Vísir - 06.04.1955, Side 4

Vísir - 06.04.1955, Side 4
VÍSIR Miðvikudaginn 6. apríl :1955. wtsxxs. í 5 D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstrœti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGAFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Kveðijnorð: Bjíuni Brynjólfsson, Bæjarstæði. í gerfí taglhnýtingsins. Álþýðublaðið virðist hafa fullkomna sérstöðu í vinnudeilum þeim, sem nú standa yfir, og er það heldur aumt hlut- skipti — ekki sízt þar sem flokkur þess hefur nú náð því marki, lað hann er ekki lengur minnsti flokkur landsins, og ætti því að hafa stælzt talsvert af því. En annað virðist vera upp á teningnum, og er þess vegna ekki úr vegi að athuga blað og flokk lítið eitt. Þegar sýnt þótti, að all-mörg verkalýðsfélög mundu ætla að segja upp samningum sínum við vinnuveitendur um sama leyti, skýrði Alþýðublaðið frá því á. áberandi hátt, að ekki mundi vera mikill vandi að finna nokkra lausn á þeim vanda, sem þá þótti sýnilega fara að. Blaðið benti nefnilega á það, að í plöggum Alþingis væri til tillaga til þingsályktunar frá tveim þingmönnum Alþýðuflokksins, þar sem bent væri á leiðina, sem mönnum bæri að fara. Þingmenn þessir, Hannibal Valdi- marsson og Gylfi Þ. Gíslason, lögðu til að farin yrði verð- lækkunarleiðin til að bæta hag þeirra, sem minnst bera úr feýtum, og hefði slíkt þá orðið beint framhald af lausn kaup- deilunnar í desember 1952. Nokkru eftir að Alþýðublaðið hafði sagt frá þessu, greindi felaðið frá því — og einnig á áberandi stað, nefnilega á fyrstu .síðu undir stórri fyrirsögn — ríkisstjórnin hefði snúið sér til ýmissa aðila í þeim tilgangi að athuga þessa leið til kjarabóta fyrir alþýðu manna. Þótti blaðinu það vitanlega nokkur tíðindi, þar sem ríkisstjórnin virtist þarna á réttri leið að þess dómi — það hafði fengið „línuna“ frá alþýðuflokksmönnum, og slíkt var harla gott. En Adam var ekki lengi í paradís. Verðlækkunarleiðin, sem Alþýðublaðið og flokkur þess töldu eina úrræðið um eitt skeið, hvarf fljótlega úr dálkum blaðsins og það mál, sem Alþýðu- blaðið virtist ætla að gera að mikilvægu baráttumáli, varð að engu í höndum þess, án þess að gerð væri veruleg tilraun til að afla því fylgis. Hinsvegar skaut því skjótt upp í dálkum blaðs- ins að það yrði að berjast af hörku fyi’ir því, að kröfur verka- lýðsfélaganna næðu fram að ganga. Þær gengu þó í þveröfuga átt við það, sem blaðið hafði haldið fram áður. En skýringin var ekki vandfundin: Kommúnistar vildu óðir og uppvægir styðja þessar kröfur, og þ4 varð taglhnýtingurinn vitanlega að elta. Það er svo sem ekki nein nýjung, þótt Alþýðublaðið sé fylgispakt kommúnistum nú upp á síðkastið. Lánleysi flokksins er þvílíkt, að hann þorir varla að hafa sjálfstæða skoðun í neinu máli, sem einhverja þýðingu hefur. Afstöðu hefur hann eina i dag og aðra á morgun, eins og greinilegast hefur komið í ljós i því máli, sem gert er að umtalsefni itér að framan. Þetta stefnuleysi flokksins og hræðsla við kommúnista hefur staðið honum fyrir þrifum, og mun líklega leggja hann í gröfina innan skamms, ef ek^i verður breyting á. Nú síðast kemur vesaldóm,ur Alþýðublaðsins fram í því, að Jað leggur blessun sína yfir lögleysur þær, sem kommúnistar