundum við þá margar plöntur af sömu tegund og varð vel til veiði. Nokkuru seinna komum við að öðru, miklu gildara tré og sá ég hátt upp í því plöntu sem eg vildi ná í. Eg spurði hvort þeir treystu sér til að ná í þessa plöntu. Einn þeirra fór strax að klifra upp í tréð, en kom að vörmu spori aftur og sagði að eitraðir maurar ættu hreiður upp í trénu og að ekki væri nokkur von til að komast fram hjá þeim. Þá var honurn bennt á annað tré, sem var rétt við þetta og komu greinar þeirra saman hátt uppi. Piltur- inn lagði nú af stað og klifraði unz hann var kominn upp á móts við plöntuna. Þá sagði hann að sig vantaði prik, til að geta losað hana. Var þá skorin grein af tré, sem var við eina loftrótina, sem óx niður frá trénu sem pilturinn var í og síðan gat hann halað prikið upp til sín. Tók úr því ekki langan tíma fyrir hann að losa plöntuna með prikinu, svo að hún datt niður og eg gat náð í hana. Þetta var falleg orkidea, Stanhopea eburnea, sem hefur blóm hvít eins og postulín og ilmar dásamlega. Húsið aðeins gólf og þak. Svo var haldið heim og var nú enginn þreyttur, enda höfð- um við ekki verið eins lengi í skóginum eins og fyrri daginn. Á leiðinni heim virtust' mennirnir sem með mér voru, vera orðnir svangir, því að þeir fóru beina leið heim í kofa sem einn þeirra átti heima í og var hann í bananaekrunni. Eg fór með þeim þangað, en ekki gat eg þegið neitt matarkyns hjá þeim. Húsið var ekkért nema pallur á stólpum^ með þaki, en engum göflum. Gólfinu var hróflað saman úr óhefluð- um borðum, misbreiðum, svo að allstaðar sást á milli þeirra. Út í horni var eldstó með potti sem hékk í trjákrók og úr honum tóku þeir allir eitthvað matarkyns. Þrjár hengimottur hengu í einu horninu en engin húsgögn af neinu tæi voru þarna. Skítugir garmar og rifnir skór lágu hér og hvar ásamt leifum af mat, en hrein- læti sást hvergi Þegar þeir höfðu etið upp úr pottum sínum lögðum við af stað upp á veg og náðum brátt í bíl heim til Fischbacks. Eftir einn dag um kyrrt hjá Fischback hélt eg af stað til Garzonhjónanna, var hjá þeim í tvo daga í ágætu yfirlæti, og hélt svo til baka til Quito. — Hjónin fóru með mig um allt, sýndu mér meðal annars tvær jarðir í nágrenninu, sem eig- andinn vildi selja og vildi fá mig til að kaupa aðra hvora þeirra. Sú ódýrari kostað 500.000 sucres, (= kr.). lá báðu megin vegarins, þar sem 1000 appelsínutré prýddu landið með fram veginum. Hér kaupir maður aðeins land með- fram veginum, en síðan á mað- ur það eins langt og maður vill inn í frumskóginn, eða þangað til maður rekst á einhvern annan eiganda eða landamæri Colombia. Víða má fá land fyrir ekki neitt hjá ríkisstjórn- inni, eða rétt sem nemur kostn- aðinum við að skrifa skjölin sem gefa manni eignarréttinn.. Aftur til Quito. Svo ek eg aftur til Quito með vörubíl. Aftur í gegn um alla þessa fátækt, sem er ömurlegri en nokkuð sem eg hefi séð nokkursstaðar, í gegn um auð- ugasta og frjósamasta land sem eg hefi nokkurn tíma séð. — Hvernig getur fólkið verið svona fátækt í svona frjósömu landi? Ef nokkuð land á skilið að heita paradís, vegna loftslags og frjósemdar, þó er það þetta land. Skyldi paradís virkilega hafa þessi áhrif á menn? Að þeir nenni ekkert að gera og verði að aumingjum? í okkar kalda og hrjóstuga landi er fólkið myndarlegt, hreinlegt og mannslegt, en landið ófrjótt og erfitt. Hér við miðjarðarlín- una eru öll skilyrði til að lifa í vesæld, því að jörðin býður allsnægtir hverjum sem nennir að hafa sig eftir þeim. En þá er útkoman svona. Væntanlega á þetta eftir a3 breytast, því að meiningarlaust er að svo frjósamt land liggi lengi ónotað. 95. sýning á Topaz. Annað kvöld kl. 8,30 mun Þjóðleikhúsið sýna Topaz að Hlégarði í Mosfellssveit og verður það 95. sýningin á þessu leikriti. Næsta sýning verður svo hér í Þjóðleikhúsinu þann 1. októ- ber. Óhætt er að fullyrða að ekkert leikrit hafi verið sýnt hér eins oft á jafnskömmum tíma og þétta leikrit enda hefir aðsókn að því verið alveg ein- l^stök. f sumar og í fyrrasumar var það sýnt út um landið og hefir það nú verið sýnt víðast hvar á landinu. Fjor ag líf í KR-húsiitu. • Kabarettinn í KR-húsinu hefur verið vel sóttur, og vak- ið ánægju áhorfenda, enda er þar hægt að fá hina beztu kvöldskemmtun. Mesta ánægju vekur belgiski leikarinn og cowboy-söngvar- inn Bobby Joaan, sem kemur öllum í gott skap með hinum fjörugu söngvum sínum, jóðli og eftirhermum, en hann líkir m. a. eftir hljóðum ýmissa far- artækja, og leikur á gítar sinn af mikilli snild. Þá skemmta þarna mússik- trúðar, er leika á hin furðu- legustu hljóðfæri, m. a. minnstu harmoniku og munnhörpu í heimi, og ennfremur leika trúð- ar þéssir lög á tómar flöskur og xylónfón. Loks má nefna franska næturklúbbasöngvar- ann Bobby Damase er syngur þarna nokkur lög en fimm létt klæddar Parísarmeyjar stíga dans. Hljómsveit Ólafs Gauks Þór- hallssonar leikur á kabarett- inum og aðstoðar listafólkið. C & SumuakA: 1653 íie Syndicate, Inc. Þegar Tarzan hafði komið stúlk- Hann sn unni til hjálpar með því að ráða foringjánu: hiðurlögum arásármahnsins birtist hvort þór’ vambmikill ókunngur maður og ';-ih að iögreglu- agós: Athugið dauðu .“ „Þá er ekki utó annáð að gera en taka þennan mann fastan — fyrir morð.“ 4 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.