Vísir - 30.11.1954, Qupperneq 1
44. árg.
Þriðjudaginn 30. nóvember 1954.
274. tbl.
171
Veriur íslenzkt sauMé flutt
til N<Kanasla?
Árui (>. Kvlantls iiei'ir bení fíaiiatla-
stjónt ií fengna reynslu í Grænlaníái.
Árni G. Eylands stjórnarráðs-
ffulltrúi hefur dvalizt vestan
hafs síðan í september s.l., aðal-
lefea í Kanada.
Fór hann ferð þessa á vegum
FAO, — Matvæla- og landbún-
aðrstofnunar Sameinuðu þjóð-
ann.
í vestur-íslenzka blaðinu
Heimskringlu er þess getið, að
hann hafi fyrir skömmu látið í
Ijós þá skoðun, að
íslenzkur fjárstofn mundi vel
hæfur til raektunar í Norður-
Kanada.
„En stjórn'þessa lands (þ. e.
Kanada)“ segir i blaðinu, „hefur
verið að ráðgera að efna til sauð-
fjárræktar á meðal Eskimóa, til
að bæta mataræði þeirr. íslenzka
kynið segir Arni harðgert, og að
tilraun sem gerð var fyrir 4Ö
árum til að bæta fjárstofninn á
Grænlandi með islenzku sauðfé,
hefði heppnast vel. Ef alvara
verður úr þessu fylgja því mikil
kaup héðan á sauðfé fré íslandi.
Aths. Það var haustið 1920, sem
fé var flutt héðan til Grænlands
og valdi það og keypti fyrir
Grænlandsstjórn Sigurður Sig-
Félagar í Val
eru nú um 700.
Aðalfundur knattspyrnufélags-
ins Vals var haldinn í gærkveldi.
Formenn hinna ýmsú deilda
félagsins fluttu skýrslur, en síð-
an var gengið til stjórnarkjörs.
Formaður var endurkjörinn
Gunnar Vagnsson, en meðstjórn-
endur þeir Páll Guðnason, Björg-
vin Torfason, Hermann Her-
mannsson, Baldur Steingrims-
son, Þórður Þorkelsson og Helgi
Daníelsson, sem er unglingaleið-
togi.
Unnið er af kappi að íþrótta-
húsi félagsins við Hliðarenda við
Öskjuhlíð, og má gera ráð fyrir,
að það verði fullgert i vor. Þá
stendur yfir leikfangahappdrætti
félagsins,en ágóði af þvi rennur
til húsbyggingarinnar. — Hagur
Vals er með blóma, en félags-
menn um 700.
Kreppa kom ekki
Valdhafarnir í Kreml eru
sagðir furða sig mjög á aukinni
framleiðslu og minnkandi at-
vinnuleysi í Bandaríkjunum.
Að undirlagi þeirra hefir ver-
ið haldið uppi áróðri víða um
land, að mikil atvinnukreppa
myndi skella á í Bandaríkjunum,
og átti hún að byrja þegar eftir
stöðvun vopnaviðskipta í Kóreu.
urðssotr búnaðarmálastjóri. Var
flest féð keypt í Eyjafirði, Skaga
firði og Húnavatnssýslu. Það var
keypt til þess að koma þar upp
fjárstofni, en sauðfé var ekki fyr-
ir. íslenzka féð hefur reynzt vel
á Grænlandi og munu þar nú um
6000 fjár af hínum íslenzka
stofni.
Upplýst um speil-
virki á Akureyrí.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í gær.
Lögreglunni á Akureyri hefur
tekizt að handsama tvo fjórtán
ára drengi, sem valdir voru að
skemmdarverkum á allmörgum
bifreiðum á Akureyri.
Hefur áður verið skýrt frá
skemmdarverkum þessuxn i Visi
og þá skýrt frá þvi að spellvirkj-
arnir hafi brotið loftnetssteng-
ur, rúðuþurrkur og fleii'a. En
svo sem að ofan greinir hefur
nú hafzt uppi á sökudólgunum.
Auk þessa hefur borið óvenju
mikið á óknyttum barna og
unglinga á Akureyri að undan-
förpu. Hafa götuljósker og
gluggarúður verið brotnar með
grjótkasti, ýmsu smávegis verið
hnuplað og fleira gert sem sak-
næmt hefur þótt.