vinna í nafni verkfallsmanna svo sem þegar þeir brjóta upp bíla og láta greipar sópa um verðmæti, sem þar er að finna. Enginn undrast, þótt kommúnistar miklist af slíkum afrekum, en menn gerðu ráð fyrir, að einhver alþýðuflokksmaður skynj- aði, að með slíku ofbeldi og ránum væri ekki verið að vinna verkamönnum gagn, síður en svo. En lánleysið verður Alþýðu- blaðinu enn að fótakefli, því að það þorir ekki annað en að skrifa á þann hátt, sem það telur að muni ekki vekja í-eiði kommúnista. En sennilega verður almenningur að vorkenna þessum mönnum, því að þeim er ekki sjálfrátt. Að endingu skal Alþýðublaðinu bent á það, að Vísir hefur ekki amazt við kaupkröfum Dagsbrúnarmanna, en blaðið hefur bent á, að ýmsir sé nú í verkfalli, er mundu jafnvel ekki líta við launum þeim, sem greidd eru ýmsum forstjórum í Alþýðu- flokknum. Mun þörfin því engan veginn vera eins brýn fyrir þá að fá kjarabætur og hina, sem lægst hafa launin. En sakir þess að verkfall svo ólíkra aðila stendur samtímis, er komið í það óefni, að vinna hefur legið niðri í nærfellt þrjár vikur. Og kjarabætur verðlækkunarleiðarinnar, sem Alþýðublaðið vildi fyrir verkfallið, áður en því var hnýtt aftan í kommún- ásta, hefði sennilega ekki sízt komið þeim að gagni, sem úr minnstoha^ að spfla. JXLt4U^±i, Frá því eg man fyrstu spor minnar tilveru í þessum heimi, þekkti eg þig, Bjami Brynjólfs- son. Þú varst hinn góði ná- granni foreldra minna, og vin- ur okkar krakkanna í nágrenn- inu, sem lékum okkur nærri húsvegg þínum, ærsluðumst þar og hlógum, og lund þín var létt, og svipur þinn hlýr og brosmildur, og með velþóknun gaztu litið á æskubrek okkar, og fært allt til betri vegar. Þá lifðir þú þín manndómsár, áttir heimili hlýtt og bjart, góða konu og efnleg börn; þarna var þinn vermireitur, sem þú vannst allar stundir, ræktaðir kartöflur í stórum garði, hafðir lítinn en vænan fjárstofn, rérir til fiskjar, varst formaður á þínum eigin bát, aflaðir vel og nýttir allt vel. Vannst af trú og hollustu þínu byggðarlagi og gladdist af arði vinnunnar eins og hann var hverju sinni,. ög allt blessaðst í þínum höndum með guðs hjálp, og gleðin ríkti. Eftir vel unnið dagsverk áttir þú það til að grípa hljóðfæri þitt, sem var einföld harmonika, og leika af hjartans lyst þeirrar tíðar dans- og dægurlög, og þau lékstu líka stundum á skemmtunum unga fólksins, og gleðin var í för með þér, og æskan steig dansinn við mikinn fögnuð, minnug alls og þakklát. En nú voru þeir tónar löngu þagnaðir, og þú orðinn aldinn að árum, og æskan, sem þá steig dasinn, fullvaxið fólk, horfið og tvístrað í allar áttir. En vígi þitt, heimilið þitt góða, áttir þú alltaf óbreytt með þinni ágætu konu, Hallfríði Sigtryggsdóttur. Þar lifðir þú sæll og glaður, og gazt unnið því sem fyr fram á síðustu ár. Og nú hefir þú ýtt frá landi, einn á bát, eins og þú gerðir stundum áður, og þegar eg hugleiði það, þá eiga þessar línur að vera kveðju- og þakk- arorð frá mér til þín fyrir allt það liðna, fyrir vináttu og tryggð góðs manns um langa ævi. Og þegar eg nú horfi út á hafið á eftir þér veit eg, að sannur heiðursmaður hefir lagt upp í sína síðustu för, og að þér muni búin góð lenðing á strönd eilífa landsins í upprisuljóma