Vísir - 30.10.1954, Side 8

Vísir - 30.10.1954, Side 8
VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í sima 1660 eg gerist ásbrifendur. nsmt Þeir, sem gerast kaupendur VtSIS eftir 10. hvers manaðar, fá blaðið ókeypis tO mánaðamóta. — Sími 1660. Laugardaginn 30. október 1954 Stú dentaráðsko snin ga rn ar: Listi Vöku er D-listi. I dag fara fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla íslands. Að þessu sinni eru fjórir listar í framboði, en listi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, er D- listinn. Kjörfundur liefst eftir hádégi i Háskólanum, og eru 'stúdentar beðnir að kjósa snemma. Lýðræðissinnaðir stúdentár íettu að veita Vöku allt það braut argengi er þeir mega og vinna að því, að D-listinn nái meiri- hluta í stúdentaráði. — Kosninga skrifstofa listans er í Aðálstræti 12, uppi, simar 81801 og 81802. Fimm efstu frambjóðendur á lista Vöku, fél. lýðræðissfnnaðra stúdena, eru þessir: Sverrir Her- mannsson, stud. oecon., Jónas Hallgrímsson, stud. med., Ragn- hildur Helgadóttir, stud. jur., Ingólfur Guðmundsson, stud. theol. og Sigurður Líndal, stud. jur. lítför próf. Einars Jónssonar að Hrepp- hóíakirkjir. Útför próf. Einars Jónssonar fór fram að Hrepphólakirkju s.l. fímmtudag. Um morgunin flutti biskup íslands bæn að lieimili hans, en síðar var haldið austur og stað- næmzt að Galtafelli, fæðingar- stað listamannsins. Hrepphólakirkju sungu söng- menn úr Hreppum og Reykja- vík. Sóknarprésturinn, séra Gunnar Jóhannesson, jarðsöng. Viðstaddir athöfnina voru for- setahjónin, biskup landsins, for- máður Bandálags ísl. listamanna og forseti efri deildar Alþingis auk ættingja listamannsins, Réðust á gamlan mann. Aðfaranótt 28. þ. m. var brot- izt inn í veitingastofuna Vest- urhöfn við Mýrargötu og stol- ið þaðan lítilsháttar af tóbaki og sælgæti. Rannsóknarlögreglunni hefir nú tekizt að upplýsa þetta mál og handtók tvo pilta, 16 og 17 ára, sem hafa játað að hafa brotizt þama inn. En við yfirheyrzlú játuðu þeir að hafa ráðizt á mann og ætlað að ræna hann. Maður þessi, sem heitir Eiríkur Narfasóh, er sjötugur að aldri, vaktmaður við karla- salernið í Bankastræti. Var hann að vinnu sinni að kvöldi 15. þ.m. og bar þá þesssa pilta að. Annar réðst þegar á gamla manninn, nefbraut hann og sikldi við hann allmjög þjak- aðann. Virðist þá sem hinn pilturinn, hafi skorizt í leikinn, þannig að ekki var frekara að- bafst og gamli maðurinn ekki rændur, svo sem upphaflega ,var ætlað. - Hafnarverkfallið í Englandi breiðist ört út og farþegarnir á hinum stóru áætlunarbátum fá að vita af því. Myndin hér að ofan er frá Southampton og sýnir farþega, sem verða sjálfir að að aka farangri sínum frá borði. Morðíngjar og fyrrverandi fasistar meðai þingmanna kommúnista á Ítalíu. Kommúnistum svarafátt, þegar þetta er borið í þá. Togliatti er m. a. sakaður um að hafa komið manni í heitdur fasistalögreglunnar. ítalskir kommúnistar eiga mjög í vök að verjast um þessar mundir, því að þeim verður orðfall, þegar á þá eru bornar þær sakir, að í hópi þingmanna þeirra sé fyrrverandi fasistar og jafnvel morðingjar, auk þess sem sumir þeirra hafi verið í hinni pólitízku lögreglu á stjórnarárum Mussolinis. Fyrir rúmri viku var þetta borið á þá á fundi í þinginu, og varð úr handalögmál, því að kommúnistar höfðu ekki önn- ur rök til að svara þessum ákærum með. Síðan voru þess- ar ásakanir endurteknar utan þinghelginnar, en kommúnist- ar svöruðu ekki að heldur, og þeir,, hafa heldur ekki gert kröfu til þess að rannsóknar- nefnd verði sett á laggirnar. Loks hafa menn veitt því at- hygli, að þeir hafa ekki stefnt neinum fyrir ærumeiðingar, og er þeim mjÖg brugðið, er þeir grípa ekki til slíkra ráða. Þyngstu sakir um langt skeið. Það var fyrrverandi ráðherra úr flokki Kristilega lýðræðis- floksins, Giuseppe Togni, sem bar þessar sakir á kommún- ista, og hafa ekki eins þungar sakir verið bornar á kommún- ista á Ítalíu um langt skeið. Maðurinn, sem gaf Togni upplýsingamar, heitir Edgardo Sogno, 35 ára gamlall, er var sæmdur æðsta heiðursmerki ítala eftir stríðið fyrir þátttöku í baráttu skæruliða gegn fas- istum. Hann er formáður and- kommúnistasamtaka, er heita Pace e Liberta (Friður og frelsi), sem gefur út mánaðar- blað, er undanfarið hefur bivt í , mjög skæðar ásakanir á hend- ur kommúnistum. Virðist Sogno hafa komizt yfir spjaldskrár pólitísku lögreglunnar á tímum