Vísir - 09.11.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 9. nóvember 1954
vtsih
hjá Courtenay, hélt Francis áfram, án þess að taka eftir því,
hvernig 'Blackett hafði orðið við.
■—- Hjá Courtenay! Blackett þeytti brotna fjöðurstafnum til
hliðar, er hann heyrði þetta, og settist. — Eg hefi ekki heyrt
það hjá jarlinum, að þess sé þörf.
— Það er elcki hann, sem á upptökin, heldur eg .og herra Lane.
Francis sagði lögfræðingnum síðan alla söguna og.. hvað hann
hefði í hyggju, en Blackett hlýddi á með stakri athygli.
— Þetta eru svei mér fréttir, sagði lögfræðingurinn, þegar
Erancis hafði. lokið máli sínu. — En eg er hræddur um, að ekki
~verði unnt að hrinda þessu í framkvæmd af fjárhagsástæðum.
— Þér þurfið ekki að hafa áhyggjur af fjárhagshlið málsins,
mema þér viljið gerast þátttakandi í kostnaðinum sjálfur.
— Lávarðurinn hafði ekki skorið neitt við neglur, sagði
Blacket og vottaði fyrir kuldabrosi á vörum hans, —■ en allt
■ hefir sín takmörk. Eg verð að játa, að það sé auðvelt, að lokka
þjón til þess að inna slíkt hlutverk af hendi, en hver yrði
ávinningurinn? Hann mundi aldrei komast að neinu, sem, akk-
ur væri í að fá vitneskju um, ■—• engum leyndarviðræðum í
herbergjum Courtenays lávarðs, né hvaða ráð hann muni
þiggja. Það þarf að ná til þeirra heiðursmanna, sem honum eru
handgengnastir, ráðsmanna hans og annara heimilismahna, sem
einhver vöid hafa, en við höfum engin tök á, að koma svo ár
okkar fýrir borð, að slíkt mætti heppnast. Minnist þess, herra
Killigrew, Courtenay lávarður er áhrifamikill aðalsmaður,. leið-
togi flokks og líklegur til að verða drottningarmaki. Trúið mér,
sérhver þeirra, sem til mála gæti komið að við gætum haft not
af, er þegar á launum frá fjandmönnum hans, og við þá getum
við ekki keppt. Þeir, sem sæti eiga í ráðinu, og sendiherrar
Frakklands og Spánar, hafa helming manna hans á sínu valdi,
en hinn helmingurinn mundi ekki koma að neinu gagni. Nei,
við verðum að treysta á úrræði okkar sjálfra, mátt og megin,
til þess að bægja hættunum frá herra okkar.
— Á öryggi og styrkleika hægri handar Anthonys, með
öðrum orðum, og minnar, eða viltu sverjast í fóstbræðralag
með okkur? Játa verð eg, að þótt við værum helmingi fleiri,
mundi verða örðugt að skapa öryggi að baki hans. Við gætum
ekki alltaf verið svo vel á verði, að ekkert gerist, ef okkur skyldi
gleymast að líta um öxl nógu oft.
Blackett horfði á hann önugur á svip.
•— Nei, það er bezt að bardagamenn sem þér og Lane dragið
sverð úr slíðrum, ef þörf krefur. Að því er mig sjálfan snertir
mun eg leitast við að koma því til. leiðar, að kunningjar mínir
geri mér aðvart.í tæka tíð, ef hætta væri á ferðum.
—• Kunningjar! Hinir löglærðu kunningjar yðar? O-jæja. eg
hefi heyrt því fleygt, að milli ykkar allra hangi einhver leyni-
þráður. Og ekki má því gleyma, að vart mun sú aðalsætt til á
öllu Englandi, að hún hafi ekki löglærðan ráðunaut. En hvað
mundu þessir „kunningjar“ yðar vilja fá fyrir sinn snúð?
Blacket hikaði og virtist sem snöggvas.t mega ráða af svip
hans, að hann ætlaði að segja eitthvað við herra Killigrew í
fullum trúnaði, en hugsaði sig um, hló kaldranalega og eins og
sá, sem sjaldan lætur slíkt etfir sér. —- Þeir munu reynast verðir
þeirra launa, er þeir fá, herra Killigrew.
Hann hló aftur, vinsamlegar.
•—■ Þeirra laun, er þeir fá, endurtók hann, — og nú, góði
Francis, leyfið mér að hverfa aftur til vinnu minnar.
— Hvern þremilinn skyldi hann hafa átt við með þessu?
hugsaði Francis, er hann gekk niður stigann. — Það er í sann-
leika sagt erfitt að átta sig á, við hvað hann á, en hvað um
það, — ekki vérður aftur snúið.
