Vísir - 08.10.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 08.10.1954, Blaðsíða 10
VÍSIR Föstudaginn 8. óktóber 1954» peningi af því, sem ,.minn lávarður" lét mig fá, svo það er loku fyrir það skotið, að hann geti sagt frá. Þótt dimmt væri orðið sáum við, að John breytti svip. — Nú skil eg þig, Roger. Þú átt við það, að hinn nýi kastala- stjóri kunni ef til vill að hafa einhverjar skipanir frá Hennar Hátign, di'ottningunni viðvíkjandi Courtenay og mér. — Einmitt! Þar hittirðu naglann á höfuðið bróðir sæll! — Jesús Kristur hjálpi mér! — Amen, sagði Roger. — En vegna þess að sólsett er orðið, hefirðu tíma tií að biðja fyrir þér ofurlítið lengur. Hann lækk- aði róminn og hvíslaði ákafur. — Hélztu virkilega, að eg mundi sitja með hendur í skauti og horfa á þig drepinn. Hélztu virki- lega, að eg hafi alltaf verið áhugalaus um örlög þín? Frá því konungurinn dó, hefi eg stöðugt verið að undirbúa áform mitt og nú er allt tilbúið. Svo er guði fyrir að þakka. Og eg kom í dag til þess að gera tilraunina. Við verðum að flýta okkur áður en þeir loka ytra hliðinu. Hann snaraði sér úr frakkanum, þreifaði ofan í töskuna, sem hékk við belti hans og tók eitthvað upp úr töskuni. — Þetta er hárkolla og skegg búið til úr mínu eigin hári. Þetta gerði herra Hendrick. rakarinn minn. Hérna er vax til að líma skeggið við andlitið. Eg er ekki að gera að gamni mínu. Þetta mundi ekki takast um hábjartan daginn, en í rökkrinu ætti það að heppnast, þegar aðeins er lýst upp með blysum. Þú ferð í fötin mín. og nú er einmitt allt í uppnámi í garðinum í sambandi við kastalastjóraskiptin. Verðirnir munu ekki sköða þig nákvæmlega. Þú styður þig við öxl herra Tho- mas og verður hnugginn á svip. Þeir munu halda, að það sé eg og að eg sé að harma örlög bróður míns. Eg hefi hesta á tak- teinum hérna fyrir utan og fylgdarmaður minn, Mark, mun fylgja þér til Cornwall. Nýir hestar verða líka til staðar, þar sem þú þarft að hafa hestaskipti og þannig geturðu komizt til Penzanko, en þar bíður þín léttiskúta. Með henni skaltu fara til Frakklands og bíða þar þangað til minn lávai'ður. Otterbridge, getur fengið drottninguna til að skrifa undir náðunarbeiðni þína. Hann var kominn úr kyrtlinum og var að bisa við að ;ná af sér stígvélunum. — Við erum svipaðir á stærð, þó að þú sért ofur- Jítið gildari en eg. Eg hafði það í huga, þegar eg lét herra Os- borne mæla mig, en í því botnaði hann ekkei't, karlauminginn, sem ekki var heldur von. Munið eftir því, Thomas, að þér verð- ið að taka sverð mitt hjá verðinum, en John hallar sér upp að veggnum á meðan, þar sém skugga ber á. Mundu það, John, þar sem skugga ber á. Otterbridge hafði rangt fyrir sér, þegar hann bað mig að gæta mín fyrir skáldum, því að það er minn ágæti vinur, Sir Thomas Wyatt, sem sér um, að hestarnir verði hafðir til taks, þar sem þú þarft að hafa hestaskipti. Svona, flýttur þér nú og hafðu fataskipti. Venner gamli varð fyrri til að átta sig. — Já, eg skal minnast þess, að taka sverðið hjá verðinum. Flýtið yður að hafa fata- skipti, John, flýtið