Vísir


Vísir - 25.10.1954, Qupperneq 1

Vísir - 25.10.1954, Qupperneq 1
44. árg. 243. tbl. Brennuvargar valda kart- öflueigendum stórtjóni. ICrakkar ollu þremur íkveikjuavi í gær. I gær ollu unglingsstrákar tilfinnanlegu tjóni hjá kartöflu- eigendum með íkveikju æði sínu. Var Slökkviliðið kvatt að tveimur kartöflugeymslum í Kringlumýri . samtímis um miðjan dag í gær vegna þess að pörupiltar höfðu lagt eld að þeim. Voru báðar þessar geymslur við svokallaða G-götu í Kringlurhýri. í annari þeirra höfðu strákarnlr kvéikt í þak- inu og var mikill eldur í geymslunni þegar slökkviliðið kom á vettvang. Tók það lang- an tíma að kæfa eldinn, enda var geymsluhúsið þá orðið stór- skemmt og kartöflurnar sem í því voru að langmestu eða, öllu leyti eyðilagðar, en sam- kvæmt frásögn eigandans munu um 30 pokar af kartöfl- um hafa eyðilagzt. Skammt þarna frá höfðu piltarnir kveikt í kartöflujarð- hýsi og hlutust af miklar skemmdir á húsinu, en kart- öflunum varð bjargað að mestu. Hafa eigendur beggja þess- ara húsa orðið fyrir tilfinnan- 30.000 farþega- Ijftnr i N.York. New York (AP). — Nýjustu skýrslur sýna, að í borginni eru samtals 30,000 farþegalyftur. Þær flytja á degi hverjum um 18 milljónir manna milli hæða í byggingum borgarinnar, og veg- arlengd sú, sem þær fara dag- lega, er um 200,000 km. legu tjóni og er leitt til þess að vita að drengir skuli ganga með skemmdarfýsn og brenni- æði og þannig að yfirlögðu ráði valda fólki stórtjóni. Síðdegis í gær urðu krakkar enn valdir að íkveikju í skúr við Laugaveg 50B og var Slökkviliðið kvatt þangað til þess að kæfa eldinn. Sem betur fór hafði eldúrinn ekkert mágnazt og var hann strax slöktur án þess að verulegar skemmdir hlytust af. Háhyrningor spflltr enn síMveði. Akranesi í morgun. Nóg síld virðist í Faxa- flóá^ en háhymingur spillir veiðinni og hefir valdið stór- tjóni á netjum Akranesbáta. í gær réru 8 Akranesbát- ar og hugðust.veiða síld. Af þeim misstu fimm net sín, þrátt fyrin það að tveir vél- bátar, mannaðir vopnuðum mönnum, væru til þess að verjast háhyrningunUm. Vélbáturinn Reynir var sá eini, sem slapp algerlega við háhymingana, og fékk hann 80 tunnur af ágætri síld, 32—36 sm. langri og vel feitri. Ekki telja útgerðarmenn á Akranesi sig geta stundað síldveiðad eins og nú horfir. M.-France slakaði til. Samkomulag náðist í Saar-málinu. Einkaskeyti frá AP. París í gaer. Þótt óvænlega þætti horfa í bili náðist samkomulag milli þeirra Méndes-Franee og Adenauers um Saar, og var þar með ekkert til fyrirstöðu, að undirritaðir væru samningarnir um fullveldi Þýzka lands, hið nýja Vesturevrópu- bandalag og aðild Vestur-Þýzka- lands að Norður-Atlantshafs- varnarbandalaginu. Er því almennt fagnað í lönd- um hinna frjálsu þjóða, að óein- ing um Saar skyldi ekki verða til að ónýta það mikla starf, sem unnið hefur verið að undanförnu til að varðveita einingu vest- rænu þjóðanna og efla varnar- samtök þeirra. Við samkomulagsumleitanirn- ar um Saar slakaði Mendesr France meira til, en búizt hafði verið við. Verður Saar-héraðið sett undir vernd Vestur-Evrópu- bandalagsins og skipar það þar laúdstjóra. Fellt verður niður bann við starfsemi þýzku flokk- anna, en bannaður áróður gegn hinni nýpu skipan, sem sam- komulagið gerir ráð fyrir, en um það skal fara fram þjóðaratkvæði. Hún skal vera í gildi þar til frið- arsamningar hafa verið gerðir við Þýzkaland og framtíð hér- aðsins endanlega ákveðin. Sama gjaldmiðils- og tollatilhögun verð ur eins og áður í höfuðatriðum, en þó er um nokkrar tilslakanir að ræða af hálfu Frakka. Sömu- leiðis er það tilslökun af hálfu Frakka, að frjálsara skipulag verður tekið upp á sviði kola- og stálframleiðslu og samgangna o. fl. Mánudaginn 25. október 