Vísir


Vísir - 11.12.1954, Qupperneq 4

Vísir - 11.12.1954, Qupperneq 4
'é Ylsm Laugardaginn 11. desember 1954' DAGBLA9 Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Krisíján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstrœti 3. Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIB E.T. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Raflýsing í hálfa ötó. "F^ann 12. desember 1904 var rafvél sett af stað í fyrsta skipti hér ■*- á landi, og rafmagnsljós var þá notað í fyrsta sinni hérlendis. Þetta ér merkisatburður, og þess vegna er ætlunin að minnast hans á morgun í þeim bæ, þar sem þetta gerðist. Hafnarfirði, með sýningu, sem efnt verður til í samkomuhúsi á staðnum. Hin fyrsta rafstöð, sem tekin var í notkun hér á landi, var ekki stór, en með henni var þó stigið mikið skréf frá öld kolanna og olíulampanna. Það var framtakssamur einstaklingur, Jóhann- es Reykdal, sem aflaði stöðvar þessarar, kom henni upp og rak hana, framtakssamur maður, er sá fram á veginn og vildi ekki sætta sig við það, sem aðrir landsmenn bjuggu við, úr því að hægt var að fá annað betra frá öðrum löndum. Hann átti það sameiginlegt með mörgum öðrum atorkumönnum á morgni ald- arinnar, að hann viMi að þjóðin hagnýtti sér þær framfarir, sem gerðu lífsbaráttuna léttari úti um heim, svo að landsmenn réttu sem fyrst úr kútnum eftir margra alda ei'lenda yfirstjórn á öllum sviðum. Þegar á það er litið, að Réykdal kom upp rafstöð sinni að- eins 25 árum eftir að Edinson hafði fundið glóðarlampann, og að einangrun landsins mátti heita alger, auk þess sem hagur landsmanna var enn bágborinn, þótt þeim væri nokkuð að vaxa fiskur um hrygg, verður ekki annað sagt en að þessi upphafs- maður raflýsingar hér á landi hafi verið fljótur til. Það er líka einkenni hins framsýna manns að koma þegar auga á kosti og not nýjunganna. Á þessum fimmtíu árum, sem liðin eru síðan Reykdal lét raf- magnið tendra Ijós í fyrsta skipti, hafa framfarir verið geysi-- legar hér á landi, og' má segja, að um hreina byltingu hafi verið að ræða á mörgum sviðum. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að þylja um það, hvernig við höfum á þessum skamma tíma tekið stökk í þróun atvinnu- og efnahags, sem gerzt hefur í öðrum löndum á margfalt lengri tíma* En hitt á ekki að liggja í láginni, að við hefðum ekki tekið slíkt stökk, ef ,við hefðum ekki átt mönnum á að skipa, er voru gæddir eld- móði brautryðjans, og meðal þeirra var Jóhannes Reykdal. j Rafmagnið nær nú víða um sveitir landsins, veitir heimil- :unum birtu og yl og orku til að létta margvísleg störf. En þótt mikið hafi verið unnið í þessu efni, eru þó ærin verkefni fram- undan. Ætlunin er að rafmagnið nái til dreifbýlisins í enn rík- ara mæli í framtíðinni, og við það verður væntanlega ekki látið sitja. Raforkan á að verða undirstaða mikils iðnaðar, sem þjón- ar þá ekki aðeins landsmönnum heldur og öðrum þjóðum, og verður þá orkulind nýrra framfara á öllum sviðum. Eins og Jó- hannes Reykdal sýndi stórhug og framsýni, þegar hann réðst í að koma upp rafstöð sinni fyrir 50 árum, eiga núverandi for- vígismenn þjóðarinnar að sýna sama stórhug og framsýni, er þeir undirbúa framtíðaráætlanir á sviði raforkumála. Njésnadömarnir í Kína. Á opinberum vettvangi hefur meira verið rætt að undan- förnu urh dóma kínverskra kommúnista yfir amerísku her- mönnunum en um flest annað. Hefur það komið í dagsljósið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að með menn þessa átti að fara sefn stríðsfanga að venjulegum hernaðarreglum, þar sem þeir voru .einkennisklæddir. •'■ ■ Mál eins og þetta vir'ðist ekki'skipta íslendinga miklu, þar sem þeir fara ekki með hernað geg'n neinum o|,béita þess vegna ekki rijósnurum, er gætu hlotið ómilda meðfeYð f öðfum löndum, en þó er þetta lærdómsríkt um það, hvernig kommúnistar hegða sér í alþjóðaviðskiptum. Þeir þykjast hafa „heiðarleikann“ í merki sínu í allri baráttu sinni og starfsemi en þó brennur æði oft við, að annað verður