ódauðleikans. ME'KJaHau ölafsson, brunavörður. H Kaupi ísl. frímerki. S. ÞORMAR Spítalastíg 7 (eftir kl. 5) BECTAÐAUGLmiVIS) Tilkynttinff fra niíaveátu Uevkjaviknr Ef alvarlegar bilanir koma fyrir um hátíðarnar, verð- ur kvörtunum veitt viðtaka í síma 5359 kl. 10—14. Hitawiífi ilt*th nr Ðuglegur sendisveinn óskast strax. Upplýsingar í skrifstofunni. LandssmiSjan. Vegna 25 ára afmælis bankans verður honum lokaS kl. 2 e.h. firiðjudag- inn 12. apríl næsíkomandi. Athygli skal vakin á jiví, að bankinn verður opinn umfram venju á milli kl. 12 og 1 þennan dag. Uivegsbunki Msinnds ít.f. ■'ÍRV ' * G'Ofeí'i r 1 'Sijfe-íi . ■i'f'Mu •’-'r í dag liggja fyrir tvö stutt bréf, sem þurfa að birtast fyrir páska- helgina, en þetta verður seinasti pistillinn fyrir hana. H. S. skrif- ar á þessa leið: „Bergmál. Viltu gera svo vel og koma eítirfarandi á framfæri fyrir mig. Hvernig stendur á því, að lelkir sem haldn ir eru að Hálogalandi eru oft ekkí auglýstir þá daga, sem þeir eiga að fara fram t. d. í Vísi eða Morg unbiaðinu, sem flestir sjá. Þessir leikir eru oftast mjög skemmti- legir og vel leiknir, og leitt að þurfa að verða af þeim af þessurn sökum. Harmónikan hljómar. Svo langar mig til þess að biðja þig að færa þeim, sem stjórnar þættinum „Harmónikan liljómar“ beztu þakkir minar fyrir þáttinn síðast. Hann var ljómandi skemmtilegur. Það eru enn marg- ir, sem hafa mikla unun af því að hlusta á góðan harmóníkuleik, en sá, sem um þennan þátt sér, velur aldrei annað en það allra bezta. Þannig á það að vera og rétt er að geta þess, sem 'vel er gert. Hafi hann beztu þökk fyrir. H. S.“ Þannig var bréfið og munu margir vera bréfritaranum sam- mála um, að gaman er að heyra í harmónikunni við og við. Eigna þeir sér rétt? Hitt bréfið er á þessa leið: „Bergmál. Mér er spurn: Ef ein- hver iðnstétt eða flokkur manna boðar til verkfalls í þeirri at- vinnugrein, sem sá flokkur stund- ar, öðlast þá þessir menn laga- legan rétt til þess að beita sam- borgara sína livers konar ofbeldi, sem þeim kann að detta i hug? Ef svo er, þá finnst mér ekki óeðlilegt, að þeir byggi íarar- tálma á vegum úti til þess að lefja vegfarendur eða gera þeim miska á annan hátt; Ef þeir hafa ekki nieð verkfallinu öðlazt slik- an rétt, skil ég ekki hvað dvelur löggæzluna að koma i veg fyrir slikt. Hvað yrði þá sagt? Ef einhver einstaklingur liér innanbæjar tæki upp á sliku, er cg sannarlega smeykur um að löggæzlan væri fljót að taka í taumana. En ef til vill kemur henni ekki við það hvað gerist utan sjálfs bæjarins, þó lögsagn- arumdæmi hans sé. H. B.“ — Það kemur fram i bréfi H. B., að hann er ekki viss um nema verk- fallsmenn hafi öðlast einhvern rétt til þess að beita ofbcldi, en sá misskilnfngur er ekki óalgeng- ur. Auðvitað eru allar þessar að- gerðir verkfallsmanna ólöglegar og fámenn lögregla getur þar ekk ert að gert. Það væri ekki vitur- legt að beita fáinennri lögreglu gegn skara af ófyrirleitnum inönn um, sem bíða eftir hverju tæki- færinu, sem þeim gefst til þess ao sýna ofbeldi. — kr. Gljóir vc* • Drjúqt ■ !fr«jr>leot • þcecjilecjt Beztu úrin itjá Barteis -Lækjai'iorgi. — Sími €411, ir.».<i■ t■—'i iú J,!’

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.