En hafi Blackett lagt sig í líma við að fá þá vitneskju, er
þeir voru svo þurfandi fyrir, varð árangurinn enginn. Þótt
Francis væri stöðugt að hnippa í hann og hvetja hann varð
hann að játa, að hann hefði ekki komizt að neinu.
En tíminn leið, sumarið var á enda, og komið haust. Krýn-
ingardagurinn hafði að lokum verið ákveðinn. Óeirðasamt var
í borginni, þrátt fyrir það að Arundel, Pembroke og Paget, og
aðrir lávarðar, stuðningsmenn drottningarinnar, höfðu öfluga
herflokka í borginni. John þótti því hyggilegast, að þeir færu
sjaldan ríðandi um borgina. Hann undi sér og hið bezta hjá
Önnu • og vildi að sem lengstur dráttur yrði á skilnaði þeirra.
Hann hafði unnið smásigur með að hafa það fram, að Anthony
og Margrét yrðu gefin saman í Lundúnum, svo að hann gæti
verið viðstaddur. Þau voru ekkert að fara í feíur með það
lengur, að þau unnust hugástm, og aðrir kom fram af samúð
við þau, enda gerðu sér grein fyirr erfiðleikum þeirra. Francis
og Anthony höfðu þrauthugsað hvað þeir gætu gert þeim til
hjálpar, en voru engu nær eftir öll heilabrotin, og jafnmikið í
vafa um hvað gera skyldi og John. Skuggi ráðsins hvíldi yfir
þeim ög-engin leið var að gera sér grein fyrir hvað ráðið myndi
gera.
JoHn hafði tvisvar gengið fyrir drottninguna og beygt kné
sín fyrir henni. Hún hafði verið vinsamleg, en virzt annars
hugar. Hann brast kjark til að hreyfa málinu við drottninguna,
og sannast að segja bjóst hann ekki við neinum árangri af
slíkri málaleitan, eftir því að dæma sem hann hafði heyrt frá
drottningunni sagt. Sorgir þær, sem lagzt höfðu á Maríu í
bernsku, höfðu þroskað hana í skyldurækni, og hann var ekki
í neinum váfa um, að hún hafði tekið ákvörðunina um hin
spænsku hjúskapartengsl meðfram vegna þess að .henni fannst
það hyggilegt stjórnmálalega, en ekki vegna þess, að hún léti
tilfinningarnar einar ráða. Hefði hann sjálfur getað litið á
málið frá sínum bæjardyrum á sama hátt, mundi hann hafa
talað máli sínu og fengið samþykki hennar, en hvað gat ríkið
hagnazt á því, þótt hátt settur aðalsmaður og dóttir lítilmólegs
riddara bindust hjúskaparböndum? Hann var ekki svo kunn-
ugur neinum í ráðinu, að hann gæti fengið neitt að vita um
hvað það hyggðist fyrir, að því er hann varðaði, því að W^ll
Cecil átti við erfiðleika að stríða og hafði verið sviftur starfi
sínu sem konunglegur rátari. Þótt hann gæti gert sér vonir um,
HaMgrínnir Lúðvígsson
lögg. skjalaþýðandi og dóm-
túlkur í ensku og þýzku. —
Hafnarstræti 19 kl. 10—12,
sími 7266 og kl. 2—4 í síma
80164.
Krem
Púður
Varalitur
Skintonic
Naglalakk
nýkomið.
Á hverjum degi
Kolynos
tannkrem
'JZcyljavik.
Pal og
Personna
Kakvél
Rakvélablöð
Hregið verður á morgun í 11. flokki. I dag eru því
síðustu forvöð að endurnýja og kaupa miða.
\
- Happdræffi Háskóia Isiands
VWWWVi'WWWWWWVWWWWVW
C & Surmtcffa
mm
Tarzan hafði klifra y ' næsta
tré og gripið þar tág .og :§veiflað sér
til Lucíu til þess að bjarga h mni frá
gini pardursdýrsihs.
En tágin -litnaði þegar þau
sveifluðu eér ir.arn hjá- villidýrinu
svo þau fvr óæði til jarðar beint
fyrir framan pað. Villidýrið rak upp
hræðilegt öskur og tók undir sig
stökk mikið.
Með snöggu viðbragði hringaði
Tarzan sig saman og bjó sig undir að
mæta árásinni.
Um leið og dýrið stökk á þau henti
Tarzan sér á það og gat ýtt því til
hliðar og bjargað stúlkunni.