upp á teningnum, þegar til alvörunnar kemur. Þá kemur það berlega í ljós, að kommúnistar eru í al- þjóðlegum bófasamtökum, sem einkis svífast og ekkert varða, þegar þeim býður svo við að horfa. Þó er athæfi þeirra til góðs að því leyti, að með því fæla þeir æ fleiri menn frá sér. Með því að sýna hið sanna innræti sitt koma þeir í veg fyrir, aþ. i'yigi þeirra vaxi meðal frjálsra manna, og vinna með því móti fyrir hi.nn ffjálsa heim. Tónleikar í vikunni: G. Taschner og M. Krause. Fiðlusnillingurinn Gerhard Taschner, sem talinn er einna fremstur þeirra fiðluleikara þýzkra, sem nú starfa í Þýzka- landi, er um þessar mundir gest ur Tónlistarfélagsins, ásamt Martin Krause, ágætum píanó- leikara, sem einnig er kennari i tónlistarháskólanum í Berlín. Léku þeir félagar þrjár fiðlu- sónötur fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins, og auk þess lék Taschner Chaconnu Bachs fyrir fiðlu eina saman. Þeir félagar eru einkar vel samæfðir, hvor um sig mikill meistari á hljóðfæri sitt, og var árangurinn eftir því. Var fróð- legt að kynnast meðferð þeirra á þremur ólíkum sónötum: d- dúr sónötu Hándéls, d-moll són ötu Brahms og Kreutzersónötu Beethavens. — Virðist styrkur þeirfa einkum liggja í rökvísri byggingu verkanna og næmri tilfinningu fyrir stílbrögðum. Meðferð Taschners á einleiks- chaconnunni var með hinum mestu ágætum, nákvæm, örugg og blæbrogðarík, eins og bezt verður á kosið. Var þeim ákaft fagnað að leikslokum, en ekki var til setu boðið, því að þá var komið fram á kvikmyndatíma og dyraverðir orðnir garpslegir. Symfóníu- hljómsveitin. Stjórnandi: Róbert Ottósson. — Einleikari: G. Taschner. Á fimmtudagskvöld lék Taschner fiðlukonsert Beethov- ens með Sinfóníunni. Sannaði hann nú enn rækilegar, hver afburða fiðlari hann er. Kom honum hér að miklum notum reynsla hans sem konsertmeist- ári Eílharmóníunnar í Berlín, því að léikur hans einkenndist af vökulu samsæri við hljóm- sveit og stjórnanda, enda tókst samleikurhjn prýðilega. Þá duldist eigi heldur hin mikla, fyrírhafnarlausa tækni hans og ríka stílvitund, ekki sízt í kad- enzuköflunum. Hljómleikarnir hófust á svítu Bachs í d-dúr fyrir tvö óbó, þrjá trompeta, skálabumbur og strengi. Gat Róbert söngstjóri þess í upphafi, að.svítan væri ihér leikin í upprunalegri mynd sinni, en oft og tíðum væru klarfnettur notaðar í stað trompetá. Mun hann eflaust hafa viljað búa áheyréndur undir það, að lúðurþeytararnir reyndust tæplega hinum hlut- verkum vaxnir, en þess gerðist sem betur fer endin þörf, því að þeir Paul Pampichler, Karl Run ólfsson og Björn Guðjónsson stóðu sig með ágætum, og er ó- líkt unaðslegra að hlýða á þetta fagra verk í frumbúningnum, slíka birtu sem lúðrarnir ljá ýmsum veigamestu köflunum. Arían fagra (sem fiðlumeistar- ar leika sér stundum að því að leika á g-streng einan) naut sín prýðilega í meðferð sti’engja sveitárinnar, og yfir dansköfl- unuin var hi’essandi og bjartur blær. Að lokum var svo leikin hin undurfagra „ítalska hljóm- kviða“ Mendelssohns, litrík, rökvís og þrunginn yndisleg- um, ljóðrænum hugmyndum, svo sem títt er um verk þess hámenntaða snillings. Var hljómsveit og stjói’nanda mjög vel fagnað að lokum, enda efnisskráin óvenju skemmtileg. Því miður var fremur lítil að- sókn, og veldur því eflaust, hversu skammt er til jóla. Hljémsveit varnarliðsins lék í Þjóðleikhúsinu á mánu- dag til styrktar barnaspítala- sjóði Hringsins, einkum létt nú- tímalög. Hljómsveitin er skip- uð frábærum blásurum, og vakti einn þeirra sérstaka at- hygli fyi’ir einkar smekkvísa meðferð á 2. og 3. kafla í kon- sert Rimsky-Korsakovs fýrir slíðui’horn. En hann hafði leik- ið stöðugt á básúnu sína fi’aman af hljómleikunum, og gætti því nokkurrar þreytu, þegar á leið. Neil Humfeld hefur mjög fal- legan tón og mikla leikni. Einsöngvai’i söng nokkur lög með sveitinni, John Peck að nafni. Hefur hann ekki mikla rödd, þótt falleg sé, og hefði ekki veitt af magnara. Konsert þessi var sæmilega vel sóttur, og höfðu menn