Vísir - 15.03.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 15.03.1955, Blaðsíða 4
4 v/TSIR O&tiBliáÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson Skrifstofur: Ingólfsstræti 3 Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm lmur). Ctgefandi: BLAÐAÚTGAFAN VlSIR HJ Lausasala 1 króna. Njósnamál í Sviþjcð. Það fara að vérða algeng tíðindi, að upp komist um njósnir á Norðurlöndum, og nú síðast hafa all-margir menn verið handteknir í Svíþjóð fyrir þá þokkalegu iðju, bæði innlendir menn og útlendir. Eru þetta ekki fyrstu njósnamálin, sem þar eru til athugunar, eða annars staðar á Norðurlöndum, og hafa þar alltaf verið kommúnistar að verki, svo að vitað er, hverjum er ætlað að hagnast á þeim upplýsing'um, sem nósnararnir afla. Vart mun það land til í Evrópu utan járntjaldsins, þar sem kommúnista leggja ekki stund á nósnir að meira eða minna leyti fyrir félaga sína austan járntjaldsins. Hafa þeir raunar Jýst yfir því sums staðar, að þeir telji sér ekki skylt að sýria neiriu landi trúnað nema Sovétríkjunum — þau sé þeirra eina föðurland— og er þá ekki nema eðlilegt, að þeir reyni eftir megni að vinna þeim gagn með því að komast að leyndarmálum þeirra landa, sem hafa fóstrað þá. Alþýða manna hefur jafnan skipað þeim mönnum í sér- flokk, sem hafa gengið á mála hjá öðrum ríkjum, til þess að vinna föðurlandi sínu tjón. Almenningur í öllum löndum hefur ævinlega talið njósnir og föðurlandssvik af öðru tagi fyrir- Jitlegri en önnur afbrot, en kommúnistar kæra sig kollóttta um almenningsálitið að þessu leyti, því að þeir hugsa einungis um hag síns eina, sanna föðurlands. Þess vegna koma alltaf nægir nýliðar í stað þeirra, sem upp kemst um, og ekkert lát verður á njósnum kommúnista, þótt einhverjir njósnaranna heltist úr lestinni. Kommúnistar ex*u fimmta herdeild í hverju því þjóðfélagi, sem þeir ráða ekki, og róa að því öllum árum að grafa undan máttarviðum þess. Þeir gera það með mörgum hætti, en til- gangurinn' er ævinlega einn og hinn sami — að veikja svo þjóðskipulagið, að stund kommúnismans færist nær. Hvarvetna þar sem þeir hafa aðstöðu til, reyna þeir að æsa til ókyrrðar í framleiðslunni, skapa glundroða, trufla vinnufrið, því að allt slíkt er þeim til framdráttar, en að auki koma svo njósnirnar sem eru þó vafalaust ekki minni liður í þeim ráðagerðum, sem samdar eru austur í Moskvu um það, hvemig hentugast muni nð koma heimsdrottnunarstefnu kommúnismans í framkvæmd, <og það sem allra fyrst. Margir þeir, sem fylgt liafa kommúnistum að málum hér á landi og annars staðar, gera sér sennilega ekki fulla grein fyrir því, hvaða málstað þeir hafa raunverulega stutt. Þeir aettu að leggja fyrir sig nokkrar spurningar um það, hversu langt þeir mundu vera fáanlegir til að þjóna kommúnisman- um — hvoi’t þeir vilji hlýða honum í blindni, hver sem. þörf hans er, eða hvort þeir taki meira tillit til einhvers annars en skemmdarstarfsins. Og ef þeir vilja ekki hlýða í blindni, þá eiga þeir ekki að kjósa í blindni framar. Radarstöð sprengd inn í fjaU í N.