Vísir - 02.02.1955, Blaðsíða 10

Vísir - 02.02.1955, Blaðsíða 10
 10 ViSIB Miðvikudaginn 2. febrúar 1955 strax og eg er búinn að koma þeim burt. Á eg að flýja með ykkur? — Það er til of mikils ætlast, Anthony. Þér hafið engar skyldur við mig lengur, aðeins við konu yðar. Verið kyrr, eftir að við erum farin, og gleymið því, að þér hafið nokkurntíma þekkt John Aumarle. \ — Síðari hluta skipunarinnar, lávarður minn, mun eg ekki hlýðnast. Hafið þið allt, sem þið þarfnist til ferðarinnar? Hann leit á John, og John leit aftur á Francis. — Okkur vantar kex og saltkjöt, hestskónagla til að járna hestana, hey handa hestunum og kápu handa mér og lávarð- inum. Getið þér útvegað þetta, frú mín. — Það er nóg af þessu til hér í húsinu og í hesthúsinu og kápur föður mins eru til reiðu. — Þá ætla eg að fara. En þú verður að sjá um það, Francis, að hestarnir verði látnir inn í kvöld og þeim gefið nóg og brynnt. Þegar hann var farinn frá Francis til að framkvæma það, sem gera þurfti, en John og Anna fóru inn í herbergi Sir Hilarys. Sir John Lawton sat rólegur við hlið hans og þuldi bænir. Gamli maðurinn hreyfði sig ekki og andardrátturinn varð stöðugt veikari. — Hann getur ekki kingt lengur og eg býst ekki við, að1 hann rísi upp framar, hvíslaði presturinn. — Eg ætla að vera! hjá honum í nótt. Tíminn leið og gamla manninum hrakaði stöðugt. John sótti meiri við til að bæta á eldinn og sá Francis sofandi á stól með skammbyssu á hnjánum. Þegar John kom í þriðja skiptið, stóð Francis á fætur. Eg ætla að söðla hestana, svo að þeir verði tilbúnir. Það er mál til komið . . . . Þá kallaði presturinn og jarlinn flýtti sér inn til hans. Anna grét í hljóði og presturinn gerði krossmark. Hann fékk hægt andált. — Farið nú, börn mín. Látið mig sjá um hitt, John leiddi konu sína fram í forsalinn og sat þar hjá henni, þangað til Francis kom inn aftur ásamt Anthony. — Hann er látinn. Við erum tilbúin. Sveipið kápu um frúna og við skulum stíga á bak. Anthony segir, að lögreglumenn hafi leitað í húsi sínu í gær og spurzt fyrir um heilsufar Sir Hilarys, og hann varð að játa, að vafi léki á um það hvort hann væri með pestina eða ekki. — Kveðjið John prest og komið út um bakdyrnar. Tefjið ekki. Eg bíð ykkar. Þau kvöddu, stigu á bak og Anthony réði ferðinni. Hann fór með þeim eftir stíg, sem ná niður í gil og eftir gilbotn- inum rann lækur. — Þetta, er myllulækurinn, hvíslaði hann. — Við förum með fram hþnum. En við verðum að fara yfir veginn og það er bezt að gæta áður, hvort vegurinn er opinn. Hestur filsaði, það marraði í reiðtygjum, glamraði í beizlum og hófatak. Jieyrðist, ' en að öðru léyti er allt hljótt. — Við megum ekk|' fara of nærri bakkanum. Við megum ekki skilja slóð eftir okkur. Við skulum fara hér upp og bíðið svo hér, þangað til eg er búinn að skyggnast um. Reynið að sjá um, að hestamir hneggi ekki. Anthony steig af baki og læddist áfram og hvarf milli trjánna. Þau heyrðu hófadyn álengdar og fylltust tauga- j æsingi. Þau biðu þangað til Anthony kom í ljós. Hann sagði að tuttugu eða þrjátíu ríðandi menn væru á leið til hallarinnar og hafa blys í hendi. Förum nú yfir veginn í flýti. ( Dimmt var á veginum og þau voru fljót að fara yfir hann.1 Þau færðu sig aftur nær læknum. Þau gættu þess að fara ekki út fyrir limgirðinguna, sem lá meðfram stígnum. Einu sinni | fór hann af baki til að opna hlið. Því næst fóru þau ofan í gihð. ! — Hvað langt eftir? Það er að byrja að daga, sagði Francis. —Við erum komin, sagði Anthony. Beint fram undan sáu þau byggingu, sem virtist vera komin að falli. — Farið inn með hestana, en gætið að því, að göt kunna að vera í gólfinu, því að ekkert hefur verið gert við það síðan malarinn dó. Farið varlega og látið ekki sjá ykkur úti við, enda þótt ekkert hús sé hér í nágrenninu. Nú verð eg að fara, ef þeir skyldu koma aftur og leita heima hjá mér. Hann laut niður og kyssti á hönd Johns. Því næst hleypti hann á brott. Hófadynurinn smáhljóðnaði. XXVII. KAFLI. Það var súgur í myllunni og það var súr þefur, en vegg- irnir voru heilir og þó að göt væru á þakinu, gerði það ekkert til, því að veðrið var gott. j — Vorið fer að