Vísir - 14.04.1955, Síða 4

Vísir - 14.04.1955, Síða 4
vlsm Firamtudaginn 14. april 1959 WÍSXX& l D A G B L A Ð Eitstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Ger&ardómur r Danmörku. Það þarf víst ekki að fara í neinar grafgötur um það, hvernig kommúnistar og kratar hér á landi mundu taka því, ef tilkynnt væri, að ætlunin væri að setja hér á laggirnar gerðar- dóm. Slík stofnun hefur verið til hér á landi, en náði ekki vin- sældum, svo sem mönnum er sennilega minnisstætt, af því að hlutverk hennar var afflutt á allan hátt af rauðliðum, er vildu hvorki láta skynsemi né ’ sanngirni komast að í viðskipum á vinnumarkaðinum. Nú herma hinsvegar fregnir frá Danmörku, að þar muni verða lagt fyrir þingið frumvarp um að gerðardómur skuli settur á laggirnar. Er þess sérstaklega getið, að sósíal- demókratar — „Alþýðuflokkurinn" þeirra í Danmörku — muni styðja þet'ta mál, svo að tryggt sé, að það muni verða sam- þykkt. Má segja, að þeir hafist ólíkt að, krátarnir í Danmörku og flokksbræður þeirra hér á landi, sem þora ekkert annað að gera en það, sem vekur ekki gremju kommúnista. Danskir kratar gera sér grein fyrir því, að gerðaidómur getur verið öllum aðilum til góðs, og þess vegna eru þeir því fylgjandi, að hann verði í lög tekin þar í landi. Þeir eru flokkur, .sem. gerir sér grein fyrir því, að þeir bera nokkra ábyrgð á velgengni ríkis og einstaklinga. Hér á landi gegnir öðru máli, því að hér vilja kratarnir ekki taka ábygð á neinu og forðast fyrir alla muni að taka afstöðu, fyrr en þeir hafa fengið vitneskju um afstöðu kommúnista, sem ekkert vilja nema glundroða, upplausn og ringulreið í þjóðfélaginu. Fæst ekki svar? "17Tsir leyfði sér að spyrja um það fyrir nokkru, í hvers nafni ’ eða þágu það væri gert, þegar ýmsir menn taka sér vald til að framkvæma leit í bílum fyrir utan bæinn og vinna jafnvel ýmis önnur verk með þeirri réttlætingu, að verkfall stæði. Engum heiðvirðum manni, sem í verkfalli stendur, er greiði gerður með því, að ýmiskonar óhappaverk sé unnin í þeirra nafni, þegar það er gert án þeirra vilja og vitundar, og vafa- laust í beinni óþökk alls hávaða þeirra. Bætir það liag verkamanna eða eykur það samúð með þeim, þegar kommúnistar aka um í bílum flokks síns, elta menn, sem fara löglegra erinda í sambandi við atvinnu sína, brjóta upp bifreiðir þeirra og ræna verðmætum, sem þar er að finna? Finnst verkamönnum,' að rétt sé unnið fyrir málstað þeirra, þegar þannig er að farið? Það er mjög ósennilegt, að verka- menn telji, að sér sé greiði gerður með slíkum eða þvílíkum tiltektum. En kommúnistar miklast af þessu. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að með þeim að- gerðum, sem hafa einkennt framkomu kommúnista síðustu vikurnar, eru þeir aðeins að æfa sig undir frekari brot á lög- um og almennu velsæmi. Þeir eru að kanna, hversu langt þeir geti gengið, án þess að almenningur rísi gegn þeim. Þeir eru eð reýna áð svæfa tilfiriningu almennings fyrir því, sem sæmi- legt er, en það má þeim aldrei takast, því að þá munu þeir aðeins fremja enn meiri óhappaverk eij síðustu dagana. Tekánn ofan af hillu. ■jVíúverandi framkvæmdarstjóri Alþýðusambandsins, Hannibal ^ ' Valdimarsson, er sennilega farinn að gera sér grein fyrir því, að kommúnistar ætluðu aðeins að nota hann á hinn herfi- legasta hátt -sér til framdráttar, þegar þeir ginntu hann til fylgis við sig við undirbúning og á síðasta Alþýðusambands- þingi. Hann hélt, að hann ætti að verða mikill maður bæði í sjón og raun, er hann gengi í bandalag við kommúnista, en reyndin hefur orðið allt önnur. Hannibal hefur hvergi fengið nærri að koma, síðan til tíð- inda dró. Hann hefur ekki verið settur í sámninganefnd vei'ka- lýðsfélaganna, og hann hefur heldur ekki fengið að vera í verkfallsstjórninni. Hann er eins og gamall og fánýtur gripur, sem settur hefur verið upp á hilíú, þar sem hann rykfellur. 