Vísir - 09.11.1954, Blaðsíða 2
2
VlSIR
Þriðjudaginn 9. nóvember 1954'
BÆJAR
Sksðasleðami?
eru komnir.
Frá þýzka sendráðinu.
Samkvæmt tilkynningu frá
sendiráði sambandslýðveldisins
Þýzkalands verður dr. Kurt
Oppler, sendiherra, fjarverandi
um tveggja vikna skeið og í
fjarveru hans mun dr. Herbert
Kuhle veita sendiráðinu for-
stöðu.
Austurbæjarbíó
sýnir . kvikmyndina Flagð
undir fögru skinni. — Þetta er
sagan um konu, sem skortir al-
gerlega hæfileikann til að meta
þau lífsgæði, sem mest er um
vert, en vill öllu fórna, jafnvel
heiðri og heimilisgæfu, til að
geta notið lífsins, en afleiðing'
þessa skakka lífsviðhorfs er
vansæmd og dauði. — Þessa
konu leikur Bette Davis af mik-
illi snilld. — 1.
Námar Salomons.
Svo nefnist bandarísk stór-
mynd frá Metro-Goldwyn-
Mayer sem Gamla Bíó sýnir
þessi kvöldin. Hún er gerð
eftir hinni heimsfrægu sögu
Riders Haggards, Námar
Salomons“, og gerist í Afríku.
Sagan var þýdd á íslenzku og
náði miklum vinsældum, sem
enn haldast. — Kvikmyndin er
stórfengleg. Hún er tekin í
Afríku í náinni samvinnu við
stjórnarvöld maígra landa, og
er í rauninni hér einstakt tæki-
færi til skemmtilegrar fræðslu
um landslag, dýralíf og ólíkar
þjóðr Afríku, í haglega sam-
fléttaðir spennandi skáldsögu.
Mun mörgum seint gleymast t.
d. er villidýraflokkar æða und-
an skógareldinum. — Öllum
hlutverkum eru gerð góð skil
og er einkum, eftirminnilegur
leikur Stewarts Grangérs og
Deborah Kerr. — 1.
Útvarpið í kvöld:
20.30 Erindi: Frá Vestur-
Þýzkalandi (Gylfi Þ. Gíslason
prófessor). 21.00 Tónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar (út-
varpað frá Þjóðleikhúsinu). —
Stjórnandi: Olav Kielland. —
Einleikari á píanó: Jórunn Við-
ar: a) „Benvento Cellini“, for-
leikur eftir Berlioz. b) „Píanó-
konsert nr. 3 í c-moll op. 37
eftir Beethoven. 22.00 Fréttir
og veðurfregnir. 22.10 Bækur
og menn (Vilhjálmur Þ. Gísla-
son útvarpsstjóri). 22.30 Dag-
legt mál (Árni Böðvarsson cand.
mag.) 22.35 Léttir tónar —
Jónas Jónasson sér um þáttinn
— til kl. 23.15.
Leiðrétting.
Það var á misskilningi byggt
að eldur hafi komið upp í
prentsmiðju Guðmundar Jó-
hannessonar á Nýlendugöt-
unni, eins og skýrt var frá í
Vísi í gær. Hið sanna var, að
eldurinn kom upp í sama húsi
og á sömu hæð, en í öðru fyrir-
tæki. Var það í Offsetprent-
smiðjunni Litbrá. Hinsvegar
brann í gegnum vegginn sem er
milli þessara tveggja fyrir-
tækja, og urðu þar af leiðandi
einnig' töluverðar skemmdir í
prentsmiðju Guðmundar, bæði
áf reyk og vatn.
Veiðarfæradeildin
HnMfátanr. 234$
heldur söngskemmtun í Gamla Bíói næstkomandi fimmtn
dag 11. nóvember kl. 7,15 síðdegis.
Undirleikari Fritz Weisshappel.
Lárétt: 1 afturelding, 7
drykkur, 8 grunar, 10 ósam-
stæðir, 11 félags, 14 bylgjan,
17 skátafélag, 18 glápa, 20
fuglar.
Lóðrétt: 1 mannsnafns, 2 á
fæti, 3 í bergi, 4 eyjarskeggja,
5 tæp, 6 fræ, 9 tímabil, 12
verkfærís, 13 frásögn, 15 eykt-
ai’mark, 16 meiðsli, 19 frum-
efni.
Aðgöngumiðar hjá Eymundsson, Blöndal og bókaverzlun
Kristjáns Kristjánssonar, Laugavegi 7.
Lausn á krossgátu nP. 2348:
Lárétt: 1 golfinu, 7 ef, 8 árar,
10 arg, 11 runa, 14 argur, 17 ur,
18 sóla 20 hatar.
Lóðrétt: 1 getraun, 2 OF, 3
fá, 4 fra, 5 narr, 6 urg, 9 ung,
12 urr, 13 ausa, 15 r*ót, 16 mar,
19 la.
ImiffSBiIshlað i
almennings. j
Þriðjudagur,
9. nóvember — 315. dagur
ársins.
Flóð
verður næst í Reykjavík kl.
16.09.
Eíabarett-sýning
JMumcesl Faliá&s
Skip SÍS: Hvassafell fór frá
Húsavík í gær áleiðis til Finn-
lands. Arnarfell er í San Félip.
Jökulfell væntanlegt til Reykja
víkur í dag. Dísarfell er í
Reykjavík. Litlafell er* í olíu-
flutningum í Faxaflóa. Helga-
fell fór frá New York 2. þ. m/
áleiðis til Reykjavíkur. Kathe
Wiards átti að fara frá Stettin
6. þ. m. áleiðis til Siglufjarðar.
