Vísir - 10.01.1955, Blaðsíða 10

Vísir - 10.01.1955, Blaðsíða 10
10 VTSIR Mánudaginn 10. janúar 1955 legur fyrir minn smekk. Eg gæti skutlað honum inn í eilífðina xneð beztu samvizku. Eða eigum við að bíða eftir því, að hann veiði okkur alla í net sín? , — Heldurðu að okkur sé nauðugur einn kostur: að 'flýja til FAkklands? — Það er ekki um annað að ræða, ef hann fær að elta ólar við okkur óáreittur. , — Álítið þér, að hann haldi því áfram? sagði herra Blackett. Hann mun renna grun í, að við vitum nú, að hann er óvinur okkar, eða að minnsta kosti hlýtur hann að vera sérstakur iheimskingi ef hann grunar það ekki. En svo lengi sem þér eruð í ónáð drottningarinnar, þarf hann ekkert að óttast. — Satt er það, sagði Francis, —■ En ef hann lætur,taka yður fastan fyrir föðurlandssvik er ekki útilokað, að við getum sagt frá því, sem við vitum. John hló. — Það er víst erfitt að fá að leiða vitni í vörn manns, sem er ákærður fyrir föðurlandssvik. Hvers vegna ættu jþeir að fara öðruvísi að við mig en Roger? Það þarf ekki nema ■ éinfalda skipun frá hennar hátign og eg er kominn aftur í Kast- niann, til að afplána svndir ættar minnar. Herra Blackett hafði á réttu að standa, þegar hann sagði, að svo lengi sem eg væri á ónáð drottningarinnar, hefði Otterbridge ekkert að óttast. : Þess vegna mun hann leggja áherzlu á, að blása að þeim kolum og það ætti ekki að vera svo erfitt. , Jarlinn dró rýting sinn úr slíðrum og skoðaði hárbeitt blaðið, i ^ eins og hann hefði aldrei séð það áður. Loks stakk hann honum aftur í slíðrin. ■—■ Þið ráðið alveg, hvað þið gerið. Svo lengi, sem h'ann reynir ekki að ráða mig af dögum, geri eg engar tilraunir ■ Hil að bana honum. En ef hann skyldi reyna það, þá er bezt, iað hann sjái um-sig sjálfur. XXI. kafli. i — Lávarður minn, sagði herra Blackett um þrem vikum ■ 'seinna. -— Því er ekki að leyna, að málin ganga erfiðlega fyrir , ‘bkkur. Marzmánuður hafði verið mjög umhleypingasamur. ! John, sem hafði verið að lesa í bók, leit upp úr bókinni, gerði xnerki við, þar sem hann hafði verið ^ominn og benti einka- .ritaranum að setjast hjá sér fyrir framan arininn. — Það eru nú engar fréttir, sagði hann rólega. — Herra Ott- . erbridge hefir verið mjög •iðinh'^ýið f®#^pilla fyrir mér hjá Ráðinu. Og ekki bætti það fyrir mér, að eg reið út til að taka á ;móti Elizabet prinsessu, þegar komið var með hana til London. . ,■ — Það var mjög óhyggilega gert, sagði einkaritarinn. — Hvað er það annars, sem yður liggur á hjarta? spurði 'John. Herra Blackett hóstaði. Það var eins og hann ætti erfitt ,með að koma orðum að því, sem honum lá á hjarta. — Ráðið ;Jiefir verið að íhuga vandamáhð viðvíkjandi hjónabandi yðar. — Hjónaband mitt! Hver hefir borið það mál upp þar? Jæja, ;,eg veit það víst. En hvernig var það borið upp? . — Hann mælti með því, að þeir samþykktu ráðahaginn. Hann minnti á, að þér hefðuö gripið til vopna fyrir málstað drottningarínnar í síðustu uppreist og mælti með því, að þér fengjuð ungfrú Önnu í sárabætur fyrir bróður yðar, sem hafði verið tekinn af lífi sem svikari. —■ Fjandinn hirði hann. —• Amen, sagði einkaritarinn. — Þegar Ráðið hafði heyrt rök Otterbridges, kvað það upp þann úrskurð, að beiðni yðar væri — takið eftir því — ótímabær og nærri því ósvífin. Otter- bridge lávarður gætti þess að láta líta svo út, sem þér væruð aðalpersónan í leiknum og seinast var hann, á sinn lævíslega hátt, búinn að æsa Ráðið svo upp, að farið var að ræða um það, hvort þér væruð hættulegur ríkinu eða ekki. Gardiner biskup virtist vera yður vinveittur, en Courtenay-flokkurinn, undir forystu Shrewsbury lávarðar, var æstur gegn yður, i til að sýna drottningunni, að hann fyrirliti allar uppreistartil- raunr og beina þannig frá sér öllum grunsemdum um þátttöku í síðustu uppreist, enda þótt enginn hefði blásið þar sterkar að kolunum en einmit þeir. Spænski flokkurinn sat hjá. Annað- hvot hefir hann beðið eftir vísbendingu fá spænska sendiherr- anum, Renard, eða hann hefir álitið jrður stuðningsmann Elizabetar. Eg sagði yður, lávarður minn, að þér hefðuð farið hrapallega að ráði yðar, þegar þér riðuð út á móti Elizabetu prinsessu. Gardiner biskup og William Howard lávarður aðvör- uðu yður ásamt þremur eða fjórum öðrum. Þeir þóttust sann- færðir um, að það væri engin ástæða til að taka yður fastan, því að þér væruð ekkert hættulegur ríkinu. En giftingu yðar voru þeir algerlega mótfallnir. Þeir vilja koma í veg fyrir, að þér eignizt erfingja. —• Þetta