1 gær var hann þó tekinn ofan af hillunni sinni, rykið hrist af honum og Iionum tyllt í ræðustól á Lækjartorgi, í dag er hann kominn upp á hilluna sína aftur og safnar ryki á nýjan íeik. ,Skammarlegt hlutskípti „foringja", Batnandi afkonta V.-Ev- sl. 2 ár. Útflutningur til dollarasvæðisins hefir t.d. meira en tvöfaldazt. * Sjölta ársskýrsla Efnahags- samvinnustofnunar Evrópu kom út nú um páskana, og ber hún vitni um batnandi efnahagsaf- komu félagsríkjanna á undan- förnum tveim árum. í skýrslunni er vakin athygli á ýmsum vandámáíum, sem enn eru óleyst innan bandalágsins. Þar greinir og frá þeim markmiðum, sem félagsríkin hafa sett sér og talið er að auðvelt muni að ná, sökum þess að á árunum 1953— 54 batnaði afkonmn svo, að hún hefur aldrei vcrið betri. Samkvæmt skýrslunni hefur aukningin að því er eftirtalin atriði varðar orðið sem hér seg- ir frá 1938 til 1954: Útflutningur til annarra en fé- lagsrikja 70%. — Influtningur frá öðrum en félagsrikjum 12%. Útflutningur til dollarasvæðisins 114%. Innflutningur frá dollara- svæðinu 12%. Viðskipti milli fé- Iagsríkjanna innbyrðis 70%. — Þjóðarframleiðsla allra félags- rikjanna 34%. Iðnaðarframleiðsla félagsríkjanna 54%. Landbúnað-/ arframleiðsla félagsrikjanna um 30%. Greiðslujöfnuðiir bandalagsins batnaði mjög upp úr miðju ári 1952. Hafði gull- og dolfaraforði félagsríkjanna næstu tvö misser- in áður lækkað um einn og hálfan milljarð dollará. En frá miðju ári 1952 til ársloka 1954 hækkaði þessi forði um 4.6 milljarða doll- ara eða um nær helming (50%). Bándalag Vesturevrópuríkj- anna um efnahagssamvinmi (O.E. E.C.) var stofnað 1948. Settu fé- lagsrikin sér i öndverðu ýmis- leg markmið, er keppt skyldi að Öllum þessum markmiðum hefur nú verið náð og á ýmsum sviðum farið langt fram úr áætlun. Út- flutningur til dollarasvæðisins hefur aukizt að sama skapi og við skipti meðal félagsrikjanna sjálfra. Hvað síðara atriðið snert- ir hefur ágæt reynsla fengizt áf frjálsari viðskiptum og stofnun greiðslubándalags Evrópurikj- anna (E.P.U.). Einnig hefur áætlunin um aukningu þjöðárframleiðslu, sem ráðgerð var 4,5% á ári 1951—56,' staðizt fullkomlegai Félagsriki Efnahagssamvinnu-j stófnunar Evrópu erú: Austur- ríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkiand, Grikkland, Holland, írland, Isláii'd, Ítalía, Luxem- burg, Noregur, Portúgal, Sviss, Sviþjóð, Tyrkland og Þýzkalánd. Utanríkisráðunéytið, Reykjavik, 13. apríl 1955. Pípmsveinar ver5a ab kvænast. Frá fréttaritara Vísis. — Stokkhóhni í apríl. Sinn er siður í landi hverju, má víst segja um hað háttalag Svía, að láta gift fólk sitja fyrir um íbúðir. Níu piparsveinar í Vest- mannalandi í Svíþjóð hafa fengið skipun um að kvænast þegar í stað, annars verða þeir að hverfa úr íbúðum sínum. Þeir fengu nefnilega íbúðirnar í nýju húsi á þeim forsemdum, að þeir væru í þann veginn að ganga í hjónaband. Nokkrim þeirra höfðu enn ekki gengið í hjónabandið, enda þótt það standi til jafnskjót't og ástæður leyfa. Líklega er þetta í fyrsta skipti í Svíþjóð, að leigjendur fá skipun um að gifta sig, annars .... Svona eru hús- næðisvandræðin í Svíþjóð. „Frá morgni til kvolds“ og „Á veraldarvegum“. h t ■ mmm- Þórir Bergsson. Frá niorgni til kvölds og Á veraldarvegum. Sögur. Útgefandi: Isafoldar- préntsmiðja. Rvík 1953. Hér er um að ræöa 22 smá- sögur í tveim bindum, 204 blaðsíður í allt.. Magnið er mikið, gæðin mismunandi, allt frá meðallagi upp .