Vísir - 30.10.1954, Page 1
44. árg.
Laugardaginn 30. októbev 1S54
Kommúnistar
níða Homingway,
Einkaskeyti frá AP.
Vínarborg í gær.
Austurrískir kommúnistar
jusu svívirðingum á Ernest
Hemingway og Svía í dag,
vegna veitingu bókmennta-
verðlauna Nobels.
Aðalmálgagn austurrískra
kommúnista, dagblaðið „Völks
stimme“ sagði, að vesturveld-
in hefðu kúgað Svía til þess
að veita Hemingwg,y verðlaun-
in, en ekki íslenzka rithöfund-
inum Halldóri Laxness, en
hann er meðlimur heimsfrið-
arráðs kommúnista.
Lýðræðissínnar
sigra í
Lýðræðissinnar í bifreiðastjóra
félaginu Hreyfli báru glæsilegan
sigur af hólmi í kosningunum til
þings ASÍ.
Voru atkvæði talin i gær, og
urðu úrslit þau, að A-listinn, sem
lýðræðissinnar stóðu að, hlaut
272 atkvæði, en B-listi, sem kotnm
únistar studdu, hlaut ekki nema
157 atkvæði.
Senda lýðræðissinnar i Hreyfli
þvi sex fulltrúa til Alþýðusam-
bandsþings, þá Bergsvein Guð-
jónsson, Ingimund Gestsson, Berg
Ólafsson, Guðlaug Guðmundsson,
Friðrik Guðmundsson og Berg
Magnússon.
Fengu kommúnistar því háðu-
lega útreið i kosningum þessum,
en undanfarið hafði Þjóðviljinn
talað gleiðgosalega um væntan-
legan sigur hinna fjarstýrðu í fé-
laginu.
Atvinnuleysi er minnkandi
í Bandaríkjunum. Vikuna
3.—9. október var tala at-
vinnuleysingja 2.700.000, en
var 3.100.000 um sama leyti
í september.
Smáflugvél, eign flugskólans Þyts hlekktis á í vikunni, svo sem
Vísir hefur getið. Var mynd þessi tekin við það tækifæri,
(Ljósm.: B. Th. V.).
Afskipun Suðurlandssíldar
til Rússlands hafin.
Mörg stór shíp væntanleg til síld-
artöku nœsta hálfan mánnð.
Afskipun Suðurlandssíldar er tn. (í fyrra 56.297 tn.). Það var
nú hafin
farinn.
og fyrsti farmurinn
Mörg, stór skip eru vasntan-
leg í næsta mánuði og taka þau
síld til útflutnings.
Hollenzkt skip, Egbert
Wagenberg, tók fyrsta síldar-
farminn hér nýlega, 5000 tn.,
og lagði af stað með hann á-
leiðis til Rússlands s. 1. þriðju-
dagskvöld. Síldin var tekin á
Breiðafjarðarhöfnum og Akra-
nesi.
Væntanlegt er síldartöku-
skipið Sine Boje, sem lestar
4000 tn. af Suðurlandssíld tii
Rússlands.
Nokkur stærri skip eru vænt-
anleg fyrri hluta nóvember og
um miðjan þann mánuð og taka
allmikið magn af Suðurlands-
síld til Rússlands.
Síldveiðunum sunnanlands er
nú lokið og var saltað í 77.863
Forsprakkar brezkra hafnar-
verkamanna „kúvenda".
Fjöldafundir í morgun í 8 hafnarborgum.
Einkaskeyti frá AP.
London í morgun.
Fjöldafundir hafnarverka-
manna í 8 hafnarborgum voru
boðaðir að afloknum 7 klst. fundi
verkfallsforsprakkanna og verð-
ur þar rætt um nýjar tillögur
þeirra.