1954. Til vinstri sjást námumennirnir vinna á kolastálinu með loftbor og um leið þyrlast ryk út frá bornum. Til hægri sjást þrír ungir námumenn með skóflur sínar. Ákveðnir framtíðarmöguleikar r r ur fólgnir brúnkolum. Lágmarkskolavinnsla úr Tindanám- unni verði 40 lestir á dag. Maður sendur uían til að kjnna sér námuvinnslu ? Gert er ráð fyrir að í náinni framtíð starfi að staðaldri 16 manns við námugröft í kolanámunum að Tindum í stað 7, sem eru þar nú og að Iágmarksafköst þessara manna verði 40 lestir á dag. Eins og Vísir skýrði frá s.l. laugardag er fyrir nokkuru haf- in vinnsla á brúnkolum úr hinni nýju kolanámu á Tindum á Skarðsströnd. Er hér um mjög merkilega til- raun að ræða, sem spara myndi þjóðinni stórlega erlendan gjald- eyri, auk þess sem námagröftur yrði ný atvinnugrein i Iandinu. Fréttamaður Vísis fór fyrir helgina vestur að Tindum til þess að skoða þau mannvirki er þegar hafa verið reist þar vestra í sambandi við námuvinnsluna og þann fyrsta vísi sem komTnn er að námu. Eins og Visir hefur áður skýrt frá hafa fundizt surtarbrandslög í fjöruborði vestur á Skarðs- strönd og m. a. var þesis surtar- brandur notaður til eldsneytis í heimsstyrjöldinni fyrri. Við nán- ari eftirgrennslan og rannsóknir hefur komið i ljós að brúnkola- lög liggja á stóru svæði i jörð þar vestra og einkum í landi jarð arinnar Tinda. Undirbúningur síðustu árin. Árið 1941 var stofnað hlutafé- lag, sem nefnist Kol h.f., til að vinna þessi verðmæti úr jörðu, jafnframt þvi sem námuréttindi voru tryggð i landi Tinda. Aðal- hvatamaður þesarar félagsstofn- unar var Haraldur Guðmundsson frá Háeyri og hefur hann verið framkvæmdarstjóri félagsins frá öndverðu. Á undanförnum árum hefur verið unnið að margháttuðuni undirbúningsrannsóknum og mælingum, jafnframt því sem kolin voru efnagreind í erlend- um rannsóknarstofuni. Þá voru enn fremur grafin göng 16 metra Fyrsta ljósmyndasýning Ljós- myndafélags Reykjavíkur var opnuð í Þjóðminjasafnshúsinu á laúgardaginn, kl. 4 e. h. Hjálmar Bárðarson, skipa- skoðunarstjóri, bauð gesti vel- komna og ræddi jafnframt um listræna ljósmyndun almennt og hlutverk sýningarinnar í þá átt. Þá gat hann þess enn frem- ur, að það væri í fyrsta skipti hér á landi, sem atvinnu- og áhugaljósmyndarar sýna hlið við hlið og kvaðst Hjálmar fagna því samstarfi. Alls bárust dómnefnd sýn- ingarinnar 160 ljósmyndjr, en lóðrétt í jörðu niður, rétt við fjöruborðið fyrir neðan Tinda og ná þau um það bil 10 metra niður fyrir sjávármál. Éru það I hin raunverulegu námugöng og er nú byrjað áð grafa eftir kol- um út frá þeim. Siðastliðið vor hófust svo fj’rstu raunverulegu framkvæmd- irnar í sambandi við kolavinnsl- una. Um miðjaii maí var byrjað að reisa skála fyrir starfsfólk og síðan að koma fyrir vélum óg’ öðrum útbúnaði, byggja yfir yél- ar og verkfæri og ganga frá lyft- unni og lyftuútbúnaðinum. Eru þetta allt mikil manvirki og dýr. Þá hefur verið byggð bryggja rétt framan við náfnuopið og get- ur 100 lesta skip lagzt að henni og athafnað sig þar, Bryggja þessi er mjög rainger, enda nauð- synlegt vegna ísruðnings í hin- af þeim voru aðeins 90 valdar. Sýnendur eru 36, víðsvegar af landinu. Dómnefndina skipuðu. 2 atvinnuljósmyndarar og 3 áhugamenn. Til tals hefir komið innan Ljósmyndafélags Reykjavíkur að næsta sýning, sem það efnir til verði alþjóðleg, þannig að ei'lendum atvinnu- og áhuga- ljósmyndurum verði boðin þátt- taka í henni, en þar myndi fást nokkur samánburður hvar á vegi við stöndum í Ijósmyndá- gerð, auk þess sem það er ávallt gaman að kynna sér viðfangs- efni og tækni erlendra meistara. Frh. á bls. 7. Erfendum (josmyndurunt senni- Sega boðið aft sýna hér.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.