yður. Ambrose mun koma bráðlega með kvöldverðinn, en eg skal senda hann burtu aftur. Lofið mér að hjálpa ýður, ■dréiigúr'mimi,’'þótt skjálfhentur sé eg nú orðinn. Það var órðið hærri því aldimmt í öryggisklefanum. Rödd Johnj heyrðist í myrkrinu, skjálfandi, en ákveðin. — En hvað verður um þig, Roger? — Mig? Eg mun kvarta undan vistinni hér og heimta að fá að tala við kastalastjórann. Fljótur nú! Eg er kominn úr öllum fötunum. Settu nú á þig raunasvip og farðu að festa á þig skeggið. — Og hversu lengi heldurðu, að þú fáir að halda höfðinu, eftir að eg ér kominn út úr kastalanum? — Ætlai'ðu þá að sætta þig við þessa stjórn? — Nei. Roger varð þögull, en Thomas fór að kjökra og skalf eins o|f lauf í vindi. — Farðu í fötin aftur, Roger. Þrír myndu þurfa að fara út, þar sem tveir komu inn og það lætur sig ekki gera á þessum stað. Haldið þið, að eg hafi ekki hugsað um leiðir til undan- komu í þessi átta ár. Margir hafa verið hnepptir í fangelsi hér síðustu fimm aldirnar og fáir hafa sloppið héðan. Það er varð- maður við dyrnar hjá mér, dyravörður við dyrnar hjá kastala- stjóranum, verðir við Blóðturninn, verðir við Markorðsturn- inn, verðir við Miðturninn, verðir við Ljónaturninn og við virkishliðið. Við verðum að fara þrír fram hjá þeim öllum. Nei, eg er hættur að hugsa um flótta. Það er tilgangslaust. — John! — Þrír eða enginn. Þér er óhætt að fara í fötin aftur upp á það. Það var hljótt í rökum, dimmum klefanum. — Réttið mér vínkönnuna, Thomas. Nei, annars, það er bezt að láta það vera. Einhvern veginn hef eg það á vitundinni, að þessi nýi kastalastjóri hafi örlög mín í hendi sér. Þetta er vel meint, bróðir, en við erúm í Öryggisklefanum, og úr honum hefur enginh sloppið. Jafnvel þótt við hefðum farið tveir út, hefðu þeir lýst framan í okkur. Við skulum ekki harma það, Roger. Thomas! Geturðu beðið einnar bænar. Við höfum ekki langan tíma til stefnu. Lykli var stungið í skrána og Ijós frá blysum flóði inn. Varð- maður stóð í dyrunum og hneigði sig. Andlitið var eins og steingert. Bak við hann stóðu menn með atgeira og einkennis- stafi drottningarinnar á kyrtlinum. — Kastalastjórinn vill fá að tala við jarlinn af Bristol. — Roger stóð eins og afturganga á nærklæðunum. Herra Thomas hóf upp rödd sína í bæn um leið og varðmennirnir fylktu sér umhverfis jarlinn. ,,Faðir voru, þú sem ert á himn- um.“ Niðri í ganginum bættust við fleiri hermenn og hers- ingin nam staðar fyrir framan harðlæstar dyr. Bak við dyrnar heyrði John Courtenay frænda sinn hlæja háum hlátri. Hurð var skellt aftur og hláturinn þagnaði. — Kastalastjórinn vill fá að tala við yður strax, herra jarl, John stóð fyrir framan borð og lágvaxinn maður, sólbrendur i framan, rétti honum blað. — Herra jarl, sagði hann. — Samkvæmt skipun drottningarinnar eruð þér frjáls maður. II. kafli. Ambrose, þjónn jarlsins af Bristol, skaraði í glæðui'nar á eldstæðinu þangað til kviknáði í brenninu, sem hann hafði lagt á kolaglóðina og smálogar tóku að dansa. Hann seildist eftir trékubb og formælti sinni slæmu sjón, þegar hann rak