Ekki liafa þessar tillögur verið
birtar, en fréttaritarar ætla að
forsprakkarnir hafi nú séð, að
þeir voru búnir að fá almenn-
ing á móti sér, og að yfirvofandi
væri, að ríkisstjórnin tæki til
sinna ráða, og leggi þeir nú til,
að verkfallsmenn hverfi aftur til
vkinu • sinnar mánudagsmorgun
næstkomandi.
Jafnframt muni tekið fram í til
lögunum, að hafnarverkamenn
skuli koma saman að nýju eftir
mánuð, verói þá ekki búið að ná
fullnaðarsamkomulagi um öll
deiluatriði. Forsprakkarnir eru
nú sagðir hafa fallið frá þvi skil-
yrði, er þeir settu fyrir tveimur
dögum, að hið sama skyldi gilda
um eftirvinnu í öðrum hafnar-
borgum og i London, þótt aðeins
í London væri deilt um eftir-
vinnu.
Blöðin í morgun, sem nú hafa
dregið saman seglin svo nemur
Ví af venjulegri stærð vegna papp
írseklunnar, eru bjartsýnni en
áður um lausn deilunnar.
vegna netatjóns af völdum há-
hyrnings, sem kunnugt er, að
menn hættu, og virðast fram-
tíðarsíldveiðar hér sunnan-
lands vera í voða vegna þess
vágesta, en hann hefur valdið
sívaxandi tjóni seinustu 3—4
árin, þar til keyrði um þverbak
í haust. Um skeið voru 5 vél-
bátar gerðir út sérstaklega til
að halda háhyrningnum í
skefjum, en það kom að sára
Ktlu gagni.
ikil kjötsala
í haust.
Mátrun ekki lok-
ið. Fé rýrt.
Slátrun sauðfjár er ekki enn
aS fullu lokið. '
Að því er blaðið hefir fregn-
að úr ýmsum áttum, mun sauð-
fé víðast vera fremur rýrt.
Kjötframleiðslan er nú aftur
vaxandi sem kunnugt er og
mun hafa verið í lágmarki í
hitt eð fyrra. Vafalítið er, að
'kjötframleiðslan reynist all-
miklum mun meiri nú en und-
angengin tvö ár, þótt fé'sé rýr-
ara.
Sala á kindakjöti hefir verið
mjög mikil á þessu hausti.
S|ö drukkna í
Argentínu.
B. Aires (A.P.). — Ferja sökk
í síðustu viku á Parana-á í
Argentínu.
Á henni voru alls 50 manns,
og var flestum bjargað, en
fundizt hafa sjö lík, sex manna
er sakað. Er tahð víst; að þeir
muni allir hafa drukknað.
248. tbl.
Flóðasvæðið á Ítalíu ömurtegra
en eftir stórorrustu.
Náfykt í lofti. - Sennilegt að a.m.k.
500 hafi farist.
Einkaskeyti frá AP. —
Rómaborg í morgun.
Fréttarita’rar síma frá Vietri
sul Mare, baðstað, sem eij 3—4
km. frá Salemo. að enginn vafi
sé á. að flóðin sem lögðu þennan
smábæ í rúst og marga aðra,
séu hin verstu sem komið hafa
á Suður-Italíu í manna minn-
um.
Tala þeirra, sem farist hafa
eða saknað er. mun vera tals-
vert yfir 500.
Samkvæmt seinustu
skýrslum biðu 98 menn bana
í Salemo, en íbúatala borg-
arinnar er um 42.000. í
Vietri, sem hefir aðeins 4000
íbúa, er kunnugt að 48 hafa
farist, en yfir 100 er enn
saknað.
Þar var sem vatnsflaumur-
inn brytist fram af sama krafti
og er vatn í mestu fossum héims
steypist fram af brún. í Vietri
sópaði flaumurinn með sér
moldarlagi úr kirkjugarðinum,
svo að kistur flutu á haf út,
innan um drukknandi ástvini
í faðmlögum. Fréttaritarai’
segja m. a. frá manni, sem
Minningarathöfn
um Einar Jónsson.