-Noregi. Leitað eftir filboðssmt í A-baatda^ iagsríkjunnin. Rómarsýningin. I^ins og sagt er frá á öðrum stað í blaðinu í dag, hefur Félag ■ ^ íslenzkra myndlistamanna fyrir nokkru sent til útlanda veidc þau, sem félagið valdi — eða fáeinir einstaklingar fyrir, hönd þess — til að senda á listsýningu þá, sem efnt verður til í| Hómaborg í næsta mánuði til að kynna norræna list, eins og mönnum er kunnugt af skrifum blaðanna um þéssi mál till skamms tíma. I J Mjög var deilt imi vex-k þau, sem mönnum var gefinn kostur* ’á að sjá, áður en þau voru send, en þótt menn deili um stefnur 1 listum, verður hinu ekki í móti mælt, að verkin gáfu alranga hugmynd um íslenzka list undanfarin 45 ár. Það er staðreynd, sem enginn getur haggað, að þróun íslenzkrar listar verður ald'rei sýnd til fullnustu eða með sannindum, án þess að allir .öndvegismálarar þjóðarinnar komi þar fram í verkum sínum. Margir munu hafa gert sér vonir um, að sýningardeild ís- larids gæti orðið vegleg kynning á menningu landsmanna, þegar það fréttist fyrst, að efnt mundi verða til þessarrar sýningar í Róín. Því miður er nú augljóst, að kynningin verður á allt anrian veg én ætla máttl, éf húri fær þá inni, þar sem boð Itala er ekki þegið-með þeim hætti sem þeir gerðu ráð fyrir: Er það earinarlé&aia farið, svo að tícki sé' dýpra ttídð i árinhi. Áformað hefur verið, að Norðmenn reisi radarstöð í Nórður-Noregi á vegum A- bandalagsins, sem verður ó- venju traust og ramger. Hyggjast Norðmerin sprengja radarstöð þessa inn í fjall í Norður-Noregi, og verður stöðin ’eimi liður í vamarkerfi Norður- Atlantshafsríkjanna. Hefur til- boða í verkið verið leitað í hin- um ýmsu löndum innan A- bandalagsins, eins og reglur um þau mál innan bandalagsins mæla fyrir. Samkvæmt opinbenxm norsk- um tilkynriingum er gert ráð fyrir, að stöðin mxini kosta um 7 millj. norskra kröna (umí 16 milíj. ísl. kr.). Spirengdur verð- ur 140 metra gangur í bergið, Brezkur þiitgma&ur kemur í bo5i Angllu Brezkur verkamannaflokks- þingmaður, dr. Horace King, kemur hingað til lands miSviku- daginn 16. marz, og ílytur íyrir- lestur á íundi Anglia kvöídið eftir um brezkar þingvenjur. Öi’. King er xi heimleið úr fyr- iiiestrai’ferð um Bandaríkin, og hefui’ hér tveggja daga viðdvöí. Tann ei’ á 54. al'dúfSári og iiei'- ur voiið einn þingmanná South- aínþton síðan 1950. Df. King lauk B.A. þrófi í onsku og ffönsku við Lundúnahásköla 21 úrs að aldii og varði dóktorsritgérð sína 1940. Ilann hefur vei-ið yfir- kennai’i í gagnfrtéðaskólum og veitt ba'jarfulltrúum vcrká- mannaflókksins i Hampshire foriistu. Dr. King er mjög stiu’fsnmúr þirigmaður, og 1952 átti hann drýgstnn þáttt í því að fá lög- fest að menn mættu leggja svo fyrir, að að þeim látmim mretti nota augu þeirra til að veita sýn þeim, sém blindir éru vegna vcikinda í hornhimnu. Jxá hefur dr. King kynnt sér sérstaklega sogu og siðavenjur