yfir- leitt gaman af leik sveitarinnar, sem Patrick F. Veltre stjórn- aði af festu og öryggi, enda var öllum vel fagnað, og bár- ust söirgstjóranum blóm. B. G. Sæmilegur afli Akranesbáta. Akranesi í morgun. Fiskafli er sæmilegur og' gæft- ir hafa verið dágóðar að undan- förnu á bátamiðum. Afli kornst upp í 8 smálestir í síðasta róðri. Annars hefur afli að uridan- förnu verið frá 3 og upp í (i lest- ir. V.b. Sveinn Guðniundsson, sem er með þorskanet, hefui' fengið frá 4 upp í 12 smáleslir. Akrixneslogararnir eru báðir úti. Ilrakviðrasaml er stöðugt á togáramiðum úti fyrir Vestfjörð- Nýtt smássgnasafn eftir Rosberg G. Snœdd Smásagnasal'n er nýútkomið eftir kósberg G. Snædal, rithöf- und á Akureyri, og hcitir bókin „Þú og ég“. Áður liafa komið út tvær bæk- ur eftir þenann höfurid, ljóða- bókin Á annarra grjóti, sem kom Út 1949 og Hringhendmy sem kom út 1954, f smásagnasafninu Þú og ég eru tíu sögur og heita: Heimsókn, Fegurð blómanna, í hjólfarinu, Myndin, í Mjóagili, Litil stúlka i stigvélum, Að Bragatúni, Stefnu- niót,' Vinur í raun og Blöðin, sem ég brenndi. Eftirfarandi bréf hefur herg- máli borizt: „Fyrir nokkru var þess getið í hlaði, að stolið hefði verið sparisjóðsbók með allmyndar- legri innstæðu, og hefði óláns- manneskja sú, er bókína tók, farið rakleiðis í bankann, tekið út úr henni innstæðuna, að þvi er virðist án þess að grunsemd vekti, og verið þó undir áhrif- um áfengis, en bankinn ekki tal- ið sig á rieinn hátt bera ábyi’gð á, að féð var afhent. Svona var þetta i höfuðatriðum, ef ég man rétt. Alvarlegt tjón. Ekki þai’f orðum að því að ey'ða, ef svona tekst til, hve mikið tjón það er, fyrir eig- anda sparisjóðsbókar, er svona, gripdeild bitnar á, og getur það haft mjög' alvarlegar afleiðingar. Kannske er um samansparað fé að í’æða, sem eigandinn hefur ætlað að gripa til i veikindum, eða þegar árin færast yfir, svo eitthvað sé nefnt, og fyrir hvaða sparifjáreiganda sem væri gæti slíkt bakað mikil óþægindi, að ekki sé meira sagt. Ábyrgðin. AÍmennt munu menn líta svo á, að anuað eins og þetta ætti ekki að geta komið fyrr. Almennt munu menn elcki koma auga á neina erfiðleika, sem því geta verið samfara, að í bánka séu greiddar úr ’ sparisjóðsbókum stórar fjárhæðir til manna, sem enga lieimild hafa lil úttektar. Séu einhverjir erfileikar þessu samfara, að áliti banlcanna, væri, æskilegt, að gerð væri grein fýrii’ þeim. Mér virðist, að sá sem felur banka geymslu fjár síns með því að leggja það inn á vöxtri, eigi heimtingu á, að tryggt sé, að ólieimil úttekt sé ekki framkvæmanleg. Hvað á að gera? Eg fæ ekki betur sé'ð én að hvaða bankastöfíuin sem væri gæti gc.ft öruggar ráðstafanir til hindrunar því, sem að fráman . grcinir. Hyerri sparisjóðsbók mun fylgja sþjafd méð bókar- mímeri, nafni eiganda og heim- ilisfangi, og á spjaldið eru vél- ritaðar utlar úllektii’ og innlegg. Á þessu spjaldi mætli vera punktalíria fyrir nafn eiganda, sem liariij riffyllir sjálfur, og er þá rithandarsýnishórn eiganda fyrir hendi. El' eigandi óskaði pess, mætti svo stimpla á spjal ið: Úttekt ólieimil, án skriflegr- ar beiðni eiganda, — Þetta ætti að girða fyrii’ öheimila útiekt,. nenia éf um vel gerða ritliándar- fölsun ,væri að ra'oa. Trygging. , Mér finnst, að sparifjáreig- endui eigi heiiritingu á einhvórri' slíkri tryggingu. Eigi þarf að iaka i'rain, að auk þess sem fýrir kenmr, að sparisjóðsbókum er stoJið, kernur það iðulega fýrír, aðimenn týna bókum, með ;ein- hverjmri hætti, og stunduiu ;upp- götvásti það ckbi i. tæka tið, til að tilkynna þáð bánka, áðiir' eri óráðvandir menn sjá sér leik á. borði og hirða fé úr slikum bók- uin. Það má vel vera, að ekki séu mikil brögð að því, að mcnn gláti sparifc af þeim sökum, sem lxér heftir verið rætt uiri, en mcnn líta svo á, að þeir eigi að geta verið alvcg öruggir um lé sitt í livaða bankastofnun sem er, þótt einhvei’ óliöpp komi fyr- h'.í Ilvað segja bankarnir um þctta? — Borgari.“

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.