Formaður barnaverndarnefnd-
ar á Akui’eyx'i, Páll Gunnarsson
kennari, hefur unnið í samráðí
við lögregluna að upplýsa þessi
spell og hefur það nú að meira
eða minna leyti tekizt.
í vikunni sem leið var hlífðar-
úlpu stolið úr fatageymslu Hótel
Kea, en þjófurinn náðist fljótlega.
1000. sjóklinpr Fjórö-
ungssjókrahússifis á Akur-
eyri.
Frá fréttaritara Vísis. —
Akure.yri í morgun.
Laugardaginn í vikunni sem
leið var 1000. sjúklingurinn
lagður inn í hið nýja f jórðungs-
sjúkrahús á Akureyri.
Er þetta talið frá áramótun-
um síðustu, en þá var byrjað að
taka á móti nýjum sjúklingum
í sjúkrahúsið. En skömmu fyrir
áramótin voru sjúklingarnir af
gamla sjúkrahúsinu fluttir í
nýja fjórðungssjúkrahúsið og
eru þeir því ekki taldir með í
framangreindri tölu.
VÍSIR
kemur ekki út á morgun,
miðvikudaginn 1. desember.
AfmæUs W. Churchills
minnzt um heim allan.
Afmæíisfundir í brezka þinginu, þar sem Ellsabet
drottning, Attlee og Churchlll sjálfur fluttu ræöur.
\ ' ’■»
Þetta er Nana Alcompi Firam
þrxðji, höfðingi frá Togolandi í
Afríku. Myndin var tekin í
Lortdoti, en hann var á leið til
'þings Sb, þar sem hann ætlar
að foera fram kröfur um sam-
einmgu lands síns við Gull-
ströndina afrísku.
Einkaskeyti frá AP.
London í rnorgun.
Sir Winston Churchill forsætis
ráðherra Bretlands er áttræður
i dag og er afmælisins minnzt um
heim allan.
í Lundúnum verðui’ sérstakur
þingfundur haldinn i heiðui-s-
skyni við hann. Þar flytur Elísa-
bet drotning ræðu fyrir minni
hans og þakkar honum störf
hans í þágu lands og þjóðar og
alls Bretaveldis og árnar honurn
heilla í nafni allra þegna sinna.
Þar næst flytur Clement Attlee,
fyri’verandi foi’sætisráðherra og
höfuðleiðtogi stjórnarandstöð-
unnar i’æðu, en að lokum flytur
Churchill sjálfur þakkarræðu.
Lúndúnablöðin hófu þegar á
Enn ofsave&ur við Bretland.
Fellkiia tjon a£ völdum storms,
sjávargangs og fliiða.
Einkaskeyti frá AP.
London í morgun.
Storma- og úrkomusamt var á
Bretlandseyjum í nótt.
Fregnir berast stöðugt um
mikið tjón af völdum ofviðris-
ins að undanförnu. Skip það,
sem fannst á hvolfi og reki við
strendur Bretlands, og áður hef-
ur verið um getið, er nú talið
vera 500 lesta hollenzkt skip, sem
á var 7 manna áhöfn.
í fregnum í gærkveldi var
sagt frá finnsku skipi, sem var í
nauðum statt við strendur Suð-
ui’-Englands. Voru fjórir björg-
unarbátar farnir skipinu til að-
stoðar. — Vatn hefur sjatnað á
mörgum flóðasvæðum, en flóð
færist i aukana í Thames-daln-
xxm og víðar. Þjóðvegir ei’u undir
vatni á köflum i 21 greifadæmil
Mikið beitiland liggur undir
vatni. Kaí’töfluuppskera hefur
Unnii i kyrrfsei
að fyrstu kjamorkustol
¥.*Þýzkalands.
í Vestur-Þýzkalandi er í
kyrrþei hafinn undirbúningur að
fyrstu kjarnorkui’annsókixarstöð
V.-Þýzkalands.
