Vísir - 18.11.1954, Qupperneq 4
VtSIR
Fimmtudaginn 18. nóvember 1954,
I
¥ism
DAGBLAB
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
’Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN YlSIB H.F.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan hJL
Hið „friðsamlega" hagkerfi.
TT'inn traustasti liðsmaður hinna kommúnistku alþjóðasam-
taka á íslandi, MÍR-maðurinn Kristinn E. Andrésson, rit-
aði grein í málpípu Kremlstjórnarinnar 1 fyrradag er hann
nefndi: „Tvískipting eða eining Evrópu.“ Greinar um sama
efni og með svipuðu orðalagi birtast þessa dagana í öllum
kommúnistablöðum Evrópu, og tilefnið er það, að verulegar
horfur eru á, að Vestur-Evrópurikin myndi nú loksins með
sér traust bandalag, sem líklegt þykir til þess að geta stöðvað
frekari framsókn kommúnismans.
„Evrópuþjóðirnar standa nú á krossgötum og eiga um tvo
kosti að velja, samsteypu vesturevrópuríkja, er leiðir til tví-
skiptingar álfunnar og styrjaldar eða samkomulag austurs og
vesturs, sem felur í sér frið og öryggi fyrir evrópuþjóðirnar
allar.“ Með þessum orðum hefst fyrrnefnd grein Kr. E. A.
Hann fer ekki dult ineð það, sem hann telur í vændum: Myndi
Vestur-Evrópuþjtð rnar bandalag, skal það kosta stríð. Þá vita
þeir það, sem ekki höfðu trú á hernaðaranda austan tjalds.
Þessi grein Kr. E. A. gefur tilefni til nokkurra hugleiðinga.
Hún hlýtur, þegar að er gáð, að verða kommúnistum óþægi-
leg. Af henni verður auðvitað ekki annað ráðið en það, að
sjálfsagt sé, að járntjaldslöndin hafi með sér öflugt, komm-
únistískt bandalag, en hins vegar sé það óhæfa, að hinar
frjálsu þjóðir Vestur-Evrópu myndi samtök til þess að vega
upp á móti slíkri samsteypu. Bandalag Vestur-Evrópu má
ekki verða að veruleika, þess vegna hamast Kr. E. A. og sálu-
félagar hans um gervalla Evrópu eins og naut í flagi. Þess
vegna er framkomið „tilboð“ Rússa um ráðstefnu í lok þessa
mánaðar, ef verða mætti til þess að koma í veg fyrir varnar-
bandalag þeirra rikja, sem ekki vilja „hoppa þegjandi og hljóð-
laust inn í skipulag kommúnismans“, eins og Laxness orðaði
það, þegar Rússar réðust á Pólverja.
Ekki hafa vésturveldin eða ráðamenn þeirra viljað hlýða á
tillogur Rússa til samkomulags, segir Kr. E. A., og meira að
segja hefur friðarvilji Rússa gengið svo langt, að þeir hafa
boðizt til að ganga í Atlantshafsbandalagið! Þarna er barna-
skapurinn eða óskammfeilnin svo fáránleg, að engu tali tekur.
Aðild Rússa að Atlantshafsbandálaginu væri álíka eðlileg og
sú ráðstöfun, að leigja mönnum húsnæði í Landsbankahúsinu,
sem gild ástæða væri til að ætla að myndu ræna bankann og
hefðu til þess öll verkfæri. Enda hefur enginn heilvita maður
tekið mark á þessu.
Kr. E. A. segir, að alþýða Evrópu' styðji ekki hið „nýja
glæpafélag<’‘, sem verið sé að reisa af vesturveldunum. Sann-
leikurinn er sá, að æ fleiri alþýðumenn Evrópu neita að styðja
glæpa- og bófasamtök alþjóðakommúnismans, en telja vest-
rænni menningu betur borgið með því að skipa sér sem fastast
um varnarbandalag hinna frjálsu þjóða, sem vilja ekki láta
' Kr. E. A. og aðra slíka taka af sér ómakið að hugsa.
Það þarf meiri en litla ósvífni til þess, að tala úm hið
„friðsama hagkerfi“, sem kommúnistar hafa komið á í mikluni
hluta álfunnar. KriStinn E. Andrésson. getur vélt því fyrir sérý
hvað Laszlo Rajk hinn ungverslti.CSlankfchmn tékkhériciv'-'eða
Rússarnir Sinoviev, Kamenev og Radek myndu hafa um það
að segja, ef þeir mættu mæla, eh liin kommúnistísku stjórn-
arvöld þessara landa færðu þessum mönnum þánn frið, að
fyrra bragði, sem enginn fær nokkru sinni raskað. Kj\.. E, Á'.
gætí lika spurþ riðjþýðúménn Eystrasaltslandanna, Austur-
Póllands, Búkóvínu og Bessarabíu, hvort þeir séu ,ekki fullir
hrifningar yfir hinu ,ífriðsamlega“ hagkerfi kommúnista.