Tovelil fór frá Álaborg 6. þ. m.
áleiðis til Keflavíkur. Stientje
Mensinga lestar í Amsterdam.
Frá Myndlistaskólanum
í Reykjavík,
Laugaveg 166. Um þessar
mundir stendur, yfir fræðslu-
námskeið í skólanum, er fjallar
um þróún myndlistarinnar frá
aldamótum 1800 til vorra daga.
Björn Th. Björnsson, listfræð-
ingur, flytur erindi og sýnir
skuggamyndir til skýringar um
þetta efnj alla miðvikudaga
kl. 8—10 e. h. Erindi þau er
þegar hafa verið flutt eru við-
víkjandi nýklassiska stílnum,
rómantíska stílnum og Domier.
Fólk, er kynni að vilja komast
að námskeið þetta, er beðið að
koma í skólann n. k. miðviku-
dag kl. 8 e. h.
Happdrætti Háskólans.
Á morgun verður dregið í
11. flokki Happdrættis Háskól-
ans, 952 vinningar, kr. 461,-
000,00. í dag eru því síðustu
forvöð að.endurnýja.
Hvar eru skipin?
Eimskip: Bfúarfoss fór ffá
Vestmannaeyjum 5. þ. m. til
Newcastle, : Grim'áby, Bou-
logne og Hamborgar. Dettifoss
er í Reykjavík. Fjallfoss fór frá
Rotterdan í fyrradag til Hull, i
Leith og Reykjavíkur. Goða-
foss er í Helsingfors. Gullfoss
fer frá Reykjavík á morgun tij
Leith og Kaupmannaháfna:
Lagárfoss er. í Reykjavík.
Reýkjaföss er í Kéflavík. Sel-
foss fór 'frá Aberdefen'5. þ. m.
til Gautabofgar. úPföilafoss fór
væntárJega frá Liverpool í
gærkvöld til Rotterdam, Brem-
en, Hamborgar og Gdynia.
Tungufoss er í Reykjavík.
Mlawalduw A. Sifjarössaa
leika á harraóníkur, syngja, dansa og kyi
KI. 9 í kvöld. — DansaS tll kl. 1.
^ðgöngumiðar og borðpantanir frá klukkan 2 í dag,
Ljósatími
bifreiða og annarra ökutækja
í lögsagnarumdæmi Reykjavík-
ur er kl. 16.20—8.05.
Næturlæknir
er í Slysavarðstofunni. Sími
Nætufvörður
er í Lyfjabúðinni Iðunni.
Sími 1911. Ennfremur eru Apó-
tek Austurbæjar og Holtsapó-
tek opin alla virka daga til kl.
8 e. h., nema laugardaga, þá frá
kl. 6 e. h.
Lögregluvarðstofan
hefir síma 1166.
Slökkvistöðin
hefir síma 1100.
K. F. U. M.
Biblíulestrarefni: Opinb. 2,
12—17. Söfnuðurinn í Perga-
'mos.
Togararnir.
Ingólfur Arnarson fór á veið-
ar í gær. Úranus, Skuli Magn-
ússon, Egill Skalagrímsson
Hallveig Ffóðadóttir og Hafliði
eru hér í Reykjavík. Ágúst kom
til Hafnarfjarðar í gær með ca.
220—230 tonn af karfa. Bjarni
riddari og Júní fara sennilegá á
veiðar í dag og ætla að veiða
fyrir Þýzkalandsmarkað. Júlí
og Surprise eru á veiðum.
minn tekur til starfa á morgun (miðvikudag). Nemendur
gefi sig fram í kvöld á Bergsstaðastræti 36, eða í síma 2458.
Ævar Kvaran,
Veðrið.
Kl. 8 í morgun var veðurfar
á landinu 'sem hér segir:
Reykjavík VSV 8j 1 st, i ,hiti.
Galtarviti N 6; O. Blönduós SV
5, —1. Akureyri SA 4,,,0. Gríms-
staðir SV 5, -P4. Raufarhöfn
SSV 3, -4-1. Dalatangi S 4, 2.
Horn í Hornafirði VSV 5, 0.
Stórhöfði í Vestm.eyjum 10, 0.
Þingvellír VSV 4, 2. Keflavik-
úrílugýöllur V 6, 0. — Veður-
horfur: 'Vestan og suðvestan
stormur. Snjóél eða slydda. •
Hiti ura frostmark.
Gengisskráning.
i (Söluverð). Kr.
1 bandarískur dollar .. 16.32
1 kanadiskur dollar .. 16.90
100 r.mark V.-Þýzkal. 390.65
1 enskt pund .......... 45.70
100 danskar kr......... 236.30
100 norskar kr........ 228.50
100 sænskar kr. ... . 315.50
100 finnsk mörk ...... 7.09
100 belg. frankar .... 32.67
1000 franskir frankar .. 46.63
100 svissn. frankar .... 374.50
100 gyllini ........... 430.35
1000 lírur ............ 26.12
Qullgildi krónunnar:
100 gullkrónur => 738.95
(paþpírskrónur ).
Innilega þakklr fyrir auðsýnda samúð í ti
efni af andláíi og útíör móður okkar o
tengdamóður,
KagnJiikSar JónsidótJnr
frá Breiðholti.
Ragna og Ágúst Særaimdsson,
Sigríður og Stefán G. Björnsson,
Ingibjörg og Guðmundur Kolka,
Guðmunda Jónsdóttir, Fanný Friðriksdóttir.
Konur
i Kyeníélagi Fríkirkjusafn-
áðarins: í Reykjavík. Munið
furidinn í Iðnó í kvöld kL 8.30.