koma, sagði Francis. — Eg heyri það á hljóði gauksins. Látið mig vita, ef þið heyrið eitthvað. En nú skuluð þið hvíla j'kkur. Á morgun verðum við í Somerset. Kæra frú! Leggist þarna á frakkann minn. Lávarðurinn heldur vörð fram að miðjum degi. Hann lagðist á bakið og fór innan skamms að hrjóta. Ann bylti sér eirðarlaus, en að lokum sofnaði hún líka. Þegar komið var fram yfir hádegi vakti John Francis. Hann reis upp, en jarlinn lagðist í volgt bælið hans. Því næst svaf hann þangað til Anna og Francis vöktu hann, — Hér er saltkjöt, kex og portvín, sagði Francis. — Borðið, en svo verðum við að leggja af stað, því að það er að verða dimmt, og við verðum a finna leið suður á bógínn, áður en aldimmt verður. Því næst riðu þau til baka, sömu leið og þau höfðu komið, þangað til þau komu að veginum. Þar námu þau staðar stundarkorn og hlustuðu. — Til vinstri, sagði Francis að lokum og þau fóru yfir veginn. Því næst riðu þau áfram þrjár mílur og fundu engar kross- götur. Francis stöðvaðd hest sinn og beið eftir hinum. — Við erum komin nálægt þorpinuí-sagði hann. Mér heyrðist eg heyra húndgá. Sé svo verðum við að ríða yfir engið. Eg hef séð yður á hestbaki frú mín og er ekkert hræddur um yður. En verið hjá henni, lávarður minn og gætið þess vel að verða ekki viðskila . . . Nú, er eg nú orðinn blindur eða er eg búinn að missa áttirnar? — Tunglið kemur upp þráðlega, Francis. Það bjargar okkur í þetta simi. Allt í einu hrópaði Francis: — Hleypum út á engið. Hann hafði komið auga á ríðandi menn með blys. Þau hleyptu út á engið, en allt í einu hvað við skot og bar það vott um, að leitarmenn höfðu komið auga á þá. Þau hleyptu fram hjá kofa og þar vaf hlekkjaður hundur, sem gelti að þeim. — Við erum að losna við þá, hrópaði Francis. Ef við höldum þessum hraða, komumst við inn í skóginn hinum megin við engið. í sama bili hnaut hestur Francis á nasirnar. Hann var fljostur á fætur aftur og snaraðist á bak. En þá kom í ljós, að hestur hans var haltur, — Fáið mér skammbyssurnar og farið á bak fyrir aftan Á kvöldvökunni. Hann sagði við konu sína í ávítunartón: „Þú berð gifting- arhringinn á x-öngum fingri.“ „Já,“ svaraði eiginkonan, „eg hef líka valið rangan mann“. « Henni fannst lítið til koma guilhamranna er hann sagði: „Þú hefir gert mig að ham- ingjusamasta manni veraldar- innar, elskan mín.“ „Það þykir mér ekki mikið. Síðsti unnusti minn sagði, að eg hefði komið sér í sjöunda himinn.“ Kaupsýslumaður kom inn til! listmálara af abstraktskólan- um, og spm'ði hann, eftir að hafa virt myndimar fyrir sér: „Hvað gerið þér eiginlega við allar þessar myndir?" „Eg sel þær,“ svaraði list- málarinn. „Er það mögulegt, þér hljót- ið að hafa einstaka sölumanns- hæfileika, og eg hefi eihmitfc lengi leitað að sölumanni, og’ býð yður hér með stöðuna.“ Maður nokkur hafði setið lengi í veitingastofunni og beð- ið eftir þjóninmn — en enginn lét sjá sig. Loks tapaði hann. allri þolinmæði, gekk fram £ eldhúsið og spurði: „Er það ætlun ykkar að láta. mig sitja hér, þar til eg sálast úr hungri?“ „Nei, það kemur ekki til mála, það er ekki nema hálf- tími þar til lokað verður, og þá verðið þér að fara út,“ svaraði matsveinninn. Vinkonumar gengu saman yfir Rauða torgið í Moskvu, og önnur sagði: , „Það eru raunverulega ekki. nema aðeins sex andstæðingar Ráðstjórnarinnar." „Sex, sá hæsti vemdi þig,“' sagði hin— „mér þætti gaman 'að heyra þig nefna þá.“ „Það er auðvelt, andstæðing- ar ráðstjórnarinnar eru þessir: Þú, eg. hanrt, hún, við og þeir,11 @ Frú nokkur keypti sér páfa- gauk hjá fuglasalanum, og spurði til öryggis, hvor-t páfa- gaukurinn væri mjög orðljótur., „Nei,“ svaraði fuglasalirm. „En hann er ákaflega námfús“. Copr. 1#S! .ttgnrlUct BuKouth*. Inc,—Tm. flf (t. V. S. r»t. Olí. Dlstr. by United Fcature Syxulicate, lad. Stúlkan, hélt dauðahaidi um háls apamannsins,- mtðaií hann klifraði upp. 1712 TARZAM — Spjótregnið dundi um Tarzan, en hann sinnti-því ekki, og virtist alls- óhræddur. Pcga. ýáú hittú?ioks; féíaga •sina, u :i Slorbs konu sína. Hann klitraði upp gnóinguna og stökk upp í næsta tré, sem var til verndar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.