Eins og skýrt hefur verið frá,
fer minningarguðsþónusta um
prófessor Einar Jónsson. mynd-
höggvara, fram í Dómkirkj-
upni kl. 2 e. h. í dag (laugar-
dag) og mun biskupinn, herra
Ásmundur Guðmundsson, flyta
minningarræðuna.
Nánustu aðstandendum hins
látna, ríkisstjórn. fulltrúum er-
lendra ríkja, svo og nokkrum
embættismönnum og vinum
Einars Jónssonar hafa verið
látnir í té aðgöngumiðar, sem
tryggja þeim sæti í kirkjunni.
Að öðru leyti er aðgangur að
kirkjunni fráls. Eru menn vin-
samlega beðnir að vera komnir
í sæti fyrir kl. tvö.
Forsetahjónin verða viðstödd
minningarguðsþjónustuna. —
(Frá ríkisstjórninni).
500 Bræ&ralagsmenn
haitdteknír.
Einkaskevti frá AP.
Kairo í morgun.
Ríkisstjórnin hefur fyrirskip-
að að leysa skuli upp Bræðralag
Mohameðstrúarmanna.
.Siðan Nasser var sýnt banatil-
ræðið, hafa yfir 500 bræðralags-
menn verið teknir höndum og er
handtökum haldið áfram. —
Nasser flutti ræðu á fjöldafundi i
Kairo i gærkveldi.
bjargaðist á seinustu stundu,
með því að grípa dauðahaldi í
grafarkross, er hann sá á flotú
Herlið og flokkar sjálfboðalið-
ar komu til Vietri í gær. Þau
Vár ömurlegt umhorfs en efi
stórorusta hefði geisað og ná-
lykt í lofti. — Skip með vistir„
hj úkrunargögn og annað, eru,1
komin til bæjanna á flóða-
svæðinu.
Margar hetjudáðir voru unn-
ar við björgun og margip
brugðust á svo furðulegan
hátt. að gengur kraftaverki
næst.
ítalska þingii ekki
ályktunarfært.
Einkaskeyti frá AP.
Rómaborg í morgun.
Italska stjórnin gerði tvær
árangurslausar tilraunir í gær til
þess að fá tekið fyrir á þingi„
hvenær ræða skyldi staðfestingu
samninganna sem gerðir voru í
París.
í hvorugt skiptið var fulltrúa-
deildin ályktunarfær. Reynt verð
ur aftur í dag.
Allmikil ókýfrð hefur verið i
fulltrúadeildinni aS undanförnu
og hvað eftir annað legið við
borð, að þingheimur berðist.
Hafliði haggaiist
ekki gær.
Frá fréttaritara Vísis.
Siglufirði í morgun.
Varðskipið Ægir og strand-
ferðaskipið Hekla gerðu tilraunir
til þess að ná togaranum Hafliða
á flot, en skipið haggaðist ekki-
Er ósennilegt, að neitt verði
reynt við skipið í dag, en Ægir
er á strandstaðnum og bíður á-
tekta. Talið er, aS dælt verði oli-
unni úr „Hafliða“, á annað hundr-
að lestum, yfir í einhvern annan
farkost, og ísnum, sem skipið er
með, fleygt í sjóinn, en hann
végur um 70 lestir. Gera menn sér
vonir um, að með því móti megi
takast að létta skipið svo, að þvi
verði náð á flot.
I dag er ágætt veður á Siglu-
firði, logn að heita má, en dá-
lítill sjór, skýjað loft.
Skipshöfnin á Hafliða er öli
um borð i togaranum, enda ekki
talin nein hætta á ferðum.
• Eisenhower Bandaríkjafor-
seti hefur tilkynnt, að 30
milljónir dollara verði varið
fram að jólum til að senda
matvæli til ýmissa landa,.
þar sem skortur er, og:
inunu 8 milljónir manna.
góðs af njóta.