er falleg og göfugmannleg hugsun hjá þeim! Hvað segið þér nú um það, herra Blackett, hvort eg á að reyna að koma Otterbridge lávarði fyrir kattarnef eða ekki? — Eg er vissulega búinn að skipta um skoðun á því máli, en mér er illa við að ráða blindan mann af dögum og eg má ekki vera við það mál riðinn. Þér hafið áður sagt, að þér ætl- uðuð ekki að seilast eftir lífi hans, fyrri en hann færi að seilast eftir lífi yðar. Eg ætla að ganga lengra og segja, að þér getið ekki sótzt eftir lífi hans, fyrri en þér eruð kominn alveg á heljar- þröm. — Eg skil yður ekki. — Að drepa Ráðsmann, lávarður minn, væri sama og að eyðileggja sjálfan sig.. Það er hægt að drepa venjulegan mann, án þess að það veki nokkra sérstaka athygli á þessari morðöld. En um Ráðsmann er öðru máli að gegna. Það vekur athygli og grunsemdir. jafnvel þótt hann springi af ofáti við borð borgar- stjórans. Varð ekki mikill úlfaþytur út af því ,þegar kóngurinn sálugi dó og orðrómur uppi um það, að honum hefði verið byrlað eitur, enda þótt hósti hans og blóðugur vasaklútur bæru þess Ijósan vott, að fingur drottins hefði bent á hann. Fyrr eða seinna munu þeir komast að sannleikanum. Nei, lávarður minn! Svo lengi sem þú hefir eitthvað að missa, geturðu ekki hreyft við honum. Hann lagði hönd sína á öxl lávarðinum og hélt áfrám: — Látið yður 'ekki detta í hug, lávarður minn, að eg hafi ekki samúð með yður. Reynið að vera þolinmóður og bíða þess, að Ráðið missi áhuga á þessu, og gefizt upp og leyfi yður að fara aftur til Glouchestershire og ungfrú Hunsdon. , — Til hvers er það? spurði John vonsvikinn. — Þó eg sjái hana aftur má eg ekki kvænast henni. Samt þrái eg hana og enga aðra. — Það er ekki víst, að þér þurfið lengi að taka á þolinmæð- inni, lávarður minn. Ekkert er jafn fallvalt í þessrnn heimi og völdin. Litlir atburðir, ófyrirséðir eða ranglega túlkaðir, geta orðið til þess að fella þá, sem hæst hreykja sér. Otter- bridge lávarður getur fallð og fallið skyndileg'a. Hann hefir breytt stefnu of oft til þess að honum verði treyst. Hann er drottningunni nytsamlegur, eins og á s.tendur. Það er allt og' sumt,- Það að hafa lengi verið beittur vélum og svikræði, hafði gert jarlinn fuHan tortryggni og grunsemda. Hann þóttist heyra Á kvoldvökunni. Nokkrir franskir þingmenn ræddu um það fyrir skömmu, hversu margar konur Mar- okko-soldán ætti. Vejuðu þeir um málið. En til að fá úr því skorið hver hefði á réttu að standá, báru þeir fram spurn- inguna fyrir umboðsmann hans í París. Ekki er gott að vita hver vann veðmálið, því að svarið var svohljóðandi: ,,Það er ó- hætt að segja, að hans hátign soldáninn á færri konur en Loðvík helgi Frakkakonungur og ekki eins margar og Loð- vík fimmtándi og ekki nærri eins margar og franskir með- almenn eiga yfirleitt!" Oft geta blöðin verið nær- göngul einkamálum manna. T. d. var sagt frá því í kvöldblaði í Nizza, að Pinay, er hann var forsætisráðherra, hafi orðið afi í sjöunda sinn, er hann var að vígja ný jarðgöng við Rhone- fljótið. e Maðurinn getur venjulega meira en hann álítur að hann geti, en oftast minna en hann heldur að hann geri. (John Henrv). , • ■ „Það er alveg áreiðanlégt,“ svaraði búðarmaðurinn. „Beztu vísindamenn mæla með því, —■ það verkar innan 24 tíma.“ „Þá ætla eg að biðja yður um að bera það í höfuð yðar, og svo kem eg aftur á morgun og sé, hvern árangur það hefur bor- ið,“ sagði Skotinn. Það bar við á hljómleika- hátíðinni í Edinborg árið 1953,; að leika átti fiðlukonsert fyrir þrjár fiðlur, en fiðlusnilling- arnir voru þeir Yehudi Menuh- in, da Vito oglsaaac Stern (sem hér hélt hljómleika um dag- inn). Hvernig átti verkaskipt- ing þessara heimsfrægu manna að vera, án þess, að neinn þeirra móðgaðist? Menuhih brosti og mælti: „Við vörpum auðvitað hlutkesti um það.“ Samkvæmt því var ákveðið, að Stern skyldi vera fyrsta fiðla, da Vito önnur, en Menuhin þriðja. Það var víst í fyrsta sinn á ævi sinni, að Yehudi Menuhin lék þriðju fiðlu. C. (£. SuncughA Distr. by Unlted Feature Syndícate, Inc. , „Ég er Peggy Storb“, sagði hún. „Ég og maðurinn minn eigúm bú- garð norðaustan af Brazzaville. Dag nokkurn fór ég. út og tók mér fyrif hendur að rannsaka út- jaðra þess landsvæðis, sem við eigum. Allt í einu skeði það, að hestur- inn minn réis upp á áfturfæturna ög prjónaði sem ólmur væri. Því næst tók hann undir sig stökk ög þaut inn í skóginn, en ég hékk á baki. Hartn hafði séð snák.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.