Með grein Kr. E. A. í Kreml-blaðimi birtist mynd af her-
mönnum á göngu, þýzkum, að því er mönnum skilst. Þessi
mynd á að skjóta mönnum skelk í bringu. Hermennska er
aldrei skemmtileg, og manndráp ævínlega viðbjóðsleg. En Kr.
E. A. klígjar ekki við því að standa uppi á þakinu á grafhýsi
Lenins og horfa fullur hrifningar á óvígan her rússneskra
kommúnista marséra framhjá við alvæpni,- meðan himinninri
myrkvast af „friðsamlegum“ flugvélum rússneskra skoðana-
bræðra hans. Menn verða nefnilega að hafa það hugfast, að
kommúnistískir herménrí eru „góðir“, állir aðrir. hermenn . þar
af léiðancti vþndir. — Samvizkulipur maður, - Kristinn E.
JAndrésson. ■ . L ■ . Á:'
Hhitdrægni iistfræðingsins
i
Hvernig lítur islenzk myndlist
út eftir 25 ár ?
Til uppfræðslu fyrir þá hlust-
endur Ríkisútvarpsins, sem á-
huga og ánægju hafa af mynd-
list, hefur stofnunin valið sem
leiðbeinanda og uppfræðara,
einn af hinum allra einsýnustu
abstrakt-aðdáendum, Björn
Th. Björnsson listfræðing og
listdómara Þjóðviljans. Einn
þátturinn í þessari uppfræðslu
hans er sá, að segja landslýðn-
um frá málverkasýningmn,
sem haldnar eru hér í höfuð-
borginni, Sérlega hefir honum
verið hugljúft að lýsa sýning-
um abstraktmálaranna, og hafa
nokkrir þeirra komið að hljóð-
nemanum til þess að láta Ijós
sitt skína þar. og útskýra fyrir
þjóðinni listarsjónarmið sín.
En nú bregður svo undár-
lega við, þegar félagar Nýja
myndlistafélagsins halda úr-
valssýningu í Listasafni ríkis-
ins, að þá lætur uppfræðari
Ríkisútvarpsins sér ekki til
hugar koma að minnast á
þenna merka listviðburð í
þætti sínum „Úr heimi mynd-
listarinnar“. í þessu félagi eru
þó tveir af okkar mestu meist-
urum í málaralistinni, þeir As-
grímur Jónsson og Jón Stef-
ánsson. og sýna þeir á sýningu
þessari úrValsverk. Nokkur
þeirra voru sýnd á íslenzku
sýningunni, sem haldin var í
Danmörku síðastl. vor. Fengu
þau afbragðs góða dóma, og
áttu þessar myndir sinn rnikla
þátt í því, hvað sýning sú varð
landi okkar og þjóð til mikils
sóma. _____ ___
Ýmsuni finnst, að nær hefði
verið fyrir listfræðinginn, og
vænlegra til uppfræðslu fyrir
almenning, að sýna þá sjálf-
sögðu kurteisi, að bjóða að
hljóðnemanum einum eða
tveim af málurum þeim, sem
eiga verk k þessari merku úr-
valssýningu í Listasafninu, og
heyra um sjónarmið þeirra í
listinni, en ýmsa af þeim dán-
dismönnum, sem þar hafa kom-
ið fram, fyrir tilstilli listfræð-
ingsins.
Þetta er með öllu óþolandi
framferði, og er hið mesta
undur, að Ríkisútvarpið skuli
þola það, að beztu og þekktustu
málurum okkar sé misboðið á
svo herfilegan hátt. Hefir
stofnunin ekkert eftirlit með
uppfræðurum sínum?
Annars vekur það furðu
margra manna, hverskonar
trúboða í listum Ríkisútvarpið
og flest dagblöðin hafa valið
sér. Og mörgum verður á að
spyrja: Hvernig lítur íslenzk
myndlist út eftir 25 ár, ef
framhald verður á því, áð nær
öllum áróðurstækjum verði
beitt gegn sannri listsköpun í
þjóðlífi okkar.
Hlustandi.
Margt er shritið
Seldir voru 27 heiðurs-
titlar fyrir um hálfa millj. kr.
Bóksali nokkur keypti fimm.
Vásir sagði frá því í byrjun
þessa mánaðar, að um þær
mundir mundu nokkur „greifa-
dæmi“ (Lordships) verða seld
á uppboði í Englandi.
Nú hefur uppboð þetta farið
fram, og segir í erlendum blöð-
um, að um fimm hundruð
manna hafi sótt það, en það
sem; ; um ' var' 'áð ' 'fæða, voru
nokkrir titíar, sem hégómleg-
ir menn sóttust efiir, eða menn
buðu í þá sér til skemmtunar.
Sumjr . þessarra titla eru svo
fornir, að þeir voru komnir til
ára sinna, þegar Vilhjálmur
bastarður kom til Englands og
sigraði Harald Guðinason við
Hastings.