fas- ista, og notar nú óspart þær upplýsingar, sem þar er að finna. Meðal annars hefur tímaritið birt nöfn þeirra manna*er sviknir voru í hendur þeirrar lögreglu af mönnum, sem nú eru þingmenn kommúnista, svo og margra háttsettra manna, sem styðja kommúnista á laun. Til dæmis hefur Togliatti verið sakaður um að hafa svikið einn flokksbræðra sinna í hendur fasista, og hefur formaður kommún- istaflokksins svarað með — algerri þögn. Þá hefur þingmaður og hverfisritari flokksins fyrir Emilia-hérað verið mirintur á það, að hann hefði myrt mann af persónulegum ástæðum árið 1926. í fjarveru sinni var maðurinn dæmdur í 30 ára þrælkunarvinnu, en þegar Togliatti varð dómsmálaráð- herra eftir stríðið, var dómur- inn ógiltur. Adenauer vlll sáttmála vé5 Rússa. Einkaskeyti frá AP. New York í morgun. Adehauer kanzlari hefur stung- ið upp á, að þjóðirnar sem standa að hinum nýju varnarsamtökum, geri örýggissáttmála við Ráð- stjórnarríkin, þegar þau séu kom- in á laggirnar. Telur hann það nauðsynlégt til aukins öryggis Þýzkalandi og til að tryggja sameiningu þess. Uppástungan fær góðar undir- tektir í brezkum blöðum, enda í samræmi við utanríkisstefnu Breta og almenningsálitið. Jarðhræringar í alla nótt. Jarðhræringa varð vart hér í bænum í gærkveldi, Hveragerði og víðar. Upptökin eru sennilega austan fjalls, í um 35—40 km. fjar- lægð frá Rvík. Ekki niunu hafa fundizt nema 3 kippir í gærkveldi, allir litlir og álíka snarpir. Hræringa varð vart í alla nótt, seinast kl. að ganga 9, og alls um 40 smákippir frá því í gærkveldi þar til 10 ár- degis. Hræringarnar voru mestar í gærkveldi og dró úr þeim því lengur sem leið á nóttina. Eisenhower í sókn. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Eisenhower forseti hefur þeg- ar flogið 3200 km. vegarlengd í skyndi-leiðangri sínum til að hressa upp á fylgi republikana í kosningunum, sem fara fram n.k. þriðjudag. í öllum flugstöðvum, þar sem Eisénho'wer hefur komið, hefur hann haldið stuttar ræður. — Andersen & Lauth h.f. í endurbættu húsnæðí. í morgun var fataverzlunin- Andersen & Lauth h.f. opnuð á' ný eftir endurbót og stækkun ál húsakynnum þess á Vesturgötui 17. Eru húsakynnin nú mjög rúm* góð og sérlega smekkleg. Innrétt* inguna teiknaði Skarpliéðinn Jó* hannsson arkitekt, en skreytingiti á einum vegg afgreiðslusalsins gerði Sverrir Haraldsson listmál* ari. Á gólfi innri liluta afgreiðslu salsins er teppi úr islenzkri ull<. Verzlunin Andersen & Lauth h.f. var stofnuð 30. okt. 1913. —• Stofnandi hennar var Ludvig: Andersen klæðskerameistari, sem nú er nýlátinn í Englandi. í júlí* mánuði 1918 gekk O. J. Lauth inn í fyrirtækið og var þa nafn- inu breytt til samræmis við það^ en árið 1935 var fyrirtækinu breytt í hlutafélag. Fyrirtækið hefur einkum verzlað með karl- mannafatnað og haft þar sam* vinnu við verksmiðjuna Föt h.f.» sem hóf framleiðslu á tilbúnum karlmannafatnaði árið 1941 og eru eigendur og stjórnendur beggja þessara fyrirtækja hinip sömu. Éftir nýárið er fyrirhugað að opna klæðskerastofu i sambandi við verzlunina og verður saum- að þar eftir máli. Ungur klæð- skeri og vel menntaður hefur verið ráðinn forstöðumaðup klæðskerastofunnar. f stjórn fyrirtækisins Anderseu & Lauth og verksmiðjunnar Föt h.f. eru Þorleifur Helgi Eyjólfs- son, Ásgeir Bjarnason, Böðvar Jónsson og Jón Jónsson. Fram- kvæmdastjóri er Theódór Jóns- son. Auk aðalverzlunarisnar á Vest- urgötu 17 opnaði Andersen & Lauth h.f. útbú á Laugavegi 28 i fyrra. Staðsetning mmnis- nterkis sr. Friðriks. Samþykkt hefur verið að minnismerkið um dr. theol. Friðrik Friðriksson verði komið fyrir á Ióð ríkisins á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs. Fjársöfnunarnefnd minnis- merkisins leitaði til skipulags- ráðs um staðsetningu þess og lagði skipulagsráð til að því yrði komið fyrir á þessu um- rædda horni. Fjármálaráðu- neytið og bæjarráð samþykktu einnig fyrir sitt leyti staðsetn- ingu þessa, en vegna þess, a5 þetta var lóð ríkisins varð einnig að fá samþykkt for- sætisráðuneytisins. Þann 22. október s.l. lagði svo forsætisráðuneytið fram bréf á bæjarráðsfundi, þar sem það hefur einnig fyrir si.tt leyti samþykkt staðsetningu minnis- merkisins á horni Lækjargötu og Amtmánnsstígs. Ennþá er algjörlega óráðið hvernær minnismerkið verði afhjúpað en vonir standa til að það verði sem fyrst.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.