kubb- inn í hringgrindina. Þegar hann heyrði ekkert hljóð frá rúm- inu sem ársalurinn var vel dreginn fyrir til verndar gigtarpest og kvefi,' sem -allir- læknar segja að næturloftið sé þrungið, skaraði hapn hraustlega í eldinum og horfði á fyrstu geisla morg-unsólarinnaýf-sem dönsuðu á glugganum. Þetta var enginn smáljóri heldur stór gluggi með mörgum rúðum og inn um hann komst meiri birta frá morgunsólinni. en inn um glugga öryggis- klefans frá hádegissólinni. Vagni var ekið með miklu skrölti upp Efra Thamesstræti. Vagnstjórinn hottaði án afláts á hest- inn, en glaðleg rödd hrópaði: „Lifandi krabbar. Lifandi krabb- ar! Hver vill kaupa lifandi krabba?“ Það skíðlogaði í arninum og Amb.rose náði í annan', brennikubb, en ákvað svo að kasta- honum ekki í logann. Það var. nægilegur eldur á arninum til að bægja burt næturkuldanum. Það.var óþarfi að gera of heitt í hprberginu, því a’ð’þáð vár hásumar og þá líætti mönnum til að svitna. Hann fullvissaði.sig um, að krukka með .öli, .srnurt Á kvðMvðkunni. Gutzon Borglum. mynd- höggvarinn. sem hjó hið risa- varna minnismerki á berg- vegg í Suður-Dakota, var einu sinni að þvi spurður hvort hann * væri ánægður með þetta verk sitt. „Nei, ekki enn,“ svaraði hann. „Nefið á Washington for- seta er líkléga þrem sentimetr- um of langt. En þegar veðrin eru búin að leika um það ög fága það svo sem tíu þúsund áiy verður það búið að fá rétta lengd.“ • Skólatelpa í Danmörku fókk að bjóða bekkjarsystkinum sínum heim. Þurftu þá gestirn- ir vitanlega að skrifa í Poesi- bók telpunnar og þar las móðir hennar þetta síðast: „Hver hef- ir gefið þér lífið og flutt þig úr myrkrinu til ljóssins? Hver- þrælar fyrir þig frá morgni til kvölds? — Þín elskandi og trygga skólasystir Eva Hansen.“ • Blaðamaður talaði nýlega við Ernest Hemingway og sagðt að gefnu tilefni: „Þér segizt verða framvegis að lifa af því sem bækur yðar gefa af sér. Eis ef þær seljast ekki?“ Þá svaraði Hemingway hik- laust: „Þá ætla eg að temja birni. Eg hefi alltaf elskað bjarndýr,“ • Hans Alberts keypti sér nýja skó í Boston og bað afgreiðslu- stúlkuna að láta senda þá til sín á tiltekið gistihús. „Gleym- ið nú ekki heimilsfanginu,“ sagði hann er hann fór út. Þegar Albers kom heim á gisti- húsið voru skórnir komnir og með þeim fylgdi miði með nafní og heimilsfangi afgreiðslu- stúlkunnar. • Lítið hirðleikhús frá 18. ölá er til í smábæ. Við sætin stend- ur þessi athugasamd: Til þæg- inda fyrir áhorfendur er svo fyrir skipað að fyrsta röð liggi á gólfinu. Næsta röð liggi á hnjánum, 3. röð sitji og 4. röð standi. Bannað er að hlæja þegar sorgarleikir eru sýndir. MAGNÚS THORLACIUS hæstaréttarlögm að,ur. Málflu tningssltrif stof a Áðalstræti 9. -4 Síini 1875. Maður stökk fimlega niður úr felustað sínum, lyfti byssunni og ávarpaði Tarzan. ,.Ég svaraði Tarzan þegar í stað. „Svo þ úert einn af glæpamöm „Hvað er þér eiginlega'á höndum“ spurði hann gætilega. um Lazars“ hreitti hann út úr sér um leið og hann miðaði byssunni á hann. ....... i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.