brezka þings- ins, og flutt fjölmarga fyrirlostra um það efni. Eiginkona dr. King vnr borg- arstjóri Southampton Itrýningar- árið 1953, og liefur gefíð sig írijog að bæjairStjórriármálum. Fyrirlesarinn hefur ferðast á vegum bezka utanríkisráðuneyt- isins, og ermikill fengur uð hon- um liingað til lands, erida nnm marga fýsa að heyra clr. King ségja fi’á hinum œvagömlu sið- vénjum brezka þingsins. ------•-------- Mikil síldveiði Norðmamia. Samtök norskra síldarselj- enda (Norges Sildésalslag) hef- ur tilkynnt, að þann 4. þ.m. hafi verið búið að selja samtals 1.449.110 hektólitra síldar. Vorsíld þessi, eins og Norð- menn nefna bíúna, séldist fyrir 24.272.593 horskár k'rÓnur. Á sama tíma í fyrra vörú sam- bæíilegar tölur 1.528.537 hektó- lítrar og- 23.692.323 krónur. — Mésí af' síldinrii Veiddist út af Haugaðisicls-héraði (40.6%). er hallar um 27 gráður, Gert ar ráð fyrir, að sprengja verði búrt um 4000 rúmmetra af grjóti til þess að koma fyrir að- alhúsi stöðvarinnar. sem verður 40 metra undir yfirborði fjalls- tindsins. Þar verður reist hús úr steinsteypu og timbri. Á fjallstindinum verða reist smærri hús úr steixisteypu. Hefur þegar verið lýst eftir tilboðum, en Stórþingið mun væritanlega síðar samþykkja endanlega þessar fyrirætlanir, að því er skrifstofustjórinn í landvamaráðuneytinu norska upplý’sir. Mikil alsókn a& danslagakeppw SKT. Lögixn krnnt Niðaí' ntvarpinn. Eins og kunxiugt er, stendur nú yfir danslagakeppni SKT, og var aðsókn svo mikil að G.T.-húsinu um helgina, að margir urðu fró að hvérfa. Þessi lög koniust í úrslit í keppninni: Gömlú dansarnir: 1) „Vorkvöld“, eftir Hafþór, 141 atkvæði. 2) „Við mættumst til að skilja“ eftir Gleymérei, 134. 3) „Við laufaþyt í lundi“, eftir Hugfró, 132. 4) „Heim- þrá“, eftir Norðanfara, 125. 5) „Einu sinni var“, eftir Tóp- as, 112. 6) „Bergmál", éftir Tóta, 101. 7) „Við mættumst til að skilja“ (sami texti og fyrr), eftir Ómar, 97. 8) „Óráð“ eftir Max, 85. Nýju dansamir: „Heillandi vor“, eftir Skrúðsbóndann, 141 atvk. 2) „Njóttu vorsins“ eftir c-dúr, 136. 3) „Elfa ástarinn- ar“, eftir Elfar, 135. 4) ,Dög- un“, eftir Krumma á skjánum, 132. 5) „Eyjan hvíta“, éftir Oliver Twist, 132. 6) „Upp til heiða“, eftir Eyvind, 122. 7) ,,Það er sólskin í dag“, eftir D-121, og ,,Útþrá“, eftir Nátt- fara, 114. Lög þessi verða kynnt í út- varpinu síðar. Symfóiuuhijóinleikur á morgisR. Á morgnu heldur Symióniu- hljómsveitiu tónleika í Jxjóðieik- hújjinu xmdír stjóm Olafs Kiel- lánd. Einlcikari verður Ámi Kristjánsson píanóleilcari. Á efnisskránni verða tvö verk, Píanókónsert eftir Bedhovcn og Simfónía eftir Bralims. Olaf Kielland er nýkominn til laridsins og mun enn á ný taka að sér stjóm Symfóníuhljórú- SVe'itarinnar. Ráðgert er, að harin stjórni liér fjórum tónlcik- um nrestu tvo mánuði. Á tónleikunum á morgun mun Arni Krisíjúnsson leika píanó- könsert nr. 5 í Es-dúr eftir Begtoyeif^.