Gert ,var ráð fyrir. því, .að
Bandaríkjamenn kynnu að
sækja uppboöið, ti) að geta
kallað sig ,’,lávarða“, en þe$s
varS ekki vart, áS þeir. væiu
þar viðstaddir. Þó er ekki loku
fyrir það skotið, að einhverjir
lögfræðinga þeirra, sem buðu
í titlana, hafi verið umboðs-
jnenn Bandaríkjamanna. En
hafi svo verið, þá nældu þeir
áð minnsta kosti ekki í virðu-
íegustu titlana.
:• Um tuttugu og sjö titla var
að ræða, og fóru þeir fyrir sam-
tals. 9855 sterlingspund eða
um hálfa milljón króna. Hverj-
um titli fylgja ýmis gömul skil-
ríki, en það hefur verið úr-
skurðað, að ekki megi flytja
þau úr landi, því að um forn-
gripi er að ræða.
Virðulegasti titillinn „Lord
of the Manor of Circum
cum Wilcocks alias Faversham
Parva“ var seldur fyrir 330
sterlingspund. Ekki er getið um
kaupandann,; en bóksali,. í
London, William Alfred Foyle,
Eftiffarandi bréf hefur Berg-
máli borizt frá P. S„ sem nokkr-
um sinnum' áður hcfur sent mér
pistil:
„Séð og heyrt í
Bandaríkjunum“
hét útvarpserindi, er frú Sigrið-
ur Björnsdóttir flutti 10. nóv. sl.
Eg freistast jafnan til aS hlusta,
er ég heyri tilkynnt að einhver
ætlar að segja frá komu sinni til
Ameríku, því að margt er skraf-
að og skrifað urn þann heim og
ekki allt af góðvilja né sann-
leiksást. Sumir slíkra manna
þykjast vita betur en við, sem
liöfum átt þar heima árum sam-
an, jafnvel áratugi.
Samanburður gerður.
Mér geðjaðist vel að frásögn
frúarinnar, en minnist hér á er-
' indið einkum vegna þess, að hún
J minntist á ýmislegt til saman-
burðar hér og þar, þar á meðal
! meðferð matvöru, t. d. brauðs.
' Þau 10 ár sem ég átti heima t
1 Kanada kveið ég aldrei fyrir að
kaupa brauð. Frá þeim var jafn-
an gengið eins og frú Sigriður
lýsti því í erindi sinu. Hér kaupi
ég aldrei svo brauð, að ég kvíði
þvi ekki. Oft hef ég minnst á
þessa afgreiðslu brauða hér á
landi, skrifað um það árum sam-
an, en framfarirnar eru rauna-
Jega hægfara, og er sú tregða
furðuleg'. f beztu brauðsölum
okkar verður sama stúlkan, sem
handleikur þvælda og óhreina
pcningaseðla allan daginn, að
gripa brauðin, er liún lætur þau
í umbúðirnar.
Húsmæður kvarta ekki.
Því má ekki slá utan um brauð-
in áður en þau eru látin í hill-
urnar? Það gæti þá einhver gert,.
sem ckki sinnti öðru á meðan og
væri anðvitað hreinn um hend-
ur. Þyrfti ekki að handleika ó-
lireina peninga á sama tíma. Að
inismæður i Reykjavík umbera
sóðaskapinn enn í dag, má furðu
legt. heita. Vitaskuld gætu þær
kippt þessu í lag, ef þær krefð-
ust. að syo væri gert. Brauð era
jafnvel send langar leiðir út f,yr-.
ir' bæ, án þess að þau séu i um-
búðum, og þá stundum seld í alls
konar vefzíunuriv, og erum við
sumir jafn brauðlausir fyrir'
slíkri afgreiðslu.
Skyríuskortur.
Frú Sigríður minntist einnig
á vissár iðriaðárvörur, og hefðu;.
þau orð mátt vera fleiri. Mánuð-
um saman lief ég svipast um i .
I.ænum eltir milliskyrtum. Nei,
ails slaðar nei, hvergi til. Sama
<'r að segja uin nærföt, þau hafa
helzt ekki fengist eins og við
eldri mennirnir höfutri átt áb
venjast þeim. Þetta virðist bénda
til þess, að neyðá skuli okkur
alla að lúta strax nýjustu tizku,
hve vitlaus sem hún kann að
verá. Ofurlítið meiri fjölbreytni
mætti vera i þessum efnum.“ —
Bergmál þakkar bréfið og tekur
undir með P. S. um það er við-
ýílfjir þrauðunum. — kr.
keypti fimm titla fyrir 1905 i
pund. Ætlaði hann að kaupa ;
fleiri, en dóttir hans harðbann- ,
aði honum það. 1
Þótt menn hafi fyrst og
fremst sótzt eftir titlunum,
fylgja þó nokkrar lendur með i
sumum þeirra, eins og getið var ;
|í Vísi áður, svo að meng geta • ;
* jafnvel : heimtað leigu fyrir -»
símastaurastæði $ þessum lönd- - ..
; um sínum: