Vísir - 07.12.1954, Blaðsíða 1
44. iíg.
Þríójudaginn 7 desember 1954
279. tbl.
Eiturslöngur drepa 30-40
þús. manns á ári.
Sfík rfati&sföl! eru flest á Indlandi.
Eiiikaskeyti frá AP. —
New York í gær.
Heilbriðismáíastofmm Sam-
einuðu þjóðanna (WHO) mun
að öllum líkindum reyna að
jhjálpa þeim 'þjóðum, sem mest
afhroð verða að gjalda vegna
eiturslangna.
Stofnunin hefir látið fram
fara rannsókn á dauðsíöllum
af þessum ástæðum, en þó nær
hún- ekki til Ráðstjórnarríkj-
anna og fylgiríkja þeirra. þ. á
m. Kína, þar sem skýrslur hafa
ekki borizt þaðan. Athuganirn-
ar hafa leitt í ljós, að
allan deyja á ári hverju af
völdum nöðrubita og getur
verið, að manntjónið sé
meira.
Síðustu skýrslur, sem um
þetta bárust frá Indlandi, voru
frá árinu 1949, og voru þá skráð
dauðsföll af þessum völdum
nærri 8000, en þess er getið, að
engar skýrslur sé gerðar í stór-
um hlutum landsins. Indverjar
verða fyrir mestu manntjóni, en
sé miðað við landsstærð, verður
Burma enn verr úti, því að þar
verða eiturslöngur 15,4 manns
af hverjum 100,000 að bana á
ári. í sumum héruðum er þessi
hlutfallstala 36 af hundrað
þúsundum.
Engin álfa kemst nærri Asíu
að því er dauðsföll af völdum
nöðrubita snertir, en S..Ame-
ríka kemur næst. Þar bíða 3—
4000 manna bana árlega af
völdum þessarra kvikinda. I
Norður-Ameríku drepa slöngur
árlega 3—500 manns, en í
Evrópu er mannfallið að jafnaði
50 á ári. Skýrslur eru mjög ó-
fullnægjandi frá Afríku, en þar
áætla menn, að nöðrubit verði
allt að þúsundi manns að bana
á ári hverju. Minnst er um þessi
dauðsföll í Eyjaálfunni — á
eyjum Kyrrahafs — þau hafa
aldrei farið yfir 20, eru að jafn-
' aði 16 á ári.
Allt að 15 yr.
frost í nótt —
Frost komst í nótt upp í 15
stig á Grímsstöðum og hefur aS-
eins orðið einu sinni jafnmikið í
vetur. .
Var það einnig á Grímsstöðum,
snemma í október. Búast má viS
veðurbreytingu á morgun.
Horfur eru þær, eins og sakir
standa, að þá snúist til vestlaegr-
ar eða suðvestlægrar áttar, en
með þvi að veður er kalt vestur
undan, á Grænlandi og í Norður-
Ameríku (þar má .segja, að kulda
bylgja gangi yfir allt suður ð
Mexicoflóa), er Iíklegt að hiti
verði hér undir frostmarki næstu
daga nieð nokkurri snjókomu.
Fullsnemmt er þó að spá þessu
ákveðið, en líkurnar voru þessar
í morgun.
Brjálaðir fangar í
uppþoti.
New York. (A.P.). — I síð-
ustu viku gerðu 300 geðveikir
fangar í Trenton í New Jerscy
uppþot.
Gerðist þeta í borðsalnum
og beittu þeir hnífum og öðru
gegn fangavörðunum. Sex
fangaverðir særðust, áður en
tókst að bæla uppþotið niður.
Meðal fangamia var Howard
Unruh, er myrt 13 manns á fá-
einum mínútum fyrir 5 árum.
Ekki daiiiir m
öHutn æöum.
Londoc. (A.P.). — A ári
hverju efna menn á Nýja-
Sjálandi til sérkennilegra
kappreiða — hestarnir! eiga
að vera sem allar elztir og
knaparnir líka. Þegar efn't
var til þessarar keppni um
síðustu helgi. var elzti knap-
inn 93ja ára, og reiðskjóti
hans var 26 vetra. Sigruðu
þeir félagarnir, en þess er
rétt að geta. að knapinn
hafði keypt hestinn, gamlan
veðhlaupahest, fyrir mörg-
um árum, 'þegar ætlunin var
að lóga honum. Hann keypti
hestimi fyrir fé, sem haim
hafði unnið á veðreiðum —
með því að veðja á hann.
SparfsjóÖur stofnaður
i Kcpavogi
Síðastlíðinn laugardag var
stofnaður sparisjóður í Kópa-
vogi, sem nefnist Sparisjóður
■Kópavogs.
Stofnendur voru 30 talsins og
er ráð fyrir þvi gert að sparisjóð
urinn geti tekið til starfa um
eða upp úr n.k. mánaðamótum.
Vilyrði er þegar fengið fyrir
húsnæði og annar undirbúning-
ur að starfseminni í fullum
gangi.
Stjórn Sparisjóðsins skipa 5
menn, eru þrír þeirra kjörnir af
hálfu stofnenda og ábyrgðar-
manna, en sýslunefnd skipar
hina tvo.
Sparisjóðurinn hefur fyrir sitt
leyti kosið þrjá menn í stjórn-
ina, þá Jósafat Lindal, Baldur
Jónsson og Jón Gauta Jónsson.
Sýslnnefndin er ekki búin að
skipa sína menn.
SjÓnvarp og skilnaðarmál
Einkamal í s|«nvarpssendingnin.
Haustkvöld eitt á því herrans ’
ári 1954 bar svo við, að maður.
nokkur búsettur í Kaupmanna- '
þöfn tjáði húsfreyju sinni, að
hann yrði að hverfa til skrif-
Stofu sinnar að kvöldlagi, þar
eð hann yrði að Ijúka auka-
vinnu, sem mikíð lægi á.
Húsfreyjan hafði. ekkert við<
þetta að athuga en hugsaði með
sér, að hún skyldi ekki láta sér
leiðast að heldur, þar eð hún
hefði sjónvarpið sér til skemmt-
imar.
Klukkustund eftir að maður-
inn fór sá húsfreyjan leiksvið
skemmtistaðar í borginni í
sjónvarpi en sjónvarpsmönnum
hafði þá dottið það snjallræði
í hug til þess að auka tilbreytn-
ina að beina sjónvarpstækjun-
’ um að gestunum. Mitt í hinum
| glaða gestahóp sá þá húsfreyja
mann sinn ásamt blómarós
einni, sem hann vixtist vera
mjög hugfanginn af.
Þegar maðurinn kom heim
þreyttur og dasaður eftir auka-
vinnuna tók húsfreyja á móti
honum með kökukefli í hendi
óg heimtaði skilnað. Maðurinn
telur sjónvarpið hafa blandað
sér í einkamál hans á óviður-
kvæmilegan hátt og hefur boð-
að málshöfðun á hendur sjón-
varpinu. Sjónvarpsmenn segj-
ast vera hvergi hræddir en lög-
fræðingar eru ekki á eitt sáttir
í málinu, enda mætti auðveld-
lega misnota . sjónvarpið, e£
einhver kynni að vera orðinn
leiður á húsfreyjunni og vildi
losna við hana með góðu móti.
mmn skamms.
Fyrrí skemmstu gerði Þór-
oddur E. Jónsson stórkaupmað-
ur tilraun með fiskflutninga í
lofti tií Þýzkalands, og gaf hún
allgóða raun.
Sendi Þóroddur þá um eina
smál. af fiski með Loftleiða-
flugvél til Hamborgar, og var
þetta merkileg tilraun með
flutning á nýjum fiski, sem
miklar vonir eru bundnar við.
Var ráðgert að senda fleiri
farma loftleiðis, en í bili getur
ekki orðið af þessu, að því er
Þóroddur tjáði Vísi í morgun.
Sem stendur er mikið af ýsu
frá Danmörku á markaðnum,
og því ekki ráðlegt að senda
nýjan fisk héðan loftleiðis, en
það verður þó væntanlega gert
innan skamms.
Stórþjófnaður framinn
á Suðureyri.
Um 80 þús. kr. í peníngum cg sparísjoðs-
bóktim stolið úr fæstri hirzfu.
Frá fréttaritara Vísis.
ísafirði í morgun.
Fyrir rúmri viku var framinn
mikill þjófnaður í húsi Guðna
Guðmundssonar útgerðarmanns
á Suðureyri við Súgandafjörð.
Var alls stolið verðmætum að
upphæð um 80 þúsund krónum.
Þar af voru 13 þús. kr. i pening-
um, en hitt í sparisjóðsbókum.
Voru bækurnar.tvær og innstæð-
an samanlögð í þeim tæplcga 70
þúsund krónur.
Verðmætanna var saknað um
fyrri helgi, en hins vegar óvíst
hvenær þjófnaðurinn var fram-
inn og getur það jafnvel oltið á
nokkrum dögum. Var húsið
stundum ólæst á þessu timabili
og þykir sýnt að fjármununum
hafi verið stolið einhverntíma á
þeim tíma sem liúsið var ólæst,
því ekki sáust nein inerki inn-
brots.
Þá má enn fremur geta þess
að bæði peningarnir, sem að
nokkru leyti voru geymdir í
litlum peningakassa, en að öðru
leyti lausir í sparisjóðsbókunum
Byrjai á kirkju
fvrir SSáíeigspresf a«
ka.ll í vor ?
Vonir standa til, að hafizt
verði handa urn byggingu kirkju
Háteigsprestakalls á vori kom-
anda.
Aðalsafnaðarfundur Háteigs-
prestakalls var haldinn í fyrra-
dag. Reikningar voru lesnir upp
og samþykktir, en stjórnarkjör
fór ekki fram að þessu sinni, enda
sitja menn í stjórn safnaðarins
3—6 ár. Unnið hefur verið ötul-
lega að fjársöfnun vegna vænt-
anlegrar kirkjubyggingar, og
hefur liún gengið vel.
Halldóri Jónssyni arkitekt
hefur verið falið að teikna kirkj-
ima, en liún verður reist véstúr
af Sjómannaskólanum, á mótum
Háteigsvegar og Nóatúns.
í safnaðarstjórn Háteigsþresfa-
kalls eru: Þorbjörn Jóhannesson,
form., Jónas Jósteinsson, frú
Sesselja Konráðsdóttir, frú Guð-
björg Brynjólfsdóttir og Mar-
teinn Gíslason.
Loftsteinn veldur
meiðsíum.
N. York. (AP). — Loft-
steinn féll nýlega á hús eitt í
Alabama-fylki og varð slys af.
Sprakk allstór loftsteinn í
lofti vfir fylkinu, og lenti eitt
brotið á húsþaki; gekk í gegn-
um það og meiddi konu, er fýrir
því varð. Stéinniim óg níu ensk
P«nd.- , i-iiýlful
voru í ólæstri hirzlu. Fyrir bragð
ið sáust engin verksummerki
eftir þjþfnaðinn og torveldar
það nxjög rannsókn málsins.
Fulltrúi bæjarfógetans á ísa-
firði hefur unnið að rannsókn
málsins. Fór hann til Suðureyr-
ar strax og uppvíst varð um
þjófnaðinn, var þar í tvo daga
og tók skýrslur af ýmsum mönn-
um. En ekkcrt kom fram í þeim
yfirhcyrsluin, sem bent gæti til
þess hver valdur væri að þjófn-
aðinum.
Spilakvöld Sjáff-
stæÖisfélaganna
Sýnd kvikuiriid
frá siigiistaða-
ferdinni..
i ; ' . ■ 'r "
Sjálfstæðisfélögin fjögur í
Reykjavík, Vörður, Hvöt,
Heiindallur og Óðinn, efna til
spilakvölds í Sjálfstæðishús-
inu í kvöld kl. 8.30.
Vel liefir verið vandað til
dagskrárinnar, eins og venja er
til, en þar verður spiluð félags-
vist, Jóhann Hafstein alþm.
flytur ávarp, sýndar verða
kvikmyndir m. a. frá för Varð-
ar um sögustaði í Rangárvalla-
sýslu sl. sumar.
Á slíkum spilakvöldum.
Sjálfstæðisfélaganna hefir jafn-
an verið mikið fjölmenni og
oftast komizt færri að en vildu.
Það er því ráðlegra að koma
snemma og tryggja sér sæti
meðan húsrúm leyfir.
1500 útlagar hafa
lagt nibur vopit.
En veðrabrigði í vændum
Einkaskeyti frá AP.
Tunisborg í morgun.
250 uppreistarmenn í Túnis
gáfust upp í gær og afhentu vopn
sín.
Mönnuiii þessum verða gefnar
upp sakir og hafa nú 1500 gefist
upp. Uppreistarmenn, sem enn
berjast, Iiafa frest til miðnættis á
fimmtudag, að taka áktörðun um
livort þeir gefast upp eða halda
áfram motsþyrnu sinni.
• Benson landbúnaðarráð-
herra Bandaríkjanna sagði
í gær, að hagnýting kjarn-
orku í friðsanilegum til-
gangi myndi valda byltingu
á sviði Iandbúnaðar í heim-
inum.