Samkvæmt Pai’ísarsamningun-
um fá Vestur-Þjóðverjar leyfi til
þessa. Áformar Bonn-stjói’nin,
sem telur að V.-Þ. megi engan
tíma missa, að senda flokka
ungra kjarnorkuvísindamanna til
þjálfunar í Bandaríkjunum.
eyðilagzt viða og heybirgðir
skemmst af vatni og heystökkxxm
skolað burt.
Banaslys í gær.
Banasiys varð á Njarðargöt-
unni í gær, en þar varS tvítug-
ur piitur, sem var á hjóli fyrir
bifreið og beið bana.
Slysið skeði eftir að dimmt
var orðið, eða um hálf sexleytið.
Hjólið, sem maðurinn var á,
mun hafa verið Ijóslaust, en
bifreiðin kom á eftir honum.
Tveir menn voru í bifreið-
inni og varð hvorugur þeii’ra
mannsins var fyrr en árekstur-
inn hafði átt sér stað.
Sjúkrabifreið var þegar sótt
og hinn slasaði fluttur á Land-
spítalann eh þar lézt hann
skömmu síðar.
Piltur þessi var búsettur í
Reykjavík og í vinnu hér, en á
foreldra úti á landsbyggðinni.
Lokunartifnf mjólkur- og
1. des.
Verzlanir í Reykjavik ei’u lok-
aðar frá kl. 12 á hádegi miðviku-
daginn 1. desember. Mjólkur-
búðir og brauðbúðir eru lokaðar
frá sama tíma, nema aðaiútsölur
brauðgerðai-húsa loka kl. 4 e. li.
(Fi’étt frá Sambandi
smásöluverzlana).
siinnudag að flytja sérstakar af-
mælisgreinar og ritstjórnar-
greinar i tilefni afmælisins, en
heillaskeyti hafa borizt í striðum
straumum undangengna daga frá
öllum löndxim heims, frá háunx
og lágum. í gær bái’ust skeyti frá
ýmsum þjóðaleiðtoguin m. a. frá
Eisenhower Bandai’ikjaforseta.
Mendcs-France forsætisráðherra
Frakklands, öllum forsætisráð-
herrurn brezku samveldisland-
anna og ótal mörgum öðrum. Er
í skeytum þessum minnzt liins
mikla starfs Churchills i þágu
frelsis og friðar og hinnar miklu
aðdáunar, sem liann hefur, unn-
ið sér með öllum frelsis- og frið-
elskandi þjóðum. Eisenhower
forseti minntist þess séfstakleg’a
i skeyti sinú, að Churcliill hefði
jafnan yerið traustur og sannur
vinur Bandaríkjanna og kallaði
hann hinn ósigraða riddara frels
isins. Dr. Malan forsætisráðherra
Si(ður-Afríku minntist traustr-
ar vináttu hans í garð Suður-
Afrikubúa og Holland forsætis-
ráðherra Nýja Sjálands kvað svo
að orði, að starf hans í þágu frið-
arins eftir styrjöldina væri engu
ómikilvægara en óbilandi forysta
lians á styrjaldarárunum.
Tito forseti Júgóslavíu óskaði
Churchill þess i sínu skeyti, að
Churchill mætti enn um mörg
ár auðnast að vinna fyrir frið-
inn.
í afmælissjóðinn hafa þegar
safiiast yfir 100.000 stpd. og gjaf-
ir Iialda áfram að streyma í sjóð-
inn. Churchill ,kann að tilkynna
þegar í dag í þágu hvers mál-
efnis sjóðnum skuli varið.
VerkfaR hjá
SVR á morgun?
Ekki er enn vitað, hver
verður niðurstaða samninga-
umleitana þeirra, sem nú fara
fram niilli vagnstjóra SVR og
fulltrúa Strætisvagna Reykja-
víkur.
Fundur hefur verið boðaður
hjá sáttasemjara með deilu-
aðilum kl. 5 síðdegis í dag, og
fundur verðúr hjá strætis-
vagnastjórum í nót.
Strætisvagnastjórar höfðu
boðað verkfall frá og með
morgundeginum, 1. des., ef
samniitgar hefðu ekki náðzt
fyrir þann tíma, — og verður
ekki sagt, á þessu stigi máls-
ins, hvort til verkfalls kemur
á morgun.