é^-feaðcpJJ ©inn tnei’ú- úáti. píanókonsert, sem saminti hefur verið I helmímna. Þriðjudaginn 15;. maTZ 1955 Bergmáli hefur borizt enn ein rödd um dúfurnar, sem gerðar voru að umtalsefni í þcssum dálki ’fyrír stuttu. Skýrir þar kaupmaður nokkur frá reynslu sinni og þykir mér rétt að sjón- armið lians og reynsla komi fram í dálkinum, þótt lesendurnir séli kannske orðnir leiðir á þessu þvargi um þessa fugla. Bréf kaup- manns er á þessa leið: „Það er vafalaust að bera í bakkafullan lækinn að ræða um blessaðar dúfurnar, sem svo margir bera fyrir brjósti og víst flestir án þess að hugsa út í málið. Gefið þeim í 20 ár. Mig langar samt til þess að ;skýra frá reynslu minni í þessu efni, ef h'ún gæti orðið til þess að opna augu einlxverra fyrir þvi, hvernig þessum blessuðúxn fugl- um líður. Svo er mál með vexti, að ég hef verið kaupmaður í 20 ár. Fyrst var ég við vérzlun við Bergstaðastræti innarlega í 10 ár, og síðan lief ég rekið verzlun við Báldursgötu i önnur 10 ár. Öll þessi ár hef ég gefið dúfunum, sem hafa fíykkst fyrir framan búðardyr hjó mér. Eg skal taka það fram, að ég held ekkert upp á dúfur, en ég hef ekki getað horft upp á þær tugum saman framan við dyrnar hjá mér, án þess nð vikja að þeim grjónum, þar sem hæg liafa verið heimatökin, því ég lief ávallt starfað við matvöm verzlun, Hefur fylgzt rel með. Eg hef fylgzt vel með því hve niargai’ dúfur hafa komið daglega til mín og þekkt þœr, sem eðlilegt cr þegar maður gefur þeim xirix langt skeið. Eg er sannfærður ura i að dúfurnar drepast unnvörþum úr vosbúð, en kuldi eða matar- skortur grandar þeim síður. Það eru ekki fáar dúfurnar, sem ég lief tekið hálfdauðar fyrir fram- an dyrnar á verzlun minni að morgni dags eftir slyddu eða rigningarveður. Þá híma þær nið- ur á götu og ýmist hrynja riiður af kuldanum, eða verða ketti að bráð. Eitt árið gaf ég að hausti 41 dúfu, en um vorið voru ]xer kóinnar niður í 16. Annað ár gaf ég 38 dúfum að liausti, en um vorið voru þœr 8. Dúfurnar hefðu ekki yfirgefið mig, nema af þvi að þær voru dauðar. Það er vosbúðin. Það éí’ voshúðin, seni gcrir út af við þær, Og það er slíoðun mín, hyggð á langri reynslu, að það sé iriiskuririarverk að eyða þeim. Það er margt fólk, sem vill ekki að hróflað sé við dúfuniim, én gerir þetta fólk sér nokkra grein fyrir hvernig þessum fugl- lim líður, þegar þeir eru að sál- ast úr vosbúðinni? Híma í port- iim og eiga hvergi athvarí. liefur Jietta fólk gefið dúfunum að stað- aldri og fylgzt með þcim? Það er ég lira’ddur um ekki, að minnsta kosti ekki yfirleitt, þótt „sumir geri það. Það er skoðun min, áð stefna borgarlæknis sé sú réttá í þessu máii.“ Bergmál þakkár kaupriianriimi hréfið og hefur cngu við att bæta. — kr. -----*------ © Fregn frá Lima, höfuöborg’ Peru, hermir, að ríkis- stjórnin sé staðráðin á að nota flota og flugher laiids- ins til eftirlifs 209 inilna landhelgiixnl, ári tillits tií •, J»ess|hv,eriúg Bandaríkin og Samcinuðix jþjóðimar líta á tnálln.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.