í afbragð. Eg hef áður skrifað um stíl og smásögutækni Þóris Bergs- sonar og endurtek það ekki hér. Vinnubrögð hans eru að sjálf- sögðu nokkuð svipuð 1 þess- um sögum og hinum fyrri, þó finnast nú taláverð frávik um tóntegund og sögugerð, til dæmis í Undrið á eyjunni, en að mínum dómi hefur sú til- raun ekki heppnazt nógu vel, sagan er með þeim lökustu í safninu. Annars er Þórir Bei-gsson oftast hái'viss í tækni, löngú út_ lærður meistari á form smá- sögunnar. En jafnvel meistur- unum tekzt misvel, — tekst raunar aðeins endrum og eins að töfra fram það bezta, sem þeir eiga til. Heilagur andi er y ■ -ú • -J ' 1 enginn daglegur gestur hjá neinum, að minnsta kosti ekki skáldum, því síður þaulsætinn. Hann kemur sem leiftur og fer á sama hátt. En endurminning- in um stopular skyndiheim- sóknir hans verða að endast sál listamannsins til ■ Ijóss og hita langtímum saman. Áhrifamesta og eftirminni- legasta sagan í þessum tveim nýju bókum er að rnínum dómi ,,Frá morgni til kvölds“, en margar þeírra eru gerðar af engu minni hagleik, þar á meðal „Fjallganga“, „Sam- vizkusemi“ og „Ást“. Ágætu sögurnar í þessum tveim bindum eru sennilega fleiri en hinar. Og þar sem Þórir Bergsson kann svo vel til verka, að sérhver efniviður nýtist honum betur en flestum öðrum, verða einnig lakari sögur hans skemmtileg lesn- ing sakir snjallrar hugkvæmni og fágaðrar framsetningar. — Málsmekkur bregzt aldrei. Þórir Bergssori, sem allir vita, að heitir réttu nafni Þor- Eftirfarandi bréf liefur Berg- máli borizt frá einum lesanda sinum: ; „Ekki mún hafa verið meirat um annnð rætt að undanförnu ent vei'kfallið. Sú spurning er á allra' vörum: Hvenær takast samning'-i ar? Yfirleitt hefur andinn verití. sá, siðan slitnaði upp úr sanin- ingaumleitunum, er verkfallið liafði staðið nokkra daga, að engi in von væri til þess, sökum þessi hve bilið væri breitt, er brúa' þyrfti, að samningar tækjust i'yrr en upp úr páskum, og liinir böl-i sýnU hafa xrijög látið í það skina, að það kynni að dragast frams undir mánaðamót, að samningar, tækjust. Vonandi kcmur ekki til þess, að verkfallið standi öllií lengur.Það verður að gera ráef fyrir, að nú verði í fullri eínlæ'griS og af gagrikvæmum skilriirigij gengið að þv.í að leysa þennart vanda. j Höfuðatriði. Það er vitanlega höfuðatriði, a<$ til samninga veljíst menn, sera vilja leysa málin af sanngirni og velvild og fullum skilningi, ert mjög er um það rætt, að forysta verkfallsmana sé i höndiun komra únista, og kann slíkt ékki góðri. lukku að stýra. Samningamenra verða að vera gæddir ríkri á- byrgðartnfmningu. Mundi háriá vera að finna meðal hinna komm únistisku forysturiianna? -— Erig- inn nturi liafa á móti því, að þeir sem lægst laun hafa fái leiðrétt- ingu, en ekki nær neinni átt að reyriá að knýja fram kauphækk- anir, sém átvinriiivegirni r i'á ekki risið undir. Einn fyrir alla. Fyrir nokkru var fundur hald- inn í Gamla Bíó um vérkíalls- málin og meðal þeirra, sem þar ávörpuðu verkamenn, var for- yslumaðui’ múrara, sem ekki; riiunú hafa þótt aumkúnarver'ðii* sökum þess hve lágt kaup þeirrat sé, ö'g lagði hariri mikla áerzlu á einkunnarforðin: Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Liklega em verkamenn ekki almennt á þeirrf skoðun, áð það sé þeim affara- sælt, að ganga þannig frá máhimj að þeir geti ékki fengið neinat leiðréttingu, nema kaup tekju- liárrá iðnaðarmanna hækki enn. | Ef kaupið hækkar verulega liefst sanii sörgárléikurinn og áður. Aðrár hækkanir koma i kjölfarið. Um það þarf ekki að fjölyrða. Hér er raunverulega elcki verið að vinna að almenn- ings lieill, ef of langt er gengið. Nú eru þúsundir manna hér i bæ að stritast við að eignast húsnæði og liafa kannske liætt til þvi iifla, sem riienn eiga, og undirgéngist skuldbindingar, í yon uin að ný verðhækkuriaráldá kætni ekki. Nú vofir yfir efnalitlu fólki, seni er að reyna að eignast þak yfir höfuðið, að svo miklir erfiðieik- ar verði á vegi þ'éSs, að það nái ekki settu márki, því að gera verður ráð fyrir, að allt luv.kki, svo fremi að mikil kauphækkun verði knúin fram. — S. 2.“ Bergmál þakkar bréfið. — kr. steinn Jónsson og er albróðir; Magnúsar Jónssonar prófessors, hefur í tvo eða þrjá áratugi: verið í fámennum hópi beztu smásagnahöfnnda á íslandi. í bókunum Frá morgni til kvölds og Veraldarvegum heldur hann enn velli með sóma, en bætir' ekki sín fyrri afrek. En einnig það verður að teljást góður árangur. ^uðmundiíi' Dau.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.